Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 3Mw$tmÞIafe!fe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Frá kyrrstöðu til hagvaxtar Leitarstaf Krabbameinsfélagsins hefur skilað sér í lægri dánartíðni kvenna Lífslíkur hjá krabbameins- sjúkum hafa aukist verulega SKIPULÖGÐ leit Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands að legháls- og brjóstakrabbameini hefur haft veruleg áhrif á dánartíðni kvenna sem greinast með krabbamein hér á landi, að sögn Kristjáns Sigurðs- sonar, yfirlæknis stöðvarinnar. Hvað varðar allar tegundir krabba- meins hjá körlum og konum hafa lífslíkur aukist og geta um 40% kvenna sem greinast með sjúkdóminn átt von á að lifa lengur en fimm ár samkvæmt uppiýsingum frá Krabbameinsfélaginu. rátt fyrir andstreymi í efnahagsmálum var betra jafnvægi og meiri stöð- ugleiki í þjóðarbúskapnum ár- ið 1993 en nokkru sinni fyrr í fimmtíu ára sögu lýðveldis- ins, að sögn Jóns Sigurðsson- ar, seðlabankastjóra, á árs- fundi bankans. „Vonir eru við það bundn- ar,“ sagði bankastjórinn „að með þessum árangri verði kleift að ijúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur verð- mætasköpun í þjóðarbúskapn- um undanfarin ár. En einmitt í efnahagslægðinni hafa verið gerðar þær endurbætur á umgjörð alls viðskiptalífs í landinu, sem ætti að greiða fyrir framförum. Sett hafa verið ný lög um innflutning, gjaldeyrisviðskipti og gengis- mál, um verðbréfaviðskipti og starfsemi lánastofnana. Þá hafa ný samkeppnislög verið sett. Öll þessi löggjöf byggist á viðskiptafrelsi og opnum mörkuðum.Með henni er lagð- ur grundvöllur að frjálsari við- skiptum innanlands og milli íslands og annarra landa og þar með virkari markaðsverð- myndun og betri nýtingu framleiðsluaflanna.“ Gylfi Arnbjörnsson, hag- fræðingur ASI, slær á svipaða strengi í erindi á ráðstefnu um stefnumótun í atvinnumálum: „Ef við skoðum hvaða efna- hagslegt svigrúm við höfum til að taka slíkt verkefni á hendur,“ það er að auka hag- vöxt og fjölga störfum í land- inu, „þá tel ég að sá árangur, sem þrátt fyrir allt hefur náðst í stjórn efnahagsmála, hvort heldur er mjög lág verðbólga, lækkandi vextir, jöfnuður á viðskiptum við útlönd eða minnkandi erlendar skuldir, gefi töluvert færi á því að taka enn fastar á þessum málum en nú er gert.“ Tiltölulega lágir vextir eru forsenda þess að atvinnu- vegimir nái að snúa vörn í sókn þegar ytri aðstæður í efnahagsumhverfi þeirra batna. Það er mat seðlabanka- stjóra að sú raunvaxtalækkun, sem orðin er, hafi verið gjörleg vegna þess, ekki hvað sízt, að hér er starfandi skipulegur peninga- og verðbréfamarkað- ur. Vextir hér á peningamark- aði eru nú með því lægsta sem gerist í Evrópu. Vextir banka- lána eru hins vegar í hærra lagi í slíkum samanburði. Bankastjórinn taldi á hinn bóginn að vextir myndu ekki almennt lækka meira en orðið er nema samfara frekari vaxtalækkun í umheiminum, einkum í Evrópu. Það er mikilvægara en flest annað, eins og allt er í þjóðar- pottinn búið, að öll áhrifaöfl leggist á eitt um að varðveita þann árangur, sem náðst hef- ur í hjöðnun verðbólgú, lækk- un vaxta og minni viðskipta- halla. Þessi árangur er lykill- inn að hagvexti og fjölgun starfa þegar ytri aðstæður verða jákvæðari. Það er því ástæða til að gefa gaum að þeirri viðvörun bankastjórans, að árangur í verðlagsmálum kunni að hluta til að tengjast efnahagslægðinni - og að verðbólga geti blossað upp þegar betur ári, ef ekki sé gætt varfærni í peninga- og ríkisijármálum. Það er ekki síður nauðsynlegt að hafa í huga að mikil skuldsetning þjóðarbúsins setur því tak- mörk, hvað hægt er að auka hagvöxt með aðgerðum sem örva eftirspurn. Sem og að viðvarandi halli á ríkissjóði hefur verið hluti af viðskipta- hallanum, skuldasöfnuninni og háu vaxtastigi. Tvennt þarf til að koma, öðru fremur, til varanlegs hagvaxtar hér á landi. Annars vegar greiður aðgangur fyrir framleiðslu okkar að hagstæð- um mörkuðum. Staða okkar að þessu leyti hefur styrkzt með Evrópska efnahagssvæð- inu og GATT-samningum. Hins vegar hagv'öxtur í mark- aðslöndum okkar. Þar er ekki á vísan að róa. Þó er spáð hægri uppsveiflu í OECD-ríkj- um, 2% hagvexti 1994 og 2,5% hagvexti 1995. Gangi þær spár eftir verður efnahagslegt ytra umhverfi okkar fremur hagstætt næstu árin. Vegferðin frá kyrrstöðu til hagvaxtar er hafin. Sá efna- hagsárangur, sem rakinn var í ræðu seðlabankastjóra, er mikilvægur áfangi á þeirri leið. En við eigum brekku eft- ir. Við þurfum að halda vöku okkar um verndun þorsk- stofnsins, leysa skipulags- vanda í landbúnaði og sjávar- útvegi og laga atvinnuvegi okkar og þjóðarbúskap að því efnahagsumhverfi, sem sjá má fyrir hvert verður. Kristján segir að leit að legháls- krabbameini beinist að því að finna frumubreytingar áður en þær verða að krabbameini en skipulögð leit hefur staðið yfir síðan árið 1964. Þessi leit hefur haft veruleg áhrif á nýgengi sjúkdómsins, segir Kristján, í búvörusamningnum frá 1991 var þeim bændum sem áhuga höfðu gef- inn kostur á að láta af hendi fullvirð- isrétt sinn gegn endurgjaldi, en að öðrum kosti yrði hann dreginn saman hjá öllum og þá greiddar lægri bæt- ur. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að markmiðið um fijáls uppkaup hafi ekki gengið eftir og því hafi komið til hlutfallslegrar skerðingar á framleiðslurétti allra bænda, en verðábyrgð ríkissjóðs vegna framleiðslu kindakjöts hafi verið færð niður úr 12,2 þúsund tonnum í 7,7 þúsund tonn, eða um eftir Svavar Gestsson í tíð síðustu ríkisstjómar var sú ákvörðun tekin að stofna sérstakan sjóð til þess að fjármagna stærri menningarverkefni auk Þjóðarbók- hlöðunnar. Þá var og ákveðið að taka alla þá fjánnuni sem fást af sérstökum eignarskattsauka í þessi verkefni. Þessi stefnumótun gerði svo kleift að tryggja það að á undanförnum árum hafa allar tekjurnar af þessum skatti runnið til Þjóðarbókhlöðunnar og er nú svo komið að hún verður opnuð í haust. til hamingju með það! Fyrir alþingi liggur frumvarp um Þjóðar- bókhlöðuna þar sem gert er ráð fyrir sameiningu Landsbókasafnsins og Háskólabókasafnsins. í tilefni þess frumvarps og fyrirhugaðrar opnunar bókhlöðunnar er nauðsynlegt að benda á eftirfarandi atriði sem einnig þyrfti að taka ákvörðun um samhliða lagasetningunni: því leghálsstrok flýti greiningu. Skipulögð leit að krabbameini í bijóstum með brjóstaröntgenmynd- um hófst árið 1988. Kristján segir að fullsnemmt sé að segja til um það í dag hvaða áhrif það hafi haft. Til samanburðar sé hægt að leita til Ekki tekið tillit til hagkvæmnissjónarmiða í skýrslunni er bent á að með framleiðslustjórnun hafi tekist að minnka framleiðslu sauðfjárafurða, en hins vegar ekki tekist að ná umtalsverðum árangri við að tryggja hagkvæmari framleiðslu. Þrátt fyrir verulegan samdrátt í greininni hafi framleiðslueiningum ekki fækkað að sama skapi heldur hafi meðalstærð sauðfjárbúa minnkað. Niðurfærsla fullvirðisréttarins hafí ekki tekið til- lit til hagkvæmnissjónarmiða, og þetta hafi orsakað það að fjárfesting- Næstu stórverkefni — áætlun verði gerð til 10 ára Hvemig á að nota sjóðinn til menn- ingarbygginga á næstu árum? Besta tillagan sem ég hef heyrt er sú að fjármunirnir sem fara í sjóðinn á næsta ári verði notaðir til þess að efla Þjóðarbókhlöðuna með nýjum bókum og tækjakosti þannig að sátt og gleði skapist hjá öllum hlutaðeig- andi aðilum með stofnunina í upp- hafi. Þannig verði Þjóðarbókhlaðan eins konar flaggskip íslenskra rann- sókna við hlið háskólans og rann- sóknastofnana strax á fyrsta ári. Verði ekkert aðhafst af þessu tagi er hætt við því að bókhlaðan verði svelt að tækjum og bókakosti öllum til ama og leiðinda, sem aftur skapar hættuna á því að háskólinn flýi inn í sjálfan sig aftur og komi sér upp sínu bóka- safni á nýjan leik. Jafnframt ákvörðun um sjóðinn á næsta ári þarf að raða stórverkefnum á sviði menningarmála Svíþjóðar þar sem slík leit hefur lækkað dánartíðni kvenna eldri en 50 ára en litlu breytt meðal kvenna yngri en það. Engin skýring er á þessu, segir Kristján, en hann sagði að verið gæti að erfiðara sé að skoða bijóst kvenna fyrir tíðahvörf. Einnig geti verið að æxlin hegði sér öðruvísi. Þegar skipulögð leit í bijóstum hófst, jókst nýgengi verulega að sögn Kristjáns því lítil krabbamein hafi greinst við myndatöku sem ekki fundust þegar þreifað var á bijóst- inu. ar á bújörðum og í vinnslustöðvum séu verr nýttar en áður. Sama máli gegni um þann mannafla sem vinni við landbúnað, og smæð fjárbúa hafi leitt til þess að sauðfjárræktin sé víða stunduð í hlutastarfi, en til þess að slíkt sé hagkvæmt þurfi að vera hægt að stunda hana með öðr- um búskap eða atvinnu. Aðstæður bænda til að bæta sér upp tekjutap vegna minni framleiðsluréttar séu þó mjög mismunandi. Afkoma kúabænda að jafnaði betri Skerðing virks fullvirðisréttar í mjólkurframleiðslu nam um 5% sem er til muna minna en í sauðfjárrækt- inni, og segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að vegna minni skerðingar og greiðari viðskipta með fullvirðis- rétt en í sauðfjárrækt hafi stærð búa í mjólkurframleiðslu ekki minnkað. Því megi ætla að afkoma kúabænda sé að jafnaði betri en sauðfjárbænda og staða greinarinnar sterkari. upp í forgangsröð til næstu 10 ára eða svo. Þar þarf að svara þessum spurningum: a. Hversu mikinn hluta þessara tekna sem hér um ræðir — um 300 millj. kr. — á að taka til framkvæmda við Þjóðskjalasafnið? Hvenær á að ráðast í það stórvirki að gera mjólkur- stöðina nothæfa fyrir Þjóðskjalasafn- ið? b. Hvenær á Þjóðminjasafnið að koma inn í röðina? Benda má á að fyrir liggja tilbúnar teikningar að end- urbótum á Þjóðminjasafninu sem væri unnt að vinna eftir tafarlaust. c. Hvenær á að veija fjármunum úr þessum sjóði til þess að halda áfram endurbótum á Þjóðleikhúsinu? Það liggur á þeim verkefnum líka; því fyrr — því betra. d. Er ef til vill skynsamlegt að láta hluta þeirra fjármuna sem hér um ræðir renna til viðhalds Þjóðarbók- hlöðunnar þannig að hún drabbist Lífshorfur þeirra sem fá legháls- krabbamein og bijóstakrabbamein hafa aukist verulega. Árin 1956-60 gátu 43% þeirra kvenna sem greind- ust með leghálskrabbamein búist við því að lifa lengur en fimm ár en á árunum 1981-85 var hlutfallið komið upp í 73%. Sambærilegar tölur um lífshorfur varðandi bijóstakrabba- mein eru 48% fyrir árin 1956-60 en 68% fyrir árin 1981-85. í mestri hættu fyrsta árið Á undanfömum áratugum hafa lífshorfur þeirra sem fá ristilkrabba- mein, magakrabbamein eða hvítbl- æði nær tvöfaldast. Horfur sjúklinga sem fá heilaæxli, krabbamein í vél- inda eða skjaldkirtil hafa einnig batnað verulega. Yfirleitt eru krabbameinssjúkling- ar í mestri hættu fyrsta árið eftir að sjúkdómurinn greinist, en þegar frá líður aukast lífshorfumar og eft- ir fimm til sex ár em lífshorfur síst verri en þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Á árunum 1956-60 lifðu um 20% þeirra sem fengu krabbamein lengur en í fimm ár en á ámnum 1981-85 var sú tala komin upp í 40%. Bestar em lífshorfurnar meðal þeirra sem fá krabbamein ungir og einnig hafa lífshorfur þeirra breyst mest. Horfur þeirra sem fá lungna- krabbamein hafa einnig batnað þó að lífshorfur þeirra sem það fá séu litlar. Um 10% karlmanna og 14% kvenna geta vænst þess að lifa leng- ur en fimm ár. Allt að 90% tilfella lungnakrabba- meins er hægt að rekja til lang- vinnra reykinga. í upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að reykingar hafi dregist saman um fjórðung á síðast liðnum tuttugu árum en þar sem lungnakrabbamein þurfi langan tíma til að þróast fari áhrifa minnkandi reykinga ekki að gæta í tölum um nýgengi fyrr en ef til vill núna. ekki niður eins og aðrar opinberar menningarbyggingar? e. Á að marka þá stefnu að einhver hluti þeirra ljármuna sem hér um ræðir renni til tónlistarhúss? Talað hefur verið um að kostnaðurinn við það gæti orðið um 2.000 miljónir króna. f. Á að marka þá stefnu að hluti þeirra fjármuna sem hér um ræðir renni til Amtsbókasafnsins á Akur- eyri til nýbyggingar og endurbóta? Amtsbókasafnið er skilaskyldusafn og er í bókstaflegri merkingu að sligast undan fargi prentgripanna sem þang- að hafa verið sendir. Það er því að mínu mati eðlilegt að ríkið taki þátt í því með Akureyrarbæ að sinna Amtsbókasafninu af myndarskap. Þrír milljarðar króna í tíu ár Þeir tjármunir sem hér er um að ræða af hinum sérstaka eignarskatti nema um 3.000 milljónum króna á 10 árum. Með því að skipuleggja nýt- ingu þeirra skynsamlega má koma menningarstofnunum þeim sem við eigum í skammlaust horf, auk þess 4- Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga Viðbótarkostnaður nam 4,5 milljörðum á fimm árum VIÐBÓTARKOSTNAÐUR rikissjóðs vegna samdráttar í innanlandssölu kindakjöts umfram forsendur búvörusamnings nam um 2,2 milljónum króna á árunum 1988 til 1993, og kostnaður við uppkaup á fullvirðis- rétti, förgun og vegna útflutnings á birgðum nam tæpum 2,3 miHjónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörulaga 1988-1993. í skýrslunni kemur fram að miðað við verðlag í nóvember síðastliðnum nam kostnaður ríkissjóðs vegna búvörufram- leiðslu nam að jafnaði 9-10 milljörðum króna á gildistíma eldri búvöru- samnings, þ.e. frá 1988 til 1991, og er þá ótalinn ýmiss óbeinn kostnað- ur. Áætlað hefur verið að útgjöld vegna núverandi búvörusamnings verði um 5,1-5,2 miHjarðar króna á ári. 37%. Afborgnn af skuld víð þj óðmenninguna - í tilefni af fyrirhugaðri opnun Þjóðarbókhlöðunnar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 29 Starfsnám fræðslunefndar félagsmálaráðuneytisins fyrir meðferðarfulltrúa Éjr;* W:- :i 1 n Ófaglærðir í starfsnámi FYRRI hluta starfsnáms fræðslu- nefndar félagsmálaráðuneytis fyr- ir ófaglærða uppeldis- og meðferð- arfulltrúa lauk á föstudag. Þijátíu hófu námið og tuttugu og átta luku því. Þátttakendur sóttu fyrir- lestra og unnu verkefni í samtals 160 klukkustundir á átta vikna tímabili. Fræðslunefndin fékk út- hlutun úr Starfsmenntunarsjóði félagsmálaráðuneytis til að koma starfsnáminu á laggirnar. Tals- maður nefndarinnar segir að lengi hafi verið ósk þeirra sem unnið hafa við meðferð fatlaðra einstakl- inga, bama og unglinga, að koma af stað starfsnámi til að efla fæmi og þekkingu starfsmanna. Framkvæmdasljóri skipafélagsins Jökla hf. um flutningsgjöld skipafélaga Slæm afkoma útilokar lækkun „EINFALDASTA svar við þeirri fullyrðingu að lækka þurfi flutn- ingsgjöld skipafélaga um 25% til að þau séu viðunandi, er að skoða rekstrarreikninga skipafélag- anna sem leiða í Ijós að ekkert þeirra hefur verið rekið með sér- stökum hagnaði undanfarin ár og sum jafnvel með tapi,“ segir Birgir Omar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri skipafélagsins Jökla hf. sem er í eigu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsa, um um- mæli Guðmundar Smára Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Sæfangs í Grundafirði í Morgun- blaðinu í gær. Hann kveðst telja að afkoma Eimskips og Samskipa á seinasta ári sýni vel að krafa Guðmundar Smára sé óraunhæf. „Þegar tap Samskipa er haft í huga, en það nam um 400 milljónum í fyrra og tæpum 500 milljónum árið á undan og fyrirtækið hefur brátt glatað öllu sínu eigin fé, hljóm- ar það fáránlega að krefjast 25% lækkunar flutningsgjalda. Afkoma félaganna bendir hreinlega ekki til þess að farmgjöldin séu óeðlilega há, og ekki heldur ef miðað er við þær fjárfestingar sem skipafélögin hafa lagt í,“ segir Birgir Omar. Jöklar hf. stundar skipaflutninga milli íslands og Bandaríkjanna, og flytur bæði fyrir SH og utanaðkom- andi aðila. Birgir Omar kveðst telja að flutningsgjöld fyrirtækisins séu „nokkru lægri en hjá Eimskipi og Samskipum, þó að alltaf séu sveiflur í verði þannig að erfitt er að bera þau saman", segir hann. Aðspurður hvort hann telji að skipafélög hér- lendis geti lækkað flutningsgjöld sín, þó að lækkunin væri ekki jafn mikil og framkvæmdastjóri Sæfangs taldi eðlilega, sagði Birgir Ómar: „Við getum alltaf gert betur.“ Framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips um kostnað Sæfangs Ekkí óeðlilegnr kostnaður „FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæfangs hf. er örugglega að tala til ann- arra en Eimskips, því Eimskip hefur ekki annast neina flutninga beint fyrir Sæfang í mörg ár. Hann þarf því að ræða við önnur skipafélög um okur á flutningsgjöldum,“ segir Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, um staðhæfingar Guðmundar Smára Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sæfangs, í Morgunblaðinu í gær. Þórður segir að ekki sé óeðlilegt að flutningskostnaður fyrirtækis sem hafi framleiðslu í Grundarfirði og sendi vörur sínar til Evrópu og jafnvel víðar, sé jafnhátt hlutfall af veltu og hjá Sæfangi, eða um 7%. Hann segir jafnframt að full- yrðing framkvæmdastjórans í Morgunblaðinu á fimmtudag, um að flutningsgjöld hafí hækkað um 25% sama dag og Hafskip varð gjaldþrota, sé röng. „Flutnings- gjöld hækkuðu ekkert við gjald- þrot Hafskips 1986, heldur hafa lækkað um því sem næst 5% á ári síðan,“ segir Þórður. „Það er hins vegar rétt hjá Guðmundi að í stórflutningum hafi skipafélögin „barist blóðugri baráttú' enda hefur það leitt til þess að skip á íslenskri skipaskrá annast að litlu leyti þessa flutn- inga, og er mjöl að mestu flutt frá landinu í erlendum leiguskipum," segir Þórður. Svavar Gestsson „í framhaldi af því að Landsbókasafn flytur í Þjóðarbókhlöðu, eða hvað hún kemur nú til með að heita, þá velta menn því fyrir sér hvað á að verða um Safnahús- ið.“ sem það mætti hugsa sér að undir lok 10 ára tímabilsins renni eitthvað af þessum fjármunum til tónlistarhúss. Þetta er unnt, framkvæmanlegt, ef menn vilja. Vilji er það sem þarf. Nú er það vitaskuld svo að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa í stjórnarandstöðu oft hamast gegn þessum sérstaka eignarskatti. Það hafa þeir hins vegar ekki gert að neinu marki þegar þeir hafa verið í ríkisstjóm. Reyndar var það ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem fyrstur gerði til alþingis tillögu um skatt þennan og hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins jafnan staðið þéttan vörð um skatt- inn eins og aðra skatta. Þess vegna er ástæða til að ætla að um það geti verið full samstaða í framtíðinni að veija þessum fjármunum til uppbygg- ingar menningarstofnana. Þjóðbókavörður sitji í háskólaráði í 3. gr. frumvarpsins sem nú liggur fyrir alþingi segir: „Forseti Islands skipar þjóðbókavörð til sex ára í senn samkvæmt tillögu menntamálaráð- herra sem aflar rökstuddrar umsagn- ar stjómar safnsins." Hér er í raun og veru komið til móts við frumvarp sem ég flutti ásamt fleirum fyrr í vetur um það að for- stöðumenn svona stofnana séu skipað- ir til takmarkaðs tíma í senn. En í öðru lagi bendi ég á það að í grein- inni er ekki gert ráð fyrir neinni sér- stakri hæfni sem forstjóri þessarar stofnunar verður að hafa. Það er ekki gert ráð fyrir því t.d. að hann hafí sérstaklega aflað sér þekkingar í sögu þjóðmenningar af neinum toga og ég viðurkenni að það er flókið mál að setja þetta í lagagrein. Ég hygg hins vegar að þessi uppsetning málsins geri það að verkum að það verði mjög erfítt að líta á safnið sem háskóla- bókasafn af því að hér er ekki gert ráð fyrir því að þetta sé endilega „aka- demísk" staða. Ég tel að það eigi að búa þannig um hnútana að þetta geti verið „akademísk" staða og mér er kunnugt um það að á einhvetju stigi umræðna um þetta mál, a.m.k. í há- skólanum, voru menn að tala um það að þessi forstöðumaður, þjóðbóka- vörður, er hann kallaður í frumvarp- inu, yrði í háskólaráði með fullum réttindum. Þannig er það í mörgum háskólum erlendis að forstöðumenn háskólabókasafnanna eiga sjálfkrafa seturétt í viðkomandi háskólaráði og það styrkir stofnunina sem slíka og fræðagrundvöll hennar. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt að skoða m.a. vegna þess að það er nauðsyn- legt að það verði víðtæk sátt í háskól- anum um málið. Aðbúnaður að sérsöfnunum Það er gert ráð fyrir því í frumvarp- inu að í Þjóðarbókhlöðuna fari allmörg sérsöfn af ýmsu tagi. 1 upptalninguna sem fylgir frumvarpinu á alþingi vant- ar samt tvö söfn sem ég tel mikil- vægt að hafa í huga. Annað er hand- ritasafn Halldórs Laxness sem hann og fjölskylda hans gáfu Landsbóka- safni og íslensku þjóðinni fyrir nokkr- um árum og ákveðið var að vista í Þjóðarbókhlöðu. Hitt safnið er Kvennasögusafnið. Það hefur verið talað um það að Kvennasögusafnið verði með einhveijum hætti inni í Þjóðarbókhlöðunni. Gera þarf ráðstaf- anir til að þessi söfn fái myndarlegan sess í Þjóðarbókhlöðunni. Þjóöargersemar í Safnahúsið I framhaldi af því að Landsbóka- safn flytur í Þjóðarbókhlöðu, eða hvað hún kemur nú til með að heita, þá velta menn þvf fyrir sér hvað á að verða um Safnahúsið. Það er mín skoðun að þar eigi að vera safn, t.d. handritasafn. Þama gætu verið þau handrit sem eru núna úti í Árnastofn- un. Þarna væri hægt að búa um mestu menningargersemar íslenska samfé- lagsins, hafa þær til sýnis fyrir þá sem þær vilja skoða. Ég er algjörlega and- vígur því að þama verði dómhús eins og einhveijum hefur dottið { hug. Ég tel að það væri skynsamlegast að taka ákvörðun um framtíðarnotkun safna- hússins á alþingi í tengslum við af- greiðslu frumvarpsins í Þjóðarbók- hlöðu sem vonandi verður afgreitt á yfírstandandi þingi. Með því að taka þær ákvarðanir sem þarf einmitt á þessu ári og áður en Þjóðarbókhlaðan verður tekin í notkun má skapa víðtæka sátt um málið og þannig styrkja enn þann gleðilega áfanga er þjóðin fær loks að sjá Þjóðarbókhlöðuna í notkun eft- ir allt of langa bið. Og nafnið Viðbúið er að langmestur tími farið í að fjalla um nafnið á safninu á al- þingi. Ég tel reyndar að þá eigi þing- menn ekki að vera frekir til fjörsins heldur hlýða grannt á málsaðila. Ég teldi hins vegar best að safnið héti „Landsbókasafnið - háskólabóka- safn“ og að yfirmaðurinn væri því Landsbókavörður. En það skiptir ekki öllu hvað verður ofan á þvi þegar flutt er inn verða allir ánægðir með niður- stöðuna. Höfundur er þingmaður Reykvíkinga og fyrrverandi mcnntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.