Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Jón Kr. Elías- son — Minning Sá sem hér er kvaddur var jafn- aldri vélarinnar á íslandi. Við erum enn að fylgja til grafar hinu þús- und ára Islandi með árinni og orf- inu, soðningunni og sauðkindinni, og einum sjúkdómnum, gigtinni, og ekki við henni annað ráð en vinna hana úr sér. Ég kynntist Jóni Kr. Elíassyni snemma og allnáið. Jónsi Élli, sem hann var jafnan kallaður, var maður góður í sér og hlýr þeim sem aumir voru, og margri ýsuspyrðunni veik hann að soðningarlausu fólki. Fyrsti haust- róður hans var stundum étinn upp af fólki að sníkja sér í soðið. Ekki vissi ég Jón Ella leggja illt til nokk- urs manns, og ekki taldi hann eft- ir sér að gera náunganum greiða. Hjálpsemi hans var viðbrugðið. Jón var það, sem kallað var slit- viljugur, svo að til þess var tekið, og dró ekki af sér í verki. Líklega hefur þetta orðið til þess, að hann hefur gengið fram af sér í æsku, og gigtin, sem þjakaði hann öll hans fullorðinsár, hafi setzt í slitið á unglingsárunum. Ég man því bregða snemma fyrir að hann var svo illa haldinn af gigt að hann gat ekki gengið réttur, en að hann hægði ganginn eða felldi niður róður, það held ég að sé eiðurinn sær, að ekki hafi gerzt í þau sjötíu ár, sem hann stundaði sjóinn. Ég hafði tal af Jóni þegar hann var sjötíu og fimm ára, og þá sagð- ist honum svo: „Nú er ég, Geiri minn, allur af manni genginn, ef eitthvað fiskast. Ef ég sezt niður ætla ég aldrei að geta staðið upp. Það er gigtin, vinur, gigtin, allur skrokkurinn undirlagður frá toppi til táar.“ Jón hélt áfram að róa í ein tíu ár eftir þetta. Þeir létu sig ógjarn- an í sjósókninni gömlu Víkaramir, sem fæddust á því íslandi, sem við erum enn að jarða, þó heita megi aldauða, nema ofan jarðar nokkur gamalmenni, utangátta í samtíma sínum. Jón átti samtímamann, nema nokkru eldri, Guðjón Jónsson (Gauja harða hnífil). Hann var kominn um áttrætt, hann Gauji, og honum orðnir ónýtir báðir fæt- urnir og gekk við tvær hækjur, en stundaði enn færaveiðar. Ekki mátti hjálpa honum hvorki um borð eða frá borði. Hann lét sig sjálfur síga af Bijótnum niður í bátinn og halaði sig sjálfur upp. Hann lét binda sig á vélarhúskapp- ann við færið. Þeir voru harðir í sjósókninni, gömlu Víkararnir, og nú á að hagræða plássinu þeirra í dauðann. Þeir létu ekki hagræða sér Vík- ararnir þegar fiskibátar stækkuðu og tóku að sækja frá góðum höfn- um, en hafnleysi í Víkinni. Þeir fundu ráð til, einir manna í hafn- lausu plássunum við ströndina, að setja al!t að níu lesta bátum á bökum sér í hveijum róðri, og þannig hélzt byggðin. Nýdáinn er í Víkinni, Benedikt Jónsson, formaður og jafnaldri Jóns, og að þriðja við hann í föður- ætt beggja. Sá maður var mikill fyrir sér, og ekki hlífisamur í sjó- sókninni meðan hann var og hét. Langamma Jóns og Benedikts var Þóra Árnadóttir Árnasonar, bónda á Ósi í Bolungavík og Breiðabólstað í Skálavík, Magnús- sonar auðga í Meiri-Hlíð, og er það Hólsætt í Bolungavík, sem þar verður langt rakin aftur í aldirn- ar. Margt er tröllmenna að burðum og karlmennsku í þeirri ætt. Sonarsonur Þóru og bræðrung- ur við Elías, föður Jóns, en föður- bróðir Benedikts, var Elías Magn- ússon, formaður og annar harð- asti sjósóknari í Víkinni síðast á árabátatímanum þar, og annar fyrstur manna til að setja þar vél í bát. Þeir voru margir þessir frændur miklir fyrir sér. Jón var um margt líkari móður sinni en föður, til dæmis mjúklynd- ari en ætlandi er að hann sækti í föðurættina. Faðir Jóns var Elías Árnason, sjómaður og smiður, eljumaður mikill, en móðir Jóns var Elísabet Rósa Halldórsdóttir, gæðamann- eskja eins og sonur hennar. Éngin deili veit ég á ætt Elísa- betar, nema hún hafi verið fædd á Sæbóli í Aðalvík, en gæti hafa verið ættuð af Snæfjallaströnd. Þegar ég kynntist Jóni Ella fyrst, réri hann með stjúpa mínum, Helga Einarssyni á Dröfn. Ég var þá bara barn að aldri og fylgdist stundum með hvort Dröfn væri brugðið, þegar hún keyrði inn með landinu úr sjóferð, það sást á henni hvort hún var með eitt eða tvö þúsund pund. Það segði skammt í hagræðinguna nú. En skiptir það máli í tímanum þótt upphæðir hækki, ef ekki rask- ast með kynslóðunum hlutfallið í kjarkinum, dugnaðinum og seigl- unni. Sem fyrr-segir var Jón ákafa- maður að hveiju sem hann gekk, og fór þá ekki alltaf með gát, en fljóthugans gætti einungis í dag- fari hans en ekki í sjómennsk- unni, í henni reyndist hann aðgæt- inn og farsæll. Ég held honum hafi aldrei hlekkzt neitt á sem orð sé á gerandi í sjötíu ára sjómanns- ferli sínum, þar af í fjörutíu og fimm ár sem formaður. Hann var fyrst lengi formaður á Dröfn, sem hann tók við af Helga, þegar hann fékk nýjan bát og stærri, en síðan á eigin bát, Kristjáni, sem nú myndi kölluð t Bróðir okkar, OTTÓ HEIÐAR ÞORSTEINSSOIM múrari, Efstalandi 24, Reykjavík, áðurtil heimilis i Dvergabakka 24, sem lést í Borgarspítalanum 21. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. mars kl. 10.30. Systkini hins látna og aðrir vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SKJÖLDUR EIRÍKSSON fyrrverandi skólastjóri, Marklandi 14, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. mars kl. 13.30. Minning Sesselja Níelsdóttir, Ragnhildur Skjaldardóttir, Níels Skjaldarson, Elín Ág. Ingimundardóttir, Eiríkur S. Skjaldarson, Hulda Hrafnkelsdóttir, Stefán Skjaldarson, Birgit Nyborg og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HREFNU ÓLAFSDÓTTUR, Akurgerði, Hrunamannahreppi. Guðmundur Sigurdórsson, Tryggvi Guðmundsson, Anna Brynjólfsdóttir, Ármann Guðmundsson, Hrefna Hannesdóttir, Hlynur Tryggvason, Hannes Ármannsson, Bergný Ármannsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR frá Melshúsum. Sérstakar þakkir fœrum við öllu starfs- fólki 4. hæðar Sólvangs, Hafnarfirði. Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Heimir Rögnvaldsson, Þórarinn Bjarnason, Kristi'n Stefánsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Þorvaldur G. Jónsson, Birna H. Bjarnadóttir, Auður Bjarnadóttir, Þorsteinn Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. Páll Kr. Pálsson Þegar Páll Kr. Pálsson organ- isti í Hafnarfirði andaðist hinn 29. október 1993 var ég fjarverandi á spítala og gat því miður ekki ver- ið við útför hans, er gerð var frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Það var upphaf kynna okkar Páls að lög- reglunni í Reykjavík bárust boð frá nýstofnuðu sambandi nor- rænna lögreglukarlakóra um að taka þátt í móti allra lögreglukóra á Norðurlöndum. Mótið skyldi haldið í Stokkhólmi í júlímánuði 1950. Nú stóð þannig á hjá okkur í lögreglunni að kór sá er stofnaður var 1936 lagðist niður er landið var hernumið, en nú skyldi kórinn endurreistur. Þeir sem stóðu fyrir því að koma þessu í framkvæmd voru Friðjón Þórðarson, fulltrúi lögreglustjóra, síðar alþingismað- ur og ráðherra, Guðbjörn Hansson yfirvarðstjóri, Matthías Svein- björnsson varðstjóri og fleiri. En nú vantaði söngstjóra og hann góðan. Það varð því úr að leitað var til Páls Kr. Pálssonar er þá var nýkominn frá námi í orgelleik og tónlistarfræðum í Bretlandi og Svíþjóð og var í miklu áliti meðal tónlistarmanna. Páll tók ljúfmann- lega í þessa beiðni okkar um að gerast söngstjóri vegna þessarar ferðar. Þóttumst við nú hólpnir að allt færi vel. Ég býst við að Páll hafí viljað minnast foreldra sinna, en Páll faðir hans var lög- reglumaður og söngelskur og móð- ir hans, Kristín, gáfuð ljóðakona. Þetta var mikið átak fyrir lög- reglukórinn, en Páll heitinn var bjartsýnn og gekk ótrauður til verks. Gömlu lögreglumennirnir er ég minntist á og voru vinnufélagar Páls Árnasonar töluðu mikið um heimili þeirra hjóna er höfðu yndi af að hafa á heimili sínu fólk er gat sungið og spilað á hljóðfæri, enda voru börn þeirra bráðmús- íkölsk og bókmenntasinnuð. Þarna kom því margt þekkt fólk úr söng- og menntalífi bæjarins. Páll varð strax vinsæll á meðal okkar kórmanna og var stjóm hans markviss og ákveðin. Hann hafði sér til aðstoðar við raddæf- ingar Matthías Sveinbjörnsson og þetta æfðist og small saman þegar á hólminn var komið. Fórum við út á tilsettum tíma og var þetta sannkölluð ævintýraferð. Það var hart um gjaldeyri á þessum árum, en einhvern veginn bjargaðist þetta allt saman og einn bjartan morgun hófum við okkur á !oft í hinum glæsta farkosti Loftleiða, Gullfaxa, og flugum til Noregs í fyrsta áfanga, því ekki var hægt að fljúga til Stokkhólms beint. Við lentum síðan í Ósló og sameinuð- umst frændum vorum Norðmönn- um sem ætluðu að taka járnbraut- ina til Stokkhólms. Við dvöldum í besta yfirlæti hjá frændum vorum en síðan var haldið af stað til Stokkhólms næsta dag. Þegar þangað kom tóku félagar úr sænsku lögreglunni á móti okkur \ trilla. Ekki veit ég hvenær það heiti kom á smábáta, líklega á fimmta áratugnum, þegar báta- flotinn tók almennt að stækka, og vélarnar almennt hraðgengar „trillur" í smábátum. Við Jón bjuggum um tíma í sama húsi, og ég þá orðinn há- seti, og formaður minn hafði mig til að ræsa háseta til róðra. Það bar oft við að við Jón fórum að jöfnu að ræsa á nóttu, mér er minnisstæður asinn á honum. Hann klæddist gjarnan vesti utan yfir peysuna og þar yfir stakk, sem hann gaf sér ekki tíma til að hneppa að sér. Ég sá það oftar en einu sinni að neðsta talan hafði hneppst upp á vestið allt upp und- ir miðju. Hann var ekki lengi að tína á sig spjarirnar, þegar verkin kölluðu. Þá minnist ég og þess að þó hann gengi skakkur af gigt- inni, þá skeiðaði hann inn þorps- götuna og hvarf mér jafnan skjót- lega. Jón Elíasson var um skeið hreppsnefndarmaður í Hólshreppi, og einn af Heiðursköllum Sjó- mannadagsins í Víkinni. Jón kvæntist ekkju, Benediktu Guðmundsdóttur, Örnólfssonar, hinni ágætustu konu, sem átti tvo drengi sem Jón gekk í föðurstað. Annar þeirra var Bergur, vélstjóri í Víkinni, hinn var Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungavík í mörg ár. Þau Benedikta og Jón áttu tvö börn saman, Elías, aðalvarðstjóra, og Sigríði, kennara. Bæði eru þau Elías giftar manneskjur og eiga börn. Hjónalíf þeirra Benediktu og Jóns var til fyrirmyndar, það var nú ekki rifrildið á þeim bæ. Það var tíðum svo hart mannlíf í Víkinni, að menn höfðu gilda ástæðu til að gera því skóna að líf væri eftir þetta líf, þar sem róðurinn væri ekki eins kaldsamur og veðrasamur, og ekki sama bak- raunin við bátana í setningi. Ef þessi hefur orðið raunin á fyrir Jóni, þá er ekki að óttast um við- tökurnar. Ég veit ekki til að nokkrum manni hafi legið illt orð til Jóns Elíassonar. Hann var að allra dómi hinn ágætasti drengur. Ásgeir Jakobsson. með rausn og myndarskap. Síðan hófst mótið með pompi og prakt og held ég að óhætt sé að segja að kórinn hafi staðið sig með prýði. Var tiltekið í dómum um söng hans hve tenórarnir hefðu verið bjartir og fagrir. Ég geri hér að umtalsefni þessa fyrstu ferð okkar til Stokkhólms vegna þess að þetta var fyrsta ferð kórsins til útlanda er tókst með ágætum þrátt fyrir smæð hans miðað við hina kórana. Nú er liðin hálf öld síðan Páll tók við lögreglukórnum og stjóm- aði honum í 18 ár. Síðan hafa margir ágætir menn stjórnað hon- um. Lifir kórinn ennþá góðu lífi og hefur gert víðreist, en það er vissa mín að Páll hafi lagt grunn- inn að velgengni hans með dugn- aði sínum og drengskap. Þeir eru nú ekki margir sem eftir lifa sem fóru með kórnum til Stokkhólms 1950, en þeir hugsa með þakklæti og hlýju til stjómandans nú þegar hann er allur. Kynni okkar Páls leiddu til þess að við urðum góðir vinir og fómm að ferðast saman víða um lönd okkur til ánægju og gleði og ekki síður innanlands. Þessum ferða- lögum héldum við áfram meðan heilsan leyfði. Páll var velviljaður og ráðhollur og ólatur við að gera öðrum greiða. Það held ég að verði niðurstaðan þegar upp verður staðið hjá þeim fjölmörgu er höfðu kynni af þessum mæta manni. Nú þegar er komið að kveðju- stundu þá sakna ég þessa fjölvísa og gáfaða manns er létti mér stundir, þess manns er ég á margt að jiakka. Ég sendi börnum og ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingólfur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.