Morgunblaðið - 09.04.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
17
Hverfaráðsstjórnir
R-listans til óþurftar
••
eftirMarkús Orn
Antonsson
Fátt er hvimleiðara og hættu-
legra í fámennu þjóðfélagi okkar
en öfund og fánýtur metingur á
milli landshluta. Stundum kemst
hann jafnvel á það stig að sumir
telja sig öðrum verðugri að ráð-
stafa lunganum af gjaldeyristekj-
um þjóðarinnar, af því að meiri
útflutningsverðmæti skapist á
einu landsvæði fremur en öðru.
Þessari þjóð ríður mest á að standa
saman. Sem stendur eru ekki
mörg sjáanleg teikn um að vakn-
ingaralda af þeim toga fari um
byggðir landsins, þó að tilefni
væri til á lýðveldisafmælinu.
Þvert á móti sjást merki þess
að nú sé það vilji vissra stjórnmála-
afla að sundra og tvístra þeirri
heild sem sameinuð hefur staðið
til þessa. Reykvíkingar hafa staðið
vel saman, haft mikinn metnað
fyrir hönd heimkynna sinna og
þannig náð mikilsverðum ávinn-
ingi í samfélagsumbótum í sívax-
andi borg. Allar skipulagsáætlanir
vinstri meirihlutans í borgarstjórn
á árunum 1978-1982 og áform
um þróun nýrrar byggðar og íbúa-
fjölgun í Reykjavík voru reistar á
þeirri forsendu að Reykvíkingar
yrðu aðeins 87.000 talsins um
næstu aldamót. Byggðin átti að
þróast til suðurs, í Kópavog og
Garðabæ. Þetta var vinstri metn-
aður eins og hann gat gleggstur
orðið.
Sem betur fer var gripið hressi-
lega í taumana, þegar sjálfstæðis-
menn komumst aftur í meirihluta
1982. Þá hófst á ný mikið fram-
fara- og uppbyggingarskeið þann-
ig að borgarbúar voru orðnir
100.000 í febrúar 1992 og verða
líklega um 110.000 við aldamót í
stað hins lítilmótlega markmiðs
félagshyggjuflokkanna um 87.000
manns.
Gömul sovéthugmynd
Alþýðubandalagsins
Reykjavík er tvímælalaust veg-
leg borg á íslenskan mælikvarða
en ekki raunveruleg stórborg. Nú
hefur R-listinn kynnt það sem eitt
helsta baráttumál sitt við borgar-
stjórnarkosningarnar í maí að
sundra borgarbúum og splundra
stjórnkerfi borgarinnar með því
að setja upp hverfaráðstjórnir í
Reykjavík.
Þetta er gömul hugmynd Al-
þýðubandalagsins og er mjög í
þeim ráðstjórnaranda sem þar hef-
ur svifið yfir vötnum allar götur
síðan flokkurinn tók við út-
breiðslustarfi hérlendis fyrir
stjórnunarmódelið í gömlu Sovét-
ríkjunum. Slík hverfasovét hafa
tíðkast í Moskvu og öðrum gersk-
um ævintýraborgum. Eins og
nærri má geta hafa því tilraunir
verið gerðar með þessa skipan í
Svíþjóð og sjást nú á henni fleiri
gallar en kostir. Vera má, að í
skrifræði sænskrar félagshyggju
hafi slík gjá myndast milli íbúa
einstakra borgarhluta og hinna
pólitísku fulltrúa í borgarstjórn að
viss von hafi verið bundin við þetta
fyrirkomulag. Ef til vill gat það
átt við í borgum með fjórum til
átta sinnum fleiri íbúa en Reykja-
vík, eða þaðan af stærri.
I Gautaborg var komið á rúm-
lega 20 hverfaráðstjórnum. Og
eins og margir óttuðust hófust
fljótlega átök um peningalega for-
sjá borgarmála, deilur við borgar-
stjórnina um völd og áhrif, sem
bitnað hefur á heildarhagsmunum.
Stefnt í upplausnarástand
Reykjavík má síst við því að
slík togstreita eigi sér stað milli
hverfa borgarinnar. Borgin er ekki
stærri og erfiðari yfirferðar en svo
að 15 manna borgarstjórn er full-
komlega treystandi til að hafa þá
innsýn í hagi borgarbúa, hvar í
hverfi sem þeir búa, að nægi til
að hér verði áfram stunduð réttlát
og skilvirk stjórnsýsla með fullu
tilliti til þarfa mismunandi borgar-
hverfa eins og jafnan hefur verið
gert. Tillögur R-listans um hverf-
aráðstjórnir í Reykjavík eru hugs-
aðar í þeim eina tilgangi að spilla
einingu borgarbúa. Slík sundrung-
ariðja er skólabókardæmi um
starfsaðferðir gömlu marxistanna,
sem ráða ferðinni hjá R-listanum.
Hverfaráðstjórnir með fastmót-
uðu valdsviði í stjórnkerfi borgar-
innar yrðu að sjálfsögðu að vera
pólitískar og kjörnar í almennum
kosningum. Þó að fjarstæðukennt
sé að ímynda sér slíkar Vesturbæj-
ar- eða Grafarvogskosningar á
pólitískum forsendum þætti þó öllu
alvarlegra, ef pólitísk valdahlutföll
í hverfaráðstjórnunum yrðu nú
allt önnur en í hinni eiginlegu
borgarstjórn. Þar með væri stefnt
í upplausnarástand í stíl við annan
glundroða hjá R-listanum.
Pólitísku hverfavaldi fylgdu
vafalítið kröfur um launuð stjórn-
arstörf og fjárhagslegt forræði til-
tekinna málaflokka hverfisbúa. Þá
peninga yrði barist um að sækja
i hinn sameiginlega borgarsjóð.
Stutt yrði síðan í vangaveltur um
framlegð viðkomandi hverfa í
þann sjóð með sköttum hverf-
isbúa, sem menn vildu gjarnan sjá
skila sér að fullu og öllu beint
heim aftur til verkefna í hverfinu.
Þetta er einmitt reynslan, þar sem
hverfaráðstjórnirnar hafa starfað
í nágrannalöndunum.
Borgarbúar sjálfir velji
sér vettvang
í Reykjavík starfa mörg íbúa-
samtök sem hafa látið mikið að
Markús Örn Antonsson
„í Gautaborg var komið
á rúmlega 20 hverfa-
ráðstjórnum. Og eins
og margir óttuðust hóf-
ust fljótlega átök um
peningalega forsjá
borgarmála, deilur við
borgarsljórnina um
völd og áhrif, sem bitn-
að hefur á heildarhags-
munum.“
sér kveða í samstarfi við borgaryf-
irvöld um margháttuð framfara-
mál á viðkomandi félagasvæðum.
Þetta eru samtök af ýmsum gerð-
um og stærðum. í yngri borgar-
hverfunum, þar sem sameiginleg-
ar framkvæmdir standa enn yfir,
eins og i Grafarvogshverfi, Árbæj-
ar-, Artúns- og Seláshverfum og
Breiðholtshverfunum, starfa öflug
félög. Þau hafa komið mörgum
þörfum tillögum til borgarstjórnar
og fylgt úrvinnslu þeirra og fram-
kvæmd eftir. Borgin styrkir starf-
semi þeirra og ýmissa fleiri. Önnur
eru fámennari og félagasvæðin
þrengri eins og hjá íbúasamtökum
í Suðurhlíðum, Litla-Skeijafirði
norðan fiugvallar, og Rauðarár-
samtökunum, sem verið hafa ráð-
gefandi um aðgerðir borgarinnar
á svæðinu milli Skúlagötu og
Laugavegar. Þessi fjölbreytni á
fullan rétt á sér og ástæðulaust
að steypa félögum i stærri heildir
og gera hin smærri áhrifalaus.
Borgarbúar eiga sjálfir að fá að
velja sér þann vettvang sem þeir
helst kjósa og hentar þeim best í
samskiptum við borgaryfirvöld.
R-lista foringinn vildi banna
atvinnurekstur
í hinum eldri og grónari hverf-
um er þetta félagsstarf með öðrum
brag eins og að líkum lætur. Þarf-
irnar eru ekki jafn knýjandi og á
nýju borgarsvæðunum. Stundum
virðist verkefnafátæktin meira að
segja leiða menn á villigötur. Er
mér þá í fersku minni uppistand
sem forystan í íbúasamtökum
Vesturbæjar stóð að fyrir tveimur
árum vegna nýrrar fiskimjölsverk-
smiðju í Örfirisey. Ófagrar voru
lýsingarnar á þeim ósköpum sem
yfir okkur Vesturbæinga ættu að
ganga eftir að þessi verksmiðja
yrði tekin í notkun. Og blessaðir
túristarnir í miðbænum áttu líka
að kafna í ólyktinni og ferðaþjón-
ustan í borginni að líða undir lok.
Nú hefur þessi verksmiðja starf-
að í tæp tvö ár og engrar loftmeng-
unar orðið vart frá henni enda
hafði ekki verið talin hætta á slíku.
Á það vildu forystumenn í íbúa-
samtökum Vesturbæjar ekki
hlusta en heimtuðu þennan nauð-
synlega hlekk í vinnslu sjávaraf-
urða fluttan úr Reykjavík. Bara
eitthvað burt.
Lýsir sú afstaða ákaflega vel
hugsunarhætti R-lista fólks í at-
vinnumálum Reykvíkinga. For-
maður íbúasamtakanna, sem hafði
sig mest í frammi um að þessi
atvinnurekstur í Örfirisey yrði
bannaður, er einmitt núverandi
framkvæmdastjóri R-lista fram-
boðsins.
Höfundur er frambjóðandi á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar.
Reykjavík - opin og
lýðræðisleg borg
eftir Guðrúnu Zoega
Flokkarnir sem standa að R-list-
anum hafa nýlega birt stefnuskrá
sína fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar í vor. Yfirskrift stefnuskrár-
innar er „Opin og lýðræðisleg
borg“. Ekki verður séð, hvernig
þessi yfirskrift getur átt við nýja
listann, varla er það vegna þess
hvernig valið var á hann? Ef borið
er saman, hvernig valið var á lista
Sjálfstæðisflokksins og á R-list-
ann, er ólíku saman að jafna. Á
lista Sjálfstæðisflokksins var valið
með lýðræðislegum hætti í próf-
kjöri, sem allir flokksbundnir sjálf-
stæðismenn höfðu rétt á að taka
þátt í. Tæplega níu þúsund manns
greiddu atkvæði í prófkjörinu og
völdu úr hópi tuttugu og fimm
frambjóðenda og hlutu tíu þeirra
bindandi kosningu í efstu sætin.
Allt er hins vegar á huldu um
það, hvernig raðað var á R-list-
ann. Lítill hópur fólks ákvað
hvernig sætunum yrði skipt á milli
flokka (eða ekki-flokka). Að því
búnu ákváðu mismunandi stórir
hópar innan flokkanna, mest fáein
hundruð, hveijir yrðu fulltrúar
þeirra á listanum og í hvaða röð.
Til fróðleiks má geta þess að sá
sem skipar fjórða sæti R-listans
var kosinn í það sæti með 146
atkvæðum og segir það kannske
nokkuð um lýðræðið á þeim bæ.
„Hvernig getur það
verið andstætt lýðræð-
inu að flokkur sem fær
meirihluta í lýðræðis-
legum kosningum fari
með völdin?“
Er lýðræðið ólýðræðislegt?
í viðtali við borgarstjóraefni
R-listans í Morgunblaðinu nýlega
segir það það vera „andstætt lýð-
ræðinu að einn og sami flokkurinn
fari með svo viðamikið valdakerfi,
eins og borgin er, í nánast sextíu
ár“. Hvernig getur það verið and-
stætt lýðræðinu að flokkur sem
fær meirihluta í lýðræðislegum
kosningum fari með völdin? Síðar
í sama viðtali líkir borgarstjóra-
efnið stjórnvöldum í Reykjavík við
valdhafa í Kína og Sovétríkjunum,
svo smekklegt sem það nú er.
Stjórnkerfi borgarinnar —
opið kerfi
Innan hins pólitíska stjórnkerfis
starfar fjöldi nefnda sem fer með
stjórn hinna ýmsu málaflokka í
umboði borgarráðs og borgar-
stjórnar. Má þar til dæmis nefna
skólamálaráð, skipulagsnefnd,
íþrótta- og tómstundaráð, félags-
málaráð og fleiri. í hverri nefnd
eru fimm fulltrúar sem eru kosnir
af borgarstjórn og eiga flokkarnir
þar fulltrúa í hlutfalli við fjölda
kjörinna borgarfulltrúa. Borgar-
ráð er yfir ölum þessum nefndum,
en það fer með framkvæmdastjórn
borgarinnar og þar eru allar helstu
ákvarðanir teknar, m.a. um fjár-
mál. Borgarráð er því í raun valda-
mesta stofnun borgarkerfisins.
Fundargerðir allra nefnda eru op-
inberar og aðgengilegar öllum sem
þess óska. Þess má geta að hægt
er að gerást áskrifandi að fundar-
gerðum, ef menn vilja fylgjast
sérstaklega með í einhveijum
málaflokki. Auk þess eru öll plögg
sem lögð eru fram í nefndum og
í borgarráði opinber og getur hver
sem er fengið þau sér til fróðleiks
og upplýsingar og notfæra frétta-
menn sér það meðal annars. Ekki
þarf að taka fram' að fundir borg-
arstjórnar eru opnir.
Samkvæmt sveitarstjórnarlög-
um hafa sveitarstjórnarmenn „að-
gang að bókum og skjölum sveit-
arfélagsins og óhindraðan aðgang
að stofnunum þess og starfsemi".
Borgarfulltrúar geta auk þess leit-
að til embættismanna borgarinnar
eftir upplýsingum og fá yfirleitt
skjót og góð svör. Þess má enn
fremur geta að borgarstjóri hefur
viðtalstíma fyrir almenning i
hverri viku, og koma tugir manna
Guðrún Zoéga
í hvern viðtalstíma. Borgarfulltrú-
ar almennt eru að sjálfsögðu til
viðtals fyrir borgarbúa.
Meirihluti minnihluta í
borgarráði
Að einu leyti hafa fulltrúar
Kristinn Ingvarsson ljósmynd-
ari á Morgunblaðinu tók blaðaljós-
mynd ársins 1993 að mati dóm-
nefndar Blaðamannafélags ís-
minnihlutans rétt fyrir sér, þegar
þeir tala um ólýðræðislegt kerfi.
Það varðar skipan borgarráðs. I
borgarráði sitja fimm kjörnir full-
trúar með atkvæðisrétt og eru
þeir kosnir af borgarstórn með
lýðræðislegum hætti. Þar með er
þó ekki öll sagan sögð. Auk hinna
kjörnu fulltrúa eiga fulltrúar
þeirra flokka sem ekki hafa kjör-
fylgi til að fá fulltrúa í borgar-
ráði, áheyrnarfulltrúa, sem sitja
alla fundi borgarráðs, með mál-
frelsi, tillögurétt og á fullum laun-
um. Nú eiga fjórir af fimm borgar-
fulltrúum minnihlutans sæti í
borgarráði — með eða án atkvæð-
isréttar — á móti þremur af tíu
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
Minnihlutinn hefur því áhrif í
borgarráði langt umfram kjör-
fylgi.
Að þessu frátöldu eiga fullyrð-
ingar um að stjórnkerfí borgarinn-
ar sé lokað og ólýðræðislegt ekki
við nein rök að styðjast.
Höfundur er borgarfulltrúi og
skipar 6. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins við
borgarstjórnarkosningarnar i vor.
lands. Mynd Kristins er af Jóoi
Guðmundssyni menntaskólakenn-
ara og birtist með viðtali við Jón
í Morgunblaðinu.
Blaðaljósmyndir sýndar
í Listhúsi í Laugardal
ÚRVAL blaðaljósmynda síðasta árs er nú til sýnis í Listhúsinu í
Laugardal og er þetta síðasta sýningarhelgin. Sýningunni lýkur
miðvikudaginn 13. apríl og er opið daglega frá klukkan 12-19.
Alls eiga 16 ljósmyndarar tæplega 100 myndir á sýningunni.