Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 56

Morgunblaðið - 26.03.1994, Page 56
síu^ean'iw^sluBRÉF^esi'iíst, 'pósthúlf'bÍmo/AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Hlutafé í Esso * Avöxtun 'jákvæð um 5,4% ÁVÖXTUN hlutafjár Olíufé- lagsins hf. (ESSO) hefur und- anfarin þijú ár að jafnaði verið jákvæð um 5,4%, sem skiptist þannig að ávöxtunin var nei- kvæð um 8,5% árið 1991, já- kvæð um 11% árið 1992 og já- kvæð um 15% árið 1993. Félag- ið hefur undanfarin 35 ár skilað ^■■liagnaði, og sl. fjögur ár hefur hann verið nálægt 200 milljón- um króna á ári. Undanfarin tvö reikningsár hefur félagið fært sér til tekna á rekstrarreikningi lækkun tekjuskattskuldbind- ingar, samtals að upphæð 91 milljón króna, sem bætir rekstr- arafkomuna um 46,3 milljónir króna fyrir árið 1992 og um 44,7 milljónir króna fyrir árið 1993, en hagnaður þessi hefur ekkert með rekstur félagsins áð gera viðkomandi ár.- Á árslokaverðlagi 1993 voru heildareignir ESSO samkvæmt samstæðureikningi 7,1 milljarður króna árið 1993, en í árslok 1988 voru þær 5,5 milljarðar króna á árslokaverðlagi 1993. Heildar- skuldir félagsins höfðu á þessu tímabili aukist úr 2,3 milljörðum króna í 3,7 milljarða króna, en þar af eru um 800 milljónir króna, vegna þess að ESSO leysti árið 1992 til sín rúmlega 30% eignar- hlut Sambandsins í ESSO. Eigin- fjárhlutfall ESSO er nú 47%, en var 60,4% árið 1991, þ.e.a.s. áður en hlutur Sambandsins var keypt- ur. Samvinnusjóður íslands, þar sem stærstu eigendurnir eru Ice- land Seafood Corporation, ESSO, KEA, Samvinnulífeyrissjóðurinn og VIS, jók eignarhlut sinn í ESSO á sl. ári úr 3,1% í 10,68% með kaupum á bréfum KEA í ESSO. Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi: „ESSO hefur skil- að hagnaði hvert ár síðustu 35 árin“ á bls. 18-19. Lýðveldishátíð Morgunblaðið/Sverrir NEMENDUR Selásskóla gerðu sér glaðan dag og efndu til lýðveldishátíðar í skólanum í gær. Af því til- efni klæddu nemendurnir sig upp á og skörtuðu margir þeirra þjóðbúningi eins og sjá má á myndinni. Nýtt lagafrumvarp heilbrigðisráðherra Tannsmiðir mega vinna í munnholi HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef- ur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingu á tannlæknalögum sem tekur af öll tvímæli um að tannsmiðir megi vinna í munn- holi sjúklings vegna gervigóma- smíði, hafi hann fengið til þess leyfi. Þetta frumvarp kemur í kjölfar þess að Hæstiréttur felldi í síðustu viku úr gildi lögbann, sem að kröfu Tannlæknafélags íslands hafði ver- ið lagt við því að Bryndís Kristins- dóttir tannsmiður mátaði tanngóma sem hún smíðaði í sjúklinga. Tann- læknar töldu slíkt bijóta gegn lög- vemduðum hagsmunum sínum. Bryndís hafði árið 1992 gert samning við Tryggingastofnun rík- isins um að sjúkratryggingar greiddu hluta af kostnaði sjúklinga hennar og töldu tannlæknar að samningurinn gerði ráð fyrir að hún stundaði tannlækningar sem hún hefði ekki leyfi og réttindi til. Rætt um sambúðarvanda sjávarútvegs og iðnaðar á iðnþingi Gjaldtaka í sjávarútvegi þáttur í frambúðarlausn — sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar ÞÓRÐUR Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar, lýsti því yfir á iðnþingi í gær að gjaldtaka í sjávarútvegi fyrir nýtingar- rétt af auðlindinni hljót.i að verða þáttur í frambúðarlausn á sambúðarvanda iðnaðar- og sjávarútvegs. Sighvatur Björgvins- son, iðnaðar og viðskiptaráðherra, kvaðst einnig telja skynsam- legt að taka upp veiðileyfagjald þegar hagur sjávarútvegsins færi að batna á ný. Þá sagði Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið sömuleiðis að taka eigi upp veiðileyfagjald til sveiflujöfnunar í efnahagslífinu. jónsson m.a. í ræðu sinni. „Enginn vafi er á því í mínum huga að slík gjaldtaka í einhveiju formi hlýtur að verða þáttur í frambúðarlausn þessa máls. Hvernig slíkri gjald- „Margsinnis hefur verið á það bent að hagkvæmasta leiðin til að leysa sambúðai-vanda iðnaðar og sjávarútvegs sé að beita einhvers konar gjaldtöku fyrir nýtingarrétt á auðlindinni," sagði Þórður Frið- Þrotabú Miklagarðs höfðar riftunarmál gegn KEA Rift verði 25 milljóna kr. skuldajöfnun á úttektum ÞROTABÚ Miklagarðs hefur stefnt KEA fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og krefst þess að rift verði u.þ.b. 25 millj- óna króna skuldajöfnun á úttektum KEA og Samlands, dóttur- fyrirtækis KEA, sem á 60%, og Kf. Þingeyinga, sem á 40%, við víxilskuldir Miklagarðs við nokkur fyrirtæki, sem öll tengj- ast KEA en meðal þeirra eru Vöruborg hf., Kaffibrennsla -Akureyrar og Sjöfn. Málssókn þrotabúsins byggir á því að í raun hafi KEA fengið víxilskuldir greiddar með vöruúttektum og því sé um að ræða riftanlega greiðslu. Um er að ræða vöruúttektir KEA og Samlands á fyrri hluta ársins 1993 en Mikligarður var gjaldþrota 10. júní 1993. Til víxil- Hskulda Miklagarðs við fyrrgreind dótturfyrirtæki KEA var stofnað um svipað nokkru fyrr. Riftunarmálið byggir á því að KEA og Samland hafi tekið út vörur hjá Miklagarði fyrir 25-26 milljónir á fyrrgreindum tíma og síðan leyst til sín víxilkröfur hinna skyldu fyrirtækja á hendur Mikla- garði en þau fyrirtæki höfðu selt Miklagarði framleiðsluvörur sínar og fengið greitt með víxlum. Bústjórarnir telja að með að yfirfæra kröfurnar frá dótturfyrir- tækjunum hafi KEA búið til inn- eign sína hjá Miklagarði og svo skuldjafnað inneign Miklagarðs, u.þ.b. 20 milljónir króna hjá KEA og um 5 millj. hjá Samlandi, en þá fjárhæð hafi KEA viðurkennt sem, eigin skuld. Þrotabúið telur þessa greiðslu riftanlega og krefst þess að fá skuldajöfnunina ógilta. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og var þá lögmanni KEA veittur frestur í um það bil mánuð til að leggja fram greinargerð. Morgunblaðið/Einar Þorleifsson Æðarkóngur ÆÐARKÓNGUR sker sig aug- ljóslega úr eins og sjá má á myndinni hér að ofan frá Njarð- víkum. Gulur hnúður á nefi er venjulega áberandi á blikum í felubúningi og ungum blikum. Fuglinn er hánorrænn varpfugl og færir sig ekki langt suður á bóginn á vetuma. Hann er nokkuð algengur á íslandi og sjást flestir síðla vetrar og á vorin. töku verður komið á og útfærsla hennar skiptir hins vegar megin- máli. Sjávarútvegurinn verður að sjálfsögðu að fá ráðrúm til þess að koma fjárhagsstöðu sinni í við- unandi horf áður en þungar byrðar eru á hann lagðar í formi nýrrar gjaldtöku. Það er einfaldlega sam- eiginlegt hagsmunamál greinanna að fjárhagur sjávarútvegsfyrir- tækja sé nógu sterkur til þess að þau geti í aðalatriðum sjálf aðlag- að sig síbreytilegum skilyrðum án afskipta stjómvalda. Sú leið sem oft hefur verið nefnd, að leggja á auðlindagjald og lækka um leið gengi krónunnar til þess að ofbjóða ekki fjárhag sjávarútvegsfyrirtækja, á varla við eins og ástand og horfur í þjóðar- búskapnum eru nú metnar. Raun- gengi krónunnar er lágt um þessar mundir og engin efnahagsleg rök eru fyrir frekari lækkun raun- gengisins. Verkefnið er því ekki að lækka raungengi krónunnar frekar en orðið er heldur koma í veg fyrir að það hækki um leið og skilyrði þjóðarbúsins batna.“ Hann vék einnig að Verðjöfnun- arsjóði sjávarútvegsins, en í undir- búningi er að fella niður lögin um þann sjóð. „Ég tel að það væru slæm hagstjórnarmistök að fella úr gildi þessi lög án þess að leggja fyrst grunn að því að nota næstu uppsveiflu í því skyni að efla fjár- hag sjávarútvegsfyrirtækja og við- halda hagstæðum starfsskilyrðum iðnaðar og annarra greina sem eru næmar fyrir sveiflum í þjóðarbú- skapnum.“ Sjá einnig frásögn af iðnþingi bls. 22 og 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.