Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
23
Eins og hugur
manns, segir yfirkokkur á
Grillinu um nýju eldavélina sína
í GRILLINU á Hótel Sögu er nú notuð nýstárleg eldavél sem
gengur fyrir rafmagni, en straumurinn fer í gegnum seg-
ulsvið sem hitar aðeins þann flöt potts og pönnu sem snert-
ir helluna. Grillið er eini veitingastaðurinn á landinu sem á
slíkan búnað, sem að sögn yfirmatreiðslumeistara staðarins
er bylting fyrir matreiðslumenn.
aVélin er tölvustillt ná-
kvæmlega eins og hentar
•JJ fyrir matreiðslu hverju
jjg sinni, að sögn Ragnars
Ui Westmann yfirmatreiðslu-
Qtí meistara. á Grillinu. Hún
er frönsk og heitir Induc’c-
hef. Ragnar segir að þróun
5 hennar hafi tekið mörg ár,
enda sé virknin ólík þeirri
sem hingað til hafi tíðkast.
Hann segir til dæmis að best
sé að sjóða fisk við 62 gráðu
hita og hitastig eldavélahell-
unnar því stillt á 62 gráður
þegar fiskur er soðinn. „Þannig
haldast eggjahvítuefni í fiskn-
um í stað þess að fara út í soð-
ið eins og þegar hann er eidað-
ur við hærra hitastig.
Ekki lengur með brenndar
hendur
Það er þekkt vandamál að
bræða súkkulaði og líka að sósa
eða súpa brenni við eða mjólk
sjóði uppúr. Með
nákvæmri still-
ingu á hitastigi
erum við lausir
við þessi vanda-
mál. Áður elduð-
um við allt á gasi
sem ég hef alla
tíð verið mjög
hrifinn af.“
Hann viður-
kennir að trölla-
trú hans á gas-
eldavélum hafi í
upphafi gert
hann tortrygginn
í garð þessarar
nýju tækni, en
síðan hafi orðið
sinnaskipti hjá
honum. „Þessi
vél er eins og
hugur manns.
Mér fannst
merkilegt að
uppgötva allt í
einu að kokkar
þurfa ekki endi-
lega að vinna í
60-70 gráðu hita
eins og við vorum
vanir. Umhverfi
þessarar vélar hitnar nefnilega
ekki eins og þegar annars kon-
ar eldavélar eru lengi í notkun.
Kokkar þurfa heldur ekki að
vera brenndir á höndum upp
undir olnboga, því hellurnar á
þessari vél hitna ekki nema
pottur eða panna komi í snert-
ingu við þær. Um leið og pottur
er tekinn af kólnar hellan.
Hraði skiptir þá miklu máli
sem vinna við matreiðslu á veit-
ingastað og þessi vél er mun
hraðvirkari en gasvél. Það tekur
okkur til dæmis 24 mínútur að
fá suðu á 10 lítra af köldu vatni
á tilsvarandi rafmagns-eða gas-
hellu, en 14 mínútur á þessari."
Nákvæmur og nýtinn
Ragnar lýsir eldhúsi Grillsins
sem „léttklassísku og evr-
ópsku.“ Hann segir að hvorki
sé slumpað né slett, heldur séu
allar uppskriftir nákvæmar og
þeim fylgt út í ystu æsar. „Fólk
þarf að geta treyst því að rétt-
irnir séu alltaf eins.“
Elsti rétturinn á matseðli
Grillsins er jafngamall veitinga-
staðnum, rösklega þrítugur. Sá
heitir Saga-gratín og er sjávar-
réttagratín. Að sögn Ragnars
eru sjávarréttir og fiskur nú
soðnir við 62 gráðu hita og það
því eina breytingin sem réttur-
inn hefur tekið á rúmum þrem-
ur áratugum. Ragnar segist
vera nýtinn en ekki nískur
kokkur. Hann vill nýta hráefnin
til fullnustu og sjá til þess að
bætiefnin skili sér öll líka. ■
BT
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnar Westmann yfirmatreiðslumeistari á
Grillinu undirbýr matreiðslu á hinni nýju
Induc’Chef-vél, sem hitar 10 lítra af vatni
á 14 mínútum.
Buxna-
bleiur frá Libero
NÚ eru komnar á markað nýjar
bleiur frá fyrirtækinu Libero.
Um er að ræða buxnableiu fyrir
börn sem vega 9-15 kíló.
Bleiurnar eru í laginu eins og
nærbuxur og með teygjubelti í mitt-
inu sem kemur í staðinn fyrir lím-
band. Barnið getur því sjálft farið
á koppinn og tekið upp og niður
bleiuna. Hægt er að opna bleiuna
á samskeytunum ef vilb j ■
Ny Up&Go fra Libero
Morgunblaðið/Þorkell
Steinunn og Svanhildur í hinni nýju verslun við Laugaveginn.
Sígilt og róman-
tískt á Laugaveginum
VIÐ LEGGJUM áherslu á sígildan fatnað og höfum mest af samkvæ-
miskjólum frá tímabilinu í kringum 1950,“ segir Steinunn Roff sem
nýlega opnaði verslunina Divu við Laugaveg ásamt Svanhildi Oskars-
dóttur.
í verslun þeirra eru bæði ný föt
og notuð, en þau eiga það sameigin-
legt að vera öll frá árunum 1930-
1960. Steinunn segir að þær kaupi
aðallega inn frá Bandaríkjunum.
„Þar er fólk sem annast innkaup á
fötum fyrir okkur og sér um að
senda hingað til lands. Annars
kaupum við líka inn frá Frakklandi
auk þess sem við höfum föt í um-
boðssölu." Þær stöllur eru ekki nýj-
ar í viðskiptalífi Reykjavíkur, því
þær hafa rekið verslunina Móanóra
um nokkurt skeið.
Algengt verð á kjólum í Divu er
í kringum 6.000 krónur en fer til
dæmis upp í 10 þúsund krónur þeg-
ar um er að ræða kjól með jakka
frá 1930. „Við reynum að halda
verðinu lágu í samræmi við kaup-
getu fólks. Við seljum fyrst og
fremst kvenfatnað _sem er róman-
tískur og sígildur." í versluninni eru
einnig ýmsir fylgihlutir, sem ýmist
eru frá liðinni tíð, eða nýir og í
anda fyrri ára. g
Kolaportið
efnir til tölvu-og
tæknisýningar um helgina
RÚMLEGA 30 aðilar kynna
nýjungar í tölvum, hugbúnaði
og tækni í Kolaportinu um helg-
ina og finna þar allir aldurshóp-
ar eitthvað við sitt hæfi.
Meðal annars verða kynnt bók-
haldskerfi fyrir heimili og fyrirtæki,
ensk-íslensk orðabók í tölvuformi á
2.900 kr., tölvur af ótal gerðum
ásamt fylgihlutum, disklingum, tyk-
sugum, skjásíum, símboðum og fl.
auk þess sem yngsta kynslóðin fær
að spreyta sig á að mála á boli með
taulitum og skrautskrift.
Bóksala stúdenta verður með úr-
val af bókum og blöðum á sérstöku
afsláttarverði. Tölvunarfræðinemar
við HI efna til kynningar. Sömuleiðis
verður nýtt „tölvu-karaoke“ kynnt
og Nýhetji kynnir sérstök forrit sem
notuð eru við tölvukennslu barnu
allt niður í 5 ára aldur.
Sýningin verður opin kl. 10-16
laugardag og sunnudag. ■
DÚXINN...
námstækninámskeið
..og námið verður leikur einn!
Bók og snældur. Verð kr. 2.900,-
HRAÐLESTRASKÓLINN,
sími 642100.
Snjóbuxur
Stærðir 104-170.
Verð frá kr.
4.180-4.980
mmúTiLíFmm
GLÆSIBÆ . SÍMI 812922
TILB0Ð
VlklWAR