Morgunblaðið - 26.03.1994, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Iðnþing
Samdráttur í iðnaði
um 14% sl. 6ár
IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA hefur dregist saman um 2,4% að
meðaltali á ári frá því efnahagslægðin hér á landi hófst fyrir
sex árum og nemur samdrátturinn urn 14% á tímabilinu. Miðað
við áætlun Þjóðhagsstofnunar munu ársverk í almennum iðn-
aði á árinu 1993 vera um 14.200 og hefur þá fækkað um 4.200
störf frá árinu 1987 þegar vinnuaflsnotkun náði hámarki.
Þetta kom fram í máli Haraldar Sumarliðasonar, formanns
Samtaka iðnaðarins, á iðnþingi sem haldið var í gær.
Haraldur ræddi ítarlega um
starfsskilyrði iðnaðarins og sagði
m.a. ekki hægt að búast við því
að fjölbreytt atvinnulíf myndi vaxa
og dafna á íslandi ef samkeppnis-
staða og starfsskilyrði væru stöð-
ugum breytingum undirorpin, allt
eftir því hvemig áraði í sjávarút-
vegi. „Þær miklu breytingar sem
hafa einkennt þróun raungengis í
gegnum tíðina og meðfylgjandi
sveiflur í samkeppnisstöðu eru
óviðunandi." Hann vék síðan að
sveiflujöfnun í efnahagslífinu og
sagði m.a.: „Ljóst er að sveiflujöfn-
un á eftir að gegna lykilhlutverki
í að skapa viðvarandi stöðugleika
í þjóðarbúskap íslendinga og
leggja grunninn að auknum hag-
vexti og nýjum atvinnutækifær-
um. Því er mikilvægt að það liggi
fyrir áður en hagvöxtur glæðist á
nýjan leik, hvemig skuli að sveiflu-
jöfnuninni staðið. Útflutnings- og
samkeppnisgreinarnar þola ekki
þá raungengishækkun sem hlýtur
að fylgja, ef ekkert verður gert
þegar fer að rofa til í sjávarút-
vegi. Vert er að hafa í huga að
raungengishækkun yrði ekki að-
eins slæm fyrir atvinnustarfsem-
ina heldur einnig viðskiptajöfnuð
og skuldastöðu." Aðspurður um
hvaða aðferðir hann teldi að ætti
að nota til sveiflujöfnunar sagði
Haraldur í samtali við Morgun-
blaðið að Samtök iðnaðarins hefðu
verið þeirrar skoðunar að skoða
þyrfta alla þá möguleika sem væm
til en endanleg afstaða hefði ekki
verið mótuð. „Ég er hins vegar
þeirrar skoðunar sjálfur að sveiflu-
jöfnun hljóti að þurfa að vera fólg-
in í því annars vegar að leggja
ekki fyrir róða þá sjóði sem sjávar-
útvegurinn er með og ætlaði að
nota í þessu skyni. Hins vegar á
að setja á veiðileyfagjald til að
stemma stigu við því að uppsveifl-
an ijúki öll út í verðlagið og hafi
þessi gengisáhrif þegar árar betur
í sjávarútvegi. Ég held raunar að
það sé eina beina raunhæfa leiðin
og hefði viljað vera búinn að koma
umræðu um veiðileyfagjald miklu
lengra. Eftir því sem árin líða og
þessi mál festast meira og meira
í sessi í útgerðinni þá verður erfið-
ara að breyta þessu til eðlilegs
horfs.“
í ræðu sinni vék Haraldur að
stöðu íslands gagnvart Evrópu-
sambandinu um þessar mundir í
ljósi inngöngu hinna EFTA-land-
anna í sambandið. „Það verður því
varla lengur undan því vikist að
ræða í fullri alvöru kosti og galla
á aðild að Evrópusambandinu og
móta ákveðna stefnu í þeim efn-
um. Þetta verða hagsmunasamtök
eins og Samtök iðnaðarins að gera
og stjómvöld komast ekki lengur
hja því að taka málið á dagskrá."
í ályktun Iðnþings segir m.a. að
skoða verði kosti og galla beinnar
aðildar að Evrópusambandinu með
hagsmuni heildarinnar í huga.
UMBOÐ — ACO hf. tók nýverið formlega við ICL-umboðinu.
Á myndinni sjást þeir Áki Jónsson, forstjóri ACO (t.v.) og Aðal-
steinn Karlsson, forstjóri A. Karlssonar hf. handsala samning fyrir-
tækjanna.
Tölvur
ACO hf. yfirtekur
ICL-umboðið
GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að ACO hf. taki við
umboðinu fyrir ICL-verslunarkerfi af A. Karlssyni hf. Um 60 versl-
anir með 150 verslunarkassa nota nú ICL-kerfi. Þetta eru m.a.
Bónus, Hans Petersen, KEA, 10-11, Penninn og McDonald’s.
Samkvæmt upplýsingum frá A.
Karlssyni var ákveðið að fela ACO
umboðið þar sem fyrirtækið hyggst
nú leggja meiri áherslu á aðalstarf-
semi sína sem er m.a. sala á lækn-
ingatækjum og eldhústækjum
ýmiskonar. ACO hefur verið starf-
andi í 20 ár í tölvugeiranum og
þykir ICL-umboðið falla vel að
starfsemi þess.
ICL ásamt móðurfyrirtæki þess
Fuijsi er annað stærsta tölvufyrir-
tæki í heiminum og þykir hafa sterka
markaðsstöðu í verslunarkerfum auk
þess sem það hefur á boðstólum
mikið úrval af öðrum tölvubúnaði.
Samkomulag um fjár-
festingarbanka svikið
— segir Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins
SAMTÖK iðnaðarins hafa ekki
fengið neinar viðunandi skýr-
ingar á því hvers vegna ríkis-
stjórnin að frumkvæði forsætis-
ráðherra ákvað að hverfa frá
samkomulagi um stofnun ís-
lenska fjárfestingarbankans hf.
Haraldur Sumarliðason, for-
maður Samtakanna, sagði á iðn-
þingi í gær að iðnaðurinn liti
svo á að hér væri um hrein svik
að ræða miðað við það sam-
komulag sem gert hefði verið.
Haraldur rifjaði upp í ræðu sinni
á iðnþingi í gær aðdragandann að
samkomulagi um stofnun íslenska
Fyrirtæki styrkt til útfhitnings
ÝMSAR aðgerðir eru nú í undir-
búningi í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu sem miða að því að
efla útflutningtil landa Evrópska
efnahagssvæðsins. Sighvatur
Björgvinsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra sagði á iðnþingi
í gær að nú væri verið að und-
irbúa kynningarfund hér á landi
með fulltrúum þeirra norrænu
og evrópsku lánastofnana og
-sjóða sem ísland á aðild að. Til-
gangurinn væri að upplýsa
áhugasöm innlend fyrirtæki um
starfsreglur þessara stofnana,
styrkja- og lánamöguleika þeirra
og hvernig fyrirtækin ættu að
bera sig að gagnvart þeim.
í máli Sighvats kom einnig fram
að ákveðið hefur verið að veita 50
milljónum í styrki vegna markaðs-
sóknar íslenskra fyrirtækja innan
Evrópska efnahagssvæðisins í ár
eins og í fyrra. Þá var nýlega
skipaður starfshópur til að huga
að útflutningstryggingum og hvort
ástæða væri fyrir ríkið að efla slíka
starfsemi hér á landi.
Sighvatur vék m.a. í ræðu sinni
á iðnþingi að starfsskilyrðum iðnað-
ar í sambúðinni við sjávarútveg og
sagði: „Uppgangur í sjávarútvegi
hefur ávallt þrengt að öðrum grein-
um og þeim hefur gengið illa að
glima við hækkandi raungengi á
uppgangstímum. Ef við viljum
skjóta fjölbreyttari stoðum undir
efnahagsstarfsemi hér á landi með
því að byggja upp öflugan innlend-
an iðnað og öflugar innlendar þjón-
ustugreinar, t.d. ferðamannaþjón-
ustu, sem eiga að geta keppt við
erlend fyrirtæki hvort heldur á
markaði hér á landi eða erlendis
verðum við að búa þessum greinum
stöðug og eðlileg starfsskilyrði sem
óháðust því hvernig árar til sjávar.
í því felst m.a. að koma í veg fyrir
þær miklu raungengissveiflur sem
eiga upptök sín í sjávarútvegi.
Skynsamlegasta leiðin til þess er
að taka upp veiðileyfagjald þegar
hagur sjávarútvegs fer að batna á
ný. Veiðileyfagjald er ekki einungis
réttlætismál eins og svo margir
halda fram heldur einnig og ekki
síður mikilvægt hagstjórnartæki."
Þá lýsti Sighvatur áhyggjum sín-
um vegna minnkandi fjárfestinga
hér á landi og sagði m.a.: „Á sviði
erlendra fjárfestinga höfum við svo
sannarlega verk að vinna því reynsl-
an sýnir að erlendir aðilar bíða ekki
í röð eftir fjárfestingartækifærum
hér á landi. Það er ekki hægt að
bjóða hugsanlegum erlendum fjár-
festum upp á það að þurfa að hafa
samband við fjölmarga aðila í
stjórnkerfinu til að fá upplýsingar
um ýmis grundvallaratriði og fá þar
að auki loðin svör ef þau fást á
annað borð. Þannig standa þeir að
verki sem ekki vilja laða til sín er-
lenda fjárfestingu.“ Upplýsti hann
fundinn um að undirbúningur að
stofnun upplýsinga- og söluskrif-
stofu vegna fjárfestinga erlendra
aðila hér á landi væri hafinn.
ljárfestingarbankans hf. með sam-
runa Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar-
sjóðs. Gert hafði verið ráð fyrir
að Samtök iðnaðarins fengju 40%
hlutabréfa Iðnlánasjóðs í sinn hlut
sem notuð yrðu sem framlag í
sérstakan þróunarsjóð sem starf-
ræktur yrði við bankann. Þá yrðu
fjármunir Iðnþróunarsjóðs einnig
lagðir inn í hinn nýja banka og
þróunarsjóðnum þar með tryggt
verulegt fjármagn til framtíðar.
Iðnlánasjóðsgjaldið sem lagt hefur
verið á fyrirtækin yrði síðan lagt
niður í áföngum á næstu fjórum
árum. Lagt var fram frumvarp
sem kynnt var í ríkisstjórninni sem
samið hafði verið í samráði við
fulltrúa iðnaðarins. Fullt sam-
komulag var um málið og var
ætlunin að frumvarpið yrði af-
greitt á síðasta haustþingi, að sögn
Haraldar.
„Nú brá svo við, eftir það sam-
komulag sem gert hafði verið, að
ríkisstjómin stöðvaði málið að
frumkvæði forsætisráðherra,"
sagði hann. „Engar viðunandi
skýringar hafa fengist á því hvers
vegna það var gert en heyrst hef-
ur að hjá einstaka ráðherra hafi
sú hugmynd komið upp að færa
sjóði iðnaðarins inn í viðskipta-
bankana til að bæta eiginfjárstöðu
þeirra.
Iðnaðurinn lítur svo á að hér
sé um hrein svik að ræða miðað
við það samkomulag sem gert
hafði verið. Við lítum einnig svo
á að með þessu hafí opinberast
ótrúlegt skilningsleysi á þeim
möguleikum sem iðnaðurinn hefði
ef vel og skynsamlega væri að
máhim staðið.'*- .........