Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
Eldur í Hugrúnu ÞH í Grenivíkurhöfn
Skemmdir af völd-
um reyks og hita
ELDUR kom upp í Hugrúnu ÞH
6 tonna trillu á Grenivík um
hádegi í fyrradag og munaði
minnstu að illa færi.
Segja má að litlu hafí munað
að illa færi er eldur kom upp í 6
tonna trillu á Grenivík um tólfleyt-
ið í fyrradag. Flestir voru famir í
mat. í frystihúsinu og einnig skip-
vetjar á Sænesinu sem voru við
vinnu á bryggjunni. Afgreiðslu-
Messur
■ AKURE YRARPREST AKALL:
Fermingarguðsþjónustur á pálma-
sunnudag kl. 10.30 og 13.30.
■GLERÁRKIRKJA: Fermingar-
messa á pálmasunnudag kl. 10.30
og 14.
IHVIT ASUNNUKIRK J AN:
Samkoma í umsjá unga fólksins í
kvöld kl. 20.30. Bamakirkjan á
morgun kl. 11, á morgun vakning-
arsamkoma kl. 15.30. Ræðumaður
Rúnar Guðnason. Æskulýðsfundur
9-12 ára á miðvikudag kl. 17.30,
grunnfræðsla fyrir nýja sama dag
kl. 20.30.
■KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyr-
arlandsvegi 26: Messa í dag, laug-
ardag kl. 18 og á morgun pálma-
sunnudag kl. 11.
maður frá olíusöludeild KEA sem
hafði verið að dæla olíu á Sænesið
veitti athygli svörtum reyk sem
steig upp úr lúkar Hugrúnar.
Sýndi hann mikið snarræði er
hann stökk um borð í bátinn og
skrúfaði fyrir olíu að kabyssu. Var
þar þó nokkur eldur orðinn og
hiti mikill. Síðan kallaði hann til
starfsmanns á frystihúsinu sem
var á leið í mat, að hringja á
slökkvilið sem brá skjótt við og
réð niðurlögum eldsins á skömm-
um tíma.
Happdrættisvinningur
Skemmdir eru töluverðar bæði
af reyk og hita en óverulegar
brunaskemmdir. Hefði eldurinn
kviknað aðeins örfáum mínútum
síðar hefði vafalaust orðið mikið
tjón þar sem eidsupptök eru í ka-
byssu en þar eru aðeins örfáir
sentimetrar út í byrðing og olíut-
ankur beint fyrir ofan.
Hugrún ÞH er gamall happ-
drættisvinningur í DAS smíðaður
árið 1956 en endurbyggður á
Akureyri 1986.
Skipstjóri á Hugrúnu er Svavar
Gunnþórsson en með honum á
bátnum er Ingólfur Bjömsson.
Þeir eru að byija grásleppuvertíð
og reikna með að geta vitjað um
í fyrsta skiptið á morgun eftir
bráðabirgðaviðgerð.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Dverghundar
TÍKIN Katrína, sem er mexíkóskur dverghundur, chihuahua, eignað-
ist §óra hvolpa nýlega og voru þeir teknir með keisaraskurði sem
Elva Ágústsdóttir dýralæknir á Akureyri gerði. Einn hvolpanna dó
strax en hinir þrír voru um 80 grömm að þyngd við fæðingu. Katr-
ína þoldi ekki álagið og lést skömmu síðar. Eigendurnir áttu tvær
tíkur sömu tegundar og nú hefur hin, Belle, gengið hvolpunum þrem-
ur í móðurstað. Þeir hafa braggast vel, eru orðnir rétt um 100 grömm
og hinir sprækustu.
Ödýrari
en þú heldur!
Upplýsingar: Sími 96-24442.
Island
Sækjum
taöheim!
■
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Starfsemin kynnt
STARFSEMI Plastiðjunnar Bjargs var í gær kynnt hagsmunaaðilum og viðskiptavinum, og á myndinni
sést Sigurður Örn Svavarsson starfsmaður plastiðjunnar sýna þeim Valgerði Magnúsdóttur og Sigrúnu
Sveinbjörnsdóttur vörur sem framleiddar eru fyrir DNG.
Tímamót í starfsemi
Piastiðjunnar Bjargs
PLASTIÐJAN Bjarg var í gær
kynnt hagsmunaaðilum og við-
skiptavinum til fjölda ára, en viss
tímamót eru um þessar mundir
í starfsemi og þjónustu fyrirtæk-
isins. Plastiðjan er nú ein af
stofnunum Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Norðurlandi
eystra, og þar er rekinn verndað-
ur vinnustaður með meginá-
herslu á starfsendurhæfingu og
atvinnuleit fyrir fatlaða. í byrjun
þessa árs flutti fyrirtækið starf-
semi sína úr húsi Sjálfsbjargar
við Bugðusíðu í húsnæði sem tek-
ið vart á leigu að Frostagötu 3c.
Plastiðjan Bjarg var um árabil
rekin sem vemdaður vinnustaður í
eigu Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á
Akureyri og nágrenni. Þegar að því
kom á árinu 1991 að félagið sá sér
ekki lengur fært að halda rekstrin-
um áfram samdist svo um að Svæð-
Bjarni Kristinsson framkvæmdasljóri Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra á Norðurlandi eystra ávarpar gesti sem viðstaddir voru kynn-
inguna.
isskrifstofa málefna fatlaðra á
Norðurlandi eystra tæki hana á
leigu í tilraunaskyni í eitt ár. Að
loknum þeim leigutíma samþykktu
stjómvöld að starfseminni yrði hald-
ið áfram og var fyrirtækið keypt
fyrir framlag úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra í lok ársins 1992.
Sex sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar um páskana
Mðnætursýning á Barpari
SEX sýningar verða hjá Leikfé-
lagi Akureyrar um páskana, en
þar eru nú tvö verk á fjölunum
I sitt hvoru leikhúsinu. Miðnætur-
sýning verður á öðru þeirra,
Barpari, á föstudaginn langa og
er það nýjung í starfsemi félags-
ins að bjóða upp á sýningu á
þeim tíma.
Fjórar sýningar verða á Óperu-
draugnum eftir Ken Hill, en þetta
stærsta og viðamesta verkefni vetr-
arins var frumsýnt í gærkvöld,
föstudagskvöld. Óperudraugurinn
verður sýndur miðvikudaginn 30.
mars, á skírdag, laugardaginn 2.
apríl og annan dag páska.
Þá verða tvær sýningar á hinu
vinsæla verki Barpar sem sýnt er
í „Þorpinu", nýju leikhúsi við Höfða-
hlíð 1. Fyrri sýningin er næstkom-
andi þriðjudag, 29. mars, og hin
síðari hefst á miðnætti föstudagsins
langa, 1. apríl næstkomandi.
Hlín Agnarsdóttir sem gegnir
störfum leikhússtjóra í fjarvem Við-
ars Eggertssonar sagði að Leikfé-
lag Akureyrar væri eina atvinnu-
leikhúsið í landinu sem byði upp á
BÆJARRÁÐ tók ekki afstöðu til
tilboða sem bárust í byggingu
leikskóla við Kiðagil á Akureyri
á fundi sínum í gær, en gert er
ráð fyrir að það verði gert á
fundi ráðsins næstkomandi
þriðjudag. Tíu tilboð bárust og
voru þau öll undir kostnaðar-
áætlun sem var 62,8 millj.
Lægsta tilboðið er frá A. Finns-
syni, rúmar 47,9 milljónir króna,
eða 76,3% af kostnaðaráætlun.
Fjölnir bauð 49,5 milljónir, eða
78,8% af áætluninni, Ossi hf. bauð
sýningar um páskana, en leikarar
annarra leikhúsa eru í fríi þann
tíma. Samningar leikara hjá Leikfé-
lagi Akureyrar eru með öðrum
hætti, en þeir fá frí í kringum ára-
mót.
49,7 milljónir, eða 79,2% af áætlun.
SS-Byggir og Þorgils Jóhannesson
buðu rúmar 52,3 milljónir í verkið,
eða um 83,3% af kostnaðaráætlun.
-------» ♦ ♦------
■ VEGNA mikillar aðsóknar hef-
ur Kvikmyndaklúbbur Akur-
eyrar ákveðið að hafa aukasýningu
á frönsku myndinni Indókína
mánudagjnn 28. mars kl. 18. Mynd-
in fékk Óskarsverðlaun sem besta
erlenda myndin 1993. Myndin er
sýnd með íslenskum texta.
10 boð í byggingu leikskóla
í
I
I
I
í
I
í
l
I
í
I
I
[
!
i
í
t
I
l
l
[
I
t
I
l
i
(
4