Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 50

Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Sjálfsrækl ^ Námskeið sem fjallar um bernskuna, kvíða, sjálfsvirðingu, ást og samskipti, líkamsrœkt, matarœði, jákvœða hugsun, markmiðasetningu, öndunarœfingar, slökun, hugleiðslu og lögmál velgengni. Kennslubók, œfingar og einkatími. 14. mars til 11. apríl. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, sími 10377. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Fræéslufundifr um sveppasýkingu og óþol í Háskólabíói laugardaginn 1 2. mars kl. 1 3.30. HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON, læknir, fjallar um: ►Hvað er Candida Albicans eða sveppasýking? ►Skaðleg áhrif sveppasýkingar á líkamann ►Sjúkdómseinkenni, sem rakin hafa verið til sveppasýkingar ►Leið til lækningar - stofnun sjálfs- hjálparhópa GUÐRÚN G. BERGMANN fjallar um reynslu sína af sveppasýkingu. Verð 400 kr. - Miðasala hefst kl. 13.00 við innganginn. Teg. Silly með rúmfataskúffu Kr. 22.670 Sparið ykkur sporin og komið í stœrstu húsgagnaverslun landsins og sjáið hið mikla úrval affallegum húsgögnum. S vefnsófar handa fermingarbörnum í miklu úrvali á verði fyrir alla. Teg. Kristine með rúmfataskúffu Kr. 34.310 Stórmóðgaður og reiður Islendingur Frá Árna Egilssyni: Kæru landar. Þegar maður vinnur og býr í stóru landi eins og Bandaríkjunum er oft gott og þægilegt að vera íslending- ur. Okkar þjóð hefur ekki staðið í styijöld við neinn og yfirleitt ekki gert öðrum þjóðum neitt til miska. Annaðhvort vita Bandaríkjamenn ekkert um ísland, eða þá að þeir líta á okkur sem ágætis fólk. Ég er stúdíó-hlóðfæraleikari hér í Hollywood, spila yfirleitt í um 50 kvikmyndum árlega, sem sennilega er ekki í frásögur færandi og hefur ekkert með þjóðerni mitt að gera, nema að í síðustu viku eða svo vann ég að tveim kvikmyndum sem höfðu íslenska leikara í þeim. Fyrsta mynd- in var „The Flintstones", ekki kannski meistarastykki, en tveir ís- lenskir drengir hafa hlutverk í henni. Mikið var talað um af kollegum mínum hversu fríðir og föngulegir drengimir eru. Það var gaman að því og maður var montinn að vera Islendingur. Hin myndin heitir „The Mighty Ducks 2“ gerð af Walt Disney stúdíóunum, og er nú ástæðan fyrir þessu bréfi. I þessari mynd, sem fjallar um ice-hockey (þjóðarsport Islendinga, ekki satt!!?) em íslend- ingar allt í einu orðnir fantarnir og vondu mennirnir. Leikstjórinn, sem ábyggilega er hinn besti maður, sagðist jú vita að ísland ætti ekkert ice-hockey lið og að sú íþrótt væri ekki iðkuð þar, en þetta væri bara bíómynd og svo væri líka íslensk stúlka, María að nafni, sem bæði hefði hlutverk í myndinni og ynni sem ráðgjafi að því er ijallar um íslensk orð („árás!“ er stórt orð í myndinni, sagði hann!) og stafsetn- ingu á orðinu „ísland" á búningi liðs- ins ásamt öðru! Einnig er aðstoðar- myndatökumaður myndarinnar ís- lenskur. Restin af „Islendingunum" eru danskir og annarra þjóða leikar- ar. Þetta er kannski allt í lagi, maður er sennilega of viðkvæmur eftir öll þessi ár í útlöndum, þetta er svo sem engin stríðsmynd, en hvað um það, mikil ósköp var leiðinlegt að vera íslendingur og horfa á þessa mynd. Blessaðir Ameríkanarnir hafa ver- ið að fjöldaframleiða stríðs- og keppniskvikmyndir síðan eftir síðari heimsstyijöldina og eru knúðir af einhveijum skratta til að þurfa alltaf að sigra, hvað sem það kostar. Fyrst Sveitasæla í Frá Hermanni Baldurssyni: Síðastliðið miðvikudagskvöld var sýndur í sjónvarpinu þáttur er bar heitið „Reisubókarbrot". Þrátt fyrir bágan tækjabúnað, erfíðar aðstæður og litla myndvinnslu, tókst höfundi, Hrafni Gunnlaugssyni, að bera á borð fyrir landsmenn hugljúft mynd- verk sem skilur mikið eftir í hjartanu. Lifnaðarhættir framandi þjóðar voru kynntir á nærfærinn og skemmtilegan hátt og þrátt yfír fá- tækt og vesöld fólksins var sem ein- hvers konar sveitasæla svifi allan tímann yfír vötnum. Þulartextinn var ágætur, látlaus og gamansamur. Vitnað var jöfnum höndum í Bólu-Hjálmar, Dante og Gamla testamentið. Fjallið Smokey Mountain á Manila fékk gamalt og gott íslenskt heiti og var nefnt eftir þingeysku höfðingjasetri, Reykjahlíð. Vissulega væri hægt að gagnrýna myndatöku og lýsingu og önnur slík og fremst voru þeir alltaf að sigra aumingja Þjóðveijana, svo Kóreu- menn og Víetnambúa og eru enn að beijast, a.m.k. í bíó! Það er ekki heldur óalgengt að þeir hafí leikara og ráðgjafa frá þessum þjóðum í myndunum. Maður er orðinn ónæm- ur fyrir Stallone, Chuck Norris og Indiana Jones, jafnvel hugsaði lítið útí þegar bandaríski herimm gerði sigurför sína gegn stórveldinu Grenada á sínum tíma. En íslenskir hrottar og fantar í ice-hockey liði, sem keppa gegn því góða, kurteisa ice-hockey liði Disney-félagsins „The Mighty Ducks“? Þetta er bara ekki nógu sniðugt! Ég er semsagt stórmóðgaður, jafn- vel reiður. Það var bara hvorki gott né þægilegt að vera íslendingur í Hollywood í síðustu viku! Bestu kveðjur. ÁRNI EGILSSON, tónlistarmaður, Hollywood. Sjónvarpinu smáatriði en þau koma bara málinu ekkert við. Þátturinn var jafn áhuga- verður fyrir því. En tökum annað dæmi af handa- hófí. Þátturinn „Gestir og gjörning- ar“ var sendur út á sunnudagskvöld frá Hótel Sögu og í því verki var mikið lagt upp úr umgjörð og umbúð- um, ljósadýrð og fjölda tökuvéla. Án efa hefur kostnaðurinn við þá þátta- gerð hlaupið á hundruðum þúsunda. Sá þáttur skildi hins vegar lítið eftir annað en vonbrigði, ama og leiðindi. í þættinum var ekkert nýtt, ekkert frumlegt, bara lúðaháttur og smekk- leysa og mætti halda að skemmtana- líf landans væri ansi snautlegt ef mið skyldi taka af „Gestum og gjöm- ingum“. Það er tími til kominn að menn átti sig á því að það eru ekki tækin sem búa til góða sjónvarpsþætti held- ur mannshugurinn. HERMANN BALDURSSON, nemandi í hagfræði við HI. Víkverji skrifar Eins og lesendur Morgunblaðs- ins hafa eflaust tekið eftir á undanförnum vikum er Evrópu- bandalagið (EB) nú kallað Evrópu- sambandið (ESB) á síðum blaðsins. Ástæðan eru þær breytingar, sem urðu á eðli bandalagsins, er Maas- tricht-samkomulagið tók gildi í nóv- ember á síðasta ári. Líkt og svo margt annað er við- kemur bandalaginu er málið ekki einfalt. Evrópubandalagið var raun- ar aldrei bandalag heldur bandalög. Það var samheiti yfir Kola- og stál- bandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) þó að einungis íhaldssömustu stofnanir Evrópu, á borð við Evrópudómstólinn í Lúx- emborg, hafi haldið áfram að nota nafnið í fleirtölu. En hvað var það sem gerðist með .gildistöku Maas- tricht? Er Evrópubandalagið ekki til lengur? Jú og nei. Það hefur ekkert breyst varðandi Evrópu- bandalagið sjálft og Rómarsáttmál- ann, að minnsta kosti lagalega séð. Hins vegar hefur samhliða EB ver- ið skapaður annar samstarfsvett- vangur fyrir ríkisstjórnir banda- lagsins, nefnilega Evrópusamband- ið. Tæknilega séð fer því starfið fram á vettvangi Evrópubandalags- ins þegar rædd eru mál er heyra undir Rómarsáttmálann en þegar rætt er um samstarf á einhveiju sviði sem fellur undir Maastricht- sáttmálann setja ráðherramir upp einkennismerki J^vrópúsamb^nds- ins. Auðvitað var Ijóst frá upphafi að það myndi valda stöðugum ruglingi og misskilningi ef reynt yrði að halda þessu tvennu að- greindu. Ekki einu sinni aðilar í framkvæmdastjóminni eða ráðherr- ar í ráðherraráði EB treystu sér til . að segja til um nákvæmlega hvenær Evrópubandalagið væri að störfum og hvenær Evrópusambandið væri að störfum. Ráðherrarnir ákváðu því að kalla sig Evrópusambands- ráðið óháð því hvort þeir væru að fjalla um Evrópubandalags- eða Evrópusambandsmál. Á síðustu mánuðum hefur banda- lagið (community/communité) líka breyst í samband (union) í allri daglegri umræðu. Það var því orðið óhjákvæmilegt fyrir Morgunblaðið að taka upp nafnið Evrópusam- bandið. Mesta vandamálið hefur aftur á móti verið hvaða skammstöfun eigi að nota yfir fyrirbærið. í flestum Evrópuríkjum er það ekki vanda- mál. Evrópubandalagið var skamm- stafað á mismunandi hátt á sínum tíma: EC (enskumælandi ríki), EG (á þýsku og sænsku), CE (á frönsku) og EF (á dönsku og norsku) svo nokkur dæmi séu tekin. Evrópusambandið er hins vegar alls staðar skammstafað annaðhvort EU (t.d. Norðurlandamálum, ensku og þýsku) eða UE (t.d. frönsku og spænsku). Beinast lægi1 auðvltáðvið áð taka upp skammstöfúnihá ES líkf og margir virðast hafa gert. Hún er hins vegar of lík skammstöfuninni fyrir Evrópska efnahagssvæðið — EES. Líklega eru það margir þegar orðnir ringlaðir á hinum fjölmörgu evrópsku skammstöfunum að ekki er á bætandi. En hvaða valkostir eru fyrir hendi? Hugsanlega hefði mátt taka upp skammstöfunina EU líkt og alls staðar annars staðar í Evrópu. Mörg fordæmi eru fyrir því að erlendar skammstafanir séu teknar upp og má nefna sem dæmi NATO, EFTA, GATT og UNESCO. Helsti kosturinn væri sá að nota sömu skammstöfun og alls staðar annars staðar, sem myndi auðvelda almenningi að átta sig á um hvað væri rætt hvetju sinni. Helsti gall- inn við EU-kostinn (óháð því að þetta er erlend skammstöfun) er að skammstöfunin er ekki nógu þjál þar sem hún samanstendur af tveimur sérhljóðum. xxx ví hefur verið tekin sú ákvörð- un að nota skammstöfunina ESB. Er þar fylgt fordæmi utanrík- isráðuneytisins. Hvort ESB verður endanleg skammstöfun á Evrópu- sambandinu á eftir að koma í ljós. Mjög margir virðast þegar vera farnir að nota skammstöfunina ES, sem vissulega er rökréttust. Málið er nú til meðferðar hjá íslenskrj málnefnd?--------——;—-—J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.