Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
41
dóttur, sem var skrifstofustjóri
Hjúkrunarfélags íslands í yfir 25
ár. Störf Ingibjargar fyrir það félag
voru einstök. Þau voru ræktuð af
slíkri hollustu og trúmennsku að
einsdæmi er.
Nær daglega í öll þessi ár kom
Móses á skrifstofu félagsins og
fylgdist þannig vel með þeim verk-
efnum sem þar voru unnin. Fleiri
daga en færri tók hann að sér verk
eða viðvik fyrir félagið. í lok vinnu-
dags, í hádegishléi og á frídögum
sinnti hann slíkum verkum. Þau
vora margvísleg og era óteljandi.
Ber þar hæst allur undirbúningur
að flutningi félagsins í nýtt húsnæði
fyrir um átta árum.
Þau ár sem ég var samstarfsmað-
ur Ingibjargar kynntist ég því að
ekkert var svo lítið eða svo stórt
að ekki væri hægt að leita liðsinnis
hjá Móses. Bónbetri mann var vart
hægt að hugsa sér. Átti það við um
verkefni sem lutu að húsnæði fé-
lagsins jafnt skrifstofuhúsnæði sem
orlofshúsnæði og sumarhúsum, en
einnig ýmis viðvik tengd rekstri fé-
lagsins. 011 þessi verk vann hann
án þess nokkur vissi og af einstakri
natni og velvilja.
Margar stundir sat hann á skrif-
stofu félagsins og beið eftir Ingi-
björgu meðan hún lauk verkefnum
dagsins, alltaf hljóður og einlægur.
Öll návist við hann var einstaklega
ljúf.
Móses fylgdi Hjúkrunarfélagi Is-
lands allt til þess dags er nýtt félag
hjúkrunarfræðinga var stofnað.
Hann aðstoðaði við lokafrágang í
húsnæði félagsins langt fram á
kvöld daginn áður en það var fært
í hendur Félags íslenskra hjúkran-
arfræðinga og hann samfagnaði
með okkur á stofndegi hins nýja
félags fyrir aðeins nokkrum vikum.
Á síðastliðnu ári greindist Móses
með illkynja sjúkdóm. Það var okk-
ur öllum mikið áfall og báðu hjúkr-
unarfræðingar þess að hann næði
heilsu á ný. Þeir fýlgdust náið með
hvernig honum vegnaði og glöddust
yfir því að sjá hvemig hann virtist
ná heilsu og styrk á ný. Aldrei
heyrðist æðruorð af hans vöram og
flestir töldu að komist hefði verið
fyrir meinsemdina. En sjúkdómur-
inn hafði búið meira um sig en við
öll höfðum talið. Móses lést í hönd-
um konu sinnar Ingibjargar, Ragn-
heiðar dóttur þeirra og hjúkranar-
fræðinga á gjörgæsludeild Landspít-
alans 26. febrúar síðastliðinn.
Fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og
Móses Aðalsteinssyni færð ævar-
andi þökk fyrir allt sem hann gerði
fyrir hjúkrunarfræðinga og Hjúkr-
unarfélag íslands.
Elsku Ingibjörg. Ég bið góðan
Guð að vera ávallt með þér og
styrkja þig og alla fjölskyldu þína.
Blessuð sé minning Móses Áðal-
steinssonar.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fleiri minningargreinar um
Móses Aðalsteinsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
ERFIDRYKKJUR
■14T
p E R L A N sími 620200
Ertidtyldíjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborðfcdlegir
salirogmjög
góð þjónustiL
Upplýsingar
ísíma22322
0
FLUGLEIDIR
HÉTEL LtFTLBIIIR
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
KJARTAN ÞORLEIFSSON,
Fannborg 7,
(áður Melgerði 25),
lést í Landspítalanum 8. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristin María Kristinsdóttir
og börn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Espigerði 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 11'. mars
kl. 13.30.
Bogey Dagbjartsdóttir,
Margrét Guðlaug Sigurðardóttir,
Sigurður Kr. Sigurðsson, Eria Möller
og barnabörn.
t
Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁRNI STEFÁNSSON
póstmaöur frá Vestmannaeyjum,
Bjarkargötu 12,
lést að morgni dags 8. mars í Landspít-
alanum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn Árnason,
Elín S. Aðalsteinsdóttir,
Arnar Ágústsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN SVEINSSON,
Hafnarbraut 22,
Hólmavík,
áður bóndiá
Kirkjubóli í Staðardal,
verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju þann 12. mars kl. 14.00.
Lilja Kristinsdóttir,
Sveinn Kristinsson, Pálfna Guðlaugsdóttir,
Guðbjörg Kristinsdóttir, Sverrir Björnsson,
Sigurður Kristinsson, Sigríður Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Mágkona mín og frænka okkar,
HALLA SNÆBJÖRNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
fyrrv. forstöðukona
Blóðbankans,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
föstudaginn 11. mars kl. 13.30.
Guðbrandur Vigfússon,
Guörún Guðbrandsdóttir, Guttormur Þormar,
Halla Eyjólfsdóttir, Hörður Sigurvinsson,
Guðmunda Eyjólfsdóttir, Jón Rfkharðsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts
SKÚLA ÁRNASONAR
frá Gnýstöðum.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir,
synir, tengdadætur,
barnabarn og tengdaforeldrar.
t
faðir
Ástkær sonur minn, eiginmaður,
okkar, tengdafaðir og afi,
VALUR SNORRASON
frá Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju
laugardaginn 12. mars kl. 14.00.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 08.00 þann
sama dag.
Þóra Sigurgeirsdóttir,
Kristín Ágústsdóttir,
Margrét Bjarnadóttir, Sævar Óskarsson,
Þóra L. Valsdóttir, Kristófer Sæmundsson,
Ágúst G. Valsson, Sigurlaug Jónsdóttir,
Valur K. Valsson, Kristín Jóna Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, afi, faðir og tengda-
faðir,
BJARNI TÓMASSON,
Markarflöt 21,
Garðabæ,
er lést 4. mars sl., verður jarðsunginn
mánudaginn 14. mars kl. 10.30 frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim,
sem vildu minnast hins látna er bent á
Minningarsjóð Guðmundar Óla Haukssonar í Búnaðarbanka ís-
lands, Kópavogi metbók 877-054.
Fyrir hönd systkina hins látna og annarra vandamanna,
ída Ingibjörg Tómasdóttir,
Bjarni Tómas Jónsson, Rannveig Guðleifsdóttir,
Birna Bjarnadóttir, Haukur Ingibergsson,
Hildur Halldóra Bjarnadóttir, Þóröur Elefsen.
t
Innilegar þakklr færum við öllum þeim,
sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR,
Maríubakka 22.
Ellert Jensson,
Helga Auðunsdóttir, Kolbeinn Sigurðsson,
Viiborg Auðunsdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móð-
ur, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR ÞORLEIFSDÓTTUR,
Hrauntungu 81,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir eru færðar heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir
umönnun hennar.
Haukur Ársælsson,
Gfsli Kr. Hauksson,
Ólafur Hauksson,
Ársæll Hauksson,
Þorleifur Hauksson,
Jóhann G. Hauksson,
Hrafnhildur Snorradóttir,
Sigurlaug Þ. Bragadóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Björk Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir fyrir sýndan hlýhug og samúð við fráfall og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HELGU BJÖRNSDÓTTUR,
Brekastíg 24b,
áðurtil heimilis Klöpp,
Vestmannaeyjum.
Georg Þ. Kristjánsson,
Björn Kristjánsson,
Guðfinna S. Kristjánsdóttir,
Margrét G. Kristjánsdóttir,
Drífa Kristjánsdóttir,
Mjöll Kristjánsdóttir,
Óðinn Kristjánsson,
Þór Kristjánsson
Kristrún Harpa Rútsdóttir,
Margrét Sigrún Skúladóttir,
Hafsteinn Stefánsson,
Reynir S. Jóhannesson,
Björn Þorgrímsson,
Sigurjón Birgisson,
Hulda Sæland Árnadóttir,
og barnabörn.
t
Af alhug þökkum við öllum þeim, er sýndu vináttu og kærleik við
andlát og útför okkar góða föður, tengdaföður og afa,
sr. JÓNS M. GUÐJÓNSSONAR,
Akranesi.
Sérstakar þakkir viljum við færa bæjarstjóra og bæjarstjórn Akra-
ness, Sigurbirni Einarssyni, biskupi, og Hauki Guðlaugssyni, söng-
málastjóra, fyrir þann heiður og virðingu, sem þau sýndu honum
og okkur öllum.
Guð geymi ykkur.
Pétur og Margrét Veturliðadóttir,
Margrét,
Sjöfn og Björn Jónsson,
Ólafur og Svanhildur Jakobsdóttir,
Helga og Ralph Hutchinson,
Þórunn og David Bratwright,
Vaidimar og Jóna M. Guðmundsdóttir,
Gyða og David Wells,
Edda og Guðmundur Hermannsson,
Jóhanna og Valdimar Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.