Morgunblaðið - 09.04.1994, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994
Sveinn Einarsson
hleðslumaður frá
Hijót - Minning
Fæddur 3. desember 1909
Dáinn 3. apríl 1994
Laugardaginn fyrir páska andað-
ist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
Sveinn Einarsson torfhleðslumaður
á 85. aldursári. Sveinn fæddist að
jnjtírjót í Hjaltastaðaþinghá 3. des.
1909 og voru foreldrar hans Einar
Guðmundsson (f. 1879, d. 1922) frá
Hafrafelli í Fellum og kona hans
Kristbjörg Kristjánsdóttir (f. 1884,
d. 1960) og voru foreldrar hennar
Kristján Jónsson (f. 1861, d. 1943)
frá Vopnafirði og Sesselja Oddsdótt-
ir (f. 1836, d. 1944) frá Hreiðars-
stöðum í Fellum.
Fyrsta minning Sveins var þegar
hann gekk óstuddur um hlað Htjót-
ar og virti fyrir sér umhverfið. Hann
náði ekki að læra að ganga í bað-
stofunni, því timbrið í gólfínu var
svo slitið, að við annað hvert fótmál
steig hann ofan í gat á gólfinu og
datt.
Á þessum árum lá Hijótur þannig
við samgöngum að allir hreppsbúar
sem áttu heima utar í sveitinni, áttu
leið um hlaðið á Hrjót, einnig Borg-
firðingar er þeir fóru Sandaskörð.
Ungur að aldri varð Sveinn áhuga-
samur um að hitta sem flesta sem
um garð fóru og tók hann eftir ein-
kennum manna og frásögnum. Um
leið og hann gat, fylgdi hann föður
sínum til búverka. Kvíánna gætti
hann á sumrin, voru þær oftast 32
og mjólkaði amma hans þær í tré-
- fötu. Búið var til skyr og ostar, og
var það besta skyr sem hann borð-
aði í lífí sínu.
Uppvaxtarár Sveins voru eins og
næstum allra ungmenna á Islandi í
upphafí þessarar aldar, alin upp við
vinnu. Farskóli var í sveitinni og
var Sveinn sjö vikur í skóla sam-
anlagt, og „það átti að duga,“ sagði
hann og bætti við: „Ég hef aldrei
fundið til þess að ég væri verr und-
ir lífið búinn en aðrir, enda höfðum
við sérdeilis góðan kennara sem var
Anna Guðný Guðmundsdóttir sem
síðar varð kona Ásgríms Halldórs-
sonar kaupfélagsstjóra og alþingis-
manns.“
Faðir Sveins dó 1922 og heldur
ekkjan áfram búskap með börnum
sínum til ársins 1933. En þau voru
auk Sveins, Kristjana Sesselja, f.
1912, bjó á Stóra Steinsvaði, býr
nú á Egilsstöðum, Stefán, f. 1914,
fyrrum kaupfélagsstjóri á Egilsstöð-
um og umboðsmaður Flugfélags
íslands á Austurlandi, nú látinn,
Anna Björg, f. 1917, húsfrú á Fos-
svöllum, Kristján, f. 1921, bjó á
Fremra-Seli í Hróarstungu og á
Þórðarstöðum í Fnjóskadal, býr nú
á Akureyri.
Þegar Kristjana hættir búskap í
Hrjót árið 1933 fer Sveinn í vinnu
niður á fírði og var m.a. í Neskaup-
stað, en honum féll ekki fiskvinnan,
eða sá andi sem var við sjóinn.
- Hann hvarf aftur til Héraðs og var
í kaupavinnu víða, m.a. var hann
kaupamaður í tvö ár á Kirkjubæ í
Hróarstungu hjá séra Siguijóni og
Önnu. Sveinn átti nokkrar kindur
og hest. Spurði hann séra Siguijón
hvort hann mætti slá engjastykki
niður við Fljót. Séra Siguijón svar-
aði: „Þú mátt slá svo mikið sem þú
getur slegið á einum degi.“ Dengdi
hann nú ljáinn og gekk í teiginn
snemma morguns, grasið var í
mjöðm, þar sem best var og þéttvax-
ið eftir því, grasið bylgjaðist líkt og
undiralda á hafí. Sló Sveinn lengi
wuags og var þungt að koma ljánum
í gegnum svo þéttvaxið gras. Þetta
var eins og keppni að slá sem mest.
Síðla dags kom séra Sigurjón á
hesti sínum og þegar hann sér hví-
lík slægja liggur á jörð og einn
mann að verki, þá segir hann: „Mik-
ill víkingur ert þú, Sveinn." Sveinn
sló til kvölds og dró ekki af sér, en
varð ekki þreyttur. Þegar heim á
bæ kom var hann ávarpaður: Hvað
segir Sveinn Víkingur? Loddi þetta
nafn lengi við Svein hjá þeim sem
þekktu hann frá þessum tíma.
Honum var ljóst að vinnu-
mennska var ekki líf til frambúðar,
því leit hann vel í kringum sig hvar
væri hagstætt til búskapar.
Á þessum árum kynntist hann
Björgu Ólafsdóttur frá Bimufelli.
Slógu þau saman eigum sínum og
góðum vilja og hófu búskap, fyrst
á Birnufelli og síðar á Miðhúsaseli
í Fellum og varð búskaparsaga
þeirra í Fellum rúm 30 ár.
Björg Ólafsdóttir var rólynd í
framkomu, ákveðin, harðgreind og
nettvaxin, en þegar hún talaði
fannst mér hún vera með stærstu
konum sem ég hef kynnst. Ég nefndi
þetta við Svein og hann sagði þetta
ekki ofsagt. „En þú hefðir átt að
þekkja hana þegar hún var upp á
sitt besta.“ Ég tók eftir því þegar
spjallað var, að þegar Björg hafði
sagt sitt álit á málum, þá var málið
fullrætt. Björg gat verið snörp í
gagnrýni og var Sveinn ekkert frír
frá því, enda nefndi hann ekkert
jafnoft við mig og það, að „ekkert
er manni eins hollt og gagnrýnin,
sá sem þig gagnrýnir er þinn besti
vinur, þú átt eftir að skilja þetta
þó síðar verði, Auðun minn“.
Börn þeirra Bjargar og Sveins
eru Guðný, læknir, býr í Svíþjóð,
Bima, hjúkrunarkona, býr í Reykja-
vík, og Þórarinn, ráðunaútur og
bóndi á Hólum í Reykhólasveit.
Búskaparsaga Sveins og Bjargar
var í Miðhúsaseli frá 1938-1967
og í upphafi þess búskapar var flest
eins og verið hafði um aldir, íbúðar-
hús og gripahús úr torfi. Öll hey-
skaparvinna var unnin á höndum,
svo þrek manna réð afköstum. Þá
byggði Sveinn upp beitarhús á
Svartranaseli, sem var fomt eyði-
býli, en gott beitiland var þar í kring
svo það dreifði beitarálagi. Á þess-
.um árum komu ráðunautar sem
boðuðu nýja stefnu. Sá Sveinn að
sumt yrði ekki til farsældar og and-
mælti í ræðu. Þegar menn fóru að
tínast heim vildi enginn eiga sam-
leið með honum. Sá hann þá að
bændur ættu að vera skoðanalausir
og láta hvað sem er dynja yfír. En
þessu fylgdi ágalli, að hans sögn.
„Þegar ég fór að bæla niður skoðan-
ir mínar, þá varð ég svo önugur og
uppstökkur."
Miklar breytingar verða í búskap-
arháttum upp úr 1940, þá fara
sláttuvélar, traktorar og önnur tæki
vélaaldar að auka afköst við hey-
skap og bændur Qölguðu fé sínu.
En þá kom í landið garnaveiki og
fleira sem vont var. Árin 1948-
1960 var afkoma bænda mjög erfið.
Hefur svo viljað vera að bændur
hafa orðið fyrir búsifjum af náttúru-
legum aðstæðum og stjórnvaldsað-
gerðum. Ræddi ég þetta oft við
Svein og sagði hann mikinn eðlis-
mun á þessu tvennu, því „náttúran
bætir fyrir sín mistök, en það gerir
maðurinn ekki“.
Þegar búskap Sveins lauk í Mið-
húsaseli árið 1967 fluttu þau hjón
í Hallormsstað og bjuggu þar næstu
tíu árin. Þar vann hann hjá skóg-
ræktinni við ræktun tijáa og annað.
Þegar grunnskólahúsið var byggt á
Hallormsstað sá Sveinn um allar
hleðslur úr torfi og gijóti í kringum
skólann ásamt Hrafni Sveinbjarnar-
syni. Er það grunur minn að þetta
hafi verið fyrsta stóra hleðsluverk
sem hann vann fyrir opinbera aðila.
Eftir dvölina á Hallormsstað fluttu
Sveinn og Björg í Egilsstaði og
keyptu sér íbúð að Selási 12. Á
sumrin stundaði Sveinn vinnu við
vegghleðslur og garða um alia Aust-
firði frá Vopnafirði til Hornafjarðar.
Varð hann þekktur fyrir þetta hand-
verk, sem var flestum mönnum týnt.
Það var merkilegt að þegar bónd-
inn var kominn í kaupstaðinn og
nálgaðist þann aldur sem menn fóru
að draga úr vinnu, þá fyrst verður
vinnan án hvíldar. Þegar sumar-
vinnu lauk þá tók hann til við að
skera út bréfhnífa og pijónastokka.
Síðar þróaðist útskurðurinn í út-
skurð fugla, aðallega ijúpur, hrafn-
ar og dúfur. Þá þróaðist hann í að
skera út konur og karla. Stundum
valdi hann ákveðnar persónur og
titlaði þær á sérstæðan hátt. Gæti
slík vinna sem þessi skapað mörgum
manni atvinnu í dag, en Sveini varð
oft að orði: „Menn verða að skapa
sér vinnuna sjálfír, maður getur
ekki krafist þess af öðrum að skapa
manni lífsviðurværi."
Við Sveinn unnum fyrst saman
árið 1978 við endurreisn torfbæjar-
ins að Galtastöðum Fram í Hróars-
tungu og var fyrsta verkið að end-
urreisa búrið. Næstu árin á eftir var
endurbyggt hvert húsið af öðru.
Með Sveini vann öll sumrin Friðrik
Lúðvíksson og var hann nokkurs
konar lærisveinn í gijót- og torf-
hleðslu, sem var alveg glötuð grein.
Torf- og gijóthleðslu höfðu flestir
kunnað í þessu landi frá landnáms-
öld. Þriðja sumarið sem við unnum
á Galtastöðum kom ósk frá Reykja-
vík um að Sveinn héldi námskeið í
torf- og gijóthleðslu. Var það haldið
í Árbæ og var mikil þátttaka, um
20-30 manns, og hélt hann nám-
skeið flest ár síðan. Einnig kenndi
hann þessi vinnubrögð í Garðyrkju-
skólanum í Hveragerði, og komust
þessar fomu aðferðir inn í verk-
efnabækur nemenda, auk þess sem
vinnuaðferðir voru stærsti hluti
námsins. Varð sú raunin á að Sveinn
vann við hleðsluverk og endurbygg-
ingu húsa í öllum kjördæmum lands-
ins. Sem dæmi má nefna sjóbúðir
við Bolungarvík, hjall og sæluhús.
Einnig hlóð hann gijótgarða um
kirkjugarða á mörgum stöðum, auk
þess sem hann hlóð einnig slíka
garða. Stærst slíkra verka er senni-
lega gijótgarðurinn í kringum
gamla kirkjugarðinn á Hallorms-
stað, sem er fagurt dæmi um efni-
stök og handbragð Sveins. En í
þeim garði hvílir kona hans og þar
verður hann lagður til hinstu hvílu
næstkomandi laugardag.
Það var ákaflega fróðlegt og
gaman að vinna með Sveini. I dag-
legum störfum mælti hann oft fram
setningar á gullaldarmáli. Ef spurt
var hver mælti svo, þá kom tilvitnun
oftast úr Islendingasögunum. Oll
hans búskaparár og á Hallormsstað
las hann allar íslendingasögumar á
tveggja til þriggja ára fresti, Njálu,
Eyrbyggju og Sturlungu las hann
oftar.
Þegar við vorum saman á Hall-
ormsstað var Sveinn svo trúaður að
ég hafði engan þekkt slíkan. En tíu
árum síðar var hann trúlausasti
maður sem ég hef fundið. Hann var
óhemju biblíufróður.
Eftir lát Bjargar kom Sveinn allt-
af suður um jól og á vorin, þá kom
hann á heimili okkar og við áttum
saman góðar stundir. Þá leiddi ég
talið ævinlega að trú, og þá tók
hann að vitna í Biblíuna og vitnaði
hann í postulana máli sínu til sönn-
unar, og fann ég alla tíð án undan-
tekningar hve trúaður hann var þó
hann segði hið gagnstæða. Ég
spurði hann hvað tæki við. Þá svar-
aði hann: „Ég er tilbúinn að deyja,
þetta er búið að vera ágætlega
skemmtilegt líf, með fáum undan-
tekningum." Það var ijarskalega
gaman að halda á glasi með Sveini
á kyrri kvöldstund. Hann vildi bara
Iítið í glasið, en svo var hellt oftar
í, og alltaf sagði hann þegar við
kvöddumst: „Drykkurinn var bara
alveg mátulegur."
Það verk Sveins sem hefur komið
fyrir augu flestra, er sennilega end-
urreisn Sænautasels í Jökuldalsheiði
sem sjónvarpið gerði þátt um á svo
myndarlegan hátt. Þar mátti sjá
bæinn rísa frá grunni í frásögn og
mynd. Einnig var góð persónulýsing
á Sveini í þættinum „Maður vikunn-
ar“ sem Eysteinn Björnsson sá um.
Þar kom vel í ljós persóna Sveins
og frásagnarstíll. Eitt kvöldið þegar
við vorum tveir einir í Sænautaseli
lagði Sveinn snöggt frá sér Njálu
sem hann var að lesa, settist upp
og sagði: „Auðun, nú hef ég öðlast
trú á framtíðina, hefurðu séð hvað
allt fólkið er duglegt að vinna,
krakkarnir læra alla hluti um leið
og þau sjá hvernig á að vinna verk-
ið. Þetta eykur manni bjartsýni á
framtíðina, að sjá það, að fólk vill
vinna, slíkt fólk kemst alltaf af.“
Við sem þekktum Svein og unn-
um með honum, lærðum af honum
vinnuaðferðir sem tengdust íslenska
torfbænum, sem er fyrirbæri sem
hvergi er til nema hér. Nú kveðjum
við þann mann sem sennilega hefur
víðast farið um landið og flestum
kennt. Ef til vill leiddi þessi hleðslu-
vinna hans til þess að áhugi, skiln-
ingur og kunnátta manna hefur
aukist svo að einhveijir bæir gætu
bjargast til viðbótar í landinu. Einn-
ig er mikilvægt að hlífa þeim stöðum
þar sem mannvistarleifar sjást á
jörð, og beita ekki á slíkar rústir
vélum og slétta úr, eins og oft hef-
ur hent.
Þó að Sveinn hafi verið okkur
mikils virði, þá hefur fjölskyldan
meira misst. Sveinn átti meira er-
indi við samtíma sinn en flestir aðr-
ir, því þeim fækkar sem vilja varð-
veita arf fortíðar, og Sveinn kom
alltaf fram eins og hann var.
Samúðarkveðjur til ættingja
Sveins og barna hans.
Auðun H. Einarsson.
Yinur minn, Sveinn Einarsson,
er látinn — hin langa úrfesti á enda
runnin sem móður hans dreymdi
er hún bar hann undir belti.
— Þá skuld eiga allir að gjalda
— sagði Skarphéðinn og ekki langt
síðan Sveinn rifjaði upp þessi um-
mæli fornkappans í tali okkar, úr
þeirri bók sem hann mat bóka mest.
Ég kynntist Sveini Einarssyni
sumarið 1965 austur á Egilsstöð-
um. Hann var þá að vinna verk
fyrir foreldra mína og bjó hjá okkur
um nokkurt skeið. Tókst þar með
okkur vinátta sem hefur haldist
óslitið síðan. Mér þótti maðurinn
strax afburða skemmtilegur við-
ræðu. Hann var mjög sjálfstæður
og frumlegur í hugsun, óþreytandi
að ræða hin ólíkustu málefni og var
einkar lagið að varpa nýju ljósi á
hefðbundin viðhorf. Hann var alltaf
jafn lifandi og einlægur í leit sinni
að lausn lifsgátunnar og svo heim-
spekilega þenkjandi að unun var á
að hlýða. Hann var sannur heim-
spekingur eða öllu heldur lífsspek-
ingur til aðgreiningar frá hinni
steingeldu þrætubókarlist og rök-
fræðilega útúrsnúningi sem ein-
kennir svo mikið heimspekilega
umræðu nú til dags. Margra
ógleymanlegra samverustunda
minnist ég á heimili Sveins og
Bjargar á Hallormsstað. Hann situr
við borð sitt og tálgar og smíðar
muni úr birki og orðin falla eitt af
öðru með spónunum sem hrannast
upp við fætur okkar. Öðru hvoru
lítur hann upp, strýkur smíðisgrip-
inn og horfír spyijandi, dreymnum
augum út í bláinn um stund og
tekur síðan upp þráðinn á ný.
Oft sátum við og spjölluðum fram
á rauða nótt um lífið og hinstu rök
tilverunnar. Ófá eru þau spakmæli
og gullkorn sem hann hefur gaukað
að mér úr Islendingasögunum og
Passíusálmunum enda mörg af eft-
irlætis spakmælum Sveins orðin
mér töm á tungu — við vitum ei
hvers biðja ber — hvað bíður síns
tíma — þú veist ei hvern þú hittir
þar — og svo mætti lengi telja.
Sveinn var einn af þeim fáu
mönnum á vorum dögum sem
ómengaðir máttu teljast af enskri
tungu og neitaði hann að bera sér
í munn þær enskuslettur sem tíðk-
ast nú mjög, sagðist fá óbragð í
munninn. Einkum var honum illa
við orðið „sjoppa" og nefndi fyrir-
bærið soppu ef hann mátt til. Hann
hafði drukkið í sig hinn kjarnmikla
og safaríka mjöð íslenskrar frá-
sagnarlistar í fornsögunum og oft
var ég sem bergnuminn þegar ég
hlustaði á hann lýsa sögupersónum
og atburðum úr íslendingasögun-
um. Hann gjörþekkti heim og sögu-
svið fornsagnanna og lifði sig svo
inn í atburðarás þeirra að ætla
mætti að hann hafi verið í hópi
þeirra manna sem þá riðu um héruð.
Tíðum bar það við að ég og kunn-
ingjar mínir stóðum á gati í sam-
ræðum um íslendingasögurnar og
þurfti ég þá ekki annað en hringja
í Svein og varð honum aldrei svara-
fátt.
Kæri vinur. Þú áminntir mig um
að vera ekki of margorður og ráð-
lagðir mér að nota hinn knappa
stíl fornsagnanna í skrifum mínum.
Nú er komið að leiðarlokum og
ekki hef ég enn minnst á ævistarf
þitt við hleðslu og byggingu úr torfi
og gijóti. Hefur þú, að öðrum ólöst-
uðum, sýnt þessari rammíslensku
byggingarlist okkar íslendinga
hvað mestan sóma síðustu áratug-
ina. Þau verk þín eru nú orðin býsna
mörg um allt land og munu lengi
lifa. Nægir þar að nefna endur-
byggingu torfbæjarins á Sænauta-
seli í Jökuldalsheiði en það verk var
tilnefnt til Menningarverðlauna DV
í byggingarlist á þessu ári.
Nú ert þú til moldar borinn —
þeirrar moldar sem þú fórst um
höndum nærri daglega allt þitt líf.
Og víst er um það, Sveinn minn
kæri, að maður er moldu samur,
eins og þú sagðir stundum. Mig
langar að þakka þér af heilum hug
allt sem þú gafst mér af örlátu
hjarta, og sem við báðir vitum að
mölur og ryð fær ekki grandað, og
kveð þig hinstu kveðju þessum ljóð-
línum mínum.
Ó, skamma tíð
í skugga þínum
bíð ég þess að heyra
hneggjað lágt .
við þilið
heiti ég þá á þig
dúfan mín hvíta
fljúgðu
fylgdu bliki
sólarsteinsins
fljúgðu beint.
Eysteinn Björnsson.
Það er undarleg tilfinning að
mæla eftir vin, sem með réttu starf-
ar og lifir í hugmyndalegum skiln-
ingi hið innra með þeim sem eftir
stendur og andvarpar, fullur eftir-
sjár. En um leið er það ljúf gleði
sem gagntekur hann, — hamingja
yfír því að hafa notið sannrar
ánægju í vináttu sem var engu öðru
lík: byggð á hjartans einlægni, ást-
úðlegu viðmóti, væntumþykju, ör-
læti, kjarnyrtu málfari og orðgnótt,
styrkt af inngróinni virðingu fyrir
náttúru landsins, skarpskyggni og
yfirsýn á liðna tíð, sögu og atburði
þjóðar til forna, og göfguð í já-
kvæðri leiðsögn handa þeim sem
eftir lifa og erfa landið.
Sönn sköpun er grunduð á veikri
týru í djúpi sálarinnar, hvikulum
loga sem tendrast upp og flæðir
yfir myrkrið og leysir það i sundur
eins og skýjaslæðu í mikilli sól um
sumar. I túlkun listamannsins tekur
þetta ljós á sig form og virkni,
markvissa byggingu og niðurskipan
lita og línuspil, og ósamstæð atriði
raðast saman svo úr verður heild,
ígildi gagnsærrar, frumlegrar hugs-
unar.
Handverk Sveins Einarssonar
bera vitni um fágætan skilning á
eðli efnisins, lögun þess og áferð,
þau falla inn í landið, ósjálfrátt og
áreynslulaust eins og grasið vex úr
moldinni uppvið klettinn. Tálgu-
myndir hans í tré og stein bera blæ
af barnslegu hjartalagi, eru svipir
kunnugra, líkingar úr ævintýrum
og bókum, leiftur úr aldanna rás.
Hvort tveggja er innileg tjáning,
sönn og eðlislæg sköpun: listaverk.
Sjálfur var Sveinn gull af manni,
mikilfengleg persóna, eins og ný-
stiginn út úr rammíslenzkri þjóð-
sögu með fjöregg sitt í farteskinu,
— og hefur nú hörfað til baka.
Níels Hafstein og fjölskylda.