Morgunblaðið - 17.03.1994, Síða 55

Morgunblaðið - 17.03.1994, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 55 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD LISTHLAUP Valdimar Grímsson meðnýtt markamet Valdimar Grímsson, KA, setti í gærkvöldi markamet í 1. deild karla. Valdimar hefur gert 185/76 mörk í deild- inni í vetur, en fyrra metið, sem hann átti sjálfur og setti 1991, var 179 mörk. Valdimar hefur leikið 19 af 21 leik KA og gert 9,73 mörk að meðaltali í leik. KR-ingurinn Hilmar Þór- lindsson er kominn með 160/52 mörk og er næst markahæstur í deildinni. Konráð Olavson á markamet KR — gerði 165 mörk 1991. Sigurður Sveinsson, Selfossi, er þriðji í röðinni með 156/54 mörk. Halldór Ingólfsson, Haukum, gerði 3/2 mörk gegn Aftureld- ingu og er kominn með 102 mörk. Hann er fyrstur leik- manna til að ijúfa 100 marka múrinn sex ár í röð. • m Morgunblaðið/Ámi Sæberg Smugan nýtt. Branislav Dimitrijevic; besti maður ÍR, skellir sér hér á milli Skúla Gunnsteinssonar og Magnúsar Sigurðssonar og gerir eitt af mörkum IR. ÍR-ingar gefa ekkert eftir Breiðhyltingar byrjuðu vel, Magnús varði vel í markinu ÍR-INGAR gefa ekkert eftir í baráttunni um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni en þar eru þeir í mikilli baráttu við Aftureld- ingu. Liðin eru jöfn að stigum og ef liðin enda þannig eftir leiki síðustu umferðar á sunnudaginn kemst ÍR áfram á betri marka- mun. í gær léku ÍR-ingar vel og sigruðu Stjörnuna örugglega 26:22. Patrekur var tekinn úr umferð frá fyrstu mínútu og gafst það vel. Stjörnumenn flýttu sér mikið í sókn- inni og allt of mörg skot þeirra voru ótímabær og í vörninni leyfðu þeir ÍR-ingum að leika sinri leik án þess að trufla þá mikið. Sóknir ÍR voru mjög yfirvegaðar og þeir leit- uðu ætíð góðra færa. Eftir góða byijun ÍR tókst Stjörn- og í sókninni gekk vel að skora. Stjörnumenn voru hins vegar seinir í gang, og komust eiginlega aldrei al- mennilega í gang í leiknum. Liðið lék hræðilega í fyrri hálfleik en heldur skárr í síðari. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Markatala ræður endanlegri röð Gífurleg spenna er í 1. deild karla nú þegar ein umferð er eftir. Fyrir liggur að Haukar og Valur verða í tveimur efstu sætunum, Þór og ÍBV eru fallin í 2. deild, en KR siglir lygnan sjó og fer ekki í úrslitakeppnina. Hin sjö liðin beijast um endanlega röð, en verði lið jöfn að stigum ræður markatala sætaskipan. MÁtta efstu liðin leika í úrslita- keppninni. Eins og staðan er fyrir síðustu umferð mæta Haukar ÍR, sem hefur skotist upp fyrir Aftur- eldingu. Þá mætast Valur og KA, Selfoss og FH og Víkingur og Stjaman í átta liða úrslitum og eiga fyrr nefndu liðin fyrst heima- leik og oddaleik ef þörf krefur. ■í 22. og síðustu umferð n.k. sunnudagskvöld mætast Þór og KA, Stjarnan og Selfoss, KR og Haukar, FH og IR, Valur og ÍBV og UMFA og Víkingur. unni að minnka muninn í eitt mark, 6:5, en þá kom góður kafli ÍR og þeir juku muninn aftur í fímm mörk, 10:5 og síðan 15:9 þegar fímm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en tókst ekki að skora fram að hléi. Stjaman fékk gullið tækifæri til að minnka muninn í upphafí síðari hálfleiks þegar þeir voru einum fleiri en tókst ekki að skora fyrr en eftir þijár mínútur. Mikil spenna kom í leikinn þegar rúmar 7 mínút- ur vom eftir og staðan 21:19. Kon- ráð skaut framhjá úr víti og eftir nokkrar sóknir þar sem ekki var skorað braut ÍR ísinn og gerði þijú mörk í röð og þar með var bjöminn unninn. ÍR-liðið var jafnt en þó vom Branislav, Njörður og Magnús í markinu áberandi góðir. Hjá Stjöm- unni var það aðeins Skúli sem átti þokkalegan dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Annað sætið Valsmanna Valur vann KA 24:22 á Akureyri í gærkvöldi og tryggði sér þar með annað sætið í deildinni. Leikur- inn var allan tímann jafn og spenn- ■■■■■■ andi og hin besta Páimi skemmtun fyrir Óskansson áhorfendur. Vals- skrífar menn náðu þó yfír- höndinni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni til loka þrátt fyrir að KA næði að jafna metin í tví- gang í seinni hálfleik. Leikurinn var harður og var mönnum vísað af leikvelli í gríð og erg. Ólafur Stef- ánsson var lang besti maður vallar- ins, stal boltanum grimmt af KA og gerði 11 mörk þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð megnið af leiknum. Sigmar Þröstur var bestur hjá KA. Keppn- isferli Tonyu Harding lokið Skautakonan Tonya Hard- ing játaði sig í gær seka um að hafa leynt bandarísku alríkislögregluna upplýsingum um árásina á keppinaut sinn, Nancy Kerrigan, að því er sagði í frétt CAÖV-sjónvarpsstöðvar- innar. Mun Harding sæta sekt- um en ekki varðhaldi. Hún hættir í Bandaríska skauta- sambandinu og mun því ekki keppa á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum, sem hefst á sunnudag í Japan. Var Harding talin sigurstrangleg- ust keppenda á mótinu, þar sem bæði Ólympíumeistarinn Oskana Bayul og Nancy Kerr- ingan höfðu áður tilkynnt að þær myndu ekki taka þátt í HM í Tókýó. Samkvæmt frétt CNN sem- ur Harding við yfirvöld um að játa sig seka um að hindra rannsókn málsins. Hún verður að sæta þriggja ára skilorði, greiða 100.000 dala sekt, eða um 7,2 millj. ísl. kr., og m.a. sæta geðrannsókn. í frétt ABC sjónvarpsstöðvarinnar segir að þrátt fyrir að hún hætti í skautasambandinu, geti hún áfram keppt sem atvinnumað- ur. Tonya Harding. KORFUKNATTLEIKUR Grátlegur endir hjá IBV IBV var ekki langt frá því að sigra FH í Eyjum í gærkvöldi, en eftir að hafa verið með vænlega stöðu undir lokin tókst þeim ekki að knýja fram sigur og eru ■■■■■■ því fallnir í 2. deild. Það var ljóst strax Sigfús Gunnar f byijun að það var fyrir miklu að beij- Guömundsson ast hjá Eyjamönnum. Þeir spiluðu skrífar fré grimma vöm strax frá byijun og komust í 5:1 og höfðu þriggja marka forystu í leikhléi, 11:8. Heimamenn komu ákveðnir til síðari hálfleik og kom- ust í 14:9 en þá klipptu FH-ingar Guðfinn út úr sókn- inni en hann átti einn sinn besta Ieik í langan tíma. Við þetta fór að saxast á forskot ÍBV og FH jafnaði 16:16. FH átti færi á að jafna aftur þegar staðan var 18:17 en misnotuðu vítakast og það nýttu heimamenn sér og komust í 20:17. FH gerði næstu þijú mörk og jöfnðu síðan með síðasta marki leiksins. ÍBV fékk aukakast á síðustu sekúndunum en skot Sigurðar hafnaði í stönginni um leið og klukkan gall. Guðfinnur og Björgvin áttu góðan leik sem og allt ÍBV-liðið, en hjá FH voru þeir Hálfdán og Hans bestir. KR-ingar kaffærðir á Selfossi KR-ingar steinlágu á Selfossi í gærkvöldi og töp- uðu með tíu marká mun, náðu að gera 20 mörk gegn 30 mörkum Selfyssinga. Leikur KR var gjörsam- ■■■■m lega ráðlaus í byijun og þeir komust Siguröur aldrei nálægt því að vera í takt við Jónsson Selfyssinga, sem léku vel — náðu góð- skrífar um varnarleik og voru auðsjáanlega frá Selfossi viðbúnir því að KR-ingar kæmi ákveðn- ir til leiks. Þessi ákveðni í vöminni sló gestina útaf laginu og í raun var gert út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum. „Við settum okkur það að ná tíu marka mun og tókst það. Við sýndum að við getum,“ sagði Sigurður Sveinsson. „Okkur vantaði kraftinn sem við sýndum á móti Val og FH og náðum ekki að sýna sama neista og í þeim leikjum," sagði Bjarni Ólafsson fyrirliði KR-inga. ■ Staðan bls. 53 íþróttahúsið á Seltjarnarnesi ónothæft KR-ingar leika í Austurbergi KR-ingar fóru fram á það við mótanefnd KKÍ í gær að fá afl leika síðasta heimaleik sinn gegn UMFG í Grindavík í kvöld. Astæðan; „íþróttahús Seltjamar- ness er ekki nothæft fyrir heima- leiki KR vegna þess að körfu- spjald annarrar körfunnar brotn- aði og varð úr stórslys," eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá KR. KR-ingar sögðust ekki geta útvegað nothæft íþróttahús í Reykjavík fyrir leikinn. Móta- . neftid KKÍ ákvað í gær að leikur- inn færi fram í íþróttahúsinu: Austurbergi á tilsettum tíma, kl. 20.00 í kvöld. Mótanefnd taldi eðlilegt að UMFG nyti ekki hag- ræðis umfram önnur félög í deild- inni, að leika einum heimaleik fleira en öll hin liðin. Nefndin taldi rétt að leikurinn færi fram sem næst þeim leikvelli þar sem hann átti upphaflega að vera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.