Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 29 TLEIÐA 3vin- ns þúsund manns sem notuðu sér þessa nýbreytni Loftleiða og flugu á lægri fargjöldum milli New York og Staf- angurs, Óslóar, Kaupmannahafnar eða Hamborgar með viðkomu í Reykjavík. En næsta ár tvöfaldaðist farþegafjöldinn og 1955 flugu um 17 þúsund manns með Loftleiðum, brautryðjendum lágra flugfargjalda. Litla íslenzka flugfélagið hafði náð fótfestu á alþjóðlegum vett- vangi. Það var meira en IATA gat þolað. Hin lágu fargjöld Loftleiða hleyptu af stað miklu stríði og það var þrengt að félaginu í öllum lönd- um. IATA tókst að flæma Loftleiðir frá Þýskalandi og skerða mjög rétt- indi félagsins í Bretlandi. Á Norður- löndum varð deilan um lendingar- réttindi Loftleiða að hatrammri milli- ríkjadeilu. Hátt á annan áratug var Loftleiðadeilan annað aðal viðfangs- efni íslenskra stjórnarerindreka, svo sem Pétur J. Thorsteinsson lýsir í sínu mikla verki um sögu utanríkis- þjónustunnar. Aldrei fékkst viðun- besta alhliða þjónustu. Sumarið 1964 kom fýrsti Monsinn til landsins. Sexurnar önnuðu engan veginn eftirspuminni og Loftleiða- menn festu kaup á fjórum CL-44 flugvélum, sem þeir nefndu Rolls Royce 400 Jet prop, því hreyflar vélarinnar voru framleiddir af Rolls Royce-verksmiðjunum, en kölluðu jafnan Monsa á íslenzku (afbökun á „monster"). Vélar þessar höfðu verið smíðaðar til vöruflutninga, en Loft- leiðamenn lengdu þær til að auka farþegarýmið og bæta flugeiginleika þeirra. Sexurnar voru þó í notkun allt til 1968 en þá fyrst fengu Mons- amir lendingarleyfi á Norðurlönd- um. Voru Sexurnar þá illseljanlegar, en Loftleiðamenn nýttu vélarnar með hjálparflugi í Biafra og stofnuðu félagið Flughjálp með íslensku þjóð- kirkjunni og hjálparstofnunum kirkna á Norðurlöndum, en gáfu vélarnar síðan til hjálparstarfs í Perú, þegar Bíafra-stríðinu lauk 1970. nýjan og ábatavænlegan markað. Rekstur Air Bahama var samræmd- ur rekstri Loftleiða og 1970 var Stopover-áætlunin kynnt í Nassau. Flogið var sex sinnum í viku milli Nassau og Lúxemborgar að sumr- inu, en þrisvar í viku að vetrinum. Árið 1972 flutti Air Bahama um 80 þúsund manns yfir hafið. Þegar Loftleiðir héldu upp á 25 ára afmæli sitt 1969 var fyrirtækið orðið að stórveldi á íslenzkan mæli- kvarða. Félagið átti dótturfyrirtæki í New York og Lúxemborg, starf- rækti sjálfstætt alþjóðlegt flugfélag á Bahama-eyjum, átti þriðjung í þriðja stærsta vöruflutningaflugfé- lagi heims, fimmtung í glæsihóteli í Lúxemborg; — og hér heima átti félagið og rak Hótel Loftleiðir, Bíla- leigu Loftleiða, og sá um alla flugaf- greiðslu fyrir íslenzka ríkið á Kefla- víkurflugvelli. Félagið hafði eigin skrifstofur í 29 borgum út um allan heim og auk þess fjölda söluskrif- stofa. Starfsmenn Loftleiða voru nálægt 1300 (15-1600 um háanna- tímann yfir sumarið) og um helming- ur þeirra vann á vegum félagsins í útlöndum. Höfuðstöðvar félagsins voru í nýrri þriggja hæða skrifstofu- byggingu á Reykjavíkurflugvelli. „Loftleiðir eru besta dæmið um það hveiju heilbrigður einkarekstur getur áorkað,“ sögðu ritstjórar Morgunblaðsins. „Loftleiðir hafa sannað, að íslend- ingum er ekkert ómögulegt, ef kjarkurinn er nægur og réttum úr- ræðum beitt á grundvelli þekkingar og reynslu," skrifuðu ritstjórar Tímans. „Loftleiðum tekst oft það, sem öllum öðrum virðist útilokað, enda oft til þess vitnað hér á landi,“ sagði Vísir. Einstakur samstarfsandi þótti ríkja í skrifstofuhúsi Loftleiða og fáheyrt var að ágreiningur yrði inn- an stjórnar félagsins. En enda þótt Loftleiðahópurinn væri samstilltur, þá er engum blöðum um það að fletta að Alfreð Elíasson var foringi hans. Og mikil urðu umskiptin þegar hann veiktist skyndilega haustið 1971. Þá má segja að Loftleiðaævintýrinu hafi lokið. Loftleiðaævintýrið stóð og féll með Alfreð Elíassyni. Um þær mundir sem Alfreð veikt- ist hófust viðræður um sameiningu íslensku flugfélaganna tveggja og voru þau sameinuð í upphafí árs 1973. Sameiningarsögunni og hinni æsiiegu valdabaráttu sem fylgdi í kjölfarið er Iýst í bókinni Alfreðs saga og Loftleiða (Iðunn, 1984) og stendur sú frásögn óhrakin. Alfreð mætti til þessa leiks lamaður af sjúk- dómi sínum — og því fór sem fór. Brautryðjendurnir misstu öll tök á félagi sínu við sameininguna. Saga Loftleiða og flugmannanna þriggja sem gerðu með sér félag um kaup á litlu Stinson vélinni 1944 verður -ekki þurrkuð af spjöldum sögunnar. Sagan um Loftleiðir er ævintýri í sögu lýðveldisins — og ekkert dæmi fínnanlegt meira um þann athafnastórhug og kjark sem ríkti með ungu fólki á lýðveldisárinu. Undarlegt má það kallast ef þeir sem nú ganga um í Loftleiðahúsinu minnast ekki veglega þessara sögu- legu tíma í íslenskri flugsögu nú þegar fimmtíu ár eru frá stofnun Loftleiða. Þeir hljóta þó að spyija sjálfa sig: Væru til Flugleiðir ef ekki hefðu verið til Loftleiðir? K Höfundur er stjórnmálafrædingvr. Sljórn Loftleiða: Einar Árnason, Krislján Guðlaugsson, formaður, Alfreð Elíasson, forstjóri, Sigurður Helgason, varaformaður, og Kristinn Olsen. Allir sátu þeir í stjórninni óslitið frá 1953 til 1973, nema Ein- ar sem settist í stjórnina 1960 við lát Ólafs Bjarnasonar, fyrsta skrifstofumanns félagsins. andi lausn á þessari deilu; í þeim samningum sem tókust hallaði jafn- an mjög á Loftleiðir. Agnar Koefoed- Hansen hafði ráðið mestu um það á sínum tíma að íslenzka ríkisstjómin mælti með því við bandarísk flug- málayfirvöld að Loftleiðir fengju þar lendingarréttindi, og var hann félag- inu alla tíð haukur í homi. Þegar Loftleiðir ráðgerðu að kynna sína lágu fargjaldastefnu árið 1950, gerði Agnar sér undireins Ijóst hveijar afleiðingamar gætu orðið. Honum kom í hug smáríkið Lúxemborg. Landið lá í þjóðbraut og þar var ágætur flugvöllur, en flugsamgöng- ur þangað litlar sem engar. Agnar lét sér detta í hug að með samstarfi tveggja smáþjóða mætti slá tvær flugur í einu höggi: flnna griðland fyrir Loftleiðir í Evrópu og hleypa lífí í flugstarfsemi Lúxemborgar- manna. Hann undirbjó því loftferða- samning milli ríkjanna á grundvelli Chicago-sáttmálans og var hann undirritaður haustið 1952. Tæpum þrem árum síðar fór Loftleiðavél í fyrstu áætlunarferð félagsins til Lúxemborgar. í árslok 1956 áttu Loftleiðir tvær Skymaster-flugvélar og leigðu jafn- framt tvær af Norðmönnum. En tími þessarar merku flugvélategundar var senn á enda; um þessar mundir voru stærstu flugfélögin að taka fyrstu þoturnar í notkun. Loftleiða- menn lögðu drög að því að kaupa hraðskreiðari og stærri flugvélar af gerðinni DC-6 B Cloudmaster. í des- ember 1959 kom fyrsta Sexan til landsins og var þá stærsta flugvél íslendinga. Farþegaíjöldi Loftleiða jókst ár frá ári og á endanum urðu sexurnar fímm talsins. Vorið 1961 tóku Loftleiðir að fljúga vikulega til Lúxemborgar og starfsemi félagsins byggðist þaðan í frá á flugleiðinni New York-ísland- Lúxemborg. Sama sumar opnaði fé- lagið skrifstofu í Rockefeller Center Hijarta viðskiptalífsins í New York. Ári síðar stofnaði félagið dótturfyrir- tæki í Lúxemborg. Með lágu fargjöldunum hófu Loft- leiðir umfangsmeiri auglýsingastarf- semi en nokkurt íslenzkt fyrirtæki hafði staðið fyrir á erlendri grund. Félagið gat ekki auglýst í kapp við stóru flugfélögin og einbeitti sér því að ýmiss konar óbeinum auglýsing- um og margs konar kynningar- starfi. Bauð fjölda blaðamanna og fulltrúum ferðaskrifstofa til landsins og um 1970 mátti heita að félagið hefði afskipti af einum erlendum blaðamanni á degi hveijum. Haustið 1963 kynntu Loftleiðir hina svoköll- uðu Stopover-áætlun, þar sem öllum farþegum félagsins var gefinn kost- ur á því að hafa hér 1-3 daga við- dvöl á ferð sinni yfir hafið. Árið 1972 voru viðdvalarfarþegar Loft- leiða um 15 þúsund, eða um 40 á dag, en auk þess flutti félagið meir- hluta annarra ferðamanna sem komu til landsins. í ljósi þessa og hinnar geysimiklu landkynningar sem Loftleiðir stóðu fyrir beggja vegna Atlandshafsins, ákváðu Loft- leiðamenn að reisa sér eigið hótel — og tók Hótel Loftleiðir til starfa í janúarmánuði 1965. Nokkrum árum síðar var Bílaleiga Loftleiða opnuð, til að veita farþegum félagsins sem Það þótti hafa mikið sölugildi að geta auglýst flug yfir Atlantshaf með Rolls Royce-vélum! — og vöxtur Loftleiða var mestur í tíð Monsanna. Farþegafjöldinn jókst úr rúmlega 100 þúsundum 1964 í tæp 200 þús- und 1969. Félagið var nú eliefta stærsta flugfélagið í farþegaflutn- ingum milli Evrópu og Ameríku með 3,5% hlutdeild — og hélt upp á 25 ára afmæli sitt með því að greiða 25% arð til hluthafa. Arðgreiðslur voru eins og gefur að skilja mjög stopular fyrstu árin í Loftleiðasögu, en á árunum 1959-72 var greiddur arður reglulega, tíðast 10-15% ár hvert: Hlutabréf Loftleiða voru því býsna verðmikil og gengu um skeið kaupum og sölum á 55-földu nafn- verði. Það var einhveiju sinni reiknað út á velgengnisárum Loftleiða, að ef allt alþjóðlegt flug skiptist jafnt eftir fójksfjölda, þá svaraði 0,9% hlutur íslendinga til þess að við værum 36 milljóna þjóð, en ekki 200 þúsund. Á sama tíma var fiskafli okkar 1,3% af heildarfiskafla í heim- inum og með sömu reikningskúnst samsvaraði sú hlutdeild því að við værum 52 milljóna þjóð. Þessar tvær arvinnugreinar, fískveiðar og flug- starfsemi, höfðu því algera sérstöðu í íslenzkum þjóðarbúskap. Enn stóðu Loftleiðamenn í stór- ræðum. Fremur en að leggja vélum sinum, sem þeir þurftu enn að end- urnýja, stofnuðu þeir 1970 flutn- ingafélagið Cargolux ásamt sænska skipafélaginu Salines og flugfélag- inu Luxair. Eignaraðild hvers fyrir- tækis var þriðjungur. Cargolux keypti Rolls Royce-vélar Loftleiða; þeim var á ný breytt til vöruflutn- inga og á aðeins nokkrum árum varð Cargolux að þriðja stærsta vöruflutningaflugfélagi heims. Fjöl- margir íslendingar réðust til starfa hjá fyrirtækinu og eins konar íslend- inganýlenda myndaðist í Lúx- emborg. í sama mund hófu Loft- leiðamenn hótelrekstur í Lúxemborg með 20% eignarhlut í Hotel Aero- golf, 300 herbergja hóteli í Höhen- hof-skrúðgarðinum. Loftleiðamenn lögðu allt kapp á að halda sem bestu sambandi við ráðamenn í Lúxem- borg, þar lá lífæð félagsins og á öllu reið að félagið nyti trausts og virð- ingar. Stofnun Cargolux gerði Loftleið- um kleift að þotuvæðast og hófst þotuflug félagsins strax sumarið 1970 með þrem Áttum, eða þotum af gerðinni DC-8-63, sem tóku 249 farþega í sæti. Á sumaráætlun fé- lagsins það ár voru 23 ferðir á viku þegar mest var, þar af 19 milli Lúx- emborgar og New York. Fluttu Loft- leiðir þá nær 300 þúsund manns milji landa. Á síðari hluta sjöunda áratugarins tók að dragast saman farmiðasala félagsins í Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Til að halda í horfinu ákváðu Loftleiðamenn árið 1969 að festa kaup á litlu flugfélagi sem hét Inter- national Air Bahama og skráð var í Nassau. Þau kaup voru söguleg, því að þau tengdust einu stærsta þrotabúi í sögu Bandaríkjanna, þeg- ar járnbrautafélagið Penn Central var tekið til gjaldþrotaskipta, auk þess sem lögmál viðskiptalífsins á Bahama-eyjum voru Loftleiðamönn- um framandi. En kaupin á Air Ba- hama reyndust til heilla; með þeim tókst Loftleiðamönnum að koma í veg fyrir að þeirra eigin starfsemi þrengdist, en jafnframt að opna sér Snorri Þorfinnsson, Douglas DC-8-63. Stofnendur Loftleiða, flugmennirnir þrír sem komu með Stinson-vélina heim og lögðu þar með grunninn að stofnun Loftleiða: Kristinn OI- sen, Sigurður Olafsson og Alfreð Elíasson. Sigurður hætti störfum hjá félaginu haustið 1947.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.