Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
H
Samgönguráðherra setur nýjar reglur um snjómokstur
Mokstursdögum fjölg-
að á flestum leiðum
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið nýjar reglur um snjóruðning
á þjóðvegum. Á flestum leiðum er um að ræða töluverða fjölgun
mokstursdaga frá reglum þeim sem gilt hafa til þessa. Á það bæði
við um mokstur og innan atvinnusvæða. Auk þess er bætt við nokkr-
um nýjum mokstursleiðum. Halldór Blöndal, samgönguráðherra,
sagði að undanfarin ár hefði mikið verið unnið í vegagerð og sér
fyndist eðlilegt að nýjar snjómokstursreglur héldust í hendur við
bætta vegagerð. Hann sagði að reglurnar tækju þegar gildi.
Þá má nefna að á vegum sem
mokaðir verða fjórum sinnum eða
oftar í viku verður sunnudagur einn
mokstursdaga og er það í samræmi
við óskir margra vegfarenda þar
um og breyttar ferðavenjur fólks.
Meðal breytinga má nefna: Leið-
in frá Reykjavík til Akureyrar og
til Húsavíkur verður mokuð fimm
daga í viku í stað þriggja áður. Frá
Brú í Hrútafirði til Hólmavíkur
verður mokað fjórum sinnum í viku
í stað þrisvar áður. Milli Hólmavík-
ur og Isafjarðar verður mokað
þrisvar í viku í stað tvisvar áður.
Leiðin frá Vík í Mýrdal austur á
firði verður mokuð fjórum sinnum
í viku í stað þrisvar áður.
Hér eru aðeins nefnd nokkur
dæmi en að öðru leyti vísast til
kortsins em sýnir þær leiðir sem
mokaðar eru og tíðni moksturs á
hverri leið.
Það skal tekið fram að þessar
nýju reglur hafa ekki áhrif á sér-
stakar víðtækari reglur um snjó-
mokstur sem í gildi verða um pásk-
ana, segir í frétt frá Vegagerð ríkis-
ins.
námsmenn, sem vilja fara heim til
sín, og raunar allt ferðafólk," sagði
Halldór í tengslum við nýju reglurn-
ar og hann minnti á að í haust yrði
lokið við að setja bundið slitlag á
þjóðveginn miili Reykjavíkur og
Akureyrar. Hann sagði að snjó-
mokstur milli Norður- og Austur-
lands breyttist ekki.
Kortið sýnir þær leiðir sem mokaðar eru og tíðni þeirra.
Greiðari leið frá Reykjavík til
Akureyrar
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, sagði að undanfarin ár hefði
mikið verið unnið í vegagerð, sér-
staklega í fýrra. „Mér finnst eðli-
legt að nýjar snjómokstursreglur
haldist í hendur við bætta vega-
gerð. Menn gera meiri kröfur en
áður og snjókmoksturinn verður
ódýrari og auðveldari með upp-
byggðum vegum. Reglurnar fela í
grófum dráttum í sér að vegir, sem
áður voru mokaðir þrisvar í viku,
verða nú mokaðir fimm sinnum.
Aðalmunurinn er fólginn í því að
nú verður mokað á föstudögum og
sunnudögum og veldur því að menn
geta óhræddir farið yfir fjallvegi
um helgar. Mokstur á þessum dög-
um er t.d. þýðingarmikill fyrir
Banna á kvótabrask eða
koma á veiðiskyldu skipa
„SAMTÖK sjómanna eiga að banna alfarið kvótabrask milli landshluta
og sérstaklega kvóta á móti kvóta viðskipti, en að öðrum kosti á að
koma á veiðiskyidu er skikki hvert skip til að veiða 70% af úthlutuðum
aflaheimildum sínum, en missa kvótann ella,“ segir Ólafur Rögnvalds-
son, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf. Hann segir
ástandið svo afleitt að frekar vilji hann taka undir raddir þeirra sem
aðhyllast auðlindaskatt á útgerð, fremur en að láta núverandi kerfi
viðgangast. „Ekki er heilbrigt að búa við gjöfulustu fiskimið á ís-
landi, Breiðafjörðinn, og þurfa horfa á eftir 60-70% af afla svæðisins
út og suður til aðila sem braska á svívirðilegan hátt með kvóta,“ segir
Ólafur.
Mikilláhugíá
íslandsferðum
ÞÝSKAR ferðaskrifstofur aug;
lýsa ferðir til Islands í sumar. I
síðasta tölublaði þýska blaðsins
asti viðkomustaðurinn. Er
flogið aftur til Hamborgar.
síðan
Hann segir að viðskipti með kvóta
milli landshluta séu ósiðleg með öllu
og væri e.t.v. vill hægt að líkja þeim
við að fyrirtækið myndi leggja öllum
bátum sínum og hefja prang með
kvóta. „Sumir kalla þetta hagræð-
ingu, en hvers konar hagræðing er
það að leggja heilu byggðarlögin
fullkomlega í eyði? Hvað eiga sjó-
menn að gera í slíkum tilvikum eða
fólkið í landi? Tonn á móti tonni eru
engin kvótaskipti, heidur kúgun á
fiskverði, það er verið að gera sjó-
menn að algjörum leiguliðum og
neyða þá til að landa hjá einhveijum
kvótafurstum sem hafa siglingarétt.
Þróunin er orðin fáránleg," segir
Ólafur.
Breyta sóknarmarki
Ólafur segir ekki hægt að ætlast
til að fyrirtæki geti starfað eða hald-
ið uppi atvinnu þegar búið er að
skerða þorskkvóta jafn mikið og raun
ber vitni. Hann sjái ekkert athuga-
vert við að kaupa kvóta til að geta
haldið áfram vinnslu í þeirri úlfa-
kreppu sem fyrirtæki eru nú í, en
öðru máli gegnir með viðskipti tiltek-
inna fyrirtækja á t.d. Norðurlandi
með fisk frá Vestur- og Suðurlandi,
sem leiði til breytts sóknarmynsturs.
„Þau notfæra sér slæma stöðu fyrir-
tækja á þessu svæði og segjast borga
50-60 krónur fyrir tonn á móti tonni
og bæta við að viðkomandi megi
bara vera ánægður með þessi við-
skipti, vilji hann halda vinnunni að-
eins lengur. Ónefnd fyrirtæki hafa
sníkt tugi milljóna króna frá ríkinu,
eiga ónýt skip og geta ekki náð sjálf
í aflann, heldur kúga menn til að
veiða fyrir sig með tonn á móti tonni
viðskiptum. Þegar þessi fyrirtæki
eiga kannski 1.800 tonna þorsk-
kvóta, sem þau tvöfalda og greiða
mismuninn á algeru lágmarksverði,
er engin furða að þau hagnist vel.
Það er dýrt að ná í hvert tonn en
kostnaður þeirra er enginn. Síðan
er svo lítið af kvóta til sölu að búið
er að spenna verðið upp í 60 krónur
og það getur enginn keypt og gert
út skip sitt með því að kaupa kíló
af óveiddum þorski á því verði.
Kvótakerfið er að senda allt landið
til Heljar," segir Ólafur.
Welt am Sonntag voru ýmsar , . ^ . n 1 j •••% 1 . .
íslandsferðir auglýstar, bæði Drewry Shippmg skyrslan um iraktgjold vegna utilutmngs
með skipum og flugi.
Ferðaskrifstofan Norden Tours
í Hamborg býður upp á margs
konar íslandsferðir og hefur gefið
út sérstakan bækling um ferðir til
íslands og Grænlands. Norden
Tours býður t.d. upp á jeppaferðir
í litlum hópum með reyndum farar-
stjórum um óbyggðir íslands,
gönguferðir um þijá þjóðgarða þar
sem keyrt er á milli garða í rútum,
rútuferðir um „hápunkta íslenskr-
ar náttúru", eins og það heitir í
kynningarbæklingi, og hringferð
um ísland í litlum bílum. Gisting
er ýmist á hótelum eða í tjöldum.
Verð héðan þrefalt hærra en
milli N-Evrópu og Portúgals
Óbyggðir aðalaðdráttaraflið
í bæklingi er mikil áhersla lögð
á óbyggðir íslands, að ekið sé yfir
óbrúuð fljót, endalaust um sand-
auðnir, eftir illfærum vegslóðum
o.s.frv.
Að sögn Ingrid Hildebrandt,
starfsmanns ferðaskrifstofunnar,
er mikill áhugi á ferðum iil Islands
og segir hún þær seljast vel.
í SKÝRSLU Drewry Shipping Consultants fyrir Félags íslenska stór-
kaupmanna kemur fram að flutningsgjöld vegna gámaútflutnings
frá Islandi er mun hærri en á nálægum mörkuðum sem samanburður-
inn tekur til. Þannig kemur fram í samantekt skýrslunnar að meðal-
flutningsgjald árið 1992 frá íslandi til Evrópu, að meðtöldum upp-
og útskipunarkostnaði, reyndist vera 1.726 bandaríkjadalir eða rúm-
lega 99 þúsund krónur fyrir 20 feta gámaeiningu miðað við meðal-
gengi dollars árið 1992. Einnig var meðalverðið frá íslandi til Norð-
ur-Ameríku svipað og til Evrópu eða um 99 þús. kr.
í samanburði sínum, er miðað við
7,58 tonn yfir meðalþyngd diverrar
gámaeiningar í útflutningsfrakt. í
skýrslunni segir að flutningar í fry-
stigámum hafi áhrif á flutningsgjöld
og í samtali við Morgunblaðið í sein-
ustu viku sagði Mark Page, aðalráð-
gjafi Drewrys, það réttmæta athuga-
Með skemmtiferðaskipi til
. íslands og Grænlands
í Welt am Sonntag er einnig
auglýst ferð til íslands og Græn-
lands frá Hamborg í Þýskalandi
með stóru farþegaskipi, Hanseatic.
Fyrsti viðkomustaður eru Hjalt-
landseyjar. Þaðan er siglt til Hafn-
ar í Hornafirði og síðan með suður-
strönd íslands til Reykjavíkur. Á
báðum viðkomustöðum er farið í
land og í skoðunarferðir um ná-
grennið. Frá Reykjavík er haldið
til Grænlands og komið við á fimm
stöðum á vesturströnd Grænlands.
Frá Syðra-Straumfirði, sem er síð-
Á sama tíma námu meðalflutn-
ingsgjöld frá Evrópu til N-Ameríku
rúmlega 1.000 bandaríkjadölum eða
um 58 þús. kr. á hveija gámaeiningu
og 1.100 dölum eða um 64 þús. kr.
frá Norður Ameríku til Evrópu.
Samskonar samanburður fyrir styttri
siglingaleiðir á milli Norður Evrópu
(Hollands) og Portúgals leiðir í Ijós
skv. skýrslunni að að meðaltali hafi
það kostað 575 bandaríkjadali eða
um 33 þúsund kr. að flytja gám á
þessum leiðum árið 1992 en sú vega-
lengd er svipuð og frá íslandi til
Hollands.
Að meðaltali hafa útflutningsf-
armgjöld verið nokkru lægri en flutn:
ingsgjöld vegna innflutnings. í
skýrslunni segir að í íslenskum krón-
um hafi útflutningsfarmgjöld numið
um 12 þús. kr. miðað við hvert tonn
og hafi vaxið um 103% frá 1986
fram á mitt ár 1993 en skýrsluhöf-
undar reikna þá breytingu á verðlagi
hvers árs. Umreiknað í bandaríkjad-
ölum hefur orðið um 30% hækkun
útflutningsfarmgjalda, skv. skýrslu
Drewrys, að undanskildum upp- og
útskipunargjöldum, frá árinu 1986.
Náðu þau hámarki 1992 en lækkuðu
á fyrri hluta árs 1993 eða úr 1.100
bandaríkjadölum (um 63 þús. kr.)
miðað við 20 feta gámaeiningu 1986,
í 1.570 dollara árið 1992 (um 90
þús. kr.) og 1.430 doliara árið 1993
(um 82 þús. kr.).
Styðja stefnuna
í Evrópumálum
Dýrari flutningar í
frystigámum
Talsmenn skipafélaganna hafa
hafnað þessum samanburði og segja
hann rangan bæði hvað útflutnings
og innflutningsgjöld varði, og segja
að þau hafi þvert á móti lækkað.
Hafa talsmenn Eimskips gagnrýnt
ráðgjafarfyrirtækið fyrir að hafa
hvorki tekið tillit til verðlagsþróunar
hér innanlands eða gengisþróunar.
í skýrslunni kemur fram að að við
umreikning úr tonna- og rúmmáls-
verðum yfir í svokölluð gámaeininga-
verð, sem ráðgjafarfyrirtækið notar
í yfirlýsingunni segir ennfremur:
„Allt frá upphafi lá þ_að fyrir að
önnur EFTA-lönd en ísland, sem
aðild eiga að EES-samningnum,
stefndu að fullri aðild að Evrópu-
sambandinu eins fljótt og möguleik-
ar stæðu til. Samtökin telja því að
fyrirhuguð fjölgun aðildarþjóða að
Evrópusambandinu gefi ekki tilefni
Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands f
>
semd, að flutningur í frystigámum
væru dýrari en í venjulegum gámum
því flutningar í þeim væri stór hluti
af gámaútflutningi frá íslandi. Meg-
inniðurstaða skýrslunnar væri jió sú,
að flutningsgjöld til og frá íslandi
réðust ekki af samkeppnisaðstæðum
á sjóflutningamarkaðinum.
STJÓRNIR Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fisk-
vinnslustöðva telja ástæðu til að árétta heilshugar stuðning við stefnu
íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum, eins og hún birtist í ummælum
forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og formanns utanríkismála-
nefndar Alþingis. Samtökin minna á að öll aðildarfélög VSÍ studdu
þá stefnu sem mörkuð var með aðild okkar að samningi um Evr-
ópskt efnahagssvæði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sljórnir
samtakanna hafa sent frá sér.
til endurmats á stefnu íslands í
Evrópumálum. Aðildin að EES full-
nægir að mestu hagsmunum ís-
lensks sjávarútvegs. Samtökin
treysta stjórnvöldum til þess að
tryggja í tvíhliðaviðræðum svo góð-
an aðgang að markaði fyrir íslenska
útflytjendur í löndum ESB, sem
helst verður á kosið.“