Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 45

Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 45 Jessiea Hahn eins.og hún lítur út í dag HNEYKSLIÐ Móðir tálkvendis féll í valinn Margir muna eflaust eftir tál- kvendinu Jessicu Hahn, en það var hún sem setti sjálfa sig og hinn svikula sjónvarpspredik- ara Jim Bakker í sviðsljósið árið 1987, er hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Bakker og svo langt hefði gengið að þau hefðu staðið í ástarleikjum inni í kirkju safnað- ar Bakkers og að Bakker og annar ónafngreindur predikari hefðu eitt sinn nauðgað sér, en greitt stórfúlgu fyrir að leggja ekki fram kæru gegn þeim. Hahn auðgaðist nokkuð á þvl að selja blöðum og tlmaritum viðtöl og greinar um hneykslið og mest hafði hún upp úr krafs- inu hjá „Playboy". tímaritinu hans Hugh Hefner, sem greiddi henni eina milljón dollara fyrir einkafrásögn af kynlífsatriðum hneykslisins, auk þess sem ritið mátti birta af henni nektar- myndir, Þóknunina notaði hún til að laga til tanngarðinn, nefið og barminn, auk þess að kaupa sér Ibúð I Hollywood. Afhjúpunin var slður en svo sársaukalaus þótt Hahn sé talin vera með þykkan skráp. Móðlr hennar Jessica Moylan lést úr lystar- stoli (anorexiu) tveimur árum eftir að hneykslið varð uppvtst, „Hún varð þunglynd vegna málsins og sársauki hennar var mín sök. Eg verð að sætta mig við orðinn hlut, en ekkert verður aftur tekið," segir Hahn sem segist að auki vonast til þess að geta senn sýnt gervallri Holly- wood að hún sé efni I snjalla leikkonu. SJUKDOMAR Heilsubrest- ur Barry Gibb Skrækirnir I Bee Gees hafa orðið að fresta og ef til vill aflýsa alfarið hljómleikaferðalagi um gerv- alla Evrópu sem hefjast átti í næsta mánuði vegna heilsubrests Barry Gibb, Á hann við slæma gigt að etja og er hann svo kvalinn að læknar hans hafa varað hann við því að reyna á sig, hann gæti skaðað sig varanlega. Barry Gibb hefur einnig fengið vægt hjartaáfall, Gibb, sem er 46 ára gamali, hefur sagt félögum slnum I sveitinni, að hann muni taka eins virkan þátt I útgerðinni og frekast er kostur, hins vegar verði hann að sinna kalli lækna sinna að þessu sinni, fram hjá því verði ekki litið, Hann einfaldlega ráði ekki við dæm- ið sem stendur, Verst þykir þó Barry að vita ekki hvenær eða hvort hann getur tekið þráðinn upp að nýju. Barry Gtbb COSPER Ég get ekki opnað verkfæratöskuna. kilpplkllpþ kllpplkllpp winm FJÖLSKYtDU TIIJBOÐ Ef þú kaupir færðu aðra 1994 er ár fjölskyldunnar. Ef þú klippir út þessa auglýsingu kemur með hana á Hard Rock kaupir eina máltíð færðu aðra frítt, ^ sunnu^aga f mars Qg aprfl undanskyldir. SÍMI 689888 kllpplklipp m klipplklipp N ^ : r Lslandskosuir . ■ Arshátíðir v Verð Irá 1400 kr. á tnann G14849 DUXINN... námstækninámskeið Besta fermingargjöfin í ár. Bók og snældur. Verð kr. 2.900,- HRAÐLESTRARSKÓLINN, sími 642100__ RÝMINGAR- Vorum að taka inn mikið úrval húsgagna, sem öll eiga að seljast á útsölunni. Vegna breytinga á verslun okkar rýmum viðfyrir nýjum vörum. Húsgögn í öll herbergi, búsáhöld, gjafavöruro.fl. á stór-útsölu Bleika fílsins Tilvalið tækifæri til að kaupa fermingargjafir á frábæru útsöluverði. ÚTSALA BLEIKI FÍLLINN TRÉFORM HF SMIUJUVEC.I 6, KÓPAVUGI © 91-44544

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.