Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 27

Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 ^ 27 Blóðugcir ættbálkaeij ur í einu fátækasta landi heims Kigali. Reuter. BLOÐSÚTHELLINGARNAR í Rúanda í kjölfar drápsins á for- seta landsins og síðan forsætis- ráðherranum eru ekki einsdæmi því saga landsins hefur markast af blóðugum átökum milli tveggja helstu ættbálkanna. Rúanda fékk sjálfstæði frá Belg- íu árið 1962 og þremur árum áður höfðu Hútúar, sem eru í miklum meirihluta í landinu, gert blóðuga uppreisn gegn Tútsum, er höfðu undirokað þá öldum saman. Að minnsta kosti 100.000 manns létu lífið í uppreisninni árið 1959 og tugþúsundir manna flúðu til nágrannaríkjanna, einkum Úg- anda. Hútúinn Juvenal Habyari- mana forseti, sem beið bana ásamt forseta Búrúndí þegar flugskeyti var skotið á flugvél hans á mið- vikudag, komst til valda árið 1973 og stjórnaði landinu með harðri hendi, virti að vettugi réttindi minnihlutans og bannaði starfsemi stjórnarandstöðuflokka. Friður ríkti í Rúanda í tæpa tvo áratugi og Rúanda var þekkt á meðal ferðamanna fyrir sjaldgæfar fjallagórillur sínar. Rúandabúar kölluðu þá landið „Sviss Afríku“. Þessu friðartímabili lauk árið 1990 þegar um 10.000 uppreisnarmenn í Föðurlandsfylkingu Rúanda (RPF), aðallega Tútsar, gerðu inn- rás í landið frá Úganda. Framrás uppreisnarmannanna lauk ekki fyrr en þeir voru komnir að höfuð- borginni, Kigali, en þá tókst stjórn- arhernum að stökkva þeim á flótta. Algjör ringulreið skapaðist í land- inu að nýju. Þúsundir manna féllu og hartnær milljón manna varð að flýja heimkynni sín. Innrásin varð til þess að Habya- rimana forseti sá sig knúinn til að fallast á pólitískar umbætur. For- setinn og leiðtogi Föðurlandsfylk- ingarinnar, Alex Kanyarengwe, undirrituðu friðarsamning í Tanza- níu í ágúst í fyrra. Tútsar gagn- rýndu síðan forsetann fyrir að tregðast við að standa við samn- inginn og loforð um lýðræðislegar kosningar og myndun nýrrar stjórnar. Kvenréttindakona myrt Habyarimana heimilaði þó starf- semi stjórnarandstöðuflokka árið 1991 og ijórir þeirra mynduðu bráðabirgðastjórn með flokki for- setans í apríl 1992. Agethe Uwil- ingiyimana, sem var myrt á fimmtudag, varð forsætisráðherra rúmu ári síðar og önnur konan í Agethe Uwilingiyimana Afríku til að gegna því embætti. Aðeins viku áður hafði forseti ná- grannaríkisins Búrúndí, Melchior Ndadaye, skipað konuna Silvie Kinigi í embætti forsætisráðherra. Agathe Uwilingiyimana var Tútsi og barðist fyrir sáttum milli kynþáttanna en virðist hafa tapað þeirri baráttu. Hún beitti sér einn- ig í réttindabaráttu kvenna og fyr- ir breytingum á hefðum Rúanda- búa, sem stuðluðu að því að konur voru undirokaðar. Margir karl- menn brugðust ókvæða við þeirri baráttu og óeirðaseggir réðust eitt sinn í skrifstofu hennar, hýddu hana og rændu, til að freista þess að fá hana til að segja af sér. Fátækt landbúnaðarland Hútúar eru um 85% íbúa Rú- anda og Tútsar aðeins um 14%. Um 40% íbúanna eru í kaþólsku kirkjunni en um helmingurinn að- hyllist hefðbundin afrísk trúar- brögð. Ibúar höfuðborgarinnar, Kigali, eru 120.000 og aðeins um 8% landsmanna búa í borgum eða bæjum. Flestir búa í litlum býlum og Rúanda er eitt af þéttbýlustu löndum heims, með 304 íbúa á hvern ferkílómetra. Rúanda er einnig eitt af fátæk- ustu löndum heims og þjóðartekj- urnar eru aðeins jafnvirði 19.000 króna á mann á ári. Kaffi er helsta tekjulind landsins, um 80% af út- flutningstekjunum. Rúandabúar flytja einnig út banana, sætu- hnúða, baunir, hrísgtjón og fleiri landbúnaðarafurðir. BLOÐBAÐ I KIGALI 19 nunnur og prestar, starfsmenn hjálparstofnana og friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru á meðal fjölmargra fórnarlamba blóðugra átaka milli helstu ættbálka Rúanda í höfuðborginni, Kigali, í gær og fyrradag. Hersíöð FRIÐARGÆSLU- LIÐAR í RÚANDA Ghana 841 Belgia ..• 428 Stuðningssveítir ogeftirlHsmenn, Túnís 60 Kongó 10 Senegal • 39 Mali 10 Zimbabwe 29 Hollantl 10 Egyptaland 26 Botswana 9 Uruguay 25 Pólland 5 Austurríki: X, ••15.... Malavi 5 Nígería 15 Slóvakia 5 Rússland 15 Ungverjaland 4 Togo 15 Kanada 2 Rrasilía 13 FkJji 1 REUTER Leiðtogafundur um frið í Suður-Afríku FRIÐARFUNDUR fjögurra helstu leiðtoga Suður-Afríkumanna hófst í gær. Á fundinum voru F.W. de Klerk forseti, Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), Goodwill Zwelithini, konungur zulu-manna, og Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokksins. Fyrir fundinn ræddust Mandela og Zwlithini við 5 fjórar klukkustundir um stöðu zulu- konungsins eftir þingkosningarnar sem ráðgerðar eru 26.-28. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma saman. Mikil spenna er enn í Kwa-Zulu, héraði zulu-manna, og fimm menn biðu þar bana í gær. Að minnsta kosti 136 manns hafa fallið þar frá því stjórin setti neyðarlög í héraðinu 31 mars. Um 3.000 hermenn hafa verið sendir þangað til framfylgja lögun- um. Á myndinni aka nokkrir þeirra á brynvarinni bifreið framhjá zulu- mönnum. Skothríðin í Ar- ósarháskóla án sjáanlegs tilefnis Kaupmannaliöfn. Frá Signmu Davíðsclóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MAÐURINN sem skaut á stúdenta í matstofu í Árósarháskóla fyrir skömmu hafði lagt á ráðin um að drepa fólk og ráða sér að lokunt bana, áður en hann framkvænuli ætlun sína á þriðjudagsmorgun. Þetta kemur fram í bréfi, sem hann skildi eftir sig heima fyrir. Tvær stúlkur létust í árásinni og tvær að auki særðust. Maðurinn, sem var 35 ára, stund- aði nám við norrænudeild háskólans og hafði gert undanfarin sex ár. Hann hafði verið í sálrænni með- ferð áður, en aldrei verið lagður inn vegna geðrænna vandamála. Sam- stúdentar hans lýsa honum sem einmana og innilokuðum manni og hann virðist liafa skotið á stúdent- ana af tilviljun, án þess að þekkja viðkomandi eða hafa sérstaka ástæðu til ve’rknaðarins. Kennarar og nemendur deildar- innar hafa haldið umræðufundi til að átta sig á verknaðinum, sem hefur haft mikil áhrif á þá. Menning og listii kemur út á laugardögum. Þetta er blað fyrir alla þá sem vilja fylgjast með því sem er að gerast í heimi menningar og lista í landinu. Ótal hliðar listalífsins era kynntar og forvitnast er um listafólkið sjálft. Umfjöllun um leikrit, tónlistarviðburði, bækur og sýningar hvers konar er meðal efnis auk yfirlits yfir helstu listviðburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.