Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 39

Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 39 Kjartan Ólafsson, rithöfundur og hag- fræðingur — Minning Fæddur 4. september 1905 Dáinn 9. mars 1994 Hin 9. mars sl. andaðist á Landspít- alanum í Reykjavík Kjartan Ólafsson, rithöfundur og hagfræðingur. Kjartan var fæddur í Núpakoti í A-Eyjafjalla- hreppi 4. september 1905. Var því á 89. aldursán, er hann lést. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, bóndi í Núpakoti og síðar í Eyvindarhólum í sömu sveit, síðast kaupmaður í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Steinunn Jónsdóttir. Þau eignuðust þíjá sjmi. Elstur var Kjartan, þá Haraldur Axel, bóndi í Vallatúni í V-Eyjafj allahreppi, og jmgstur Jón Hörður, er var vél- virki. Þeir bræður eru nú allir látnir. Frú Steinunn, móðir Kjartans, andað- ist árið 1919. Árið 1924 flutti Ólafur til Vest- mannaeyja og gerðist kaupmaður þar. Nokkru áður en hann fluttist þangað hafði hann kynnst ekkjufrú, Jóhönnu Sigurðardóttur frá Hlíð í A-Eyjafjallahreppi, og hófu þau sam- búð 1928. Þau eignuðust eina dóttur, Sigurbjörgu, húsfreyju í Reykjavík, gifta Magnúsi Kristjánssyni, starfs- manni hjá Olís. Er hún nú ein á lífi bama Ólafs. í föðurætt var Kjartan kominn frá séra Jóni Steingrímssyni, eldklerki, í fimmta lið, en móðir hans var af Bergsætt. Afi hennar, Jón Þórðarson í Múla í Fljótshlíð, var al- þingismaður og héraðshöfðingi. Hafði Kjartan miklar mætur á langafa sín- um. Þótti honum einkum mikið koma til fijósemi hans. Kvað hann hafa eignast milli þijátíu og fjörutíu böm, ef öll væm tíunduð. Ekki fluttist Kjartan til Vest- mannaeyja með föður sínum heldur fór hann til Reykjavíkur til föðursyst- ur sinnar, sem bjó á Vesturgötu 5 (Aberdeen, hús, sem Einar Benedikts- son lét byggja). Þar nam hann barna- lærdóm sinni kvöldskóla. Síðan hófst nokkuð sérstæð skólaganga. Fyrst á Hvítárbakka i Borgarfirði, síðan í Flensborg og að lokum í Gagnfræða- skólanum á Akureyri, einn vetur á hveijum stað. Ekki þótti Kjartani vönd vistargerð á Hvítárbakka. Allt þurfti að spara. En þar logaði eldur andans glatt. Skólastjórinn, Sigurður Þórólfsson, sem stofnaði þama skóla árið 1905, var eldheitur hugsjónamaður og mik- ilvirkur rithöfundur. Hann hreif nem- endur sína og hafði varanleg áhrif á þá. Margir þeirra urðu sannarlega vormenn íslands og kyndilberar menningar og verklegra fram- kvæmda. Ég tel að viss áhrif frá Hvítárbakka hafi fylgt Kjartani allt á leiðarenda. Næsti skóli Kjartans var svo Fiensborgarskólinn í Hafnarfirði og þá Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Haustið 1924 lá svo leiðin í Mennta- skólann í Reykjavik og þar tók Kjart- an stúdentspróf 1927. Hann hefir sagt mér, að margir kennarar í Menntaskólanum, sem þá var eini menntaskólinn í landinu, hafi verið miklir og mætir persónuleikar. Nefndi hann í þvi sambandi Ólaf Dan, Jón Ófeigsson, Pál Sveinsson og Boga Ólafsson. Síðast en ekki síst minnist hann Áma Pálssonar, sem hafði verið skemmtilegasti maður, sem hann kynntist á lífsleið sinni. Honum var einstaklega minnisstætt, hversu Ámi hneykslaðist innilega, innilegar en nokkur annar. Sagði þá: „Ass.“ Á menntaskólaárum sínum stundaði Kjartan ýmiss konar vinnu s.s. beitn- ingu í Vestmannaeyjum, kaupavinnu í fjögur sumur í Beijanesi undir Eyja- fjöllum og fjögur sumur í vinnu á síldarplönum á Siglufirði. Fyrri tvö sumrin hjá Lúðvík Siguijónssyni, bróður Jóhanns skálds. Galt Lúðvík starfsmönnum sínum miklu hærra kaup en aðrir. Var Kjartan mjög ánægður með vistina hjá honum ög kynni við hann. Vorið 1927 áður en Kjartan fór í vinnu til Sigluijarðar í §órða sinn hafði hann lokið stúdents- prófi. Þá um haustið hafði hann vænst þess að hljóta styrk til enskunáms í Englandi. Voru þá veittir fjórir styrk- ir, eingöngu til náms erlendis og nær ætíð farið eftir einkunnum umsækj- enda. Kjartan var einn fjögurra ein- kunnahæstu, sem sóttu um þennan styrk. En ekki hlaut hann styrkinn. Mun rektor menntaskólans hafa mis- skilið upplýsingar um efnahag föður Kjartans, en af þessum sökum frest- aðist nám Kjartans utanlands um heilt ár. í stað þess að stunda ensku- nám í Englandi eins og Kjartan hafði upphaflega ætlað sér fór hann að ráði föður síns, sem kostaði hann, til háskólans í Leipzig í Þýskalandi og stundaði þar hagfræðinám 1928-29. 1929-30 las hann svo við háskólann í Barcelona og síðan í Brussel 1930- 1932, þar sem hann lauk hagfræði- prófi (Licencil en sciences économiqu- es) með glæsilegum vitnisburði. Varð næst hæstur. Sumarið 1932 lauk Kjartan munnlegum hluta doktors- prófs í hagfræði við háskólann í Genf með ágætum vitnisburði, en skorti fé til að Ijúka skriflega hlutanum (rit- gerð). Mun þetta hafa verið síðasta háskólapróf hans. Að öllu samanlögðu mun Kjartan hafa stundað nám í fleiri háskólum en nokkur annar íslending- ur. Næstur honum, að þessu leyti, mun vera Finnbogi Rútur Valdimars- son, sem Kjartan dáði mjög fyrir Þorleifur Ami Reyn- isson - Minning Fæddur 6. júlí 1981 Dáinn 22. febrúar 1994 Það var fimmtudagsmorgun 24. febrúar. Morgunblaðið færir okkur sorgarfrétt, hann Þorleifur Árni er dáinn. Strákurinn sem okkur þótti svo vænt um. Við kynntumst í Álfheimum þegar Sigga fór að passa lítinn strák í næsta stigagangi. Hún tók gjaman Bjarka bróður sinn með eða kom með Þorleif yfir til okkar. Þarna fann Bjarki góðan vin, þeir náðu ótrúlega vel saman þrátt fyrir tveggja ára aldursmun og tóku upp á ýmsu skemmtilegu. Líney og Reynir reyndust okkkur góðir vinir og komu oft með spenn- andi dót handa Þorleifí þegar þau komu að utan og þá varð nú heldur betur handagangur í öskjunni. En svo skildu leiðir, við fluttum í Mosfellsbæ og nokkrum árum síðar fluttu Líney, Reynir og Þorleifur í nýja húsið á Álftanesinu. Bjarki og Þorleifur hittust samt áfram, Bjarki fór og gisti hjá þeim, gátu þeir þá dundað sér við ýmislegt, þegar nýja húsið var í byggingu, þeir byggðu kofa og voru mjög stoltir af. Þorleif- ur átti fjarstýrðan bát sem þeir vin- irnir settu á flot saman og gátu skemmt sér vel. Allar okkar minningar um Þorleif Árna eru á sama veg, bjartar, skemmtilegar og sérstakar, því þama fór drengur sem var mjög sérstakur og gat alltaf komið manni skemmti- lega á óvart. Elsku Líney og Reynir, sorgin er mikil, en minningin um góðan dreng lifír. Alda, Kjartan, Sigríður, Bjarki og Einar. 94029 Excel námskeið Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 gáfur og gáskafulla skemmtni. Kjartan breytti svo oft um háskóla sem raun bar vitni, til að læra sem flestar tungur. Hafði hann þá í huga störf í utanríkisþjónustu íslands. Urðu námsár hans í þessari lotu rúmlega fimm í stað þriggja eins og upphaf- lega var ráðgert. Hann kom aftur til íslands með togaranum Andra 3. desember 1934 eftir rúmlega fimm ára útivist. Var þá mæltur á flestar tungur Evrópu og hafði heimsótt mörg Evrópuríki. Síðar lagði hann stund á rússnesku og urdu og gat lesið og talað bæði þessi mál. Einnig kynnti hann sér persnesku og afrik- aanas. Eftir heimkomuna gerðist hann fulltrúi í utanríkisráðuneytinu frá 1935 til 1942, en þótti vistin „dauf og þurrleg þar“. Stundaði síðar kennslu við ýmsa skóla um tíu ára skeið í Keflavík, á Patreksfirði, í Reykjanesi, í Selárdal, á Hrafnseyri, í Grímsey og á Fáskrúðsfirði. Lagðist í ferðalög. Arið 1947-1948 ferðaðist hann um alla rómönsku Ameríku og gerði þar í þágu Fiskimálanefndar kannanir á fiskmörkuðum. Kom hon- um þá að góðu gagni málakunnáttan m.a. í spænsku, en á Spáni hafði hann stundað háskólanám fyrstur allra íslendinga. Kjartan var mikil- virkur rithöfundur. Bækur hans; Sól í fullu suðri, sem út kom 1954, og Eldorado, útgefin 1958, fjalla um hvað hann sá og heyrði á þessu ferða- lagi. Einnig almennt um líf og list í S-Ameríku. Þetta varð sannarlega ævintýraferðalag. Árið 1979 kom út eftir Kjartan stórfróðleg bók um Sovétríkin (bóka- fl. Lönd og lýðir), 1983 Undraheimur Indíalanda, ferðasaga frá Indlandi, og 1992 Flakkað um fimm lönd, þ.e. íran, Afganistan, Pakistan, Nepal og Ceylon (Sri Lanka). Allar eru þessar bækur stórfróðlegar og skemmtilegar að lesa. Eru þær ritaðar af frásagnar- gleði og stílfimi. Þá þýddi Kjartan ijölda bóka m.a.: Sjálfsævisögu Max- im Gorki og Gullbikarinn eftir John Steinbeck. Síðasta verk Kjartans eru 39 ljóð, er hann orti á ensku og gaf nokkrum vinum sínum á sl. ári. Ljóðin heita: Dark horizons, einstaklega vel ort á fagurri og fágætri bókmennta ensku. í þeim kemur fram beiskja og svart- sýni. Ef til vill var Kjartan svartsýnis- maður, þótt hann dyldi það vandlega. I Hávamálum segir: Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. Sannarlega eru þetta vísdómsorð, sem ekki eiga síður við nú en þegar þau voru sögð. Af því, sem ég hefi rakið hér að framan, er ljóst, að Kjartan Ólafsson var enginn hversdagsmaður. Eftir þvi, sem ég best veit, mun hann hafa verið einhver mesti, ef ekki mesti tungumálamaður þjóðarinnar Nog einna víðförlastur allra íslendinga. Fáir rituðu um hans daga fegurri íslensku eða höfðu betri stíl. Með bókum sínum kynnti hann okkur lönd, lýði og menningu framandi þjóða, sem flestir vissu áður lítið um. Fyrir þetta stöndum við öll f þakkarskuld við hann. Skoðanir Kjartans voru um margt sérstæðar. Mátti segja um hann eins og Bjarni Thorarensen í kvæðinu um Sæmund Hólm: hann batt ekki ^ bagga sína, sömu hnútum og samferðamenn. Nefni ég sem dæmi, að hann var eindreginn „racisti", sem taldi hvíta kynstofninn skara fram úr öllum þeim kynstofnum, sem jarðkringluna byggja. Hafði yfirhöfuð ímugust á lituðum kynstofnum, að því er virt- ist, því meiri, sem litaraft þeirra var dekkra. Viðurkenndi þó, að meðal þeirra fyndust brúklegir einstakling- ar. Hafði hitt slíka bæði meðal tign- armanna og almúga svo sem greinir í ferðabókum hans. Kjartan hafði mikla ánægju af þeirri tónlist, sem hann á annað borð hafði smekk fyrir og átti hljómplötur frá mörgum löndum. Einnig átti hann ýmsa fágæta hluti, sem hann keypti á ferðalögum sínum um heimsbyggðina. Kjartan var ágætur íþróttamaður, þreytti sund á bringu og baki og gat til skamms tíma geng- ið á höndum. Einnig hafði hann yndi af klettaklifri. Glaður og skemmtinn var hann jafnan við vini sína og ekki neitaði hann staupi, ef fallega var boðið og á hentugum tíma. Hann gleymdi aldrei þegnum drengskap. Ekki heldur mótgerðum. Ekki kvæntist Kjartan, en 9. janúar 1950 fæddist honum dóttir með Dagrúnu E. Ólafsdóttur. Heitir hún Steinunn eftir föðurömmu sinni og er hún húsfreyja hér í Reykjavík, gift Frið- riki Friðrikssyni hagfræðingi. Mörg ár hefir Kjartan verið velkominn heimilisvinur hér á bæ og sagt okkur húsfreyju minni fjölda kátlegra sagna. Við munum sannarlega sakna þessa trygga og góða vinar og biðjum honum og fólki hans blessunar þessa heims og annars. Barði Friðriksson. Okkar tilboð □ □ □ 1 □ □ Skýrt og ódýrt 31.900,- stqr Nýtt og gæðum prýtt VCA 36 myndbandstækið er búið m.a. □ fjarstýringu □ kyrrmynd □ hægmynd □ scart-tengi □ ramma fyrir ramma □ sjúlfvirkri leitun bestu myndgæða O O C—r-r-| ■. I'" I ■ :[|~D ■■■ ___ HUOMBÆR f HVERFISGÖTU 103: SÍMI625999 ■■■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.