Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 17

Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 17 Afturhvarf til úr- eltu aðferðanna Meinið Eins og fram hefur komið gengur rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi mis- vel. Svo virðist sem framsýni og hæfileiki forráðamanna til að stjórna beðið skipbrot og glatað trúverðug- leika. Búast má við að yfir gangi holskefla af krðfum um sértækar aðgerðir úr öllum áttum. Eins er víst að ef stjórnvöld hyggjast taka upp nútímalegri aðferðir við hagstjórn á nýjan leik, þá muni það reynast erf- itt miðað við það sem á undan er gengið. Tímanna tákn Það er ef til vill tímanna tákn að fyrrverandi forsætisráðherra, einn aðal forvígismaður sértæku aðgerð- anna, kemur nú sterklega til greina sem Seðlabankastjóri, þar sem hann lögum samkvæmt verður einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. eftir Þorstein M. Jónsson Fyrirheit um nýja tíma Um það leyti sem núverandi rík- isstjóm tók við völdum lét hún á sér skilja að tími hinna sértæku aðgerða í efnahagsmálum væri liðinn og tími hinna almennu aðgerða runninn upp. Nóg væri komið af því sem kallað var sjóðasukk og óeðlilega mikil af- skipti stjórnmálamanna af atvinnu-' lífinu. Þannig hefðu verulegar íjár- hæðir tapast og skuldir hlaðist upp. Vandinn hefði ekki verið leystur heldur einungis slegið á frest. Ríkis- stjórnin hefði fengið svokallaðan fortíðarvanda í arf. Nú skyldi aftur á móti innleiða nýja og ábyrgari hugsun. Megininntak hennar var að einstök fyrirtæki eða landshlutar áttu ekki að leita á náðir ríkisvalds- ins þegar eitthvað bjátaði á, eins og áður var gert, heldur skyldu stjórn- endur og forsvarsmenn leysa við- fangsefnin sjálfir. Ríkisstjórnin sýndi þrautseigju og fýlgdi eftir áformun- um sínum með almennum aðgerðum, til dæmis var tekjuskattur lögaðila lækkaður í tveimur áföngum og að- stöðugjald afnumið. Það urðu margir til að fagna því að úreltu aðferðimar vikju fyrir öðr- um og nútímalegri hagstjómarað- ferðum, sem almennt er viðurkennt að séu réttlátari og vænlegri til árangurs. Almennar aðgerðir koma jafnt við alla og stuðla þannig að hagkvæmari nýtingu framleiðslu- þátta. Sértækar aðgerðir aftur á móti mismuna atvinnugreinum og einstökum fyrirtækjum innan sömu atvinnugreinar og brengla eðlilega framþróun í atvinnustarfseminni. Afturhvarf En nú kveður allt í einu við annan tón. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að kasta fyrir róða meginreglu sinni við framkvæmd hagstjómar. Fyrirhugaðar eru sértækar aðgerðir í efnahagsmálum til handa sjávarút- vegsfyrirtækjum á Vestfjörðum. Væntanlega fylgja í kjölfarið sértæk- ar aðgerðir fyrir fyrirtæki í öðrum landshlutum, sem eiga ekki við minni vandamál að glíma og verðskulda ekki síður sömu aðgerðir af hálfu hins opinbera, fýrst farið er út í þær á annað borð. Það hefur m.ö.o. orðið nánast kúvending í viðhorfum rík- isstjórnarinnar til stjórnunar efna- hagsmála. Þó að fjárhæðin sem til stendur að ráðstafa í þetta skipti sé ekki há, þá er það fordæmisgildið og fráhvarfið frá meginreglunni sem er alvarlegra. Furðu sætir hvað upp- haflegi ásetningurinn er látinn fara fyrir lítið. Það er því eðlilegt að spurt sé hvað hafi orðið um það göfuga mark- mið að losa þjóðina undan þeirri óábyrgu hugsun, sem hefur verið dijúgur hluti efnahagsvandans í gegnum tíðina, þeirri hugsun að það skipti ekki máli hvað er gert og hvemig að málum er staðið, það sé alltaf hægt að leita á náðir ríkisvalds- ins þegar í óefni er komið og fá úr- lausn mála. Ríkisvaldið er þannig í hlutverki einskonar tryggingarstofn- unar fyrir ákveðin fyrirtæki. Dæmin sanna að fjárausturs- aðferðin gengur ekki upp. Það er einfaldlega ekki svigrúm til að fresta því enn einu sinni að taka á vandan- um með nýjum lántökum. Sá tími er liðinn að hægt sé að komast hjá því að horfast í augu við staðreynd- ir. Auk þess er mismununin og ójafn- ræðið sem sértæku aðgerðirnar fela í sér dragbítur á hagvöxt og heil- brigt atvinnulíf. íslendingar eru að súpa seyðið af því um þessar mundir og eiga eftir að gera um ókomin ár. skipti sköpum fyrir afkomu. Það er því ekki úr vegi að álykta að hluti vandans sem nú er við að etja sé stjómunarlegs eðlis. Því er eina raun- hæfa aðgerðin til að koma fyrirtækj- unum á Vestfjörðum til hjálpar að styrkja stjórnun þeirra með einhveij- um hætti. Ef látið er undan núna, þá hefur stefna stjórnvalda í þessum efnum „Það hefur m.ö.o. orðið nánast kúvending í við- horfum ríkisstjórnar- innar til stjórnunar efnahagsmála.“ Þorsteinn M. Jónsson Fermingargjöfin í ár! \ ■ ■ BráðskemmtUegt íslenskt spil sem slær í gegn Mftaab Grín, gabb og spenna! Frœðandi skemmtun! Stórskemmtilegt spil sem reynir á ímyndunarafl og útsjónarsemi þátttakenda. Spennandi, gáskafullt, fróðlegt og þroskandi spil fyrir hressa íslendinga með tvö þúsund skrýtnum, skondnum og sjaldgæfum orðum. Spil sem allir kunna að meta: Klækjarefir, gabbarar, gáfnaljós, stuðboltar, orðhákar, snillingar og grínarar. Gefðu skemmtilega ferm ingargjöf! VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6 - sími 6SS 300 BÉÉIIÍÍÍMÍÉÍÉnÉlRðÍWto .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.