Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 52

Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 10-31 C 1992 Fareus Cartoons/DiMnbuted by Uniwfsal Prets 8ynttof UAisó>u*:s/ceocrUAtíT /rEn mamma, þúsaQ^irad 'eg ac ttc a£ /rCmér- sunian/inruj, ■ " Hvar er fiðluleikarinn ykkar ? Ég get glatt þig með því að konan þín fær málið aftur. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 „Heilbrigði allra árið 2000“ Allt í plati? Frá Júlíusi Valdimarssyni: MIKIÐ fjaðrafok varð í Alþingi þegar landlæknir sendi alþingis- mönnum skoðanakönnun þar sem þeir áttu að ímynda sér að þeir væru heilbrigðisráðherra með naumt skammtað fjármagn. Voru þeir síðan beðnir að setja í for- gangsröð og skera niður tiltekna læknisþjónustu og aðhlynningu við sjúkt fólk. Alþingismenn brugðust ókvæða við, töldu sér ekki koma þetta við, þetta væri ekki svaravert og að vitlaust væri að þessu stað- ið. Það sem landlæknisembættið var að gera var þó aðeins að láta þá sjálfa komast í nálægð við af- leiðingar eigin verka, en á nokkrum árum, eða öllu heldur misserum, hafa þeir kúvent stefnu sinni í heil- brigðismálum. Árið 1991 var ákveðið að stefna að heilbrigði fyr- ir alla árið 2000 nú á hraðfara að skerða þjónustuna, jafnvel frá því sem nú er þannig að takmarkið virðist vera „Heilbrigði fyrir fáa árið 2000“. Árið 1977 samþykktu aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar að stefna að því að um næstu aldamót hefðu allir jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu sem gerði þeim kleift að lifa heilbrigðu lífi. Sjö árum síðar settu Evrópuríki innan stofnunarinnar sér 38 markmið sem ná þyrfti til að láta drauminn um „Heilbrigði allra árið 2000“ rætast (heimild — Bæklingur Heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins „íslensk heilbrigðisáætlun" útgef- inn 1992). í þessum anda var síðan samþykkt á Alþingi þingsályktun- artillaga í 32 liðum fram til ársins 2000.1 upphafi þessarar ályktunar Alþingis segir: „Tilgangur heil- brígðisþjónustunnar er að skapa jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, að bæta árum við lífið, heilbrigði við lífið og lífi við árin. Til þess að svo megi verða þarf að taka fullt tillit til heilbrigðissjónarmiða í þjóðfé- laginu.“ Ég get ekki annað séð en það forgangsröðunarkerfi og niður- skurðarkerfi, sem nú er verið að læða inn um bakdyrnar sé þvert á þessa ákvörðun Alþingis frá 1991. Allt er þetta byggt á nýtilkomnum kenningum fijálshyggjunnar sem hafa hlotið það háfleyga nafn „heilsuhagfræði". Þessi heilsuhag- fræði ákveður það í eitt skipti fyrir öll að þjóðin (við) muni aldrei vilja gera það sem til þarf til þess að hægt sé að lækna alla. En ég spyr — um hvað snýst pólitík ef ekki að fólkið sjálft fái tækifæri til þess að segja álit sitt á slíkri spurningu? Ég held að ef fólk yrði spurt um forgang þess hvert peningamir ættu að fara í þjóðfélaginu þá væru heilbrigðismál númer eitt. Bygging hæstaréttarhúss, borun jarðganga og jafnvel Þjóðarbók- hlaða yrði sett á eftir þessu í for- gangsröðinni. Eitt sinn var gerð tilraun í Bandaríkjunum með það hvað hægt væri að fá fólk til þess að gera á hlut annarra, einungis ef það væri ekki í nálægð við þá. Útskýrt var af virðulegum mönnum í hvítum sloppum að um vísindalega tilraun væri að ræða. Hópur fólks var síð- an beðinn um að ýta á margvíslega takka og útskýrt var hvernig í næsta herbergi fengi einhver raf- Frá Kristínu G. Magnús: SÍÐASTA sýning íslenska dans- flokksins er næstkomandi laugar- dagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Hér er á ferðinni mikill listviðburður. Á efnisskrá eru fjögur nútíma ballett- verk samin af ijórum höfundum, Stephen Mills, Auði Bjarnadóttur, Maríu Gísladóttur og Lambros Lambrou. Verkin eru ólík en öll eru þau sérlega vel unnin, áhrifarík og mjög skemmtileg. Það er hreint með ólíkindum hvað íslenska dans- flokknum hefur farið mikið fram. Ég álít mig hafa nokkra þekkingu á þessum málum þar sem ég lagði stund á ballett á mínum yngri árum, bæði heima og erlendis. Einnig hef ég átt þess kost að sjá margar ball- ettsýningar erlendis, nú síðast í febrúar sá ég stórkostlegar sýningar lost og biði líkamlegan skaða, auð- vitað í „rannsóknarskyni“. Rann- sókn þessi leiddi í ljós mikinn dóm- greindarskort því aðeins örfáir brugðust „rétt við“, það er neituðu að láta hafa sig í að valda öðru fólki skaða. Þegar alþingismenn eru að samþykkja eða láta gott heita um það óréttlæti og mannlegu þjáningu sem leiðir af núverandi heilbrigðisstefnu þá dettur mér oft þessi tilraun í hug. Ég hvet allan almenning til að tjá sig um heilbrigðismálin. Ég hef áhuga á að stofna til samtaka um húmaníska stefnu í heilbrigðismál- um sem hafi það að raunverulegu markmiði að allir hafi fullan að- gang að heilbrigðisþjónustu án nokkurrar mismununar. Ég bið þá sem hafa áhuga á þessu að skrifa til mín eða hringja í mig í síma 684801. Undirbúningsfundur að stofnun þessara samtaka verður laugardaginn 9. apríl nk. á Lækjar- brekku við Bankastræti kl. 14 og er hann opinn öllu áhugasömu fólki um breytta stefnu í heilbrigðismál- um. JÚLÍUS VALDIMARSSON Tómasarhaga 28, Reykjavík. hjá hinum heimsfrægu dansflokkum The Jeffrey Ballet og einnig Joseph Holmes Chicago Dance Theatre. Eftir að hafa séð svo stórkostlegar sýningar skal það viðurkennt að ég lagði af stað með svolitlum kvíða til að sjá íslenska dansflokkinn, en sá kvíði var ástæðulaus. íslenski dansflokkurinn á fyllilega upp á pallborðið með bestu ballettflokkum erlendis. „ Þegar ég sá sýninguna í Þjóðleik- húsinu ríkti mikil stemmning í saln- um, en það var ekki fullt hús. Ég vil hvetja fólk til að sjá síðustu sýn- ingu íslenska dansflokksins. Þetta er skemmtun fyrir unga sem aldna. Enginn listunnandi ætti að láta þennan listviðburð fram hjá sér fara. KRISTÍN G. MAGNÚS • Baldursgötu 37, Reykjavík. Sérstakur listviðburður HOGNI IIRKKKVISI „FLESTir? XBTTlR FA BNCtA VA SA PEMIN G/>.' " Víkveiji skrifar Víkverji var að furða sig á því að enn skuli vera til innlend- ar kartöflur á markaði hér. Á síð- astliðnu hausti var um það rætt að kartöfluuppskeran hafi verið það léleg, að birgðir innlendra kartaflna myndu ekki endast nema fram í febrúar eða í lengstu lög fram í marzbyijun. Enn eru til innlendar kartöflur og því er innflutningur óheimill. Kunningi Víkvetja sagði, er þetta mál bar á góma, að hér væri dæmi um það, hvernig íslenzkur landbúnaður græfi sér sína eigin gröf. Kartöflur hafi verið á mark- aði nú undanfarið, sem kunningjan- um fannst vart vera mannamatur og þetta ástand leiddi til þess að fólk færi að leita í annað meðlæti með steikinni, fiskinum eða hvað annars menn þorðuðu. Hann kvaðst sjálfur frekar kaupa hrísgrjón eða einhvern Ijúffengan pastarétt, en leggja sér þessar kartöflur, sem á markaðnum væru, til munns. Nið- urstaðan yrði að menn vendust af því að borða kartöflur og þar með væri skaðinn skeður fyrir íslenzkan landbúnað, óætið væri áfram á markaði og innflutningur bannaður. Þótt Víkveiji sé kannski ekki algjörlega sammála þessum kunn- ingja sínum um léleg gæði inn- lendra kartaflna nú, er áreiðanlega viss sannleikur í þessari gagnrýni hans. Það getur verið hættulegt fyrir landbúnaðinn að heimila ekki innflutning erlendra kartaflna, þótt til séu innlendar, sem ekki svara kröfum um gæði. Víkveiji verður hins vegar að viðurkenna að nýlega keypti hann kartöflur af tegundinni Helgu, sem alls ekki voru slæmar. xxx Mikill stórborgarbragur er að færast á hana Reykjavík. Á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í upp- hafi vikunnar er frá því skýrt að 35 ára gamall karl hafi verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að stinga 22 ára gamlan karl með hnífi. Á sömu síðu er sagt frá því að maður, sem hafi verið að ganga um Vesturberg aðfaranótt sunnudagsins, og orðið var innbrotsþjófa í verzluninni Straumnesi hafi farið að skipta sér af og ætlað að koma í veg fyrir innbrotið. Innbrotsþjófarnir gerðu sér þá lítið fyrir og misþyrmdu manninum með barsmíðum, svo að flytja varð hann í sjúkrahús. í sama eintaki Morgunblaðsins er sagt frá handalögmálum milli tveggja bílstjóra, þar sem upphafið var að annar þeirra virti ekki bið- skyldu á hringtorgi í Mosfellsbæ. Sá, er svínað var á, reiddist svo að hann veitti hinum eftirför og þvingaði hann út í vegarbrún. Deil- an endaði svo með handalögmálum, þar sem bílstjórarnir veltust um í vegarkantinum. Kærur bárust svo frá hvorum um sig til lögreglu. Já, heldur er þetta leiðinleg framkoma allt saman og ber vitni einhverri ofbeldishneigð. Ekki hef- ur Víkveiji svar við því, hvernig á því stendur að menn láta æ oftar hendur skipta og eru með líkams- meiðingar í ágreiningsmálum. Það er allavega ekki siðaðra manna háttur að láta hendur skipta. Hvort hér sé um að ræða linkind í dómum við ofbeldi skal ósagt látið, en held- ur hallast Víkveiji þó að því að dómar um líkamsárásir séu allt of vægir á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.