Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
Pýþagóras
Pýþagóras er rokksveit af höfuðborgarsvæðinu sem
leikur fönkskotið rokk. Pýþagórasar eru Birgir Her-
mannsson gítarleikari og söngvari, Hlynur Rúnarsson
trommuleikari og söngvari og Einar Kári Möller bassa-
leikari. Þeir félagar eru allir á sextánda árinu.
Cyclone
Ur Mosfellsbæ koma tvær rokksveitir að þessu sinni,
og þessi heitir Cyclone. Hana skipa Kristófer Jensson
söngvari, Hugi Jónsson bassaleikari, Egill Á. Hiibner
gítarleikari og Þorvaldur K. Þorvaldsson trommuleik-
ari. Allir sveitarmenn eru á fimmtánda árinu og segj-
ast spila allskonar tónlist.
Diesel Sæmi
Diesel Sæmi er af höfuðborgarsvæðinu. Sveitina skipa
Orn Guðmundsson söngvari, Geirmundur J. Hauksson
trommuleikari, Magni Sigurður Sigmarsson bassaleik-
ari og Richard Haukur Sævarsson og Baldvin Eyjólfs-
son gítarleikarar. Meðalaldur er óráðinn, en þeir félag-
ar segjast leika stimpilslaust (jass)rokk.
Kenýa
Liðsmenn Kenýu koma af höfuðborgarsvæðinu, ýmist
úr Reykjavík eða Kópavogi. Þeir eru Brynjar Valdi-
marsson sem leikur á gítar, Árni Bergmann Jóhanns-
son sem leikur á trommur, Jón Gunnar Margeirsson
sem leikur á gítar og syngur og Guðni Hannesson sem
slær bassann. Þeir félagar eru allir á sextánda árinu
og leika Seattlerokk.
Wool
Wool heitir hljómsveit af Seltjarnarnesi. Ullarlagðar
eru Þórhallur Bergmann píanó og orgelleikari, Orri
P. Dýrason trommuleikari, Björn Agnarsson bassaleik-
ari, Sindri M. Finnbogason gítarleikari og Höskuldur
Olafsson söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er rétt
tæp sautján ár, en þeim fannst erfitt að skilgreina
tónlist sína; sögðu hana þó helst nýbylgjukyns.
Gröm
Gröm heitir hljómsveit úr Kópavogi sem skipuð er fyrstu
stúlkunni í þessum Músíktilraunum. Gröm eru Einar
Friðjónsson gítarleikari, Grímur Hákonarson bassaleik-
ari og söngvari, Finnur Pálmi Magnússon trommuleik-
ari og Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari. Meðalaldur
Gramliða, sem leika harðlínurokk, er sautján ár.
Weghevyll
Vegheflar af höfuðborgarsvæðinu eru Birkir Rúnar
Gunnarsson trommuleikari, Ólafur Páll Jónsson bassa-
leikari, Þór Marteinsson og Ágúst Arnar Einarsson
gítarleikarar og Gunnar Ingi Björnsson söngvari. Með-
alaldur sveitarmanna, sem leika Seattle/Chicago-rokk,
eða breytilega tónlist, er um sautján ár.
Rasmus
Rasmusar, sem leika létt sýrupopp, koma af Suðurnesj-
um, nánar tiltekið úr Grindavík, Njarðvík og Keflavík.
Sveitina skipa Björgvin E. Guðmundsson og Einar
Valur Aðalsteinsson gítarleikarar, Heiðdal Jónsson
bassaleikari, Einar Hreindal trommuleikari og Sylvía
Lúa Lopez söngkona. Meðalaldur er sextán ár.
Bláir skuggar
Bláir skuggar koma helst úr Reykjavík, en hafa þó
einn Hafnfirðing innanborðs, Gunnar Frey Steinarsson
gítarleikara og söngvara. Hinir eru Bragi Valdimar
Skúlason gítarleikari, Örlygur Benediktsson klarinett-
leikari og söngvari, Snorri Hergill Kristjánsson bassa-
leikari og Helgi Guðbjartsson trommuleikari. Meðalald-
ur sveitarmanna, sem segjast leika blöndu af jasspoppi
til að prófa nýjan stíl, er rúm átján ár.
MÚSÍKTILRAUNIR
ÁRLEG hljómsveitakeppni félagsmiðstöðvarinnar Tóna-
bæjar hefst í kvöld. Keppnin hefur verið helsti vettvang-
ur bílskúrssveita hvaðanæva af landinu að stiga út úr
skúrnum í von um að hreppa hljóðverstíma, sem gera
þeim kleift að komast á plast. Þetta er í tólfta sinn sem
keppnin er haldin og fjölmargar hljómsveitir sem í dag
eru þekktar hafa stigið fyrstu skrefin í sviðsljósinu í
Tónabæ.
Músíktilraunir Tónabæjar eru nú haldnar í tóifta sinn og
áhuginn fyrir tilraununum hefur ekkert minnkað, ef marka
má hve margar hljómsveitir sóttu um að fá að vera með.
Tilraunirnar fara fram á þremur kvöldum, í kvöld, næstkom-
andi fimmtudagskvöld, 17. mars og fimmtudaginn 24. mars
og úrslit verða 25. mars. Undanúrslitakvöldin greiða áheyr-
endur atkvæði um hljómsveitirnar og tvær þær atkvæða-
hæstu komast áfram. Dómnefnd getur einnig lagt sitt af
mörkum og valið þriðju hijómsveitina í úrslit. Úrslitakvöldið
gilda atkvæði dómnefndar svo 70% á móti atkvæðum áheyr-
enda, en þá verða einnig kallaðir til sérfróðir til að velja
besta gítarleikara, bassaleikara, trommuleikara og söngvara
úrslitanna, en athyglisverðustu hljómsveitina velur dómnefnd
ein.
Músíktilraunimar eru jafnan þverskurður af þvi sem helst
á sér stað í bílskúrnum; hvaða tónlist ungmennin heillast
helst af og hlusta á um þessar mundir. Gott dæmi um þetta
var þarsíðustu Músíktilraunir, þegar nánast hver hljómsveit
lék dauðarokk og sigursveitin einnig, en árið eftir fækkaði
þeim mjög. Ekki er dauðarokkið endanlega dautt, því tvær
hljómsveitir segjast leika slíka tónlist í þessum tilraunum.
Hljómsveitum hefur gengið misjafnlega að spjara sig eftir
sigur í Músíktiiraunum, til að mynda þekkja allir Greifana,
sem sigruðu 1986, en sigursveitina 1988, Laglausa, kannast
enginn við. Síðustu þrennar Músíktilraunir hafa sigursveitim-
ar þó náð að koma frá sér breiðskífum í kjölfarið, Infusor-
ia/Sororicide sigraði 1991 og sendi frá sér breiðskífu, Kol-
rassa krókríðandi sigraði 1992 og sendi frá sér plötu einnig
og Yukatan, sigursveit síðasta árs, gaf út breiðskífu fyrir jól.
Sigurlaunin eru hljóðverstímar eins og áður sagði; Skífan
gefur 25 tíma í Sýrlandi, fullkomnasta hljóðveri landsins, í
fyrstu verðlaun, Spor 25 tíma í Gtjótnámunni í önnur verð-
laun og Hljóðriti gefur 20 tíma í þriðju verðlaun. Þessu tii
viðbótar gefur Stúdió Stef athyglisverðustu hljómsveitinni
20 tíma. Á síðustu tilraunum gaf Hljóðfæraverslun Steina
besta gítarleikara úrslitakvöldsins gítar og svo verður einnig
nú, en til viðbótar fær besti söngvarinn Shure hljóðnema frá
Tónabúðinni á Akureyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skíf-
unni og besti trommarinn fær úttekt frá Samspili. Aðrir sem
gefa verðlaun eru Rín, Paul Bernburg, Pizzahúsið og Japís.
Til viðbótar við þá sem gefa verðlaun eru styrktaraðilar
Músíktilrauna Hard Rock Café, Jón Bakan og Vífilfell/Coca
Cola. Einnig á Tónabær samstarf við Rás 2 um kynningu á
tilraununum í útvarpi og verður úrslitakvöldinu meðal ann-
ars útvarpað beint.
Jafnan leika gestasveitir til upphitunar fyrir tilraunakvöld-
in og síðan á meðan atkvæði eru talin. Sigursveit síðustu
tilrauna, Yukatan, leikur og einnig SSSói, Bubbleflies, Nýd-
önsk og Jet Black Joe, en til gamans má geta að söngvari
og bassaleikari Jet Black Joe voru í Nabblastrengjum, sigur-
sveitinni 1990. í kvöld leikur Jet Black Joe áður en tilraunrn-
ar hefjast og síðan eftir að þeim lýkur á meðan atkvæði eru
talin. Gestum verður hleypt inn frá því rétt fyrir átta.
Árni Matthíasson tók saman
Thunder Love
Thunder Love, eða þrumuást heitir hljómsveit sem er
að mestu úr Kóþavogi. Liðsmenn eru Egill „Snake“
Tómasson bassaleikari, Kristinn „Tiger“ Júníusson
gítarleikari, Guðlaugur „Stonheart" trommuleikari,
Einar Þór „King“ Hjartarson sólógítarleikari og Júlíus
Johnson, sem syngur. Glöggir taka eflaust eftir því
að obbi sveitarmanna skipaði Tjaldz Gissur sem varð
í öðru sæti síðustu Músíktilrauna, en þá höfðu þeir
ekki náð sér í svo öflug viðurnefni. Meðalaldur Iiðs-
manna er átján ár, en Thunder Love leikur LA-rokk,
eða bara þungarokk.