Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 KNATTSPYRNA Reuter Paul Cascoigne með boltann og David Platt fyrir aftan, en Daninn Henrik Larsen er til vamar. Ásgeir sá Sviss vinna Ungverja Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfari í knatt- spymu, var meðal 5.000 áhorfenda í Budapest á vináttuleik Ungveija og Svisslend- inga í gærkvöldi. Þessi lið eru bæði með íslend- ingum í riðli í Evrópukeppni landsliða. Sviss sigraði með tveimur mörkum gegn einu eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2:0 fyrir Sviss. Ciriaeo Sforza (10. mín.) og Subiat Nestor (30.) gerðu mörk gestanna en Denes Ezenyi minnkaði muninn fyrir heimamenn er stundar- fjórðungur var eftir. íÞRfim FOLK ■ PAUL Walsh, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham, er á leið til Manchester City frá Portsmo- uth samkvæmt fréttum í Englandi í gær. City er tilbúið að greiða 750 þúsund pund fyrir Walsh, sem er 31 árs. Hann var seldur til Portsmo- uth frá Tottenham fyrir tveimur árum á 400 þúsund pund. ■ FRANK Stapleton, fyrrum leik- maður Manchester United og nú framkvæmdastjóri Bradford City, keypti í gær Lee Power frá Norwich fyrir 200 þúsund pund. ■ CARLTON Palmer, leikmaður Sheffield Wednesday, hefur ekki verið ánægður hjá félaginu að und- anförnu og í gær bauð Trevor Francis, framkvæmdastjóri, honum að fara á sölulista.' Reuter Carsten Dethlefsen, fyrsti blökkumaðurinn, sem leikur í danska landslið- inu, fyrir aftan Paul Parker í landsleiknum í gærkvöldi. ÚRSLIT Venables byrjaði með sigri DAVID Platt tryggði Englendingum sigur, 1:0, yfir Evrópumeistur- um Dana á Wembley í gærkvöldi — í fyrsta iandsleik Englands undir stjórn Terry Venables. Platt, sem er fyrirliði Englands, skoraði með góðu skoti innan vítateigs — sendi knöttinn í fjær- hornið snemma í fyrri hálfleik. Englendingar léku með tvo ný- liða, Graeme Le Saux og Darr- en Anderton, sem var ekki langt frá því að skora í sínum fyrsta landsleik, en Terry Venables gerði sjö breytingar á enska liðinu frá því í síðasta landsleiknum — 7:1 gegn San Marino í forkeppni HM í nóvember. Hann setti þá Lee Dix- on, Stuart Pearce, Des Walker, Stu- art Ripley, Andy Sinton og Ian Wright út, en Les Ferdinand er meiddur. Inn komu nýliðamir tveir og Paul Parker, Tony Adams, Alan Shearer, Paul Gascoigne og Peter Beardsley, sem lék 50. landsleik sinn. Aðrir í liðinu voru David Sea- man, Paul Ince, David Platt og Gary Pallister. Englendingar sóttu stíft og voru óheppnir að bæta ekki við, en Peter Schmeichel, hinn danski markvörð- ur Manchester United, sá til þess. En þeir endurheimtu sjálfstraustið, þó það komi of seint vegna loka- keppni HM. Danir, sem verða ekki heldur í Bandaríkjunum, áttu við ofurefli að etja og sóknir þeirra vom hvorki margar né hættulegar. Samt börð- ust þeir vel á miðjunni og Englend- ingar áttu oft í erfiðleikum með sendingar bræðranna Brians og Michaels Laudmps auk þess sem nýliðinn Carsten Dethlefsen, fyrsti blökkumaðurinn í danska landslið- inu, var sprækur á kantinum. Tap hjá Toshack John Toshack stjórnaði landsliði Wales í fyrsta sinn en varð að sæta sig við 3:1 tap gegn Norðmönnum. Gestirnir stjórnuðu ferðinni og náðu þriggja marka forystu á innan við klukkutíma, en heimamenn minnk- uðu muninn undir lokin. HANDKNATTLEIKUR Jafntefli J%jófnaður, heyrðist stuðnings- maður Þórs kalla er jafntefli, 23:23, varð staðreynd í leik Þórs og Vals í 1. deildinni Pá/m, í handknattleik í Óskarsson gærkvöldi. Eins og skrifar frá leikurinn spilaðist Akureyri geta Þórsarar verið svekktir að ná ekki báðum stigun- um. Leikurinn sjálfur var lítið fyrir augað. Þórsarar léku skynsamlega, héngu á boltanum og hleyptu Vals- mönnum aldrei á neina siglingu. NIS5AIM stöðugri sókn Enn veik von hjá ÍBV Ejamenn höfðu lítið í griparma Stjörnumanna að gera í gær- kvöldi, Garðbæingarnir unnu 33:22 ____________ en Vestmannaey- ingar eiga enn von Stefán að halda sæti sínu í Sfefensson deildinni, verða að SKriTar . /h , i vinna siðustu tvo leiki sína og treysta á að KR tapi sínum. Zoltan Belanyi hélt Eyjamönnum á floti í byrjun og þeir héldu í við heimamenn fram undir miðjan fyrri hálfleik. Þá tóku Stjörnumenn við sér, höfðu 5 marka forskot í leik- hlé og juku upp í 9 mörk strax eftir hlé. Gestirnir gátu marið for- skotið niður í 5 mörk um miðjan síðari hálfleik en endaspretturinn var heimamanna og Gunnar Ein- arsson þjálfari Stjörnunnar leyfði ungu drengjunum að spreyta sig í lokin. „Ég bjóst við erfiðari leik enda uppá líf eða dauða að tefla fyrir þá. Okkur gekk betur en oft áður enda eins gott því nú er lokaslagur- inn að byija,“ sagði Skúli Gunn- steinsson fyrirliði Stjörnunnar sem stóð sig best Garðbæinga. „Við verðum að taka okkur sam- an í andlitinu, vörnin var léleg, sóknarleikurinn ekki nógu skyn- samlegur. En það er ekki öll von úti enn,“ sagði Guðfinnur Krist- mannsson fyrirliði ÍBV. Sóknartilburðir Eyjamanna voru vægast sagt slakir og þó vörnin reyndi að sýna hörku var hún hrika- lega gloppótt og Skúli Gunnsteins- son gemýtti sér það. Ljósið í myrkr- inu var Zoltan Belanyi sem skoraði yfir helming marka liðsins og lagði upp mörg færi. Evrópukeppni landsliða: Frakkarog H-Rússaráfram Frakkar og Hvít-Rússar tryggðu sér í fyrrakvöld sæti í 12 liða úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í handknattleik, sem verð- ur í Portúgal í júní. Frakkar unnu Pólverja 32:19 í Marseille eftir að hafa tapað fyrri leiknum 23:19 í Kielce í Póllandi. Hvít-Rúss- ar unnu Austurríkismenn 28:15 í Minsk, en töpuðu fyrri leiknum 28:17 í Linz. í Evrópukeppni kvennalandsliða tryggðu dönsku stúlkurnar sér áframhaldandi keppni með 26:18 sigri gegn stöllum sínum frá Búlgar- íu, en þær sigruðu einnig í útileiknum, 20:18. Svíþjóð og Litháen léku báða leikina í Svíþjóð og unnu sænsku stúlkurnar 21:15 í fyrri leiknum, en úrslit lágu ekki fyrir í seinni leiknum, sem fór fram í gærkvöldi. Knattspyrna Vináttulandsleikir Wembley, London: England - Danmörk..............1:0 David Platt (16.). 71.970. Cardiff, Wales: Wstles - Noregur...............1:3 Chris Coleman (89.) — Jostein Flo (6.), Erik Mykland (49.), Jahn-Ivar Jakobsen (51.). 10.000. Lagos, Nígeríu: Nígería - Ghana................0:0 40.000. Þýskaland Dynamo Dresden - Werder Bremen ....0:2 - Wynton Rufer (18.) Frank Neubarth (37.). ■Bremen mætir Rot-Weiss Essen í úrslit- um í Berlín 14. maí. Spánn Bikarmeppnin, undanúrslit: Zaragoza - Real Betis..........3:1 Staðan var 0:1 eftir venjulegan leiktíma, skorað á síðustu mínútunni, og því varð að framlengja þar sem Zaragoza vann fyrri leikinn eins. Heimamenn gerðu þijú mörk í framlengingunni. Körfuknattleikur Evrópukeppni félagsliða: Badalona, Spáni: Fyrri leikur í átta liða úrslitum: Badalona - Rcal Madrid.......88:69 ■Spænsku meistararnir í Real Madrid áttu aldrei möguleika gegn Joventut Badalona. Besti leikmaður þeirra, Lithuanian Arvidas Sabonis gerði aðeins 13 stig en hjá Bada- olna voru Michael Smith og Jordi Villac- ampa stigahæstir með 30 og 25 stig. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Kaplakriki: FH - KA.......20 1. deild kvenna kl. 19.30: Garðabær: Stjaman - Grótta Austurberg: Armann - Víkingur 1. DEILD KVENNA Fj. leikja U J T Mörk Stig STJARNAN 19 16 0 3 417: 316 32 VIKINGUR 19 16 0 3 426: 332 32 FRAM 20 16 0 4 422: 359 32 IBV 19 12 2 5 446: 373 26 KR 20 10 2 8 346: 371 22 VALUR 20 8 2 10 391: 403 18 GROTTA 19 7 2 10 364: 363 16 HAUKAR 20 6 0 14 370: 440 12 ARMANN 19 4 1 14 366: 415 9 FH 20 3 3 14 375: 441 9 FYLKIR 19 3 0 16 350: 460 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.