Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 49

Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26, MARZ 1994 49 BASKAHATIÐ I HASKOLABIOI GRAN SOL Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri Ferran Llagost- . era. Handrit byggt á bók eftir Baskann Ignacio Alde- ! oca. Spánn 1992. l í kynningarbæklingi Hrey- ’ fimyndafélagsins stendur eitt- hvað á þá leið að hér sé á ferðinni sjómannaharmleikur sem gerist undan ströndum írlands. Á fiskislóð sem Spán- vetjar kalla Gran Sol, (sol þýðir I þessu sambandi sól- koli, sólskin víðs ijarri). Þeir verða fyrir áfalli og halda til 5 hafnar. Geta ekki snúið tóm- ) hentir heim og Ægir tekur I sinn toll. Það sem að gerist um borð í fiskiskipinu Lagunar má segja að sé eitthvað á þessa leið. En í rauninni er þetta ósköp venjulegur veiðitúr á ijarlæg fiskimið sem gæti verið farinn hvar sem er, hvert sem er. Lagunar er gamall ryðkláfur, hálfyfir- byggður síðutogari, (dagar þeirra auðsjánlega ekki al- staðartaldir), mannskapurinn þreyttur, af besta aldri og í rauninni gerist harla fátt. Sjó- menn um allan heim kunna einfaldlega ekki við sig ann- ars staðar en úti í ballarhafi þó fábreytnin ráði ríkjum og maður finnur til þessa að- dráttarafls þrátt fyrir allt baslið um borð í Lagunar. Þeir atburðir sem gerast og standa uppúr juðinu á dekk- inu, röflinu í kokknum, hommabröndurunum á frí- vaktinni, eru eftir allt saman hlutir sem sjómenn geta ætíð vænst og fylgir lífi þeirra og störfum eins og skugginn; óhöpp í hafi, drykkjuskapur í höfn og óvægin tollheimta Ægis konungs. Þetta alþjóðlega „tungu- mál“ er styrkur myndarinnar og þá er sú landkrabbasýn ekki áberandi sem einkennir flesta þá sem gert hafa leikn- ar myndir um sjómenn og sjó- mannslíf. Þar fara oftast menn sem tæpast hafa migið í saltan sjó. Hafa sjaldnast fyrir því að leysa landfestar heldur er aðstoðarleikstjórinn sendur útá sjó í dagstund til að mynda veltinginn. Þeim skotum síðan endalaust splæst inná milli stúdíó- og innitaka um borð við bryggju. Hér er gert heldur betur, öll ofandekksatriði eru tekin útá rúmsjó önnur en þau þegar fengist er við trollið og önnur atriði sem tengjast skipinu em tekin um borð, í koppa- logni að vísu. Leikararnir eru órakaðir og „sjóaralegir", þ.e.a.s. eins og borgarbörn og sveitamenn ímynda sér, en manngerðirnar eru vel valdar. Þó að myndin sé svo sem ekkert sérstaklega merkileg þá segir hún vel sína fábrotnu en dagsönnu sögu sem slær á mun réttari nótur en dýrari stórvirki. Það er einnig forvitnilegt að bera saman umhverfi og hugsun- arhátt Baska og Islendinga sem er að flestu leyti náskyld- ur einsog Llagostera kemur sjóaralífið fyrir sjónir. Tasio Kvikmyndir Arnaldur Indriðason TASIO. Sýnd á baskneskri kvikmyndahátíð í Háskóla- bíói. Leikstjórn og handrit: * Montxo Armendariz. Yfirleitt eru kvikmynda- hátíðir hér á landi frá stór- þjóðum í kvikmyndagerð og því er ánægjuleg tilbreyting í því að fá hingað baskneska kvikmyndahátíð á vegum Hreyfimyndafélagsins. Eins og Islendingar vita best þarf kvikmyndagerð smáþjóða ekkert að vera neitt síðri en I hinna stóru og það sannast eftirminnilega í þeirri ágætu basknesku mynd Tasio eftir Montxo Armendariz. Tasio heitir eftir aðalper- sónu myndarinnar, veiði- manni og veiðiþjófi reyndar sem við fylgjumst með frá því hann er ungur drengur og fram til þess að hann er orðinn roskinn maður. Sögu- tíminn er alltaf óljós i fá- I breyttu og frumstæðu sveita- samfélaginu en er líklega um miðbik aldarinnar og sögu- sviðið er lítið baskneskt ijalla- þorp í gullfallegu landslagi, sem kvikmyndagerðarmenn- irnir hafa greinilega jafnm- ikla ánægju af að kvikmynda og íslenskir sitt land. Líklega eru flestar ef ekki allar baskneskar kvikmyndir á einn eða annan hátt tengd- ar sjáifstæðisbaráttu þjóðar- innar og í Tasio birtist hún.í sjálfstæði titilpersónunnar. Hann neitar að vera launa- þræll annarra en kýs frjáls- ræðið í fjöllunum í kring þar sem hann veiðir í gildrur og stundar viðarkolagerð og er alltaf sjálfum sér nægur. Hann eignast konu og bam sem bæði skilja frelsisþrána og tímamir lfða við funheita og hættulega kolabrennsl- una, veiðamar og ekki síst þetta að láta veiðivörðinn ekki klófesta sig. Tasio er ljúf og heillandi sveitalífsmynd sem minnir helst á Land og syni í einstak- lega einfaldri uppbyggingu. Frásögnin rennur hljóðlega áfram í gegnum stuttar svip- myndir af ævi veiðimannsins sjálfstæða, hversdagsmyndir Tryggvagötu 8, sími 17799 í kvöld laugardag: Vímr Dóra 5 ára afmælistÓBleikar kl. 22.00 Sunnudag: Simirapamir jaz/,tónfeikar Opið til kl. 01.00 Enginn aðgangseyrir KÓPAVOGSBÚAR Grafinn lax með hunangssósu Erntrecóte Bearnaiese aðeins 1.290 kr Guðmundur Haukur sér um fjörið >fe3$£S4k. MApWA R0SA llamraborg 11. sími 42166 OPID í KVÖLD Dúndurstuð með Danssveitinni og Evu Ásrúnu af ævi þar sem einstaka söng- ur við matarborðið rýfur kyrrðina, einstaka ball er haldið að kvöldlagi en tilveran er annars mótuð af harðri lífsbaráttu. Tasio er lítill og fallegur söngur, stundum ívið kómískur, til sveitarinnar og náttúmnnar og fábreyttra lífshátta og nægjusemi og ekki síst sjálfstæðis. Leikar- arnir fara allir sérlega vel með hlutverk sín og hin hófst- illta leikstjóm Armendariz, sem lætur myndavélina gjama líða hægt yfir hið gróðursæla landslag baska- héraðanna, sýnir að þar fer sögumaður sem kann vel til verka. Hann á aðra mynd á baskahátíðinni sem heitir Vegabréf Alou og segir frá Alou, ólöglegum innflytjanda frá Senegal sem ástfanginn verður af baskastúlku er hvetur hann til að setjast að hjá henni en hann er rekinn úr landi og þegar hann reyn- ir aftur inngöngu hafa yfir- völd fengið nóg. Basknesk kvikmyndagerð hefur blómstrað undanfarin ár og spurst vel út. Það er oft talað um landkynnningu í tengslum við íslenskar bíó- myndir og sjálfsagt smá- þjóðamyndir yfírleitt og það er varla hægt að ímynda sér betri landkynningu en Tasio. Dansleikur í kvöld frá kl. 22-3 Hljómsveitin T únis leikur Miðaverð kr. 800. Miða- og borðapantanir í símum 685090 og 670051. HIil llól ASWnÖKIX SNK.LAIÍMH: lOára aftnællshátíð á Hótdl ísliuidi í kvöld Glæsileg skemmtiatriði, flest úr rööum félagsmanna: Myndbanda- og skyggnusýningar úr sögu samtakanna. Bjarni Tryggvason, trubador. Omar „Snigiir Ragnarsson meö létt grín. Haukur Heiöar Ingóifsson aöstoöar. Tveir góöir leikþœttír: 1. SMJIXI VÍSITÍÍLIJSMGILL 2. MÁ EKKI UPPLÝSA Sniglabandið leikur tyrir dansi Malseðill Rækjur m/súrsætri sósu Heilsteikt lambafillé m/rosenpiparsósu (sdúett m/karamellusósu HOTEL jALAND Vcrð kr. 3.7041 m/mal. Vcrí) kr. 1.000 að loknu borílhaldi kl. 22. Miða- og borðapantanir í síma (91) 687111 í dag frá kl. 13-17. (AUKftSÝNING 30. HflRS Hljómsveitin 5aga Klaee og söngvararnir Bergíind djörk Jónasdóttir, ein af Borgardætrum og Reynir Guðmundsson halda uppi fjörinu á dansleiknum eftir sýningu. Miðaverð á dansleik 850 kr. Þœgilegt umíverfi - ögrandi vinningar! Þorvaldu Gunn ná upp vason ng u i 4 4 DANSBARINN Grensásvegi 7, símar 33311-688311 Hin eldhressa danshljómsveit Halli Olgeirs, Svenni Guðjóns, Palli Páls, Einar Bragi og Þórður Árna Gömlu brýnin um helgina Kvöldverður og miði á dansleik kr. 1.480,- M0NG0LIAN BARBECUE 1 1 Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.