Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 55
55
i
i
i
I
I
l
I
)
I
I
)
)
)
)
)
I
)
)
H
ÚRSLIT
UMFG-ÍA 106:97
Íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeildin í
körtuknattleik, tyrsti leikur undanúrslita-
keppni, föstudaginn 25. mars 1994.
Gangur leiksins: 0:2, 8:2, 17:9, 19:20,
27:30, 35:34, 40:43, 48:44,50:51, 58:53,
62:60, 67:60, 74:65, 80:70, 87:72, 87:81,
97:91, 101:91, 106:97
Stig UMFG: Wayne Casey 35, Hjörtur
Harðarson 19, Marel Guðlaugsson 16,
Nökkvi Már Jónsson 12, Pétur Guðmunds-
son 11, Guðmundur Bragason 6, Unndór
Sigurðsson 3, Ingi Karl Ingólfsson 2, Berg-
ur Eðvarðsson 2.
Stig ÍA: Steve Grayer 33, Einar Einarsson
20, Haraldur Leifsson 17, ívar Ársgrímsson
11, Eggert Garðarsson 8, Jón Þ. Þórðarson
8.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristján
Möller sem dæmdu erfiðan leik mjög vel.
Áhorfendur: Um 850 tróðu sér í húsið.
Knattspyrna
Þýskaland
Karlsruhe - Freiburg.............2:1
(Schmitt 39. .vsp., Schútterle 66.) - (Car-
doso 23. vsp.). 35.000.
Werder Bremen - Schalke..........0:1
- (Herzog 27.). 22.784.
Kaiserslautern - Dynamo Dresden..0:0
32.373.
Ítalía
Parma - Atalanta.................2:1
(Minotti 13., Apolloni 47.) - (Apolloni 10.
sjálfsm.). 22.000.
Frakkland
Paris St Germain - Metz.................1:0
(Fournier 14.). 25.000.
Mónakó - Auxerre.................0:1
(Martins 43.). 3.000.
England
1. deild
Tranmere - Southend..............1:1
Belgía
Charieroi - Anderlecht..................1:6
Borðtennis
Evrópumót landsliða
Karlar
A-riðill:
Belgía - Svíþjóð......................4-2
Þýskaland - Pólland...................4-1
Holland - Tékkland.................. 4-3
B-riðill:
Finnland - Litháen....................4-0
Slóvenía - fsland.....................4-0
England - Ungverjaland................4-0
Frakkland - Rússland..................4-0
Grikkland - Austurriki................4-0
C-riðill:
Danmörk - Georgia.....................4-0
Skotland - Lúxemborg..................4-1
Danmörk - frland......................4-0
D-riðill:
Rúmenía - Wales.......................4-0
Búlgaría - Kýpur......................4-0
G-riðill:
Ítalía - Portúgal.....................4-0
ísrael - Portúgal.....................4-0
Konur
A-riðill:
Rússland - Króatía....................4-1
Rúmenia - Sviþjóð.....................4-1
B-riðilI:
ítaMa - England.......................4-3
Ungverjaland - Slóvakia...............4-0
Frakkland - Holland...................4-3
C-riðill:
Finnland - Malta......................4-0
D-riðill:
Tékkland - Skotland...................4-0
Slóvenía - ísland.....................4-0
Pólland - San Marino..................4-0
Pólland - frland......................4-0
E-riðiIl:
Litháen - Lettland.................. 4-0
Úkraína - Eistland....................4-0
Spánn - Portúgal......................4-0
F-riðill:
Búlgaría - írland.....................4-0
ísrael - Danmörk......................4-3
Danmörk - íriand......................4-0
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1994
Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum
úrvalsdeildarinnar. Leikið i Keflavik.
94 ÚRSUT 88
15/21 Vtti 11/19
9/26 3ja stiga 10/18
40 Fráköst 38
30 (varnar) 30
10 (sóknai) 8
15 Bolta náð 8
11 Botta tapað 19
18 Stoðsendingar 5
22 Villur 25
BVegna mistaka snérust tölur um ÍBK og
UMFN við í gær. Þeim er hér með komið
réttum á framfæri.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Hjörtur Harðarson geysist hér framhjá Stefáni Ólafssyni. Hjörtur lék mjög vel eins og hann hefur gert í vetur með Grindvíkingum.
Erfitt hjá Grindavflc
GRINDVÍKINGAR þurftu svo sannarlega að hafa fyrir 106:97 sigri
sínum í fyrsta leiknum gegn Skagamönnum í undanúrslitum úr-
valsdeildarinnar í gærkvöldi. Samkvæmt öllum sólarmerkjum að
dæma áttu Grindvíkingar að sigra nokkuð örugglega en sú varð
alls ekki raunin. Heimamenn þurftu að taka á öllu sínu til að
sigra og munaði þar mestu um stórgóðan leik Wayne Casey,
hins bandaríska leikmanns UMFG.
Leikurinn var fjörugur strax frá
fyrstu sekúndu. Hraðinn geysi
mikill og svo mikill að framan af
fyrri hálfleik taldist
Skúli Unnar Það tíl undantekn-
Svemsson ingar ef liðin náðu
skrifar að stilla upp í leik-
kerfí. Sérstaklega
var áberandi hvað Grindvíkingar
keyrðu upp hraðann og ætlun þeirra
hefur sjálfsagt verið að „rúlla“ yfir
mótheijana, eins og þegar liðin átt-
ust við í Grindavík fyrir skömmu.
En það gekk ekki, til þess léku
Skagamenn allt of vel.
Grindvíkingar byijuðu með maður
á mann vöm og gekk ágætlega
fyrstu mínútumar en síðan hlóðust
villurnar á hávöxnu leikmennina, þá
sem gættu Steve Grayer. Fljótlega
sáu þeir að við svo mátti ekki standa
og breyttu yfir í svæðisvöm, enda
voru Guðmundur, Nökkvi og Bergur
allir komnir með þijár villur um miðj-
an fyrri hálfleik. Reyndar vom
Grindvíkingar dálitlir klaufar framan
af og þegar fyrri hálfleikur var tæp-
lega hálfnaður höfðu verið dæmdar
7 villur á UMFG en aðeins ein á ÍA.
Grindvíkingar byijðu betur en eft-
ir að UMFG breytti í svæðisvörn af
illri nauðsyn komust Skagamenn
meira inní leikinn og komust yfir
19:20 eftir að hafa verið níu stigum
undir. Hjá þeim var Haraldur í mikl-
um ham og Greyer var sterkur í frá-
köstunum, en fór þó stundum of
framarlega þannig að hann nýttist
ekki fyllilega undir körfunni þar sem
hans er mest þörf.
Liðin skiptust á um að hafa for-
ystu en á lokakafla fyrri hálfleiks
var eins og Skagamenn sofnuðu dá-
litla stund og það nýttu heimamenn
sér með því að gera átta stig gegn
einu og leiddu 48:44 í leikhléi.
Grindvíkingar léku maður á mann
allan síðari hálfleikinn og sluppu við
teljandi villuvandræði. Spennan hélst
framan af en eftir fímm mínútna
leik var eins og allt hryndi hjá Skaga-
mönnum og á sama tíma bættu
Grindvíkingar við sig. A nokkrum
mínúturn gerðu þeir 14 stig gegn 7
stigum ÍA og skömmu síðar 7 stig
gegn eng^u. Staðan var þá orðin 87:72
og allt gekk Grindvíkingum í hag.
Flestir töldu sigurinn nú vísan, en
ekki Skagamenn. Þeir gerðu næstu
níu stig og munurinn aðeins 6 stig
og rúmar 4 mínútur eftir.
Sá munur hélst til loka og átti
Marel stóran þátt í því. Hann gerði
átta stig í röð þegar Skagamönnum
gekk vel að skora og voru til alls
líklegir. Þrátt fyrir að Skagamenn
brytu mikið í lokin gekk það ekki
því vítanýting heimamanna var góð
á þeim kafla og sigur þeirra var í
höfn, sigur sem þeir þurftu að hafa
mikið fyrir.
Sýnd veiði en ekki gefin
- sagði Guðmundur Bragason þjálfari UMFG um Skagamenn
Frímann
Ólafsson
skrífar
Við lentum snemma í villuvand-
ræðum ég og Nökkvi fórum
snemma út af í fyrri hálfleik og
gátum ekki beitt
okkur í vörninni í
seinni hálfleik vegna
villuvandræða. Við
vorum með 4 villur
mestan seinni hálfleikinn en enn einu
sinni komu varamennirnir frábærir
inn. Við spiluðum á 9 mönnum sem
stóðu sig frábærlega og það sem
vann þetta var liðsheildin og góð
vörn. Það eru ekki öll lið sem þola
að missa tvo stærstu mennina út
með villuvandræði og það á móti liði
sem er með góða miðheija, ég er
virkilega ánægður með þetta,“ sagði
Guðmundur Bragason þjálfar og
leikmaður Grindvíkinga eftir leikinn.
Nökkvi Már Jónsson fyrirlið tók
í sama streng „Við náðum aldrei að
hrista þá af okkur og þegar við héld-
um að við værum búnir að ná þægi-
legu forskoti komu þeir aftur. Við
gátum aldrei leyft okkur að slappa
af. Leikurinn uppi á Skaga verður
erfiður en ég hef trú á því að við
höfum þetta. Stuðningur áhorfenda
var mjög góður hér í kvöld,“ sagði
Nökkvi eftir leikinn.
Haraldur Leifsson spilað vel í
Skagaliðinu. „Þetta gekk ekki upp
hjá okkur núna en við sýndum þó
að við eigum fullt erindi í þessa úr-
slitakeppni. Þeir spiluðu mjög vel
og hittu vel. Það var erfítt að halda
Casey niðri, hann skoraði mikið eft-
ir gegnumbrot. Við komum hingað
til þess að gera okkar besta og mér
fannst við leika mjög vel, gerðum
allavega betur en síðast þegar við
skíttöpuðum hér. Ég hlakka til að
taka á móti þeim á Skaganum og
það er víst að við verðum ekki gest-
risnir í leiknum. Við ætlum okkur
að koma hingar aftur“, sagði Har-
aldur.
IMaumt en samt öruggt
„SIGUR okkar var aldrei í hættu þó þeim tækist að komast inn
í leikinn um tíma. En ég var að reyna ákveðna hluti með því að
skipta varaliðinu inná en ég á von á erfiðari leik fyrir norðan og
þá tökum við enga áhættu," sagði Sigurður Ingimundarson þjálf-
ari ÍBK eftir að lið hans hafði sigrað Tindastól 95:82 í fyrsta
leik liðanna í úrslitakeppninni í Keflavík.
Keflavíkurstúlkurnar hófu leik-
inn með miklum krafti og
þegar staðan var 2:3, settu þær 27
stig í röð og virtust þar með eiga
sigurinn vísan. En Sigurður setti
varliðið inná síðustu 5 mínútur hálf-
leiksins ög við það jafnaðist leikur-
Bjöm
Blöndal
skrifartrá
Keflavík
inn í 1 stig,
inn og í hálfleik var
munurinn aðeins 4
stig. í síðari hálfleik
tókst norðanstúlk-
um að minnka mun-
54:53. En þá settu
IBK- stúlkurnar á fulla ferð aftur
og tókst Tindastólsstúlkunum aldrei
að ógna sigri þeirra eftir það.
„Þær komust of langt frá okkur
í upphafí, en við náðum samt að
sýna góða spretti. Þær nutu heima-
vallarins í kvöld og okkar heimavöll-
ur á eftir að reynast þeim erfíður
í næsta leik,“ sagði Kári Maríasson
þjálfari Tindastóls. Bestar í liði ÍBK
voru þær Hanna Kjartansdóttir,
Anna María Sveinsdóttir og Olga
Færseth, en hjá UMFT þær Birna
Valsdóttir, Petrana Buntic og Sig-
rún Skarphéðinsdóttir.
Maður leiksins var án efa Wayne
Casey sem lék einhvem sinn besta
leik í vetur. Hraði hans og útsjóna-
semi gladdi augað og einnig er gam-
an að sjá þegar hann rennir sér inn
á milli stóru mannanna og leggur
knöttin í körfuna. Marel lék vel, sér-
staklega á þeim augnablikum er liðið
þurfti á því að halda. Pétur lék einn-
ig vel og hefur pilturinn sá tekið
stökkbreytingum frá því í fyrra og
farið mjög mikið fram í vetur. Nökkvi
Már og Guðmundur hafa oft leikið
betur. Þeir lentu í villuvandræðum í
fyrri hálfleik og kom það niður á
leik þeirra.
Hjá Skagamönnum var Grayer
góður en nýtti vítaskotin ekki nægi-
lega vel. Hann tók alls 19 fráköst í
leiknum og þar af 10 i sókninni.
Haraldur lék mjög vel og Einar einn-
ig en hann gerði þó dálítið af mistök-
um, tapaði knettinum 'of oft.
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1994
Fyrsti leikurfíðanna i undanúrslitum
úrvalsdeildarirmar. Leikið I Grindavik.
106 ÚRSUT jk 97
21/28 Vtti 15/21
8/19 3ja stiga 12/21
41 Fráköst 34
24 (vamar) ®7
17 (sóknar) 17
13 Boltanáð 12
11 Bolta tapað 14
19 Stoðsendingar 16
21 Villur 26
ÍBK-UMFT 95:82
fþróttahúsið I Keflavík, íslandsmótið í
körfuknattleik, 1. deild kvenna undanúrslit
úrslitakeppninnar, fyrsti leikur.
Gaiigur leiksins: 2:0, 2:3, 29:3, 38:14,
46:36, 46:42, 48:44, 54:53, 64:61, 73:61,
79:64, 87:75, 95:82.
Stig ÍBK: Hanna Kjartansdóttir 30, Anna
María Sveinsdóttir 22, Olga Færseth ‘2ðr,
Anna María Sigurðardóttir 5, Björg Haf-
steinsdóttir 4, Þórdís lngólfsdóttir 4, Elin-
borg Herbertsdóttir 2, Guðlaug Sveinsdóttir
2, Erla Þorsteinsdóttir 2, Lóa Björg Gests-
dóttir 1.
Stig UMFT: Bima Valgarðsdóttir 22, Petr-
ana Buntic 17, Sigrún Skarphéðinsdóttir
15, Kristín Magnúsdóttir 12, Inga Dóra
Magnúsdóttir 10, Selma Barðdal 6.
Dómarar: Ámi Freyr Sigurlausson og AiP
alsteinn Hjartarson.
Áhdrfenduri :Um 100. S t i iiiilii .Lí ti