Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 26

Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Dregur úr bardögum í Burundi STRJÁL skothríð heyrðist enn í gær í Bujumbura, höfuðborg Afríkuríkisins Burundi, en talið er að hundruð manna hafi fall- ið í átökum stjórnarhersins við Hutu-menn síðustu sex daga. Tutsi-menn hafa hins vegar lengi verið yfírstétt í landinu og ráða mestu í hernum. Full- trúi Alþjóða Rauða krossins, sagði að hermenn hefðu leyft almenningi að fara fijálst um borgina í gær. Stofnuninni hefði undanfarna fjóra sólar- hringa tekist að koma 50 manns, sem særst höfðu, á sjúkrahús. Hutu-menn eru að- eins léttvopnaðir en Tutsi-menn ráða yfir brynvögnum. Piparsveina- her í Kína ÓGIFTIR karlar eru 16 sinnum fleiri en ógiftar konur í Kína, að sögn stjórnvalda. Alls eru ógiftir karlar í landinu á aldrin- um 30 - 44 ára nú 7,4 milljón- ir. Flestir þeirra eru ómenntað- ir sveitamenn en ógiftar konur á sama aldri, sem eru tæplega hálf milljón, búa flestar í borg- um og eru ágætlega menntað- ar. Skortur á kvonfangi í sveit- unum er talin ein af ástæðum vaxandi mannrána; stúlkur og konur eru oft seldar í hálfgerð- an þrældóm í sveitunum. Sprengjutil- ræði í Kotka SPRENGJA sprakk í réttarsal í finnsku borginni Kotka í gær og olli miklum skemmdum en enginn slasaðist, að sögn lög- reglu. Atburðurinn varð skömmu eftir miðnætti og varð eldur laus en 40 slökkviliðs- mönnum tókst loks að slökkva hann. Ekki var vitað um ástæð- ur tilræðisins. Lestarslys í Bretlandi AÐ minnsta kosti 25 manns slösuðust í Bretlandi í gær er járnbrautarlest ók aftan á aðra, kyrrstæða lest í Newton Abbot í Devon. Lestin mun ekki hafa verið á miklum hraða en tveir hinna slösuðu voru taldir í lífs- hættu. Fækka í her á Kúríleyjum BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur ákveðið að fækka í her- liði Rússa á Kúríleyjum, að sögn rússnesks þingmanns. Japanar vilja fá yfirráð eyjanna á ný en Sovétríkin hertóku þær í stríðslok og hefur málið eitrað samskipti Rússa og Japana um áratuga skeið. Andstæðingar Jeltsíns hafa sakað hann um að vilja flytja allan her frá eyj- unum og sé um að ræða sam- særi um að afhenda Japönum þær. Aritanir Thatcher NEIL Hamilton, ráðherra neyt- endamála í Bretlandi, gleymdi nýlega dýrmætum bókum í sæti sínu í jámbrautarlest. Rit- in voru þijú eintök af æviminn- ingum Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, árituð af henni sjálfri. Eigin- kona Hamiltons hringdi á járn- brautarstöðina en náði ekki sambandi. Þá hringdi hún í samgönguráðherrann. Það bar árangur, bækurnar fundust loks á karlasalemi á stöðinni. Bretar vilja fresta stækkun Evrópusambandsins náist ekki málamiðlun um atkvæðavægi Pang’alos segir ESB-fund um helgina úrslitatilraun London, Brussel, Ósló. Reuter og The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann væri reiðubúinn að sjá til þess að inngöngu nýrra aðildarríkja í Evrópu- sambandið, ESB, yrði frestað ef ekki tækist að finna viðeigandi lausn á deilum um breytt atkvæðavægi í ESB. Grikkinn Theodoros Panga- los, sem er í forsæti sambandsins fyrir hönd þjóðar sinnar þetta misseri, sagði að fundur utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Grikk- landi um helgina yrði „úrslitatilraun“ til að leysa málið. Bretar hafa ásamt Spánveijum barist gegn fyrri ákvörðun sam- bandsins um að atkvæðareglum í ráðherraráði þess verði breytt við væntanlega inngöngu fjögurra nýrra ríkja, Austurríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs, á næsta ári. Myndi þá þurfa 27 atkvæði af 90 alls til að stöðva mál en ekki 23 eins og nú. Bretar segja að þetta sé of mikið afsal ákvarðana í hend- ur meirihlutanum. Í viðtali við breska blaðið Guar- dian í gær vísaði Major því á bug að hann væri að skírskota til þjóð- ernistilfinninga og reyna að auka fylgi íhaldsflokksins í kosningum til ESB-þingsins í vor. Hann viður- kenndi að frestun á inngöngu yrði mikil hneisa fyrir sambandið. Heim- ildarmenn fullyrtu að á fundi með háttsettum flokksleiðtogum hefði Major viðrað þá skoðun að ná mætti fram málamiðlun um að fresta ákvörðun um atkvæðavægið fram á leiðtogafund sambandsins sem halda á 1996. Talsmenn ráð- herrans vísuðu þessum orðrómi á bug en á hávaðasömum þingfundi, þar sem íhaldsþingmenn hvöttu Major til að hvika hvergi, gaf hann í skyn að Bretar myndu leggja fram ýmsar hugmyndir um málamiðlun á fundi ráðherra ESB um helgina. Pangalos réðst á fimmtudag harkalega á Breta. „Okkur verður ekki hnikað", sagði ráðherrann. „Yfírgnæfandi meirihluti ríkis- stjórna og kjósenda þeirra (í aðild- arríkjunum] er staðráðinn í að halda áfram og hafna því að lítill minni- hluti hafí sitt fram með ótilhlýðileg- um þvingunum. Það er kominn tími til að þögli meirihlutinn þaggi niður í háværa minnihlutanum sem er andvígur Evrópusambandi". Jacqu- es Delors, forseti framkvæmda- stjórnar ESB tók undir þetta. „Bandaríki Evrópu eru leiðin til bættra lífskjara", sagði hann. Norðmenn deila um kjördag Thorbjorn Jagland, formaður norska Verkamannaflokksins, gaf í skyn í gær eftir fund í flokksfor- ystunni að þjóðaratkvæði um aðild Noregs að ESB yrði haldið eftir að Svíar og Finnar ganga til þjóðarat- kvæðis um sína samninga við sam- bandið. í sjónvarpsþætti sagði Jag- land að það væm forréttindi að fá að kjósa seinna en grannarnir. Stuðningsmenn aðildar telja að hafi kjósendur fengið að vita úrslitin í nágrannalöndunum tveim, þar sem líklegt er að aðildin verði sam- þykkt, séu meiri líkur á samþykkt í Noregi. Andstæðingarnir vilja á hinn bóginn að kosið verði sama dag í öllum löndunum en Svíar hafa ákveðið kjördag, 13. nóvem- ber. Skoðanakönnun í Noregi bend- ir til þess að 45% vilji sameiginleg- an kjördag en 32% vilji að Norð- menn kjósi síðastir þjóðanna. Verkamannaflokkurinn getur ákveðið kjördaginn með aðstoð þeirra flokka á þingi sem styðja aðild. Þotan steypt- isttiljarðar Moskvu. Daily Telegraph. AIRBUS-þota rússneska flugfé- lagsins Aeroflot sem fórst í Síber- íu á miðvikudagskvöld steyptist lóðrétt til jarðar, að sögn Sergej Shoígú, almannavarnaráðherra Rússlands. Þotan var á leið frá Moskvu til Hong Kong með 75 manns innan- borðs. Hún fórst skammt frá mon- gólsku landamærunum, kom niður í snævi þöktu fjalllendi. Bilun hefur aldrei orðið í þotunni og aðeins einu sinni áður hefur Airbus A310 þota farist. „Við höfum skoðað vettvang. Af verksummerkjum er ekki að sjá að þotan hafi svifið niður, heldur hefur hún fallið lóðrétt sem steinn,“ sagði Shoígú. Flugriti þotunnar, svarti kassinn svonefndi, sem geymir upplýsingar um starfsemi hreyfla og tækja er fundinn og verður hann sendur til Frakklands til rannsóknar. Valeríj Eksúzjan, framkvæmda- stjóri Aeroflot, sagði að svo virtist sem flugmenn þotunnar hefðu misst meðvitund áður en hún skall til jarð- ar. Ein kenningin um orsakir slyssins er að skyndilega hafi loftþrýsingur farið af flugvélinni. Hefur ekki verið útilokað að sprengja hafi grandað henni. Brak þotunnar var allt innan 200 metra frá þeim stað sem hún kom niður. Forystumenn samtaka evrópskra iðn- og atvinnurekenda Samkeppnisstaða Evr- ópu verður að batna CARLOS Ferrer formaður og Zygmunt Tyszkiewics fram- kvæmdastjóri UNICE, samtaka evrópskra iðn- og atvinnurek- enda, voru gestir á Iðnþingi, aðalfundi Samtaka iðnaðarins, sem haldið var á Hótel Sögu í gær. Einnig áttu þeir fundi með utan- ríkis- og fjármálaráðherra og heimsóttu íslensku iðnfyrirtækin Marel og Granda. Ferrer lagði I ávarpi sínu á Iðnþingi og á blaða- mannafundi mesta áherslu á nauðsyn þess, að bæta samkeppnis- hæfni evrópskra fyrirtækja ekki síst samanborið við Bandaríkin og Japan. Samkeppni frá austurhluta Evrópu, sem áður hefði ekki verið til staðar, gerði það nú líka að verkum að mjög brýnt væri að taka á þessu vandamáli. Að mati Ferrers er engin ein nefndi hann þijú atriði, sem skiptu ástæða fyrir því að samkeppnis- þar miklu máli. í fyrsta lagi hefði staða Evrópu hafí versnað og kostnaður aukist hraðar í Evrópu en á helstu samkeppnissvæðunum, hvort sem litið væri til vinnuafls- kostnaðar, vaxta eða skatta. Þá hefði verið minni framleiðniaukn- ing í Evrópu en í helstu samkeppn- islöndunum og lokst hefði ríkt þar minni stöðugleiki. Til dæmis hefði verðbólga verið meiri, minni stöð- ugleiki í ríkisfjármálum og vöxtum og gengi gjaldmiðla viðkvæmara. Ferrer sagði að til að leysa þenn- an vanda yrðu efnahagskerfi og hin félagslegu kerfí Evrópuríkj- anna að auka aðlögunarhæfni sína og sveigjanleika. Það væri ekki Morgunblaðið/Kristinn Tyszkiewics og Ferrer hægt að verða við öllum kröfum í velferðarmálum og draga yrði úr umsvifum ríkisins. „Helsta vanda- mál Evrópu í dag er að samkeppn- isstaða okkar hefur versnað. At- vinnuleysi er nú helmingi í meira í Evrópu en t.d. Bandaríkjunum eða Japan. Ef við erum ekki sam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.