Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 53

Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 53
53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Peninga- keðjur Frá Amóri Baldvinssyni: SONJA Viðarsdóttir í Hafnarfirði ritar bréf í Morgunblaðið 11. mars um peningakeðju, sem rekin er af þýska fyrirtækinu KWO Datenverw- altung GmbH. Þar heldur Sonja því fram að hér sé um atvinnuskapandi fyrirtæki að ræða. Vel má það vera, en ég vil aðeins benda á einfalda staðreynd varðandi KWO Daten- verwaltung og hún er sú að þetta fyrirtæki hefur sópað að sér ótrúleg- um fjármunum með sölu þessara keðjubréfa. Fyrirtækið hefur selt um tvær milljónir bréfa sem hafa skilað fyrirtækinu 4.250 milljónum (rúmum fjórum milljörðum) íslenskra króna, þau sex ár sem fyrirtækið hefur starfað. Útlagður kostnaður fyrir- tækisins annar en laun vegna keðjun- anr er sáralítið hlutfall af þessari upphæð (nemur vart meira en 30-50 milljónum) og þeir greiða ekki einu sinni frímerki! Samkvæmt mínum útreikningum hafa nú verið seld um 20 þúsund slík bréf á íslandi og hafa íslending- ar því sent KWO Datenverwaltung samtals um 40 milljónir, sem myndu duga til að greiða 40 manns rúmlega 80 þúsund króna mánaðarlaun í eitt ár. Ef einn liður bætist við í keðjuna hér á landi má margfalda þessar tölur með þremur og þá eru Islend- ingar búnir að senda þessu þýska fyrirtæki gjaldeyri fyrir sem svarar 1.000 tonnum af þorski. Sonja bendir á að um 17 manns hafi atvinnu hjá þessu fyrirtæki. Þessi 17 störf skila hveijum (þýsk- um) einstakling um 40 milljónum í árstekjur ef við deilum heildarhagn- aði KWO yfir þau sex ár sem fyrir- tækið hefur starfað. Launamunur í íslensku þjóðfélagi þykir nægur, þó ekki bættust slíkar tölur við, því ég held að flestum myndi ofbjóða að greiða tæpar sjö milljónir í mánaðar- laun fyrir það eitt að slá nokkur hundruð nöfn inn í tölvu. Þeir sem kaupa bréfin bera alla áhættuna, því þeir tapa ef keðjan hættir, en þeir sem reka keðjuna bera enga áhættu. Mér vitanlega kemur hvergi fram til hvaða málefna hagnaður KWO renn- ur, en vitað er að mörg félög og samtök sem þola illa dagsljósið nota slíkar fjáröflunarleiðir þar sem pen- ingar eru ginntir út úr heiðarlegu fólki. ARNÓR BALDVINSSON, Grænuhlíð, Reyðarfírði. Það saxast á limina hans Bjöms míns! Frá Karli Ormssyni: SAGÐI kona Bjöms á bænum Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi, er vegið var með öllum tiltækum vopnum að þeim ólangsmanni og hann veginn að lokum. Það er ekki laust við að hægt sé að segja þetta um rauða list- ann sem bíður fram til borgarstjóm- ar. Þegar hver skoðanakönnunin á eftir aðra sýnir að það saxast á fylgi rauða listans, fyrst var þeim spáð 10 mönnum svo 9 og núna 8, það er sæmileg frammistaða hjá þeim á svona stuttum tíma, einn fulltrúi á mánuði, ef kosið yrði í haust þá fengju rauðliðamir öngvann fulltrúa. En verum raunsæ, skoðanakannanir eru ekki algjldar og er svo sannar- Iega ekki vanþörf á að minna kjós- endur öllum stundum á glundroðann sem ríkti hér 1978-1982. Það er aðallega unga fólkið sem man síður þau ár, en unga fólkið er vel mennt- að og hefur sínar sjálfstæðu skoðan- ir ekki síður en við sem eldri erum. Það lætur ekki segja sér hvemig það vér atkvæði sínu frekar en við, og þá þarf ekki að kvíða leikslokum. KARL ORMSSON raftækjav. VELVAKANDI EKKIRETTMEÐ FARIÐ EGILL Ólafson, sá sem fór með hlutverk Jóns Sigurðssonar for- seta í kvikmynd, lét þau orð falla að lítið væri vitað um persónulega hagi Jóns Sigurðssonar. Hann lauk lofsorði á handrit Þórunnar Valdimarsdóttur, sagnfræðings. Ekki skal það dregið í efa að hún eigi það lof skilið. Hins vegar má benda á að fjöldi sagnfræðinga og leikmanna hefur fjallað um ævi Jóns Sigurðssonar. Fyrst er að telja fímm binda ritverk dr. Páls E. Ólasonar. Þá má nefna Benedikt Gröndal, Indriða Einars- son, Lúðvík Kristjánsson, Sverri Kristjánsson, Einar Laxness, Bergstein Jónsson, prófessor, Vil- hjálm Þ. Gíslason og síðast en ekki síst Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð, sem allir hafa gert þessu efni ítarleg skil. Það er þess vegna ekki rétt hjá Agli að lítið sé vitað um persónu- lega hagi Jóns Sigurðssonar. Hann hlustaði t.d. á Jenný Lind, sænska næturgalann, þegar hann var á einni af handritaferðum sín- um í Svíþjóð. Pétur Pétursson, þulur KVARTIÐ HELDUR VIÐ ÍTÖLSKU PÓSTÞJÓNUSTUNA ANDRÉS Pétursson upplýsinga- fulltrúi hjá Útflutningsráði vill koma eftirfarandi á framfæri, vegna ummæla í Velvakanda á dögunum um slælegar undirtektir íslenskra fyrirtækja vegna fyrir- spumar ítalskra krakka sem ósk- uðu aðstoðar við íslandskynn- ingu. Útflutningsráð fékk bréf frá þeim þann 21. febrúar sl. og svör- uðu um hæl þann 22. febrúar, sendu þeim bæklinga og fleira um ísland á spænsku og ensku. Útflutningsráði berast yfír 1.000 fyrirspumir á ári og er þeim öllum svarað. Það má vera að íslensk fyrirtæki séu treg að svara slíkum fyrirspumum en hafi þessir aðilar ekki fengið svar frá Utflutnings- ráði er við ítölsku póstþjónustuna að sakast. HVER KANNAST VIÐ KVÆÐIÐ? MARGRÉT K. Jónsdóttir, Löngu- mýri, Skagafírði, hringdi til að spyijast fyrir hvort einhver kann- aðist við kvæði sem hún heldur að heiti „íslenski hesturinn". Hún heldur ennfremur að fyrsta erind- ið byiji svona: „Frá þjóðarinnar allra elstu dögum, frá íslands- byggð gat treyst góðan hest.“ Henni vantar ljóðið í heild og hver höfundurinn sé. Geti einhver hjálpað henni vinsamlega hafið samband við hana í s. 95-38116. TAPAÐ/FUNDIÐ Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR tapaðist 12. mars sl. í Lionssalnum í Auð- brekku, Kópavogi, eða þar fyrir utan, eða jafnvel í leigubílnum á leið heim. Fundarlaun. Uppl. í síma 79895. Gleraugu týndust HÁLF lestrargleraugu í brúnu hulstri töpuðust í Búðagerði 9 þann 19. mars sl. Fuku þau af þaki bíls ásamt tímaritum. Skilvís finnandi hringi í síma 685637. Spumingar landlæknis Frá Árna Jónssyni: MIG langar mjög mikið að vera með í spurningaleik landlæknis, en ég á ekki sæti á Alþingi, því rita ég þessar línur í von um að þú birtir þetta. Svar mitt við öllum spurningun- um eins og þær birtast á bls. 2 í Morgunblaðinu 17. mars ’94 er nei, en með ákveðnum undantekn- ingum sem spara líka. Sé um að ræða fólk, sem er t.d. svona 60 til 65 ára og þaðan af eldra eins og ég, þá á ekki að gera neitt fyrir það. Við þurfum þó t.d. yfirleitt ekki á neinum glasafijóvgunum að halda, svo sú. Okeypis sáluhjálp Frá Einari Ingva Magnússyni: ÞAÐ kostar allt orðið svo mikla peninga í dag. Það má líka vart orðið opna svo fjölmiðla, að ekki sé verið að fjalla um vísitölu, kaup og sölu, arðsemi, tap og jafnvel gjaldþrot. Þetta er harður heimur. En gengur lífíð virkilega út á þessa mannskemmandi hringavitleysu?! Svo virðist vera þegar um er litast í fréttaheiminum eða horft í kring- um sig á götum borgarinnar í erli og háreysti hversdagsins. Hví ætíð þessi villti dans í kringum gullkálf- inn? Eftir hveiju er fólk alltaf að keppast í þessum tryllta og sið- lausa leik, sem endar með ósköp- um? Má aldrei staldra við og skima efír hinum æðri tilgangi lífsins? Tíminn er peningar, heyrist á hveiju götuhorni. Framleiðslan og neyslan má hvergi eira. Þó velmeg- unin ætli margan lifandi að drepa, ríkja víða efnahagslegar hörmung- ar. En kannski er andans þurrka- tíðin sú verst allra. Þegar jarðnesku lífí lýkur er það ekki krónan í vasanum, sem opnar okkur dyr himinsins. Það verður ekki spurt hvað manneskjan hafí haft í tekjur í lífínu, heldur hvað hún hafi gert til að ávinna sér sáluhjálp. Og það er auðveldara og ódýrara en margan grunar. Bréfritari skal meira að segja opna fyrir lesanda heilaga ritningu, þar sem vitnisburðinn um sáluhjálpina er að fínna í 1. Jóhannesarbréfí, 5. kapítula í versum 11-13, en þar stendur skrifað: „Hvað hefur Guð þá sagt? Það að hann hefur gefið okkur eilíft líf og að þetta líf er í syni hans. sá sem trúir á Guðs son á lífið, en sá sem ekki trúir á ekki lífíð. Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á Guðs son til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf.“ Þessi sonur er Jesús Kristur, frið- arhöfðinginn, sem sagði: „Minn frið gef ég yður.“ EINAR INGVI MAGNÚSSON kt.: 250158-3789 LEIÐRÉTTINGAR RR, en ekki Rarik í grein í Morgunblaðinu síðast- liðinn laugardag um áttræðisaf- mæli Hagsstofu íslands kom fram að Rafmagnsveitur ríkisns hafí átt aðild að kaupum á fyrstu tölv- unni, sem keypt var til landsins. Þetta er rangt, því að það var Rafmagnsveita Reykjavíkur, sem þarna átti hlut að máli. Beðizt er velvirðingar á þessari missögn. Iöntækni í frétt á blaðsíðu 7 í Morgun- blaðinu í gær segir, að VSÓ-lðn- mark hafi unnið olíuskýrsluna fyr- ir LÍÚ. Þar átti að standa VSÓ- Iðntækni. Beðizt er velvirðingar á þessu mishermi. spurning á ekki við. En þetta á sérstaklega við ef við þessir eldri höfum unnið og borgað öllum fjár- málaráðherrum skatta allt okkar líf, en eigum nú ekkert eftir. Þeir sem hins vegar eiga eitthvað eftir geta að sjálfsögðu borgað ef þeir vilja og lengur til að tóra meira. Alveg sérstaklega á þetta líka við, ef við gamlingjamir búum yfír ein- hverri reynslu og/eða þekkingu, sem kannski mætti nota, og líka ef við höfum sjaldan eða aldrei þurft á lækni að halda að ég tali nú ekki um spítalavist, það væri óveijandi frekja að fara fram á slíkt á gamals aldri. Látið þið heldur blessuð bömin og unglingana hafa sem mesta hjálp og heilsugæslu, og ég meina það, síður hin kvikindin sem vinna. Það má alltaf taka af þeim húskof- ana eða íbúðarnefnuna í skattana á meðan þeir ekki vinna. En það er eitt sem endilega þarf að gera fyrir okkur gamlingj- ana, þó og ef við föram að biðja um læknishjálp og ætlum ekki að borga fullan prís, þið komist nú strax að því. Það má ekki láta okkur veslast upp með kvöl og pínu í langan tíma, t.d. með krabba eða eitthvað svoleiðis álíka. Þið eigið áreiðanlega einhver meðul, sem geta verkað fljótt og vel til endanlegs enda, bara að þau séu ekki dýr, alltaf að nota þau ódýr- ustu, líka í svona tilfellum, annað væri jú sóun. Mér finnst næstum því, að við eigum þetta skilið, og þið sjáið alltaf fljótt og vel hvernig þetta er í pottinn búið í hvert skipti. Auðvitað þurfíð þið ekkert að gera ef þið sjáið fram á að þetta taki fljótt og vel af, þá er magnil með nýju nafni nógu gott. Og hugsaðu þér nú allan spam- aðinn, meira en já við öllum spurn- ingunum myndi spara. Með bestu kveðju. ÁRNI JÓNSSON. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DAGURIMV er á morgun—sunmidag! Stórfróðleg og skemmtileg sýning sem enginn ætti að láta fram hja sér fara. M.a.: Sýning Ljósmyndasafns Reykjavíkur á ljósmyndum úr verslunarsögu á lýðveldistímanum og sérstök sýning á póstkortum sem tengjast íslenska fánanum og skjaldamerkinu, þjóðhátíðarplakati frá 1874, vesturíslenskum dagatölum með myndum og umsögnum um þjóðkunna íslendinga o.m.fl. NYIR TJALDVAGNAR Á KR. 190. OOO, - EURO—VÍSA RAÐGREIÐSLUR * * * *, 5 ára afinœlisbátíð Kolaportsins verðursú langstœrsta tilþessal Mjög jjölbreyttogmikildagskrá í undirbúmngL Oifiíir básar ennþá lausir - hafið samband semfýrst ístma 625030! KOIAPORTIÐ MARKAÐSTORG MHiiiUlilMHIÍAlltMHK Opiö laugardag og sunnudag kl.10-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.