Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 43

Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 43
Minning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 43 Valur Snorrason Allur sá fjöldi fólks sem fylgdi Vali Snorrasyni síðasta spölinn, laugardaginn 12. mars, komst naumlega fyrir í hinni nýju og rúm- góðu kirkju á Blönduósi, en legstað- ur hans var gerður þar í kirkjugarð- inum. Undanfarin misseri hafði Valur háð baráttu við erfið veikindi. Snemma á síðastliðnu ári fór hann í hjartaígræðslu til Svíþjóðar. Sú aðgerð gekk samkvæmt áætlun en fljótt kom annað óvænt í ljós. Nýru hans urðu óstarfhæf og orsakaði það stöðuga læknismeðferð bæði í Gautaborg og í Reykjavík. Undirbú- in voru nýrnaskipti þar ytra, sem átti að verða áfangi til nýs og heil- brigðara lífs. Allt var gert til þess að betur mætti horfa og sigur að vinnast í orrustunni milli lífs og dauða með aðstoð háþróuðustu læknavísinda. En snögglega var klippt á þráðinn og Valur var allur. Lögmál lífs og dauða fór sínu fram og máttur gróandi lífs laut í lægra haldi. Allur fólksfjöldinn við jarðar- för Vals sýndi ótvírætt það rúm sem hann átti í hugum samferðafólksins og það hlaut að óska að samfylgdin yrði lengri, mótuð heilbrigði og starfsorku. Valur var einn af átta börnum hjónanna Þóru Sigurgeirsdóttur og Snorra Arnfinnssonar. Dæturnar eru tvær og synirnir sex. Þau hjón- in fluttu til Blönduóss frá Borgar- nesi árið 1943. Valur var fæddur á Siglufirði en faðir hans hafði verið bústjóri á kúabúi kaupstaðarins á Hóli um skeið eftir að hafa lokið i búfræðiprófi á Hvanneyri. Frá Siglufirði lá leið þeirra hjóna til Borgarness þar sem Snorri var hót- elstjóri um skeið, en þaðan til Blönduóss svo sem áður segir. Þau Þóra og Snorri voru bæði Vestfírð- ingar en Húnvetningar tóku þeim vel og þau féllu auðveldlega inn í húnvetnsk lífsmunstur. Snorri var athafnasamur bjartsýnismaður. Hann byggði upp öflugan hótel- rekstur á Blönduósi og var mjög virkur í félagsmálum sýslunnar allr- ar. Hvers konar félagsmálum veitti hann aðstöðu í húsum sínum, en einkum voru það ungmennafélags- mál og flokksmál framsóknar- manna sem honum voru hjartfólgin og sást hann naumlega fyrir í því efni. Á heimili þeirra hjóna áttu samstarfsmenn og vinir hlýjar stundir og börnin uxu og döfnuðu. Snorri Arnfinnsson var fæddur aldamótaárið. Hann varð ekki gam- all maður og réðust ævilok hans með áþekkum hætti og sonarins nú. í þessu umhverfi og þessum jarð- vegi óx Valur upp. Átta ára gam- all fór hann í sveit að Flögu í Vatns- dal og var þar næstu sumrin fram um fermingaraldurinn. Leiðir tveggja annarra bræðra hans lágu einnig fram í dalnum og tryggðir mynduðust sem ekki hafa slitnað þótt tímar hafi liðið og fjarlægðir milli hlutaðeigenda. Valur gerðist rafvirki að lærdómi og stundaði þá iðn en um tveggja áratuga skeið var hann ráðsmaður við Héraðshælið á Blönduósi eða þar til hann varð að láta af föstu starfi vegna sjúkdóms síns. Hann fetaði í fótspor föður síns um að vera virkur í félagsmálum. Hann var formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, svo sem faðir hans hafði verið og sat í sýslunefnd fyrir Blönduós. Virkur Lionsfélagi var Valur meðan heilsan hans leyfði. Allt dagfar hans mótaðist af góðvild og greiðasemi og fólkinu þótti gott að hafa hann sín á með- al. Hann var góður og heilsteyptur félagi og vinur vina sinna. Tengslin við Vatnsdalinn urðu áþreifanlegri með árunum og sýnilegri öllum er hann byggði sér sumarbústað sunn- an við túnið á Flögu, sem hlaut hið yfirlætislausa nafn Hálsakot. Þar hóf hann strax skógrækt. Síðar þróuðust málin þannig að Valur varð eigandi jarðarinnar og þar hugði hann á framtíð sína sem vatnsdælskur bóndi. Á síðari árum hafði Valur snúið sér að hrossaeign og hestamennsku og ætlan hans var að reka hrossabú að Flögu. Svo mikil var alvara hans í því efni að hann lagði í dýra framkvæmd um gerð æfingavallar þar heima á Flögu og ætlaði að skapa öðrum syni sínum þar góða aðstöðu til frambúðar. Svo mikið er víst að Vatnsdælingar fögnuðu þessum áformum öllum, sem nú verða í nokkurri óvissu um skeið. En hann Valur var ekki einn í lífinu. Hann kvæntist Kristínu dótt- ur Ágústs bifreiðastjóra Jónssonar á Blönduósi og konu hans Margrét- ar Jónsdóttur. Þau hjón voru bæði aðflutt, sem foreldrar Vals, Ágúst Vestfirðingur en Margrét Akur- eyringur. Unnu þau sér ósvikinn þegnrétt í Húnavatnsþingi, sem for- eldrar Vals. Kristín Ágústsdóttir gerðist stöðvarstjóri pósts og síma á Blönduósi fyrir nokkrum misser- um. í veikindum manns síns stóð hún við hlið hans þar til yfir lauk. Þar um var enginn efi. Börn þeirra Kristínar og Vals eru þijú, tveir synir og dóttir, en áður hafði Krist- ín eignast dóttur svo að systkinin eru fjögur. Margrét er elst, búsett á Hellu, næst er Þóra, búsett á Blönduósi, síðan Ágúst, við nám og Valur yngstur, við nám að Hólum í Hjaltadal. Sem gamall Vatnsdælingur hlýt ég að óska þess að draumurinn hans Vals Snorrasonar um búskap- inn á Flögu rætist þótt sjálfur hafi hann verið hrifinn frá ætlunarverki sínu. Tímans rás verður ekki stöðv- .uð og við mannanna börn sjáum svo skammt til hins ókomna. Aðeins getum við óskað og vonað og tekið þátt í því sem gerist í kring um okkur, hvort sem er í gleði eða sorg. Við hjónin vottum öllum nánustu aðstandendum Vals Snorrasonar einlæga samúð og biðjum þeim blessunar um alla framtíð. Grímur Gíslason. t Herra ALFRED J. JOLSON S.J. Reykjavíkurbiskup, verður jarðsunginn frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti, mánudaginn 28. mars 1994, kl. 13.30. Að athöfn lokinni er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Perlunni. Prestarnir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ÞORSTEINS SÆTRAN. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans. Fyrir hönd vandamanna, Sigrún Kristfn Sætran. Tölvubylting- í skákheiminum Skák Margeir Pétursson SÍFELLT öflugri einkatölvur á almennum markaði setja stöðugt meiri svip sinn á skákheiminn. Skák og tölvur hafa lengi átt samleið og hafa gífurlegir fjár- munir verið settir í þróun skák- hugbúnaðar. Um nokkurra ára skeið hafa verið til staðar gagna- bankaforrit fyrir skákmenn sem hefur gert undirbúning fyrir keppni mun markvissari og auð- veldari en áður þekktist. Nú eru skákforrit sem tefla orðin svo sterk að þau eru orðin ómissandi hjálparhella margra stórmeist- ara við útreikninga á flóknum stöðum. Þegar einvörðungu reynir á út- reikninga eiga jafnvel fremstu skákmenn erfitt uppdráttar gegn nýjustu forritunum, en hönnuðir þeirra. eiga samt langt í land með að færa þeim þá stöðutilfinningu og innsæi mannlegrar hugsunar sem lærist aðeins með langri reynslu. Þeir eru margir tölvusér- fræðingarnir sem hafa þá göfugu hugsjón að sanna yfirburði gervi- greindarinnar yfir aumum heilas- ellugraut mannskepnunnar. Þó er það ekki einu sinni í sjónmáli að tölvur nái að tæma skáklistina og tefla hina fullkomnu skák. Það er hins vegar orðin dijúg aukabúgrein hjá sumum erlendum stórmeistur- um að tefla við tölvur sem nokkurs konar tilraunadýr. Intel semur við PCA Þeir Kasparov og Short rök- studdu klofning sinn út úr Alþjóða- skáksambandinu í fyrra meðal ann- ars með því að FIDE hefði ekki staðið sig nægilega vel í að mark- aðssetja skákviðburði og útvega sterkustu skákmönnunum tekjur. Nýtt atvinnumannasamband þeirra, PCA, gerði svo nýlega tímamóta- samning við tölvufyrirtækið Intel. Um er að ræða stærsta fjármögnun- arsamning í sögu skáklistarinnar, Intel mun fjármagna skákviðburði fyrir hátt í milljarð íslenskra króna, en PCA þarf að tryggja þátttöku bestu skákmannanna og sjónvarps- sýningar frá mótunum. Velgengni Intel, sem sérhæfir sig í gerð örgjörva, hefur verið með ólíkindum síðustu árin og fyrirtæk- ið hefur stöðugt aukið markaðshlut- deild sína. Með þessum samningi virðist samband tölvutækninnar og skáklistarinnar endanlega hafa ver- ið innsiglað. Þeir ungu nýta tæknina Það er því engin hætta á því að tölvutæknin eyðileggi skáklistina. Þvert á móti opnar hún skákmönn- um nýjar víddir og möguleika. Lík- legt er að stærstu skákkeppnir næstu aldar verði viðureignir mann- legs heimsmeistara við sífellt vand- 'aðri forrit keyrð á stöðugt hraðvirk- ari vélum. Þess má vænta að öll líkams- og heilastarfsemi mannlega keppandans verði skráð og mistök hans og snilld skilgreind nákvæm- lega. Þær upplýsingar má svo þeim nýta til vamaðar og eftirbreytni sem starfa við ákvarðanatöku undir álagi. Geysilegar vinsældir skákforrita, skáktölva og gagnabankaforrita hafa orðið til þess að auka enn á útbreiðslu þessa elsta leiks mann- kynsins. Þessi hjálpartæki eru helsta skýringin á því hvers vegna meðal- aldur sterkustu skákmanna heims lækkar sífellt. Hægt er að skoða miklu fleiri skákir á stuttum tíma en áður og ekkert vandamál að tefla við verðugan andstæðing. Það þarf ekki lengur að bíða eftir því að pabbi eða afi komi heim úr vinnunni, held- ur einfaldlega kveikt á tölvunni. Það er þó vert að láta nokkur varnaðarorð fylgja fyrir unga skák- menn. Sjálfsagt er að hagnýta sér gagnabankana, en gott getur verið að lesa um skákirnar á bók um leið og þær eru skoðaðar á tölvuskjánum og skrá inn eigin athugasemdir. Skákforritin eru varasamari, enginn skákmaður á uppleið ætti að tefla meira en helming æfingaskáka sinna við þau. Ofnotkun getur leitt til þess að notandinn fari ósjálfrátt að líkja eftir stíl tölvunnar. Aragrúi misgóðra skákforrita Hér á Islandi er til mikið úrval skákforrita sem tefla og fást þau í flestum tölvuverslunum. Styrkleiki þeirra er afar misjafn og fer einnig eftir því á hversu öflugri tölvu þau eru keyrð. Sum eru komin nokkuð til ára sinna og kosta lítið, en eru langt frá þvf að vera eins snjöll og nýjustu útgáfur þeirra stærstu á markaðnum. Af þeim bestu og mest auglýstu má nefna Chess Genius 2, MChess Professional, Chess Master 4000 og Fritz2. Það eru ótrúlegustu möguleikar sem koma upp þegar skákir stór- meistara eru prófaðar með þeim. Það er heldur ekki nema á færi sterkustu skákmanna að sigra þessi forrit og þegar komið er niður í fimm mínútna hraðskák eru þau orðin nærri ósigrandi. Þurfi einhver á því að halda að bæta skorið gegn þeim, má þó stilla styrkleika þeirra og skákstíl eftir þörfum. Auk almennra tölvuverslana hef- ur sérverslun skákmanna, Skák- húsið við Hlemm, upp á úrval að bjóða af bæði skákforritum og skáktölvum. Sérstakar skáktölvur geta hentað vel fyrir áhugamenn enda er þá hægt að tefla á venju- legu skákborði. En sé það styrkleik- inn sem verið er að sækjast eftir, eru betri kaup í forritunum. Kjarni hf. í Kópavogi býður upp á nýjustu útgáfur forritanna og hefur verið brautryðjandi í því að kynna þau hér á landi. Upplýsingabylting Þeir eru margir sem hafa spreytt sig á að taka skák við tölvu en gagnabankaforrit fyrir skák hafa lítilli útbreiðslu náð hér á landi. Líklega er það vegna þess að þótt forritin sjálf hafi verið á viðráðan- legu verði hafa framleiðendur þeirra selt gögn sín afar dýrt. Þessi forrit eru orðin afar þægi- leg í notkun og bjóða upp á ótrúleg- ustu möguleika. Það er fátt sem þau geta ekki gert við skáksöfnin. Þýska hugbúnaðarfyrirtækið ChessBase í Hamborg varð fyrst til að koma fram með sinn gagna- banka og hefur eðlilega notið þess. Nú er það fjórða kynslóð ChessBase forritsins sem er á markaðnum. Gögn sem koma frá þeim eru afar vönduð og villur vart sjáanlegar. ChessBase býður t.d. upp á öll 58 bindi handbókarinnar Informators á disklingum eða geisladiski. Skák- skýringar eru teknar með í nýjustu bindunum. Það er gífurlegt hagræði að því að hafa t.d. þau 10 síðustu saman í einum gagnabanka. I áskrifendaþjónustu sinni býður ChessBase uppá skýrðar skákir. Skákforritið Fritz2, sem hefur unn- ið hraðskákir af Kasparov, er frá sama fyrirtæki og er það geysilegur kostur að hægt er að hafa bæði hann og gagnabankaforritið í gangi í einu. Um leið og farið er yfir skák getur því notandinn prófað eigin hugmyndir á Fritz2. Það ber þó að taka fram að Fritz2 stendur a.m.k. Chess Genius 2 allnokkuð að baki. NiC-Base frá New in Chess í Hollandi er gagnabankaforrit byggt upp á svipaðan hátt og ChessBase. Fyrirtækið, sem er í forystu í skák- útgáfu, gefur út vinsælt tímarit og fjórar bækur á ári um byijana- fræði. Áskriftarþjónusta Nic-Base er sú fljótvirkasta sem í boði er en auk þess leggja Hollendingarnir áherslu á að gefa út bók og disk um sama efni í einu. Nýjasta kerfið á markaðnum heitir Chess Assistant og er mun ódýrara en keppinautarnir. Það var sjálfur Anatólí Karpov, FIDE- heimsmeistari, sem lét hanna þetta kerfi fyrir sig og fyrirtæki hans heitir Karpovsoft. Forritið ásamt rúmlega 200 þúsund skákum kostar aðeins 25 þúsund krónur, sem er margfalt lægra en hjá keppinautun- um. Til samanburðar má nefna að ChessBase forritið eitt ásamt 1.300 skákum kostar 20 þúsund krónur og á þá eftir að greiða innflutnings- gjöld. Chess Assistant hefur að auki þann kost að vera ótrúlega fljót- virkt. Á tölvum með 486 örgjörva tekur það forritið aðeins 1-2 mín- útur að leita í gegnum 200 þúsund skákir og því óþarfi að skipta þessu safni upp í fleiri gagnabanka. Þá er útprentun á skákum og stöðumyndum afar auðveld með hjálp Chess Assistant og hentugt fyrir taflfélög, skóla og fleiri sem gefa út dreifibréf með skákefni. ChessBase og NiC-Base bjóða einn- ig upp á hjálparforrit til útgáfu- starfsemi, en þau þarf að kaupa sérstaklega. Chess Assistant er eina gagna- bankaforritið sem hægt er að kaupa beint hér á landi hjá umboðs- og þjónustuaðila, sem er Rökver hf. í Kópavogi og er það eina sem hefur verið aðlagað að íslenska stafrófinu. Missum ekki af lestinni Eftir allmikla reynslu í notkun forrita sem tefla og gagnabankafor- rita get ég hiklaust mælt með þeim við skákáhugamenn á öllum aldri. Þetta eru frábær hjálpartæki fyrir alla þá sem hyggjast ná árangri í skákkeppnum. Það er líka mikill kostur við gagnabankana að not- andinn getur skráð eigin skákir inn í þær og rifjað þær síðan auðveld- lega upp. Ég ætla mér ekki þá dul að bera saman styrkleika forritanna sem tefla, en af gagnabönkunum er langmest reynsla komin á Chess- Base og hann býður upp á mest úrval gagna. Hann verður að teljast besti kosturinn fyrir þá sem ekki horfa í aurinn, en þolir engan veg- inn verðsamanburð við Chess Ass- istant. Fyrir þá sem ekki vilja taka stór skref í einu má benda á þann mögu- leika að kaupa Fritz2 einan og sér. Hann er nefnilega ekki bara skák- forrit heldur líka nýtanlegur sem gagnabanki og hægt að setja inn eigin skákir. Þar með eru slegnar tvær flugur í einu höggi, en óvíst að þetta dugi lengi eftir að notand- inn er kominn á bragðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.