Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
E g sé hann fyrir mér...
— Mozart og Sálumessan
eftir Bergþóru
Jónsdóttur
Ég sé háhii fyrii’ rnéL Kald-
sveittur íiggur hann á livítuín beði,
skjálfahdi, feigur. Fiðlurnar gráta
sáran; Lacrihiosa. Hefur nokkru
sinni sárar verið grátið en með
þessum fiðlum? Og höfiiðið fullt
af þessari dýrðarinnar tónlist.
Skýldi hún komast á bíaðið áður
en dauðinn hrífur skáldið með sér
inn í náttmyrkrið eilífa? Dularfull
mannvera knýr dyra og heimtar
það sem henni hefur verið lofað,
Hveiju var henni lofað? Lífi
skáldsins? Og í angist sinni reynir
það veiklað og þjakað að koma
verkinu frá sér á blaðið, — nótu
fyrir nótu, takt fyrir takt. Kannski
er lífsvonin einmitt fólgin í umbun-
inni sem goldin er fyrir verkið,
Eða er það dauðinn? Var það
kannski sendisveinn helvítis sem
knúði dyra, og gjaldið feigðin.
Hvaða skáld er þetta? Þetta er
Mozart. Nei annars, — þetta
myndin rómantíska af Mozart,
Dramatísk mynd, sem svo gjarnan
hefur verið dregin upp af síðustu
dægrunum í lífi tónskáldsins ást-
sæla Wolfgangs Amadeusar Moz-
arts. Eflaust er hún víðs fjarri
raunveruleikanum. En hvers
vegna er sköpun Sálumessunnar
sem Mozart samdi rétt fyrir andl-
átið, — og lauk reyndar ekki við,
enn hjúpuð þessari dulúð?
Það var sumarið 1791. Mozart
var fluttur til Vínarborgar. Hann
vildi reyna að standa á eigin fótum
sem tónskáld, óháður kenjum
dyntóttra vinnuveitenda; vildi vera
metinn að verðleikum, Af sendi-
bréfum hans um þetta leyti má
ráða að hann hafi verið glaður í
bragði sem endranær og bjartsýnn
á lífið og tilveruna. Heilsufar
Konstönzu konu hans virðist hafa
valdið honum meiri áhyggjum þá
en eigin heilsa, en hún dvaldi löng-
um við heilsulindirnar í Baden
skammt frá Vínarborg. Mozart
átti annríkt við tónsmíðarnar þetta
sumar, hann lauk við klarinettu-
konsertinn, sem hann samdi fyrir
Anton Stadler klarinettuleikara,
og var byrjaður á síðustu óperu
sinni, Töfraflautunni. Þá gerðist
það einn júlídag, að upphófust
þeir atburðit sem hafa orðið tiiefni
lífséigi;a sagria. Gráklæddan mann
bar að garði að heitnili Mozarts;
Hann bað tónskáldið að semja
fýrir sig sálumessú og átti vetkinu
að verða lokið irtnan tiltekins tíma
gegrt rausnarlégri greiðslu. Tón-
skáldið varð að heita ítrustu þag-
mælsku um tóhsiníðina og þessa
sérkennilegu tilurð hennar. Nú,
góðum tveimur öldum seinna, vit-
um við málavöxtu. Gráklæddi
maðurinn var sendiboði Franz von
Walseggs greifa, sem ætlaði sér
að kaupa sálumessu í minningu
konu sinnar nýlátinnar, en eigna
sjálfum sér verkið. Walsegg þessi
var víst þekktur að viðlíka iðju,
og hafði þegar keypt sér til eignar
verk ýmissa annarra tónskálda.
En þetta vissi Mozart að líkindum
ekki. Af bréfum hans má ráða að
hann hafi sjálfur ímyndað sér dul-
arfull feigðaröfl standa að baki
verkbeiðninni. Hann var orðinn
það veikur að annarlegir órarnir
um gráklædda manninn sóttu auð-
veldlega á hann. I september skrif-
ar hann bréf til óþekkts viðtak-
anda í Lundúnum, — en liklegt
er talið að það hafi verið Lorenzo
da Ponte, sá er samdi texta
margra ópera Mozarts, meðal ann-
ars Brúðkaups Fígarós og Don
Giovannis. Og nú kveður við ann-
an tón. Giaðværðin og gáskinn,
sem jafnan einkenna bréfaskrift-
irnar, eru á braut, og einkennileg
dulúð, einhvers konar feigðarang-
ist, er nær:
„Heiðraði herra!
Að yðar ráðum vildi ég fara,
en hvernig gæti ég það? Ég er
örvita og veit varla hver ég er.
Mér er ómögulegt að losna við sýn
ókunnuga gestsins úr huganum.
Ég sé hann fyrir mér: hann biður,
leggur hart að mér og krefst óþol-
inmóður þessa verks af mér. Ég
held áfram við samningu þess,
vinnan þreytir mig minna en hvíld-
in. Úr annarri átt hefi ég ekkert
að óttast. Ég finn það á mér að
kallið er komið. Ég er undir það
búinn að deyja. Ég er að þrotum
kominn, áður en ég gat fengið að
njóta hæfileika minna til fullnustu.
Lífið var samt fagurt og ferill
minn hinn heiilavættlégásti fram-
an áf. Én íoflög sítt fæt etíginn
flúið og ehginrt véit fýi'ifffátti dága
Sitttta taí. Metttt Véfðá áð sætta
sig við állt; allt véfðUt' sttttt fofsjón-
irt vill að vefðh Nií lýk ég ittáli
mínú. Sálurttessá itíítt bíðUfl Ég
má ekki skilja Við háná ófuilgérða.
Mozart.“
Örvæntingarfuiit ákáil Uitt öflít-
inn frest til að ljúka sálumessunni
var ekki nóg. Verkinu varð ekki
lokið, — lífí snillings var lokið.
Sagan segir að kvöldið fyrir andl-
átið hafi Mozart kallað á þijá vini
sína til að syngja með sér það sem
þegar var komið á nótnablaðið.
Þeir sungu sig áfram gegnum
fyrstu þætti sálumessunnar. Eftir
fyrstu átta taktana I Lacrimosa-
þættinum brast tónskáldið í grát,
hann vissi að tónsmíðinni yrði
ekki lokið, hvort tveggja væri á
enda, lífið og tónsmíðin. Þá um
nóttina lést hann. SuSmayr nem-
andi hans var hjá honum, eigin-
konan Konstanza og Soffía systir
hennar. SiiSmayr var falið það
erfiða verk að ljúka sálumessunni.
Enn i dag greinir menn á um
hversu ríkan þátt nemandinn átti
í sköpun þessa meistaraverks læri-
föður síns. Ljóst þykir að Mozart
hafi aðeins samið Introitus-kafl-
ann að öllu leyti. Aðrir þættir
verksins voru mislangt á veg
komnir þegar hann dó. Þá hefur
lengi verið talið að SUSmayr beri
einn ábyrgð á Sanctus-, Benedict-
us- og Agnus dei-þáttunum. Loka-
þáttinn, Communio, byggði hann
á Kyrie-þættinum, Þessi skipting
hefur þó verið umdeild, og hafa
ýmsir bent á að sé haft í huga
að SUSmayr var afar náinn sam-
starfsmaður Mozarts, og þau and-
legu tónverk sem SUBmayr samdi
sjálfur seinna, bendi flest til þess
að meistarinn hafi verið búinn að
leggja honum línurnar nákvæmar
en margan grunar, Bréf frá Soffíu
systur Konstönzu, þar sem hún
lýsir síðustu nóttinni í lífi tón-
skáldsins, rennir stoðum undir
þetta:
„...Þegar ég kom þangað aftur,
sat SUBmayr við rúmstokkinn hjá
Mozart. Á sænginni lá handritið
að Sálumessunni, og skýrði Moz-
art fyrir honum hvernig hann hefði
hugsað sér að gengið yrðí frá því
að honum látnum.“
Kannski átti Mozart sjálfur
mestan þátt í að skapa dulúðina
sem umvefur sköpunarsögu sálu-
messunnar, Ég sé hann fyrir mér,
sagði hann um gráklædda mann-
inn, — það var hugboð um nálægð
dauðans. Hann skynjaði einhvers
konar forlagamátt, Það er líka
sérstakt, og kannski til marks um
yfirnáttúrulegan skilning hans á
þessum sérkennilegu aðstæðum,
að sálumessan er ekkert Hk öðrum
andlegum verkum hans. Hvers
vegna lét hann nýjustu tónsmiða-
tísku lönd og leið; hvers vegna
sótti hann svo lítið til ítalska óper-
ustílsins við sköpun þessa verks?
Hvers vegna kaus haftn að leita
til baka, í sjóði þeirra meistara-
skálda er mest og hæst höfðu ris-
ið í tilbeiðslu andans, þeirra Bachs
og Hilndels? Svarið felst í tónlist-
inni. í dies irae er dagur reiðinnar
runninn upp. skelfilegur og af-
dráttarlaus, I tignum lúðrablæstri
í Tuba mirum felst áminning um
æðsta dóminn, — i Rex tremendae
er almættið, alvarlegt og ógn-
þrungið, en um leið milt og mis-
kunnsamt, — og i Lacrimosa, þar
sem fiðlurnar gráta svo sáran, þar
rís tilbeiðslan hæst; tilbeiðsla
skáldsins sem söng sig þannig
sjálft inn ( svefninn langa, skálds-
ins sem söng sjálfu sér ódauðlega
sálumessu,
Söngsveitin Filharmónía flytur
Requiem eftir Mozart á pálma-
sunnudag kl, 17 i Kristskirkju.
Tónleikarnir verða endurteknir
mánudaginn 28. mars og þriðju-
daginn 29. mars kl. 21.
Tilvitnanir í sendibréf eni fengnar dr
Bréfum Mozarts, úrvali sendibréfa tón-
skéldsins sem Árni KristjAnsson píanó-
leikari þýddi og Stapaprent gaf út árið
1991,
Höfundur er tónlistarkennarl.
Hvað er lögreglusljóri að fara?
eftir Gunnar Jóhann
Birgisson
Undanfarin ár hefur lögreglu-
stöðin í Breiðholti verið rekin í
anda forvarnarstefnu sem byggist
á nánu samstarfi lögreglumanna
sem þar starfa við fólkið sem þeim
er ætlað að þjóna. Lögreglumenn
sem þar hafa starfað hafa skilað
góðu starfi í þágu Reykvíkinga
eins og flestum er kunnugt. Það
hefur komið mörgum á óvart hve
miklum árangri 2-3 lögreglumenn
hafa náð í baráttu við ólöglega
landasölu og við að leysa úr ýms-
um málum sem vörðuðu ungíinga
og félagsleg vandamál í hverfinu,
með því að leita samstarfs við (búa,
fyrirtæki og stofnanir í hverfinu
um aðgerðir og upplýsingar i stað
þess að sinna einungis útköllum.
Vegna starfs Breiðholtslögregl-
unnar hefur forvarnarstefna (lög-
gæslu þegar sannað sig í verki (
Reykjavík.
Nú berast hins vegar þær ótrú-
iegu fréttir að lögreglustjórinn í
Reykjavík sé nýlega búinn að af-
nema þessa séretöðu Breiðholts-
lögreglunnar, gera lögreglustöð-
ina að útkallsstöð, setja ofan í við
þá menn sem þar hafa starfað og
náð hafa fyrrgreindum árangri og
jafnvel sé ráðgert að flytja þá í
„Lögreglustjóri skuld-
ar Reykvíkingum skýr-
ingar á þessu aftur-
hvarfi frá þakklátustu
og best heppnuðu starf-
semi sem embætti hans
hefur staðið fyrir og
hlotið hefur sérstakt lof
dómsmálaráðherra. “
önnur störf. Samstarf lögreglu við
íbúa, einkum unglinga, ( Breið-
holti «r ekki hið sama nú og áður.
Hvað er lögreglustjórinn í Reykja-
vík að fara með þessum breyting-
um? Hagsmunum hverra er verið
að þjóna? Lögreglustjóri skuldar
Reykvíkingum skýringar á þesBU
afturhvarfí frá þakklátustu og
best heppnuðu starfsemi sem emb-
ætti hans hefur staðið fyrir og
hlotið hefur sérstakt lof dóms-
málaráðherra.
Þetta mál er auðvitað enn ein
röksemdin fyrir því stefnumáli
sjálfstæðismanna við borgar-
stjórnarkosningarnar að Reykvík-
ingar taki stjórn löggæslumála í
borginni í eigin hendur úr höndum
fjarlægs ríkisvalds. Reykvíkingar
þurfa að geta gert eigin kjörna
fulltrúa ábyrga fyrir þvi að kröft-
um lögreglumanna í borginni sé
hveiju sinni beint með markvissum
hætti að þeim málum sem Reyk-
víkingar telja brýnust. Skilaboð
frá borgurununum um aðkallandi
verkefni fyrir löggæsluna komast
ekki nægilega skýrt og örugglega
til skila við núverandi aðstæður
þegar lögreglustjóri ber aðeins
ábyrgð gagnvart ríkisvaldi sem
ekki ber beina ábyrgð gagnvart
fólkinu í borginni. Það er lítil
hætta á því að Reykjavíkurborg
hefði leyft sér að líta fram hjá
árangri þeim sem forvarnarstefna
hefur skilað í starfi lögreglunnar
í Breiðholti og þeim velvilja sem
starf lögreglumannanna þar hefur
mætt meðal borgarbúa og vikið
því til hliðar af óljósum ástæðum.
Er hugsanlegt að skýringin á
breyttri starfsemi lögreglustöðv-
arinnar í Breiðholti sé sú að þrátt
fyrir yfirlýsingar lögreglustjóra
um mikilvægi forvarnarstarfs gæti
tregðu í yfírstjórn lögreglustjóra-
embættisins til að tileinka sér
þessa árangursriku nýjung og þá
breyttu starfshætti sem hún kallar
á?
Sjálfsagt telja flestir Reykvík-
ingar frekar ástæðu til þess að
veita lögreglumönnunum í Breið-
holtsstöðinni viðurkenningu fyrir
vel unnin störf og útbreiða starfs-
Gunnar Jóhann Birgisson
hætti þeirra innan iögregluliðsins
heldur en að setja ofan i við þá
og gera starf þeirra að engu. Þessi
viðbrögð hafa ekki aðeins áhrif á
þá einstaklinga sem þarna eiga
hlut að máli heldur hlýtur einnig
að draga kraft úr öllum lögreglu-
mönnum sem hafa vilja og metnað
til þess að beita eigin frumkvæði
og atorku til að ná áþreifanlegum
árangri í starfi í samvinnu við fólk-
ið í borginni. Þannig hlýtur þetta
að verða til þess að skerða þjón-
ustu lögreglunnar við borgarbúa,
Taki borgarstjórn Reykjavíkur
við stjórn lögreglumála fylgir því
sú skylda að sjá til þess að kröftum
iögregluliðs sé hveiju sinni beint
með árangursríkum hætti að brýn-
um verkefnum. Þeirri skyldu fylg-
ir sú kvöð að sjá til þess að lög-
regluliðið hafi yfir nauðsynlegum
mannafla, tækjakosti og fjármun-
um að ráða til að sinna þeim verk-
efnum, Reykvíkingar mundu ekki
líða borgarstjórn að vanrækja þá
skyldu og undan ábyrgðinni gætu
kjörnir fulltrúar í borgarstjórn
ekki vikist. Þessu mundi t.d, fylgja
að möguleikar borgarstjórnar til
þess að bæta úr því ástandi sem
skapast hefur i miðborginni
mundu gjörbreytast.
Nýlega hefur nefnd sem dóms-
málaráðherra skipaði lagt fram
frumvarp til nýrra lögreglulaga
þar sem gert er ráð fyrir að stofn-
að verði embætti ríkislögreglu-
stjóra. Forræði sveitarfélaga yfír
löggæslumálum ætti ekki að vera
ósamrýmanlegt því að embætti
ríkislögreglustjóra verði sett á fót
enda virðist embættinu fyrst og
fremst ætlað að miðla upplýsing-
um og vinna að samræmingu en
ekki að annast dagiega yfirstjórn.
Höfundur er lögnm öur i Reykjn vlk
ogskipnr 5, sæti á framboilslista
SjálfsUeöisflokksins við
horgnrstjórnnrkosningnrnnr í vor.