Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Hvað er að marka fiskifræðinga? eftir Einar Júlíusson Að margra mati er ekki mikið að marka fiskifræðinga. Þeir segi eitt í ár og eitthvað allt annað næsta ár. Dæmið sem gjarnan er rifjað upp þegar gagnrýna þarf þessa öfgafullu friðunarsinna á Hafró sem taka meira tillit til þarfa þorsksins en þjóð- arinnar er ráðgjöf þeirra í upphafi fiskveiðistjómunar. Hvaðan koma golþorskarnir? Árið 1966 hóf Jón Jónsson þáver- andi forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunar að vara við því með sterk- um orðum að uggvænlega horfði með þorskstofninn. Sóknin væri margfalt meiri en stofninn gæti staðið undir og í raun óskiljanlegt að nokkrir gol- þorskar skyldu vera eftir til að hrygna. Taldi hann að einungis stórar Grænlandsgöngur hefðu bjargað stofninum frá hruni. Hann ráðlagði sóknarminnkun en talaði fyrir daufum eyrum og á næstu árum komu stærstu Grænlandsgöngur sem vitað er um fyrir utan risaárgangana frá 1922-24 og 1945. Stofninum var borgið í bili bæði á íslandi og Grænlandi. Svarta skýrslan En árið 1975 var aftur komið í óefni og hrygningarstofn þorsksins eins og nú í sögulegu lágmarki eftir tveggja áratuga ofveiði ísiendinga og útlendinga. Fiskifræðingar skrif- uðu svarta skýrslu og lögðu til að þorskaflinn yrði takmarkaður við 230 þús tonn. Fiskveiðar voru frjálsar þá en ýmsir aðilar, t.d. innan Háskólans og Seðlabankans, gerðu á næstu árum fiskveiðilíkön og reyndu að sýna stjómmálamönnum fram á óhagkvæmni þessarar fráleitu fisk- veiðistefnu. Allir vom þeir sammála þá um nauðsyn þess að taka upp auðlindaskatt ef stjóma ætti fisk- veiðum og búa komandi kynslóðum bjarta framtíð í þessu landi. Útgerð- armenn urðu ævareiðir yfir þessum tillögum óviðkomandi aðila til stjóm- unar fiskveiða. Hefur fiskveiðunum einhvern tímann verið stjómað? Auðlindaskatti og alvöm fiskveiði- stjórnun var hafnað en stjómun fisk- veiða var þó að nafninu til komið á 1977 og fiskifræðingar ráðlögðu 270 þús tonna hámarksafla. En lítið er að marka stjómmálamenn og þá allra síst sjávarútvegsráðherra. Veiðamar fóm langt fram úr tillögum fiski- fræðinga og 1978, 1979 og 1980 leggja þeir enn til 260, 250 og 300 þús tonna veiði. Ráðherra hundsaði þessar tillögur og tók úr stofninum 500 þús tonnum meira en fiskifræð- ingar lögðu til á þessum fyrstu 5 árum. Risaárgangurinn og Grænlandsgangan mikla Svörtustu spár fiskifræðinga rætt- ust ekki og aflinn varð mikill því fram var kominn þriðji stærsti þorsk- árgangur aldarinnar en sóknin var lítt takmörkuð. Og enn ein risavaxin Grænlandsganga, á þriðja hundrað þúsund tonn af stómm kynþroska golþorski, tryggði góða hrygningu sem lagði grunn að síðustu risaár- göngunum 1983 og 1984 og einni Grænlandsgöngu enn. Glópalánið lék við íslendinga. Glataða tækifærið og afglöp fiskifræðinganna Fiskifræðingar hefðu átt að nota þetta gullna tækifæri til að krefjast uppbyggingar á þorskstofninum sem Jón Jónsson hafði haft áhyggjur af í hálfan annan áratug. En þeir kusu fremur að sýna fram á að í rauninni væri ekkert að marka ráðleggingar þeirra. Þeir tækju meira mark á ráð- herra og LÍÚ en sínum eigin ráðlegg- ingum. Ráðherra hafði nú heimilað veiðar á 500 þús tonnum framyfir ráðleggingar fískifræðinga og þar með minnkað þorskstofninn um meira en 700 þús tonn frá því sem annars hefði verið. En fiskifræðingar fyrir- gáfu allt og gleymdu og juku ráðgjöf sína upp í 400 þús tonn! Ráðherra gaf þeim langt nef og 470 þús tonn- um var landað það árið. Fiskifræðing- ar gerðu það ekki endasleppt og juku enn aflaráðgjöf sína upp í 450 þús tonn fyrir 1982. En Grænlandsgang- an var að mestu farin suður til Níger- íu og lítið orðið eftir af árganginum risastóra frá 1973 sem verður á næsta ári orðinn stærsti árgangur í hálfa öld. Það vantaði mikið upp á að þessi afli næðist og þjóðin gat haldið áfram að hlæja að seinheppinni ráðgjöf físki- fræð- inga. Nei það var alls ekkert mark á þeim takandi þá því þamæsta ár, 1983, lögðu þeir enn til miklu meiri afla en flotinn gat veitt! Er flotinn óstöðvandi enn of lítill? Flotinn var greinilega allt of lítill að mati fiskifræðinga. Þó að a.m.k. 50 milljörðum króna hafi síðan verið sólundað til að stækka flotann telja margir hann enn of lítinn miðað við kvótana. Ýsukvótinn hefur t.d. aldrei náðst síðan bytjað var að stjórna fiskveiðunum og eitthvað vantar líka upp á að útgefnir heildarkvótar í ufsa og karfa hafi náðst. Þetta stend- ur þó allt til bóta því enn er flotinn að stækka etv. hraðar en nokkru sinni fyrr. Sú skemmtilega mynd sem Sigmund teiknaði 1983 af flotanum að troða sér inn um hvetja smugu á ekki síður við í dag eftir meira en áratuga „fiskveiðistjórn". Enn smíða Norðmenn fyrir okkur risastóra og dýra frystitogarara sem hrynja þó í verði daginn sem íslendingar eignast þá því allir markaðir eru yfírfullir af fiskiskipum sem hvergi mega veiða. Enn framleiðir Hampiðjan fyr- ir okkur og stækkar stöðugt þær langstærstu vörpur sem nokkurs staðar hafa verið notaðar í heimin- um. Og enn er eitt kaupæðið runnið á útgerðarmenn. Nú eru það smugu- togarar sem alla vantar og streyma inn í landið, skráðir t.d. á Hispanola. Skuldimar við Fiskveiðasjóð standa varla í veginum. Erlendir bankar hljóta að lána fyrir smugutogurum. Það eru þeir sem eiga þá og þurfa að losna við þá, jafnvel á tombóiu- verði. Sóknin og sóknarkostnaðurinn eykst og eykst og flotinn hlýtur á endanum að ná þessum ýsukvótum sem honum er úthlutað. Er enn einhver von? Þannig hafa fiskifræðingar grafíð undan tiltrú á þá með því að leggja til allt of stóra kvóta, þ.e. margfalda kjörsókn ár eftir ár. Þar með bera þeir mikla ábyrgð á ástandi fiski- stofnanna og þessari sístækkun flot- ans sem er meginástæðan fyrir ástandi efnahagslífsins. Það er ekki bara Grænlandsgangan 1980-81 sem fór fyrir lítið. Síðasta Græn- Iandsgangan, 1990-91, var notuð eingöngu til að auka veiðiráðgjöfina og var reyndar veidd að stórum hluta áður en fiskifræðingar vissu einu sinni að hún væri komin. Hún var heldur minni en hinar og hefur enn ekki skilað neinum efniviði í nýja Grænlandsgöngu um aldamótin. Hrygningin i ár er síðasta hálmstrá- ið til bjargar þorskstofninum og Grænlandgöngum. Gleyma fiskifræðingar tillögum sínum jafnharðan? Fiskifræðingar hafa líka sýnt það Einar Júlíusson „Þannig hafa fiskifræð- ingar grafið undan til- trú á þá með því að leggja til allt of stóra kvóta, þ.e. margfalda kjörsókn ár eftir ár. Þar með bera þeir mikla ábyrgð á ástandi fiskistofnanna og þess- ari sístækkun flotans sem er meginástæðan fyrir ástandi efnahags- Iífsins.“ að minni þeirra nær ekki milli ára og þeim er alveg nákvæmlega sama um það hvort ráðherra fer eftir tillög- um þeirra eða ekki. Vilji ráðherra fá fiskifræðinga til að stækka aflatillög- urnar nú þá er bara að fara nógu mikið framyfir kvótann en síðan 1976 hefur útgerðin veitt um 1.200 þús. tonn framyfir ráðleggingar fiskifræðinganna! Öllum almenningi hlýtur að finnast tillögur fiskifræð- inga vera út í loftið ef þeir minnka ekki aflaráðgjöfina um 100 þús tonn eftir að ráðherra hefur farið 100 þús tonn fram úr síðustu ráðleggingu. Með því að láta þetta þannig í reynd átölulaust bera þeir mikla ábyrgð á ástandinu. System í „galskabet" Það verður samt að segjast fiski- fræðingum til varnar að það er ákveðið kerfi í öllu saman. Fiskifræð- ingar leggja til jafnstöðuafla. Fari ráðherra 100 þús tonn fram úr hon- um þá minnkar stofninn (eins og fiskifræðingar ranglega ofmæla hann) strax um næstum 150 þús tonn en jafnstöðuafli fyrir næsta ár minnkar næstum stærðargráðu minna að meðaltali. Reyndar getur hann líka minnkað talsvert meira eða vaxið, það fer eftir nýliðun ársins sem er síbreytileg. í kerfinu er þó lítið vit. í fyrsta lagi er jafnstöðuafli í ofveiddan stofn ofveiði. Jafnstöðu- afli í þorskstofninn nú er grimmileg ofveiði hvort sem litið er á það frá líffræðilegu eða hagfræðilegu sjónar- miði. Í öðru lagi, ef fiskifræðingar ráðleggja jafnstöðuafla ár eftir ár og ráðherra heimilar alltaf meira nú þá minnkar stofninn stöðugt. Sóknin vex þá stöðugt og það sífellt stærri flota til að ná stöðugt minnkandi jafnstöðuafla. í þriðja lagi skilur enginn neitt í því af hveiju fiskifræð- ingar láta sig engu varða hvort ráð- herra fylgir ráðgjöf þeirra eða ekki. Þeir koma á hveiju ári með ráðgjöf sem virðist hvorki taka tillit til þess hvað þeir sögðu á síðasta ári að mætti veiða á þessu ári né til þess hvað veitt var mikið á síðasta ári. Ef þeir bara legðu til kjörsókn þá mundi stofninn ekki minnka þótt ráherra færi alltaf jafnmikið framyf- ir. En þeir ættu að leggja til kjör- sókn (kjörafla), að frádregnum þeim afla sem tekinn var framyfir árið áður. Það gera þeir ekki, því miður. Er síldarævintýrið löngu gleymt? Framyfir miðja þessa öld lifðu ís- lendingar af síldveiðum. Um fjórð- ungur af útflutningstekjunum kom frá síldarafurðum. En svo kom ríkis- stjórn sem lét sér það ekki nægja og vildi fá helmingi meiri tekjur af síldinni. Það gekk í örfá, eða ná- kvæmlega fjögur, ár og síðan hafa tekjur af síldarafurðum aldrei náð svo mikið sem einum hundraðasta hluta af útflutningstekjum okkar. Allur hagnaður af síldveiðum er horf- inn, hefur ekki sést í aldarfjórðung. Heildartekjutapið til þessa dags nem- ur því um sexföldum útflutningtekj- um okkar að frádregnum þessum eins árs útflutningstekjum sem stjórnin nældi sér í með ofveiðinni. Alls um fimm ára útflutningstekjum þ.e. mörgum hundruðum milljarða króna. Enn skrifa menn þó bækur um ágæti þessarar ríkisstjórnar sem skóp sér ævarandi vinsældir með þessum aukatekjum! Og bent er á tveggja áratuga stjórnun síldveiða sem dæmi um það hvaða hag menn geta haft af kvótakerfi! Hvílíkt skiln- ingsleysi! En auðvitað hefði hver önnur ríkisstjórn útrýmt sildinni jafn- fljótt og vel. Vandamálið er að enn í dag þarf engin ríkisstjórn að standa neinum reikningsskil á því í hvernig ástandi hún skilut- við landið, miðin eða skuldastöðuna. Næsta kynslóð hefur engan atkvæðisrétt og afleið- ingarnar láta ekki á sér standa. Höfundur er eðlisfræðingur. Kosningabarátta Sjálfstæðis- fiokksins hefur staðið í fjögur ár eftirÞóri Kjartansson í síðustu borgarstjórnarkosning- um hlaut Sjálfstæðisflokkurinn tíu menn kjörna í borgarstjórn af þeim fímmtán sem í stjóminni sitja. Það er að flestra mati ekki að ástæðu- lausu sem Sjálfstæðisflokkurinn sigraði jafn glæsilega og raun ber vitni. Sjáflstæðisflokkurinn sett fram í síðustu kosningabaráttu loforðalista yfír þau atriði er flokknum fannst mest liggja á að koma í verk. Með þessum lista hófst næsta kjörtímabil og þar með kosningabaráttan. Sjálf- stæðisflokkurinn hófst strax handa við að framfylgja loforðalista sínum ásamt því að sinna öðrum verkefnum sem lofað var á kjörtímabilinu. Öll þessi loforð hefur verið staðið við nema eitt og er það endurbygging Korpúlfsstaða. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið staðið við það loforð er sú, að þegar að kannað var hver kostnaður við endurbygginguna yrði kom í ljós að hann yrði tæpir tveir milljarðar. Sjálfstæðismenn sáu að þeim peningum mætti veija á annan og betri hátt á þeim erfíðu tímum sem við nú lifum á. Nú nýlega skrifaði Árni Sigfússon borgarstjóri undir samning þar sem hann, fyrir hönd leigusala, leigir Rík- isspítölum fæðingarheimilið við Þor- finnsgötu til tíu ára. Þetta er hið besta mál og mikilvægt skref í þá átt að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá þó strax eitthvað að þessu og sagði að þetta væri slæmt mál vegna þess að þetta væri hluti af kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Fæðingarheim- ili er ekki tekið í notkun vegna þess að það er hluti af kosningabaráttu heldur vegna þess að það er nauð- syn. Ingibjörg Gísladóttir hefur greinilega aðrar hugmyndir um það hvemig borgarstjóm skuli standa að verkum sínum en flestir aðrir. Það er greinilegt að hún leggur mikla áherslu á það að þegar kosningar nálgast þá eigi borgarstjóm að leggja hendur í skaut þangað til eftir kosn- ingar þar sem borgarstjórn gæti „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá þó strax eitthvað að þessu og sagði að þetta væri slæmt mál vegna þess að þetta væri hluti af kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins. Fæð- ingarheimili er ekki tekið í notkun vegna þess að það er hluti af kosningabaráttu heldur vegna þess að það er nauðsyn.“ gert eitthvað sem væri gott fyrir borgarbúa og slíkt má ekki gerast ef Ingibjörg Sólrún á að fá að ráða. Það er eins og Ingibjörg gleymi því að kosningabarátta á að vera í gangi allt kjörtímabilið, því einungis þannig er hægt að ná sannfærandi árangri í málefnum borgarinnar. Fyrst Ingibjörg heldur því fram að þau málefni sem tekin eru upp af meirihlutanum í borginni rétt fyrir kosningar séu slæm mál á þeim for- sendum að þau séu kosningamál þá getur maður gert sér í hugarlund hvemig borginni yrði stjórnað ef hún fengi að sitja við stjórnvölinn. Þá yrði væntanlega framkvæmt eins Iít- ið og hægt er að komast upp með megnið af kjörtímabilinu og í lok kjörtímabiisins myndu einhver góð mál vera keyrð í gegn til þess eins að vinna aftur vinsældir kjósenda. Mig langar að minna kjósendur á það að á kjörtímabilinu 1978-1982 reyndi vinstri meirihlutinn að nota þessa aðferð en þá mistókst hún hrapalega og kjósendur felldu vinstri meirihlutann. Vinstri flokkarnir eiga því ekki langt að sækja þessa hug- myndafræði sína og nú þegar flokk- arnir sem standa að vinstra framboð- inu eru orðnir fimm talsins þá getur ástandið ekki orðið betra en á árun- um 1978-1982. Þórir Kjartansson Þessar staðreyndir eru það sem öllu máli skiptir í næstu borgarstjórn- arkosningum því við hljótum að velja flokk sem hefur raunhæf og kjark- mikil áherslumál í öllum málaflokk- um, og stendur við það sem hann segir. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambiuids ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.