Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 23 Fjölmiðlun Murdoch færjákvæða gagnrýni frá Turner Hong Kong. Reuter. „Hann hefur valdið erfiðleikum í Kína, greitt of mikið fyrir gervi- hnattasjónvarp og er óvandur að meðulum, en ekki er annað hægt að kunna vel við hann,“ sagði sjónvarpsjöfurinn Ted Turner um keppi- naut sinn Rupert Murdoch á blaðamannafundi í Hong Kong, sem sjón- varpað var um gervihnött. Bílar Misræmi í bókhaldi Skoda Prag. Reuter. TÉKKNESKU Skoda-bifreiðaverksmiðjurnar, sem eru að hluta til í eigu Volkswagen AG, hafa ákveðið að bóka um sjö milljóna marka hagnað 1993, þótt tölur VW sýni 246 milljóna marka tap í fyrra. Þótt Turner nefndi Murdoch aldr- ei með nafni þegar hann hrósaði honum eða gagnrýndi og kallaði hann „þennan náunga“ eða „hinn aðilann" fór aldrei á milli mála við hvern hann átti. Tumer sakaði STAR TV-stöð Murdochs í Hong Kong um að skjóta Kínveijum svo mikinn skelk í bringu að þeir hafa hert á eftirliti með gervi- hnattadiskum til þess að taka á móti sendingum frá sjónvarpshnöttum. „í 12 ár voru gervihnattadiskir leyfðir þar til hinn aðilinn kom til skjalanna með ólíkar hugmyndir," sagði Turner og átti við sjónvarps- rás, sem Murdoch keypti 64% hlut í á síðasta ári fyrir 525 milljónir doll- ara. „CNN hefur notað gervihnött sem náð hefur til Kína síðan 1982, í 12 ár,“ sagði hann. „Það er hinn aðilinn, sem hefur átt í erfiðleikum með Kínveija." Murdoch hefur státað af því að geta farið í kringum reglugerðir stjórnvalda og viðurkenndi nýlega að brezka ríkissjónvarpið/útvarpið BBC, sem sjónvarpar óritskoðuðum fréttum á rásum STARs, hefði kom- ið yfirvöldum í Kína og Indlandi í uppnám. Síðan hefur hann sagt að hann muni stöðva sendingar BBC til Kína í næsta mánuði af við- skiptaástæðum, þótt áfram verði haldið að sjónvarpa fréttunum til Indlands. Sérfræðingar telja að Murdoch ali með sér þann metnað að opna hinn risastóra markað í Kína. Turner vildi ekki blanda sér í umræðuna um BBC. „Þetta var ekki mín ákvörðun að skrúfa fyrir BBC,“ sagði hann. Þið ættuð að tala við hinn náungann, sem veldur öllum vandræðunum." Um leið gagnrýndi hann Murdoch fyrir það háa verð sem hann keypti Star fyrir. Saudi-Arabar lýstu yfir efasemd- um um að fjárvana þjóðir í hópi aðildarríkja OPEC sem utan þeirra myndu halda í heiðri slíkt sam- komulag um takmarkanir í olíu- framleiðslu. Saudi-Arabar hafa því ekki áhuga á því að selja minna af olíu sinni án nokkurrar trygging- ar um að slíkt færði þeim fjárhags- legan ávinning í formi hærra olíu- verðs. ebbi Ráðherrar Samtaka olíufram- leiðsluríkja (OPEC) hittust í Genf á föstudag til að reyna aö sporna við verðlækkun á olíu * Verðið miöast viö síöasta viöskiptadag hvers mánaðar á Brent- hráolíu á framvirkum markaöi í London Framkvæmdastjórn OPEC segir að olíuverðið sem lækkað hefur um 20% á einu ári, geti jafnvel farið undir tíu dollara á fatið í fyrsta sinn frá því 1986, ef ekki verði reynt að stemma stigu því að olían flæði yfir markaðinn eins og nú er. Þegar ráðherrarnir frestuðu formlegum fundarhöldum til laug- ardags lágu engar raunverulegar tillögur fyrir um framhaldið. Talsmaður Skoda segir að mis- ræmið stafi af ólíkum bókhaldsregl- um Þjóðveija og Tékka. Að sögn yfirfjármálastjóra VW, Werners Schmidts, tapaði Skoda 246 milljón- um marka 1993, aðallega vegna kostnaðar við meiri háttar endur- skipulagningu á fyrirtækinu. Hann býst einnig við taprekstri hjá Skoda 1994. Sama misræmi á bókhaldsreglum leiddi til þess 1992 að Skoda bók- færði aðeins um 70 milljóna marka hagnað en VW um 240 milljóna marka hagnað. Tónleikar Laugardaginn 26. mars heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sína árlegu tónleika í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 16.00. Efnisskrá verður fjölbreytt og meðal annars leika tveir ung- ir hljóðfæraleikarar einleik með lúðrasveitinni. Þeir eru Sigurður Elvar Baldvinsson á horn og Arnbjörg Jóna Jóhannsdóttir á klarinett. Aðgangur ókeypis. Stjórnandi er Stefán Ómar Jakobsson. Olía Allt í hnút hjá OPEC Genf. Reuter. RÁÐHERRUM samtaka olíuframleiðsluríkjanna (OPEC) mistókst að ná samkomulagi um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna við verðafalli á heimsmarkaðsverði bliu. Talsverður hiti var í fundar- mönnum en það voru einkum fulltrúar Saudi-Araba, mesta olíufram- leiðanda heims, sem reyndust tregir í taumi í þessum efnum. Fræðsla Nýtt myndband um hagræðingu MYNDBÆR HF. hefur lokið við gerð fræðslumyndbands sem fengið hefur heitið „Hagræðing — leið til árangurs“. Myndinni er ætlað að auðvelda stjórnend- um hagræðingu og vera tæki þeirra til þess að fá starfsfólk til samstarfs í hagræðingarmál- um. I henni er bent á leiðir sem stjórnendur og starfsfólk geta haft í huga við að ná betri árangri, að því er segir í frétt frá Myndbæ. í myndinni er m.a. fjallað um hvað felst í hagræðingu, mikilvægi starfsmanna þegar leitað er leiða til hagræðingar, hvernig megi ná árangri, dæmi um velheppnaða hagræðingu, markmið og endur- mat, tilgang hagræðingar og hvern- H KERFISÞROUN HF. FÁKAFEN111 - SÍMI 688055 tlöfóar til XXfólksíöllum starfsgreinum! ig er hún framkvæmd. Þá er enn- fremur fjallað um kostnaðargrein- ingu, skipulag fyrirtækja, verksvið, valddreifingu og upplýsingakerfi. Leitað var til nokkurra aðila, sem vel þekkja til á þessu sviði, við samningu handritsins. Má þar nefna t.d. stjórnendur fyrirtækja og ráðgjafa á sviði upplýsingakerfa. Myndbandið kemur að notum á öll- um vinnustöðum og má t.d. nota í upphafi fundar með starfsmönnum um það hvernig hægt sé að ná betri árangri, segir ennfremur í frétt Myndbæjar. Myndin er seld á VHS- myndböndum hjá Myndbæ. SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 Okkar tilboð Skýrl og ódýrt □ 14" tommu sjónvarp □ fjarstýrt □ tímarofi □ aðgerðir á skjá □ inniloftnet 31.900,- stqr Nýtt og gæðum prýtt VCA 36 myndbandstækið er búið m.a. □ fjarstýringu □ kyrrmynd □ hægmynd □ scart-tengi □ ramma fyrir ramma □ sjálfvirkri leitun bestu myndgæða o o t i . j t i i n~ni o o o o ____________________________________________________________________________________________i VERSLUNIN HVERFISGÖTU 103 : SIMI625999 1 J ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.