Morgunblaðið - 26.03.1994, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
Tillaga skólanefndar Kópavogs
Allir gunnskólar
verði einsetnir
innan fjögra ára
BÆJARSTJORN Kópavogs hefur samþykkt tillögur skólanefndar um
að Snælandsskóli verði einsetinn næsta haust, að kennsla í Þinghóls-
skóla verði aukin næsta vetur og að mörkuð verði stefna um einset-
inn skóla í Kópavogi. Skólanefnd Kópavogs hafði áður samþykkt til-
lögu um að stefnt yrði að einsetningu grunnskóla í Kópavogi að fullu
á árunum 1994-1997.
skóla gera ráð fyrir. Verður leitað
til Fræðsluskrifstofu Reykjaness um
að greitt verði fyrir kennsluna með
sama hætti og nú er gert við Mýrar-
húsaskóla á Seltjamamesi.
Stefnumörkun
Þá er lagt til að mörkuð verði sú
stefna að grunnskólar Kópavogs
verði einsetnir að fullu á árunum
1994-1997 og mun skólanefnd
leggja fram tillögu um fram-
kvæmdaáætlun við skólana á ámn-
um 1995-1998 í samræmi við þessi
markmið.
Samkvæmt þessari stefnumörkun
verður aukið við kennslu í Snælands-
skóla og Þinghólsskóla á komandi
hausti, segir í frétt frá Kópavogsbæ.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í 4-5
kennarastöður við gmnnskólana til
að sinna þessari auknu kennslu.
Áætlun um einsetningu Snælands-
skóla tekur mið af tillögu skólastjór-
ans um starfsáætlun og undirbún-
ing. Þá er óskað eftir því að skóla-
stjóri Þingholtsskóla geri tillögu til
skólanefndar um aukna kennslu við
Þingholtsskóla með svipuðum hætti
og tillögur skólastjóra Snælands-
Morgunblaðið/Sverrir
Skreyttur Morgunblaðinu
EINN strætisvagna SVR hf. mun næsta árið aka um götur borgarinnar skreyttur síðum úr Morgun-
blaðinu og eru gluggar vagnsins skreyttir teiknimyndapersónum úr Myndasögum Moggans. Vagninn
mun fyrst um sinn aka á leið 4, en síðar mun hann aka á öðrum áætlunarleiðum SVR hf.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 26. MARZ
YFIRUT: Fyrir sunnan iand er dáiítíll hæöarhryggur sem hreyfiat austur, en á vest-
anverðu Grænlandshafi er smálægð á leið austnorðaustur. Langt suðvestur í hafi
er sfðan víðáttumikil lægð sem þokast norður.
SPÁ:Suðlæg átt og hiti 1-5 stig. Dálítil rigning eða slydda öðru hvoru um landið
vestanvert, en norðaustan og austanlands léttir til. Siðdegis þykknar upp sunnan-
lands og vestan með vaxandi suðaustanátt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Austan- og suðaustanétt. Allhvöss um
suðvestan- og vestanvert landið á sunnudag en mun hægari á mánudag. Sunnan-
og suðaustanlands verður rigning, en úrkomulitið i öðrum landshlutum. Hrti 5 til
7 stig.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Suðvestanátt, allhvöss suðvestanlands en mun hægari
annars staðar. Smá él verða sunnan- og vestanlands, en úrkomulaust annars stað-
ar. Frost 2 til 3 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svar-
simi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir; 990600.
Heiðskírt
Léttskýjað
*
r r r * r
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
•a -a
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ❖ V
Skúrir Slydduél Él
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindsfyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Ágæt færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur, austur um Hellisheiðí, Þrengsli og
Mosfellsheiði og um Suðurland. Fært er um Snæfellsnes og um Dali tll Reykhóla.
Fært er frá Brjánslæk tíl Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Fært er um Holta-
vörðuheiði til Hólmavíkur og þaðan til ísafjarðar og Þingeyrar. Faert er um Norður-
land og Norðausturland og um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. A Austfjörðum er
færð ágæt og með suðurströndinni til Reykjavíkur.
Upplýsingar um fœrð eru velttar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni
línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavík
hiti veður
0 skýjað
2 skýjað
Bergen 4 skýjað
Helsinki +2 snjókoma
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq +1 alskýjað
Nuuk ■i-9 snjókoma
Oslð 6 skýjað
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Þörshöfn vantar
Algarve 22 mistur
Amsterdam 10 rignlgng
Barcelona 19 iéttskýjað
Berliri 8 rigning
Chicago 0 alskýjað
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 14 skýjað
Glasgow 9 skúr
Hamborg 7 rigning
London 13 rigning
LosAngeles 8 léttskýjað
Lúxemborg 10 rigning
Madrid 20 heiðskírt
Malaga vantar
Mallorca 23 iéttskýjað
Montreal 2 alskýjað
NewYork 12 alskýjað
Oriando 23 þokumóða
Parfs 14 skýjað
Madeira 19 téttskýjað
Róm 17 skýjað
Vín 11 rigning
Washington 12 skúr
Winnipeg +6 léttskýjað
Heimlld; Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurapá kl. 16.30 (gær)
íDAG k\. 12.00
Ovíst hvort einhver
spamaður verður
á kvennadeildinni
ÞAÐ fyrirkomulag, að sængur-
konur fari heim af kvennadeild
Landspítalans innan 36 stunda
eftir fæðingu, var tekið upp vegna
þrengsla á deildinni, sem og að
erlendri fyrirmynd, en ekki hefur
verið reiknað út hvort einhverjar
upphæðir sparist vegna þessa.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær tóku 53 sængurkonur
þann kost á síðasta ári að fara heim
skömmu eftir fæðingu, en ljósmæður
vitjuðu þeirra fyrstu vikuna eftir
fæðinguna. Kristján Guðjónsson,
deildarstjóri sjúkra- og slysatrygg-
ingadeildar Tryggingastofnunar,
segir að samningur við ljósmæður
vegna þessa sé í raun byggður á
eldri samningi um umönnun við
sængurkonur. „Sú regla hefur lengi
verið í gildi að ef konur fæða heima
greiðir Tryggingastofnun laun ljós-
móður sem er viðstödd fæðinguna
og vitjar konunnar 11 sinnum í vik-
unni eftir fæðingu. Ef konur vilja
og hafa tök á að fara heim af
kvennadeild innan 36 stunda frá
fæðingu býðst þeim einnig að fá 11
vitjanir ljósmóður og Trygginga-
stofnun greiðir kostnað við það.
Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt
frá því í april í fyrra og gefist vel.“
Fjöldi sængurkvenna réð
úrslitum
Hjá áætlanadeild Ríkisspítalanna
voru ekki handbærar upplýsingar
um hvort þetta fyrirkomulag skilaði
sparnaði, en þar fengust þau svör,
að hvatinn að þessari tilraun hefði
verið álag á kvennadeildina. Sæng-
urkonur hefðu verið svo margar, að
nauðsynlegt hefði verið að grípa til
aðgerða til að tryggja framboð á
sjúkrarúmum. Sparnaður hefði ekki
verið ástæða þess að byijað var að
gera sængurkor.um þetta tilboð.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Útsölustjóri áfengisútsölunnar á Blönduósi, Brynja Ingibersdótt-
ir, tekur hér við lyklavöldum úr hendi Höskuldar Jónssonar for-
stjóra ÁTVR.
Áfengisútsala var
opnuð á Blönduósi
^ Blönduósi.
ÁFENGISVERSLUN var opnuð á Blönduósi sl. miðvikudag, tæp-
um fjórum árum eftir að meirihluti Blönduósinga lýsti sig fylgj-
andi slíkri ráðstöfun í almennum kosningum. Verslunin er í því
húsnæði sem áður var Krútt kökuhús og er Bryiýa Ingibersdótt-
ir útsölustjóri.
Jafnframt áfengisútsölu er í áfengisútsalan opin frá klukkan
húsnæðinu afgreiðsla efnalaugar- 12.30 til 18 nema á föstudögum
innar „Allt á hreinu“. Að sögn þá verður verslunin opin frá klukk-
Brynju Ingibersdóttur þá verður an 10 til 18. Jón Sig.