Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994
11
Christopher N. Donnelly helsti sérfræðmgur NATO í málefnum Rússlands
Engar umbætur ef hægt
er á umbótastefnunni
CHRISTOPHER N. Donnelly, sérfræðingur NATO í málefnum
Rússlands, flytur í dag fyrirlestur i Átthagasal Hótel Sögu, um
ástandið í Rússlandi. Donnelly er Breti og starfaði á árunum 1969-
1973 sem fyrirlesari í hinum konunglega herskóla Sandhurst í
Englandi. Á árunum 1979 til 1989 var hann framkvæmdastjóri
skólans. Frá árinu 1989 hefur hann verið aðalráðgjafi Atlantshafs-
bandalagsins í málefnum Austur-Evrópu. Fundurinn er skipulagð-
ur af Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi og verður
salurinn opnaður klukkan 12.
Donnelly segir að mikil um-
skipti hafi orðið í Rússlandi á
undanförnum mánuðum og að
ástandið sé í sífelldri þróun. „Þau
viðhorf sem voru uppi á Vestur-
löndum áður en Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti leysti upp þingið í
nóvember í fyrra skipta ekki leng-
ur máli. Það hafa það miklar
breytingar átt sér stað. Þetta er
sá vandi sem okkar vestrænu
stofnanir standa frammi fyrir.“
Að mati Donnelly má greina
nokkrar tilhneigingar varðandi
þróun mála í Rússlandi. Hann
sagði það ekki sjálfgefið að niður-
staðan yrði öngþveiti en það væri
vissulega möguleiki. í fyrsta lagi
þá benti flest til að ef hægt yrði
á umbótum í Rússlandi þá yrði
niðurstaðan sú að engar umbætur
myndu eiga sér stað. „í umbóta-
stefnu Gajdars [fyrrum forsætis-
ráðherra] fólust ekki efnahagsleg-
ar umbætur heldur efnahagsleg
bylting. í umbótastefnu Tjernó-
myrdíns [núverandi forsætisráð-
herra] felast hins vegar engar
umbætur. Þriðja leiðin er vissulega
til en það er enginn sem heldur
henni á lofti þessa stundina. Ég
er persónulega sannfærður um að
Tjernómyrdín vilji halda áfram
þeirri umbótastefnu, sem hann
framfylgir nú. Ég er hins vegar
viss um að það muni ekki leiða
til neins. Skrifræðiskerfið og
vopnaiðnaðurinn munu sjá til
þess."
Donnelly segir að markaðsum-
bæturnar hafi hingað til verið
mjög yfirborðskenndar. Markaðs-
hagkerfi byggist fyrst og fremst
á framleiðslu og sölu og á því
sviði hafi fátt gerst. Til dæmis
hafi mjög lítið verið gert til að
breyta vopnaiðnaðinum yfir í frið-
samlega framleiðslu. Donnelly
tekur fram að það sé í sjálfu sér
ekki gagnrýnisvert þar sem um-
skipti af þessu tagi myndu taka
mörg ár og jafnvel áratugi í hvaða
ríki sem er. Hins vegar geti mark-
aðshagkerfi ekki lifað af án fram-
leiðslu. Hugmyndir hafi verið uppi
í Rússlandi um að efla vopnaiðn-
aðinn, þannig að hann yrði sam-
keppnishæfur á útflutningsmörk-
uðum. Það telur hann hins vegar
að muni aldrei ganga upp.
„Síðari tilhneigingin sem greina
má er sambland nokkurra þátta.
Staða Jeltsíns verður sífellt veik-
ari. Með því að leysa upp þingið
gróf hann undan sínum eigin völd-
um. Hann er nú í áþekkri stöðu
og keisarinn fyrir fyrri heimsstyrj-
öldina. Formlega séð hefur hann
mikil völd, en í raun er það kerfíð
sem ræður ferðinni.“ Donnelly
sagði að hugsanlega myndi hann
grípa til sama ráðs og Míkhaíl
Gorbatsjov gerði í sömu stöðu,
nefnilega að bijótast út úr kerfinu
og láta umheiminn, Vesturlönd,
þröngva hugmyndum sínum upp
á stjórnkerfið.
Donally segir að eitt af því sem
geri það erfitt að eiga við Rúss-
land nú sé að ekki sé til lengur
nein ein rússnesk stefna. Augljóst
dæmi séu mismunandi yfirlýsingar
um þátttöku Rússa í Friðarsam-
starfi NATO og fyrrum Varsjár-
Christopher Donnelly.
bandalagsríkjanna. „Þar sem mið-
stýringarvaldið er ekki nógu sterkt
er það stjórnkerfíð sem mótar
stefnuna. Utanríkisráðuneytið
mótar utanríkisstefnuna, herinn
mótar varnarstefnuna og svo
framvegis. Innan stjórnkerfisins
takast svo á ólíkar skoðanir og
hagsmunir. Þetta endurspeglaðist
í viðbrögðunum við friðarsam-
starfínu,“ segir Donnelly.
Þá telur hann enn eina tilhneig-
inuna vera ört vaxandi andúð
gagnvart Vesturlöndum. Vestur-
löndum sé kennt um vanda Rúss-
lands og því haldið fram að þau
séu vísvitandi að eyðileggja rúss-
neskt efnahagslíf. Herinn telji ógn
stafa af Vesturlöndum en almenn-
ingur, ekki síst yngra fólk, bregð-
ist hart við vestrænum menning-
aráhrifum.
Ekki má afskrifa Zhírínovsky
„Þegar við lítum á uppgang
manna á borð við Zhírínovskíj,
sem rússneskir valdamenn og
menntamenn vilja gera lítið úr,
verðum við að taka hann alvar-
Morgunblaðið/Kristinn
lega. Það er ékki hægt að afskrifa
hann sem geðveikan. Hann er
ekkert geðveikari en Ayatollah
Khomeini var á sínum tíma eða
þá Saddam Hussein. Það skiptir
líka í sjálfu sér litlu máli hvort
hann persónulega hafí burði til að
verða leiðtogi. Það sem Zhír-
ínovskíj er að gera, er að byggja
upp ákveðin fylgishóp. Hann er
fulltrúi ákveðna viðhorfa, viðhorfa
sem njóta sívaxandi fylgis. Ég
myndi hafa augun opin fyrir fram-
bærilegri manni, sem nú er hvergi
sjáanlegur en gæti birst einhvern
tímann á næstu tveimur árum og
gerst leiðtogi þessa hóps.“
Loks segir Donnelly að greina
megi þróun jafnt í átt til samein-
ingar sem sundrunar. Þar sem
miðstýringaivaldið í Moskvu hafi
verið jafn veikt og raun ber vitni
á undanfömum árum hafi héruð
Rússlands orðið að taka málin í
sínar hendur að miklu leyti. Þetta
sjálfsákvörðunarvald vilji héruðin
nú ekki láta af hendi þó svo að
þau sækist ekki endilega eftir al-
gjöru sjálfstæði. Þetta segir Donn-
eliy ráðamenn í Moskvu ekki hafa
skilning k og því myndist veruleg
spenna. í raun hafi Rússland ávallt
verið gervisamband ríkja, sem nú
verði að breytast í alvöru sam-
bandsríki. Það geti reynst erfitt
líkt og hin sögulegu dæmi af
Bandaríkjunum og Sviss séu til
marks um.
Við þetta bætist, segir Donn-
elly, að þeirri skoðun vex sífellt
fylgi, að Rússar verði að halda í
heimsveldi sitt. Þarna sé ekki um
samsæri að ræða heldur hugarf-
arsástand. Sum fyrrum Sovétlýð-
veldin, til að mynda í Mið-Asíu,
hefðu mjög klofna afstöðu til þess-
ara mála. Þau bæði vildu og vildu
ekki ijúfa sambandið við Rússa.
„Ef Rússar myndu samþykkja
sjálfsákvörðunarrétt þessara ríkja
og virða þau gætu mál þróast á
jákvæðan hátt. Ég óttast hins
vegar að mál muni þróast á annan
veg og að næstu áratugir muni
einkennast af átökum Rússa og
annarra þjóða á svæðinu.“
Úkraína mikilvægust
Það sem ráði úrslitum um
hvernig fari segir hann vera Úkra-
ínu. Þar hafí engar umbætur átt
sér stað enda hafi gömlu bolsé-
vikkarnir flúið þangað er Gorb-
atsjov hóf umbótastefnu sína í lok
síðasta áratugar. Segir Donnelly
að ef efnahagslegt hrun eigi sér
stað í Úkraínu sé hætta á að ríkið
leysist upp. í austurhluta Úkraínu
séu Rússar fjölmennir og líklega
muni sá hluti landsins þá samein-
ást Rússlandi. í vesturhlutanum
séu hins vegar þjóðernissinnar
mjög sterkir og gætu lýst yfir
sjálfstæðu ríki. Þá sé hins vegar
hætta á að þær milljónir Pólveija
og Ungveija sem búa í vestur-
hluta Ukraínu muni krefjast sam-
einingar ákveðinna landshluta við
Pólland og Ungveijaland.
Donnelly segir að það gæti haft
hættulegar afleiðingar ef Rússar
taki aftur völdin í Úkraínu. Þar
hafi engar efnahagslegar umbæt-
ur átt sér stað og öll áherslan á
efnahagslega miðstýringu. „Þetta
myndi þýða endalok efnahags-
legra umbóta í Rússlandi. Úkraína
væri hreinlega of þung byrði. Ef
Rússar tækju aftur völdin í Hvíta-
Rússlandi myndi það kosta þá
upphæð sem jafngilti allri vest-
rænni efnahagsaðstoð á þessu og
síðasta ári. Samt er Hvíta-Rúss-
land einungis einn fimmti af stærð
Úkraínu."
Líflegt starf
Kristniboðs-
sambandsins
Stykkishólmi.
KRISTNIBOÐSSAMBAND ís-
lands lætur ekki deigan síga og
er umtalsverður sá árangur sem
af starfinu hefur orðið og þá sér-
staklega í fjarlægum löndum.
Benedikt Arnkelsson frá Kristni-
boðssambandinu hefur verið und-
anfarið á ferð um Snæfellsnes,
haldið samkomur og heimsótt
skóla og dvalarheimili aldraðra.
Benedikt segir það hafa verið sér-
staka ánægju að koma í skólana og
ræða við nemendur þar enda hafi
skólastjórar og kennarar greitt götu
sína frábærlega vel. Hann sagði að
börnin væru áhugasöm um starfið
og það væri virkilega áhugavert að
ræða við þau og leiðbeina.
Kristniboðssambandið studdi áður
starf í Kína en eftir að landið lokað-
ist beindist starfíð að Eþíópíu og þar
hefur sambandið starfað í 40 ár,
m.a. meðal Konsó-þjóðflokksins. Þar
eru nú starfandi 70 söfnuðir, heilsu-
gæslustöð sem fjöldinn allur leitar
til og grunnskóli sem útskrifað hefur
þúsundir barna. í tæp 20 ár hefur
starfíð verið rekið í Kenýu meðal
Pókot-þjóðflokksins og hefur árang-
ur þar verið mikill. Samtals eru nú
11 kristniboðar starfandi á vegum
sambandsins í Afríku.
Kristniboðssambandið stefnir að
því í ár að safna 17 milljónum kr.
til starfsins. - Áriii.
DAGBÓK
FRÉTTIR_____________________
LÍKNARFÉLAGIÐ Takmarkið
heldur bingó_ í Úlfaldanum og
mýflugunni, Ármúla 17, á morg-
un, sunnudag, kl. 14. Aðalvinn-
ingur er írlandsferð.
FELAGSSTARF aldraðra,
Löngiihlíð 3. Leiklestur, dagskrá
í umsjón Sigurðar Björnssonar
um Jónas Hallgrímsson skáld
verður þriðjudaginn 12. apríl kl.
14.45. Flytjendur eru Guðný
Ragnarsdóttir og Hákon Waage.
LÍFEYRISDEILD Iögreglu-
manna. Hinn hefðbundni sunnu-
dagsfundur deildarinnar verður
haldinn á morgun og hefst hann
kl. 10 í Brautarholti 30.
VEGURINN. Námskeið með Bill
Price frá Suður-Afríku verður
haldið kl. 10 til 15 í dag í hús-
næði Vegarins á Smiðjuvegi 5,
Kópavogi. Kennt verður um hlut-
verk leiðtoga. Námskeiðið er öll-
um opið og er aðgangur ókeypis.
BRJÓSTAGJÖF: Ráðgjöf fyrir
mjólkandi mæður. Hjálparmæður
Barnamáls eru: Elísabet, s.
98-21058, Arnheiður, s. 43442,
Sesselja, s. 610458, María, s.
45379, Vilborg, s. 98-22096.
Tengiliður fyrir heyrnarlausa og
táknmálstúlkur: Hanna M., s.
42401.
EA-sjálfshjálparhópar fyrir
fólk með tilfinningaleg vandamál
eru með fundi á Öldugötu 15 á
mánudögum kl. 19.30 fyrir að-
standendur, en þriðjudaga og
miðvikudaga kl. 20 er öllum opið.
FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp er með
þjónustuskrifstofu á Klapparstig
28, Reykjavík.
SILFURLÍNAN - sími 616262.
Síma- ög viðvikaþjónusta fyrir
eldri borgara alla virka daga milli
kl. 16 og 18.
KIRKJUSTARF____________
HÁTEIGSKIRKJA: Kirkjustarf
barnanna í dag kl. 13.
LAUGARNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta í dag kl. 11 í Hátúni
lOb. Sr. Jón D. Hróbjartsson.
NESKIRKJA: Félagsstarf. Sam-
verustund í safnaðaheimili kirkj-
unnar kl. 15. Síðdegisstund með
félagi Sjálfstæðismanna í Nes-
og Melahvei'fi. Dagskrá:, Augn-
sjúkdómar aldraðra, hljóðfæra-
leikur, Sigríður Hannesdóttir
syngur gamanvísur, Árni Sigfús-
son, borgarstjóri, flytur ávarp.
Kaffíveitingar.
OPIÐ HUS
HRAUNTUNGA 51, KÓP.
RAÐHÚS
Til sölu þetta fallega endaraðh. m.
innb. bílskúr alls 214 fm. Húsið er
mikið endurn. m.a. klætt utan. End-
urn. gler, þak o.fl. Nýl. flísal. glæsil.
baðherb. Glæsil. útsýni. Skipti mögul.
á ódýrari eign. Verð aðeins 12,9
millj. 2919. Húsráðendur taka á
móti fólki milli kl. 14 og 18 laugard.
og sunnud. Allir velkomnir.
i
Gimli, fasteignasala, sími 25099.
Lækjartorg
271 fm verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
í nýlegu húsi við Hafnarstræti. Hæðin er öll í góðu
ástandi með parketi á gólfum. Möguleiki að skipta
í tvær einingar. Góð sameign. Lyfta. Laust strax.
Möguleiki á leigu.
Miðbær
Nýtt 103 fm húsnæði við Skólavörðustíg 20.
Húsnæðið selst fullb. að utan en fokhelt að innan.
Til afh. strax. Verð 6 millj.
Suðurlandsbraut 4A, sími 680666
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 11-14