Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
25
araskurði
FÆÐINGUM með keisara-
skurði fjölgaði ekki um 25%
frá 1991 til 1992 segir Jón
Þ. Hallgrímsson yfirlæknir á
Landspítalanum. Haft var eft-
ir Fríðu Einarsdóttur ljós-
móður í Morgunblaðinu í gær
að sú hefði verið raunin.
Jón segir að taka verði tillit
til þess að fæðingum hafi fjölg-
að um 355 á sama tíma. „Það
sem Fríða er að tala um er það
að aðgerðum fjölgaði á milli
ára, en þegar talað er um keis-
araskurði er talað um hundraðs-
hluta af fæðingum. Þessi tala
var 13,7% fyrir 1991 og 15,1%
fyrir 1992. Þetta er því alveg
eðlileg sveifla. Árið 1993 fæða
3.129 konur, sem er í fyrsta
skipti sem svo margar konur
fæða á sama staðnum hérlendis.
Þá eru keisarskurðir 416 sem
er 13,3%, þannig að það er al-
gerlega rangt að þeim sé að
fjölga vegna lokunar Fæðingar-
heimilisins. Fríða tekur út fjölda
keisaraskurða árið 1991, sem
eru 351, og 1992, sem eru 440,
og það er 25% munur, en hún
reiknar ekki með því að fæðing-
unum fjölgar um 355,“ segir Jón
Þ. Hallgrímsson yfirlæknir loks.
Páskatón-
leikar í Sel
tjarnar-
neskirkju
(gulur)
VOX Feininae heldur páskatón-
leika í Seltjarnarneskirkju í dag,
laugardag, kl. 16. Vox Feminae
er hópur 24 kvenna úr Kvennakór
Reykjavíkur sem leggur áherslu
á flutning eldri kórverka.
Páskatílboð
10 kertí
g“il69,- f-UÉ \
10 kertí mvá}
8“'199,- -AftÍf
Kerta- «
hringir89,-
Þetta eru fyrstu opinberu tónleik-
ar Vox Feminae og hafa þær fengið
til liðs við sig sópransöngkonuna
Ingu J. Backman. Yfirskrift tónlejk-
anna er „Agnus dei“ eða „Ó þú
Guðs lamb“ og á efnisskránni eru
eingöngu trúarlegar aríur og kór-
verk frá ýmsum tímum.
Undirleik annast Svana Víkings-
dóttir sem jafnframt er píanóleikari
Kvennakórs Reykjavíkur. Stjórnandi
á tónleikunum er Margrét J. Pálma-
dóttir.
39.000 laxar veidd-
ust á stöng í fyrra
LAXVEIÐI á stöng á síðasta ári var um 39.000 laxar, sem er 3.000
löxum yfir meðalveiði síðustu áratuga. Þetta er 3.000 löxum minni
afli en 1992 sem var afburðagott sumar. Spáð hafði verið að veiðin
gæti sem hægast orðið mun meiri í fyrra en 1992, en það gekk ekki
eftir og var um að kenna að mun minna gekk í árnar af tveggja ára
fiski úr sjó, svokölluðum stórlaxi, en smálaxagöngur voru almennt séð
yfir meðallagi. Þá voru skilyrði til stangaveiða víða erfið drjúgan
hluta veiðitímans. Væntanleg er skýrsla frá Veiðimálastofnun þar sem
þetta kemur fram. Horfur með laxveiði á komandi sumri eru óljósari
en oft áður.
Norðurá í Borgarfirði var hæst
síðasta sumar með 2.026 laxa, en
örfáum löxum færra kom á land úr
Hofsá í Vopnafirði. Laxá í Aðaldal
var í þriðja sæti með 1.978 laxa og
fjórða var Þverá í Borgarfirði með
Jón Þ. Hallgríms-
son yfirlæknir á
Landspítala
Ekki fjölg-
un fæðinga
með keis-
1.553 laxa. Laxá á Ásum kom næst
með 1.458 laxa, Elliðaárnar gáfu
1.390 stykki og Víðidalsá 1.342
laxa. Alls voru tólf laxveiðiár með
1.000 laxa veiði eða meira. Meðal-
þyngd laxins var með lægsta móti,
en stærstu laxar sumarsins voru 27
punda fiskur úr Svalbarðsá í Þistil-
firði og 26,5 punda fiskur úr Hvítá
eystri.
Óvarlegt að spá
stórlaxagöngum
Fiskifræðingar hafa varist allra
frétta um horfur fyrir komandi sum-
ar. Veldur því m.a. að vegna kulda
fram eftir öllu sumri gekk þeim illa
að mæla þéttleika gönguseiða. Það
hefur verið veigamikill þáttur í að
spá fyrir smálaxagöngur árið eftir.
Þá hefur löngum verið talið að góð-
ar stórlaxagöngur komi ári á eftir
góðum smálaxagöngum þar sem um
sama árgang sé að ræða. Slíkt hefur
hins vegar brugðist, m.a. síðasta
sumar og því óvarlegt að spá góðum
stórlaxagöngum 1994 þótt smálaxa-
göngur 1993 hafi verið sterkar. Þar
sem mæling gönguseiða var með
eðlilegum hætti í Elliðaánum, var
niðurstaðan að ástandið væri gott.
Þá hefur árferði í hafinu verið með
besta móti. Auk þessa hefur Tumi
Tómasson fiskifræðingur hjá Norð-
urlandsdeild Veiðimálastofnunar lát-
ið þá skoðun í ljós að hann búist
allt eins við góðri veiði í Miðfjarð-
ará, en þar hefur hann rannsakað
laxastofna um árabil. Hann tínir til
að smálaxagöngur hafi verið góðar
og því ætti að koma nóg af stórlaxi
í sumar. Og þó minna hafi farið til
sjávar af gönguseiðum en oft áður
og mjög seint að auki vegna kuld-
anna, hafi seiðin verið óvenjustór
og því líklegri til að lifa af í hafinu.
Laxinn
ÞORARINN Sigþórsson tannlæknir í glímu við þann stóra.
LEKUR?
Þegar þakrenna eða niðurfall frýs og stíflast
kemst vatnið ekki rétta leið.
Rafhitastrengur getur verið lausnin.
Sigurplast hf.,
Völuteigi 3, Mosfellsbæ,
sími 91-668300.