Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994
41
Minning
Gíslína Sigríður
Gísladóttir
Fædd 27. október 1904
Dáin 20. febrúar 1994
Móðursystir mín, Gíslína Sigríður
Gísladóttir, lést 20. febrúar sl. í St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þrátt
fyrir vaxandi heilsuleysi eins og við
er að búast þegar árin færast yfir
bar andlát hennar brátt að.
Gíslína var trúuð kona og virkur
meðlimur í Aðventistasöfnuðinum.
Hún tók hverju því sem að höndum
bar með æðruleysi og þrautseigju.
Gíslínu skipti öllu máli að vera sjálf-
bjarga og láta aðra hafa sem minnst
fyrir sér. Þetta tókst Gíslínu, enda
gat hún verið mjög föst fyrir og
ákveðin ef hún vildi það við hafa.
Hún var alla tíð sjálfri sér nóg og
henni varð að ósk sinni að geta
búið í íbúð sinni í Einholti 11 þar
til á síðastliðnu vori, er þrekið fór
þverrandi. Þá var hún tilbúin að
þiggja aðstoð fóstursonar, tengda-
dætra og barnabarna. í fyrrasumar
flutti hún austur að Dvalarheimilinu
Blesastöðum á Skeiðum. Rétt fyrir
jólin veiktist hún og dvaldi á Borg-
arspítalanum mánaðartíma en
hresstist aftur. Hún var komin á
DAS í Hafnarfirði er hún veiktist
og var flutt á St. Jósefsspítala þar
sem hún lést eftir sólarhrings legu.
Gíslína var fædd að Stekkum í
Flóa 27. október 1904 og hefði því
orðið níræð í haust ef henni hefði
enst aldur. Foreldrar hennar voru
hjónin Sigríður Filippusdóttir og
GIsli Ólafsson sem þar bjuggu um
áratuga skeið. Systkinin voru fimm
talsins sem upp komust: Sveinbjörn,
Filippus, Gísli, Gíslína og Guð-
munda móðir mín sem nú er ein
eftirlifandi. Tvíburasystir Gíslínu,
Sigríður að nafni, lést í frum-
bernsku. Gíslína ólst upp að Stekk-
um við öll venjuleg sveitastörf.
Skólgangan var stutt, aðeins hefð-
bundin skólaskylda. Gíslína var um
tvítugt er faðir hennar lést og var
jörðin seld stuttu síðar. Mæðgurnar
fluttu til Reykjavíkur og bjuggu
fyrst í stað á Grettisgötunni. Syst-
urnar stunduðu ýmis tilfallandi
störf, s.s. fiskvinnu og saumaskap.
Þegar móðir mín gifti sig fluttu
Sigríður amma mín og Sigurlaug
ömmusystir til móður minnar á
Sólvallagötunni í Reykjavík og
bjuggu þær hjá henni til dauða-
dags. Á tímabili bjó Gíslína þar
einnig.
Hinn 16. ágúst 1940 gengu þau
í hjónaband Gíslína og Björn Guð-
mundsson. Björn var fæddur í
Stykkishólmi 28. júní 1896 og lést
í Reykjavík 15. mars 1976. Hann
stundaði sjó á bátum og skútum
og síðar á togurum. Eftir 1940
gerðist hann starfsmaður hjá Eim-
skip og var þar í 30 ár. Hjá Pípu-
gerð Reykjavíkurborgar starfaði
hann í nokkur ár, á sama tíma og
faðir minn, Guðbjörn Pálsson, og
mágur þeirra, Sveinbjörn Gíslason.
Gíslína og Björn eignuðust tvö
börn: Sigurð, fæddan 14. apríl
1941, og Lilju, fædda 1. janúar
1946. Sigurður lést langt um aldur
fram 18. desember 1992. Hann og
eiginkona hans áttu tvö börn og
eitt barnabarn, Sigurð, sem var
sólargeisli langömmu sinnar. Lilja
lifir móður sína og býr á Kópavogs-
Jón SævarArnórs-
son — Minning
Kveðja frá Samskipum
Skyndilega er kallaður á braut
einn af okkar hæfustu skipstjórnar-
mönnum. Jón Sævar Ámórsson
skipstjóri á Mælifellinu, lést langt
um aldur fram 28. febrúar síðastlið-
inn. Aðeins þremur dögum áður
áttum við Jón langt spjall um borð
I skipi hans skömmu áður en hann
sigldi úr höfrl, I venjubundna áætl-
unarferð til Austfjarða. Ferð hans
lauk á Neskaupstað tveimur dögum
síðar, en þar fór hann I land vegna
lasleika, og lést á Sjúkrahúsi Nes-
kaupstðar örfáum klukkustundum
síðar.
Jón tók ungur við skipstjóm og
átti að baki einstaklega farsælan
skipstjórnarferil, lengst af hjá
Skipaútgerð -ríkisins en síðustu tvö
árin hjá Samskipum. Ég átti því
láni að fagna að starfa með Jóni I
14 ár, fyrst hjá Ríkisskipum og síð-
an hjá Samskipum en þar hófum
við samtímis störf fyrir rúmum
tveimur árum, þegar Ríkisskip var
lagt niður.
Jón bjó yfir einstökum hæfileik-
um til þess að laða fram það besta
hjá starfsmönnum sínum án þess
að þurfa að brýna raustina. í stað
þess gekk hann fram með góðu
fordæmi, vann við hlið sinna manna
sem jafningi, þó engum blandaðist
hugur um hver væri leiðtoginn.
Minning
Ama ÝrÁrnadóttir
Fædd 21. júní 1983
Dáin 13. febrúar 1994
Elsku Arna mín.
Nú hefur þú kvatt þennan heim,
svo ung og full af orku og lífi. Þú
sem alltaf varst svo góð og innileg
við mig og litla frænda okkar, hann
Tómas Hrafn.
Minning þín er mikilsverð
og mér svo undurgóð,
hún vefst um mína veiku sál
ef verður grýtt mín slóð.
Ég þaðan alltaf orku fæ
í erfiðleikans þraut,
og hjá þér dvelur hugur minn
þótt horfin sértu’ á braut.
Ég blessa allt það blómaskeið
og bjarta minning þá,
sem eins og stjama skærast skín
er skuggar leita á.
Ég þakka alla ást og tryggð,
já, allt sem gafst þú mér.
Þvi kveð ég þetta litla ljóð,
það ljóð er helgað þér.
(Ásgrimur Kristinsson)
Elsku pabbi, afi, amma, Þórdís
og Haukur, megi góður Guð styrkja
ykkur og blessa I þessari miklu
sorg.
Ég og mamma munum ávallt
varðveita minningu þína og bjarta
brosið þitt I hjörtum okkar.
Þinn ástkæri frændi,
Agúst Orn.
Það var um haustið 1983 að ég
« kynntist Örnu Yr þegar ég og syst-
hælinu. Fóstursonur Gíslínu og
kjörsonur Björns frá fyrra hjóna-
bandi er Guðmundur Björnsson.
Hans kona er Sigurrós Gísladóttir.
Eiga þau fjögur börn, ellefu barna-
börn og tvö langömmubörn. Gíslína
og Björn bjuggu allan sinn búskap
I Einholti 11 I Reykjavík.
Á kveðjustund hvarflar hugurinn
til liðinna daga. í bernskuminning-
um mínum er Gíslína móðursystir
mín alls staðar með. Móðir mín og
Gíslína voru góðar systur og sam-
band þeirra náið. Þau Björn og Gísl-
ína voru sérstaklega gestrisin og
barngóð. Ég minnist heimsóknanna
til þeirra og þá ekki hvað síst um
jól og á sama hátt komu þau til
okkar. Þessar fjölskyldur voru sam-
stilltar og alltaf ríkti góð samvinna
á milli þeirra. Á árunum upp úr
1940 reistu faðir minn og Björn sér
saman sumarbústað við Hlíðarveg
I Kópavogi. Bústaðurinn var byggð-
ur I áföngum. Hann var tvískiptur
en með sameiginlegum inngangi. Á
þessum árum var Kópavogur sveit.
Þarna bjuggum við I sumarbústaðn-
um allt sumarið. Það var flutt að
Hann ávann sér traust og virðingu
allra þeirra sem með honum störf-
uðu með hógværri framkomu og
öruggri skipstjórn. Hann var af-
burða sjómaður, sem best sést á
því að allan þann tíma sem hann
sigldi sem skipstjóri á ströndinni I
stífum áætlunarsiglingum varð skip
hans aldrei fyrir tjóni, en erfiðara
hafsvæði er vart hægt að hugsa sér.
Er ég rifja upp spjallið sem við
áttum fyrir síðustu brottför hans
með skipi sínu kemur upp I hugann
sú mynd af Jóni sem við eigum
eftir að minnast. Minningin um
góðan dreng og sem bar umhyggju
fyrir áhöfn sinni, starfsfélögum og
fyrirtæki.
Við samstarfsfólk hans hjá Sam-
skipum söknum sárt góðs og trausts
félaga og sendum Beggu, börnun-
um og ástvinunum öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
góður guð veita ykkur huggun og
styrk.
Hjörtur Emilsson.
ir hennar Þórdís urðum góðar vin-
konur. Arna var þá aðeins nokkurra
mánaða gömul, en strax mátti þó
sjá hversu mikil orka og gleði fylgdi
henni. Þetta var á því tímabiii I lífi
okkar Þórdísar, þegar barnapössun
átti hug okkar allan og ósjaldan
báðum við um að fá að passa Örnu,
sem við fengum stundum. Hún var
einstaklega skýrt og skemmtilegt
barn og var mjög fljót að læra
flókna söngtexta sem hún síðan
söng fyrir okkur af mikilli innlifun.
Þó að ég hafi verið hálfgerður
heimagangur hjá fjölskyldunni á
tímabili, hef ég því miður ekki
umgengist Örnu síðustu árin. En I
minningunni lifir mynd af góðri og
lífsglaðri stúlku sem hrifin var burt
allt of fljótt og eftir sitjum við hin
og veltum fyrir okkur tilgangi lífs-
ins.
Ég vil votta fjölskyldu hennar
alla mína samúð. Elsku Kristín,
Árni, Þórdís og Gunnar, ásamt öðr-
um ættingjum, ég bið Guð að veita
ykkur styrk á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Hildur Garðarsdóttir
vorinu og aftur til Reykjavíkur þeg-
ar haustaði. Faðir minn og Björn
sóttu sína vinnu til Reykjavíkur en
komu heim að kvöldi.
Sumarbústaðirnir I Kópavogi
voru fyrsti vísir að byggð þar. Ekki
var rennandi vatn I bústaðnum, því
ég man vel þegar þær systur, sem
báðar voru með ungabörn á þessum
árum, voru að þvo bleiurnar uppi I
bústað og ganga síðan með balann
á milli sín niður að Lindinni til að
skola þvottinn. Það var mikið á sig
lagt.
Lindin I Kópavogi var falleg upp-
sprettu lind I slakkanum fyrir neðan
Hlíðarveginn og hafði hún mikið
aðdráttarafl fyrir okkur krakkana.
Lindin hvarf þegar farið var að
byggja á þessu svæði.
Þessi sveitabúskapur átti vel við
systurnar sem fæddar voru og upp-
aldar I sveit og þótti gott að kom-
ast burt úr borginni yfir hásumarið.
Við sumarbústaðinn var farið að
ryðja burt grjóti sem nóg var af I
holtunum I kring og tekið til við
stórfellda kartöfluræktun sem hald-
ið var áfram lengi eftir að við hætt-
um að búa I bústaðnum. Þar ríkti
sama góða samvinnan og annars
staðar.
Einnig eru minnisstæðar berja-
ferðirnar sem farnar voru I „boddý-
bílnum". Hvert sæti I „boddýinu"
var skipað. Þá var oft glatt á hjalla,
þó ekki væri þægindunum fyrir að
fara. Seinna meir komu betri vegir
og betri bíll til sögunnar og fóru
þær systur ásamt eiginmönnum I
margar skemmtilegar dagsferðir
saman, en á æskustöðvarnar austur
I Flóa var alltaf gaman að koma.
Fyrir stuttu minnti Gíslína mig á
það að eitt sinn heimsótti hún mig
ásamt móður minni til Vestmanna-
eyja meðan ég bjó þar og var það
I eina skiptið sem hún steig I flugvél.
Á seinni árum tóku systurnar
þátt I félagsstarfi aldraðra I Reykja-
vík meðan kraftar entust og var
það þeim báðum til mikillar ánægju.
Að leiðarlokum vil ég þakka Gísl-
ínu móðursystur minni fyrir sam-
fylgdina og tryggðina við mig og
mína alla tíð.
Blessuð sé minning hennar.
Gyða Guðbjörnsdóttir.
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar Gíslínar S. Gísladótt-
ur, en hún lést I St. Jósefsspítala,
Hafnarfirði, sunnudaginn 20. febr-
úar síðastliðinn á 90. aldursári.
Amma var lifandi fordæmi alls
hins góða. Hún var mjög trúuð
kona, friður og ró fylgdi henni
ávallt. Aldrei heyrði maður hana
skipta skapi eða hallmæla nokkrum
og öllu tók hún með jafnaðargeði
en það hefur eflaust hjálpað henni
mikið I lífinu.
Varanlegum áhrifum varð ég
fyrir frá ömmu sem munu endast
mér allt lífið. Ég man þegar amma
hlýddi mér yfir námsefnið. Hún
hafði mikla þekkingu á innihaldi
þess, bæði gæddi hún það lífi, einn-
ig lét hún mig sjá það með allt
öðrum og mun skemmtilegri aug-
um.
Sjálf hefði hún eflaust gengið
menntaveginn ung kona ef konur
hefðu haft jöfn tækifæri til mennt-
unar.
Þegar ég varð eldri urðum við
miklar vinkonur þó að 58 ár væru
á milli okkar. Við gátum rætt um
ýmis mál og oftar en ekki gat hún
miðlað mér af þekkingu sinni því
hún var mjög fróð og fylgdist vel
með. Á bókunum hennar gat maður
séð hve breitt áhugasvið hennar
var.
Alltaf var tekið á móti okkur fjöl-
skyldunni með opnum örmum I Ein-
holtinu þegar farnir voru sunnu-
dagsbíltúrarnir. Amma var ævin-
lega með uppdekkað kaffiborð og
meðan afi lifði sátum við oft og
spiluðum eða gerðum eitthvað ann-
að skemmtilegt. Þau voru bæði
mikið fyrir að vera með og hlúa að
fjölskyldunni.
Ljóðin voru henni ömmu mikils
virði og oft fór hún með ógrynni
af ljóðum og vísum sem hún kunni,
en eitt ljóðskáldið hélt hún mest
upp á, það var Jónas Hallgrímsson.
Ég hef ekki verið nema nokkra
ára þegar amma kenndi ihér bæn
sem við áttum eftir að fara með
saman. Með þessari bæn vil ég
kveðja elsku ömmu mína og þakka
henni fyrir allar samverustundirnar
sem við áttum saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Dóra.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
útför
LÁRU GUNNARSDÓTTUR,
Fossvöllum 12,
Húsavík.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorsteinn Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
bróður okkar og mágs,
EINARS J. EGILSSONAR
frá Langárfossi,
Skeggjagötu 11.
Hrefna Egilsdóttir,
Katrín S. Egilsdóttir, Vilhjálmur Jónsson,
Þórdis Egilsdóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vottuðu
minningu
KATRÍNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Laufásvegí 45,
virðingu við andlát hennar.
Guðni Guðmundsson,
Guðmundur H. Guðnason, Lilja I. Jónatansdóttir,
Guörún Guðnadóttir, Jóhann S. Hauksson,
Ólafur B. Guðnason, Anna G. Sigurðardóttir,
Hildur N. Guðnadóttir, Friðrik Jóhannsson,
Anna S. Guðnadóttir, Gylfi Dýrmundsson,
Sveinn G. Guðnason, Erna Jensen,
Sigurður S. Guðnason, Margrét Gestsdóttir
og barnabörn.
T-f
.