Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
15
Tillögiir um sparn-
að í ríkisfjármálum
eftir Árna
Ingólfsson
Ég las nýlega tillögur um sparn-
að í ríkisfjármálum sem voru unn-
ar af Verslunarráði íslands. Reynt
var þar að koma fram með nýja
hugsun og bent á nýjar leiðir. Að
sjálfsögðu leggur Verslunarráðið
þetta ekki fram sem algildan sann-
leik því eins og gengur og gerist
þá er það svo að sitt sýnist hveij-
um. Hér er þó verið að ýta við
kyrrstæðri hugsun og er ekki van-
þörf á. En þetta framtak er í mín-
um huga mjög lofsvert og Verslun-
arráðið hefur sýnt með þessu og
hefur raunar gert það oft áður að
hér er um að ræða lifandi samtök
sem vilja bæta þjóðarhag. Ég er
sammála Verslunarráði að það sé
mögulegt að spara mikijð í heil-
brigðismálum. Það bendir á hugs-
anlegt útboð á spítalarekstri og
má vera að slíkt verði síðar mögu-
legt með góðum vilja, en torsótt
verður það. Fljótt á litið þá sýnist
mér að slíkt ætti að vera auðveld-
ast á langlegudeildum.
Ég hef áður bent á vissar leiðir
til spamaðar sem ég tel vera auð-
veldari en alltaf talað fyrir daufum
eyrum. Þessum sparnaðarmögu-
leikum má skipta niður í þijá
þætti.
í fyrsta lagi þá á ekki að fram-
kvæma lækningar eða aðgerðir á
dýrari stöðum en þörf er á.
Langódýrustu staðirnir eru
einkareknar móttökur lækna en
þar má framkvæma ótrúlega
margt á þessu sviði bæði almennar
lækningar og fjöldan allan af
minni aðgerðum.
Næst ódýrasti staðurinn eru
einkareknar skurðstofur lækna úti
í bæ sem ákveðinn hópur lækna
starfrækir samkvæmt ákveðnu
gjaldi fyrir aðgerð.
Viðurkennt er nánast allsstaðar
vestan og austan hafs að slíkar
skurðstofur eru miklu ódýrari en
rekstur á hefðbundnum spítölum
að vísu þá fá menn í skrifum sínum
mismunandi sparnaðartölur en
flestir eru á því að um helmings
sparnað sé að ræða. Aðgerðir á
slíkum stöðum duga fólki a.m.k.
eins vel og fólk er yfirleitt ánægt
með þjónustuna þ.e.a.s. þeir sem
reyna hana. Langflestar aðgerðir
má gera á þessum ódýrari stöðum
og ýmsar tækniframfarir í skurð-
lækningum auðvelda það mjög.
í öðru lagi jafnframt því að
nota mikið ódýrar einingar þá
þarf um leið að fækka mikið dýru
einingunum þ.e.a.s. dýrum spítöl-
um og aðeins ætti að gera þar
lækningar og aðgerðir á veiku
fólki og stóraðgerðir sem þurfa
mikinn viðbúnað og tækjakost, en
eins og við vitum þá eru langflest-
ar aðgerðir gerðar á að öðru leyti
frísku fólki og flestar þessar að-
gerðir má gera á ódýrari stöðum.
Ef farið væri eftir þessu þá
mætti fækka spítölum mikið, það
mikið að ég þori ekki að segja
það. Viðkomandi stofnanir sem
myndu þá sparast mætti síðan
nota til annarra hluta t.d. lang-
legudeilda.
Þriðja atriðið í spamaðinum er
því miður að óhjákvæmilegt er að
sjúklingur í einhverri mynd borgi
aðgerðargjald og að mínu mati er
fráleitt að kalla slíkt skatt vegna
þess að fólk borgar þá fyrir hluta
af þeirri þjónustu sem það sjálft
fær. Undanþágur ættu þó að vera
öll meiri háttar veikindi og einnig
sannanlega fátækt fólk.
Aðstöðugjald er ekki aðeins
hugsað sem beinn peningalegur
sparnaður heldur einnig óbeinn
sparnaður, þ.e.a.s. aðhald gegn
hugsanlegum oflækningum bæði
frá hendi læknis og sjúklings.
Hætta á oflækningum er ennþá
meiri þegar læknar eru of margir
eins og raunar í flestum V-Evrópu-
löndum en þar er mikið atvinnu-
leysi í þessari stétt. Vegna þessa
atvinnuleysis þá er um það rætt í
Svíþjóð í dag að fækka útskriftum
á læknum niður í 500 á ári a.m.k.
fram yfir næstu aldamót. Það
væri sambærileg tala og 16 lækn-
ar árlega hér á landi miðað við
fólksfjölda.
Athafnir ráðamanna í heilbrigð-
ismálum á undanförnum árum
hafa yfirleitt stefnt í öfuga átt við
það sem ég hef hér lýst.
Mjög hröð þróun hefur verið í
utanspítalaaðgerðum undanfarin
ár bæði vestan- og austanhafs
vegna þess að það þurfa virkilega
fleiri að spara í dag en við íslend-
ingar.
Þessi þróun byijaði hér á landi
Árni Ingólfsson
„Skurðstofur Reykja-
víkur eru liðin tíð þar
sem þeim var lokað um
síðustu áramót. Með
nýju reglugerðinni og
framkvæmd hennar
reyndist enginn rekstr-
argrundvöllur vera fyr-
ir hendi. Þar fór sá
sparnaður forgörðum
og hafi ráðamenn þann
sóma af sem þeir eiga
skilinn.“
fyrir um það bil 10 árum. Skurð-
stofur Reykjavíkur hófu rekstur í
febrúar 1990 og voru rúmlega 20
læknar þátttakendur.
Fjárfestingar voru gerðar fyrir
margar milljónir, vinnan á skrif-
stofunni gekk mjög vel og sjúkl-
ingar almennt ánægðir og gætu
þeir vitnað um það í þúsundatali.
Að vísu þurftu sjúklingar að borga
nokkuð fyrir aðgerðir en samt
ekki það mikið að þáð háði rekstr-
inum verulega.
Rekstur Skurðstofa Reykjavíkur
byggðist að stórum hluta á aðgerð-
um í kvensjúkdómum. Nú skeður
það næst að skurðstofunum er í
febrúar 1993 veitt náðarhöggið
með reglugerð með fínu nafni um
ferilverk sem þýðir að við aðgerðir
t.d. í kvensjúkdómum þarf fólk að
borga sjálft að meðaltali öðru hvoru
megin við tíu þúsund krónur hjá
okkur en um leið þá eru fyrstu
aðilar til að þverbijóta reglugerðina
þeirra eigin fyrirtæki því gjaldið
þar var ekkert.
Það er létt verk en löðurmann-
legt að setja á lög og reglugerðir
og fara svo ekkert eftir því sjálf-
ur. Hvað segja kjósendur um slíkt
sem þetta, eigum við virkilega
skilið af hafa svona stjórnmála-
og embættismenn? Spyr sá sem
ekki veit.
Skurðstofur Reykjavíkur eru
liðin tíð þar sem þeim var lokað
um síðustu áramót. Með nýju
reglugerðinni og framkvæmd
hennar reyndist enginn rekstrar-
grundvöllur vera fyrir hendi. Þar
fór sá sparnaður forgörðum og
hafi ráðamenn þann sóma af sem
þeir eiga skilinn.
Að lokum smá spurning til heil-
brigðisráðherra þar sem hann tel-
ur hugmyndir Verslunarráðs vera
óraunhæfar, t.d. þátt sumra sjúkl-
inga í matarkostnaði. Hvers vegna
er það allt í lagi í þínum huga að
sjúklingar sem fóru í aðgerðir til
okkar á Skurðstofur Reykjavíkur
í kvensjúkdómum þurftu að borga
verulega upphæð fyrir aðgerðina
og síðan matinn þegar heim er
komið samdægurs en þegar sam-
bærilegt fólk fer í sömu aðgerð á
ríkisspítala með miklu hærri til-
kostnaði fyrir ríkið þá borgar það
ekki neitt, hvorki fyrir aðgerð né
mat?
Höfundur er læknir.
Biskup
vísiterar
Fella- og
Hólakirkju
Á PÁLMASUNNUDAG, 27. mars
nk., mun biskup Islands, herra
Ólafur Skúlason, vísitera söfnuð-
ina við Fella- og Hólakirkju,
Fellasöfnuð og Hólabrekkusöfn-
uð. Með biskupi verða kona hans
frú Ebba Sigurðardóttir og pró-*
fastur Reykjavíkurprófasts-
dæmis eystra, sr. Guðmundur
Þorsteinsson og kona hans frú
Ásta Bjarnadóttir.
Biskup mun predika við guðs-
þjónustu sem hefst kl. 14. Dómpró-
fastur flytur ávarp. Sóknarprestar
þjóna fyrir altari. Kór Fella- og
Hólakirkju syngur Aríu eftir F.
Mendelssohn-Bartholdy. Barnakór
Fella- og Hólakirkju syngur undir
stjórn Péturs Maté og kvennakór
kirkjunnar syngur Sanctus og Agn-
us Dei úr Messe basse eftir Gaubri-
el Faure. Við athöfnina verður tek-
in í notkun nýr flygill. Við það
tækifæri mun Pétur Maté leika á
flygilinn.
Eftir guðsþjónustuna heldur
biskup fund með sóknarnefndum
og sóknarprestum þar sem málefni
safnaðarins verða rædd.
Eftir páska mun svo biskup
heimsækja Fjölbrautaskólann í
Breiðholti og Menningarmiðstöðina
í Gerðubergi.
Pálmasunnudagur er afmælis-
dagur Fella- og Hólakirkju, þann
dag var fyrsta skóflustungan tekin
og safnaðarheimili kirkjunnar vígt
árið 1985. Á pálmasunnudag árið
1988 var kirkjan vígð.
íbúar sóknanna eru hvattir til
að fjölmenna við guðsþjónustuna á
pálmasunnudag kl. 14.
ítölsku Ijósi frá FLOS og veröldin verður bjartari
Finnsk birkihúsgögn frá ARTEK Handbragð meistarans ALVAR AALTO
T£G: RELEHHE
VERÐ ÁDUR: 16.800
ÚTSÖLUVERÐ: 8.400
TEG: BISBI. VERÐ ÁÐUR: 29.500
ÚTSÖLUVERÐ: 17.700
TEG: 0TI.
\ VERÐ ÁDUR: 21.000
i\i ÚTSÖI.UVERÐ:
7 15.750 I
TEG:415
VERD ÁÐUR: S3.400
ÚTSÓLUVERÐ: 32.040
TEG: 420 *
VERÐ ÁÐUR: 31.300
ÚTSÖLUVERÐ:
.UVERÐ: 9.420
TEG:1P0TEHUSA
VEROÁÐUR: 28.000
ÚTSÖLUVERÐ: 16.88
TEG: 8IB ffxl
VERÐ ÁÐUIÖ2.
ÚTSÖLUVEF
ÚTSOLUVERP:
5.200
TEG: M0NI.VERÐ ÁÐUR: 19.000
ÚTSÖLUVERÐ: 14.250
TEG:E 60 ^
TlERÐ ÁÐUR: 7.900
ÚTSÖLUVERÐ: 5.91
TEG: BIBIP
VERÐ ÁDUI: 52.O0C
ÚTSÖLU VERÐ:
26.000
TEG: F0GLI0----------
hvittVERÐ ÁÐUR: 11.500
ÚTSÖLUVERÐ: 8.625
stál/brons VERÐ ÁÐUR: 24.000
ÚTSÖLUVERÐ: 18.000
TEG: GI0VI. hvítt VERÐ ÁÐUR: 17.900
ÚTSÖLUVERÐ: 13.425
brass VERÐ ÁÐUR: 21.500
ÚTSÖLUVERÐ: 16.125
TEG: QU6RT0
hvltt VERÐ ÁÐUR: 10.900
ÚTSÖLUVERÐ: 7.630
stál VERÐ ÁÐUR: 14.900
ÚTSÖLUVERÐ: i
10.430
TEG: R0VALT0N
VERÐ: 82.377
ÚTSÖLUVERÐ:
41.200 ■■
TEG: „44“ SEDIA
VERÐ: 50.400
ÚTSÖLUVERÐ:
25.200
Nú er tækifærið!
10% aukaafsláttur
til páska
■H T#7'9',r
|| VEI§ 103.700
ÚT®iUVERЧ2.960
1 STÓUR TEG: P7
VERÐ: 35.000
ÚTSÖLUVERÐ: 28.000
l W ^ I Horgartiini 29
m ^ - I sími 620640
Opið laugardag kl. 11-16, sunnudag kl. 14-16
skriístofuhúsgögn úr nú me 5 mm naut ð 30% al shuð. slatti
• J 1
í !
(JTSÖIMINI FER AÐ UIJKA