Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
vogsskóla
Nemendur og kennarar í
Fossvogsskóla héldu hátíð
í tilefni af 50 ára afmæli lýð-
veldisins í húsakynnum sínum
á fimmtudaginn. Meðal annarra
hluta voru flutt erindi, fáninn
hylltur og nemendur sýndu og
kynntu vinnu sína. Fjöldi gesta
sótti hátíðina, meðal annarra
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir. Meðfylgjandi mynd-
ir voru teknar við þetta tæki-
færi og þær tala sínu máli.
SKRIFFINN SKA
Imelda með ævisögu
Imelda Marcos, 64 ára gömul fyrr-
um harðstjórafrú á Filippseyj-
um, situr nú og vinnur hörðum
höndum að því að rita ævisögu sína.
Ríkidæmi hennar heyrir fyrir löngu
sögunni til, en hún er góðu vön og
vonast til þess að auðgast vel á
bókinni. Þegar hún situr ekki að
skriftum, ver hún tíma sínum að
mestu í félagsskap lögfræðinga
sinna sem undirbúa áfrýjunarrétt-
arhöld, en Imelda var dæmd fyrir
fjárdrátt og spillingu í heimalandi
sínu og dæmd til 18 til 24 ára dval-
ar í svartholi. Hún áfrýjaði að sjálf-
sögðu og var sleppt gegn tryggingu.
Imelda segist bjartsýn að dómur
falli henni í vil, lögfræðingar sínir
hafi unnið vel og annar dómur
væri ósanngjarn. Þótt Imelda fái
ef til vill góða summu fyrir útgáfu-
réttindin að ævisögunni og hugsan-
lega einhveija fúlgu fyrir kvik-
myndaréttinn, verða það trúlega
smápeningar við hliðina á þeirri
summu sem hún hafði rakað saman
sem harðstjórafrú Ferdinands
Marcosar sem steypt var af stóli
1986 og lést síðan 1989. Varlega
áætlað námu eignir frúarinnar 1,6
milljörðum dollara. Raunar eru ekki
allir sáttir á að tala um eignir frúar-
innar. Telja að auðnum hafi hún
stolið frá filippeysku þjóðinni og
kæmi ekki á óvart þótt sú söguskoð-
un eigi talsvert fylgi. Imelda býr á
Filippseyjum og lætur sér minna
duga en áður á öllum sviðum.
Imelda Marcos
DISKO
Margir fallnir
í valinn
Fyrrum diskódrottningin Donna Summer sneri
sér fyrir nokkru alfarið að bandarískri
dreifbýlistónlist. Stunuþrunginn söngurinn,
mjaðmasveiflurnar og kynþokkafulli klæðnaðurinn
heyra því sögunni til, en í staðinn er kominn kú-
rekahattur, gallabuxur og köflótt skyrta. Hún
sagði nýverið, að við lægi að hún gæti ekki flett
gömlu myndaalbúmunum sínum frá diskótímanum
án þess að fella tár.
Þetta var geggjaður tími, fólk flykktist út í
næturlífið til að dansa og verða ástfangið. Ég
umgekkst mikinn fjölda fólks nær daglega um
Iangt skeið. Þegar ég fletti myndunum get ég
ekki orða bundist, svo margir þeirra eru látnir úr
eyðni,“ segir Summer.
Söngkonan, sem nú er 45 ára, segir að
eftirlætislagið hennar á þessum tíma hafi verið
„Last dance“ og hefði sig ekki órað fyrir því hversu
táknrænt það nafn átti eftir að verða fyrir tímabil-
ið í heild sinni.