Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994
41
f 5^- 9 minningarbrot með litlu versi sem
Vfev JT\ a —11J1 — II Flll_ Guðni var svo hrifinn af og lét
jJCi ít Ullllll" okkur oft syngja.
arsson —
Það er svo ótrúlegt til þess að
hugsa að hann Guðni okkar skuli
vera dáinn. Þessi skemmtilegi og
góði maður er farinn af landi lif-
enda og kemur ekki aftur. Minn-
ingarnar hrannast upp, tárin
læðast fram í augnkrókana og stór
kökkur festist í hálsinum, en samt
er ekki hægt annað en að brosa
að mörgum minningunum, því að
Guðni var svo skemmtilegur mað-
ur. Og það er svo ótal margt sem
kemur upp í hugann að ekki er
hægt að koma nema örlitlu broti
af hugsunum sínum á blað, hitt
geymir maður hið innra með sér.
Guðni og Ester voru svo dæma-
laust gestrisin. Það var svo gott
að sækja þau heim og alltaf vorum
við Rúna boðnar hjartanlega vel-
komnar á þeirra hlýlega heimili, á
hvaða tíma sem við komum. Og á
þeim mörgu fundum og samkom-
um sem haldnar voru undir þeirra
þaki, voru þvílíkar kræsingar
frambornar af Ester, að ógleymdu
hinum margrómaða heimatilbúna
svaladrykk, að það var eins og
verið væri að halda upp á stóraf-
mæli eða eitthvað þess háttar. Trú-
föst voru þau og létu sig sjaldan
vanta á samkomur og geislaði af
þeim gleðin og lífsorkan hvar sem
þau fóru.
Við Guðni kynntumst fyrst þeg-
ar ég byrjaði í Kristilegu stúdent-
afélagi, KSF, en þá hafði hann
verið þar skólaprestur um nokkurt
skeið. Við náðum strax mjög vel
saman og okkar kímnigáfa var lík
um margt. Alltaf gat hann fundið
bestu hliðarnar á öllum málum og
gerði óspart grín að sjálfum sér
og tók sig ekkert allt of hátíðlega.
Það voru líka ófá hlátursköstin sem
við fengum. Og þegar hann var
að búa sig undir að segja eitthvað
skemmtilegt, setti hann örlitla
skúffu á munninn og prakkaraleg-
ur glampi kom í augun, þannig að
við vissum að nú var von á ein-
hverri sögu frá honum. Einu sinni
tókst honum til að mynda að læsa
sig inni á Freyjugötu 27, sem var
aðsetur KSF um langan tíma. Við
höfðum nýlokið fundi seint um
kvöld og allir voru farnir heim, en
Guðni ákvað að vera aðeins lengur
vegna einhverra erinda. Vildi þá
ekki betur til en svo að húnninn
stóð eitthvað á sér, þannig að bara
var hægt að opna dyrnar utanfrá.
Nú voru góð ráð dýr, sagði Guðni
okkur síðar meir, og eina leiðin til
að komast út var að fá einhvern
til að opna. Hann gat því gert smá
rifu á lítinn glugga og út um hann
hrópaði hann á hjálp. Tveir menn
voru úti á svölum í blokk beint á
móti og spurðu þeir Guðna hvort
hann væri eitthvað við skál. Guðni
kvað nei við, en þá spurðu þeir
hann hvers vegna hann væri að
hrópa svona. Nú var Guðni orðinn
all örvæntingarfullur, en sem betur
fer hafði kona heyrt lætin í þeim
þremur og gat loks komið Guðna
til hjálpar. Þá var langt liðið á
Minning
nóttina og Guðni feginn að losna
úr j,prísundinni“.
Oðru sinni var haldinn virðuleg-
ur fundur í Kristniboðssalnum á
Háaleitisbraut, þar sem fulltrúar
frá kristilegri skólahreyfingu á öll-
um Norðurlöndum hittust til að
bera saman bækur sínar. Guðni
þurfti nauðsynlega að komast í
síma, en það var bara hægt með
því að fara út úr húsi og fá að
hringja í búð við hliðina. Þegar
hann var búinn að hringja, komst
hann að því að hann hafði læst sig
úti, en kalt var í veðri og hann á
einni saman peysunni. Ekki þýddi
að hringja til að láta vita af sér,
því að síminn á Háaleitisbrautinni
var læstur inni í herbergi. Að lok-
um heyrði einn erlendu gestanna
einhvetja dynki og skrýtin læti við
eina rúðu í Kristniboðssalnum og
lítur út. Sér hann þá Guðna standa
fyrir neðan og henda steinvölum
og lófafylli af sandi upp í gluggann
á þriðju hæð til að gera vart við
sig. Guðni skellihló bara að öllu
saman.
Svona var Guðni, alltaf kátur,
skemmtilegur og þægilegur í um-
gengni, og bar hann alltaf hag
annarra meira fyrir bijósti en sinn
eigin. Og það er alveg ótrúlegt
hvað hann afkastaði miklu. Alltaf
þegar eitthvað var um að vera í
KSS eða KSF, mætti hann þar,
hvort sem það var að degi til, kvöldi
eða um helgar, auk þess sem hann
vann fullan vinnutíma á skrifstof-
unni í KFUM og K-húsinu við
Holtaveg. Hann var jafnframt góð-
ur prédikari og stjórnandi á sunnu-
dagssamkomunum okkar og stílaði
upp á að hafa þær líflegar. Oft
hvöttu þau hjónin okkur systur til
að syngja á samkomum og voru
mjög þakklát þegar við gerðum
það. Sögðust þau óska eftir því að
fléiri sönghópar og tónlistaruppá-
komur yrðu hafðar til að lífga upp
á samkomumar.
En nú er Guðni horfinn og við
söknum hans svo sárt og enginn
maður getur komið í staðinn fyrir
Guðna. Mikið verður það tómlegt
að fara á Holtaveginn og sjá hvergi
Guðna við skrifborðið sitt og vita
til þess að hann komi aldrei til
með að sitja þar aftur. En það er
þó huggun harmi gegn að vita það
að dauðinn hefur ekki síðasta orð-
ið heldur lífið. Guðni átti heita trú
á Jesú Krist og trúði því að Jesús
væri upprisan og lífíð. Hann vissi
að hver sá sem trúir á Jesú mun
lifa þótt hann deyi. Við sem syrgj-
um hann, trúum því líka. Einhvern
tíma munum við hittast aftur í
faðmi frelsarans, þar sem hvorki
harmur né vein né kvöl er framar
til. Guðni er kominn heim, en á
meðan minnumst við góðs drengs
með hlýju og þakklæti í huga og
biðjum góðan Guð að varðveita
Ester, synina þijá og fjölskylduna
alla. Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að kynnast svo góðu
fólki. Að lokum vil ég enda þetta
Jesús, er ég nefni nafnið þitt,
nálgast þú og blessar lífið mitt.
Þú læknar sérhvert sár og þerrar sorgartár.
Jesús, er ég nefni nafnið þitt.
(Guðni Einarsson)
Guð blessi minningu séra Guðna
Gunnarssonar.
Hildur og Guðrún Jóna.
Kveðja frá Kristilegu
stúdentafélagi
Okkar ástkæri skólaprestur er
dáinn langt um aldur fram. Við í
Kristilegu stúdentafélagi. minnumst
séra Guðna Gunnarssonar með
þakklæti og hlýju fyrir þá trú-
mennsku og góðvild sem hann sýndi
félaginu og okkur sem störfuðum
þar. í hvert sinn sem við höfðum
fundi í KSF, var hann mættur á
staðinn til að fylgjast með og hrós-
aði okkur oft og uppörvaði fyrir það
sem við höfðum verið að gera. Oft
báðum við Guðna um að tala hjá
okkur og varð hann iðulega fús við
þeirri bón. Hann hafði guðfræðina
sína á hreinu og gat talað þannig
að stúdentarnir hrifust af, ekki of
fræðilega, en samt kjarnyrt. Hann
kryddaði líka prédikanir sínar með
skemmtilegum sögum eða fékk að-
stoð stúdenta með tónlistaratriði
eða eitthvað þess háttar sem hann
skeytti inn í ræður sínar. Ef hann
var beðinn að tala í hádeginu í
Háskólanum, kom hann ævinlega
með ávaxtasafa á stórum brúsa og
jafnvel brauð og kex með, svo að
við stúdentarnir yrðum nú örugg-
lega ekki svöng undir ræðu hans.
Hann var hrókur alls fagnaðar á
stúdentamótum og fór á kostum er
hann brá sér i hin ýmsu gervi á
kvöldvökum eða sá um leiki og létt
gaman. Enda var það svo að hann
var alltaf beðinn um að sjá um
kvöldvökurnar við mikinn fögnuð
viðstaddra. Það var svo gott að leita
til Guðna þegar við hin urðum ráð-
þrota vegna einhvers í KSF, þá gat
hann leiðbeint okkur, komið með
hugmyndir og uppörvað. Þessi fá-
tæklegu orð segja svo lítið, en minn-
ingin um hann lifir í hjörtum okkar
allra. Elsku Ester, Gunnar, Helgi
og Kristinn, Guð varðveiti ykkur
og blessi í sorginni.
Ég hef aup mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður ísraels.
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna
þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgönp þína
og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
(Davíðssálmur 121)
Kristilegt stúdentafélag.
Minning
Matthildur Krístjáns
dóttir Petersen
Fædd 27. júní 1902
Dáin 21. mars 1994
Elsku Matta mín. Það er svo
óraunverulegt að þú sért farin frá
okkur. Þegar ég heimsótti þig í
sjúkrahúsið ásamt William, syni
mínurn, varst þú hress og kát miðað
við aðstæður. Við ræddum brátt
um dulræn efni eins og svo oft
áður því þau voru sameiginlegt
áhugamál okkar. Þið William
ákváðuð að hajda áfram; ættfræð-
inni, þegár’ þú kæmíf Heim. Hann
ætlaði að koma aftur með stóru
fjölskyldubókina og bæta við meiri
fróðleik frá þér, sem alltaf vissir
allt um ættingjana.
Minningarnar geymast. Þegar
við systkinin komum til ykkar Idons
og þið tókuð okkur opnum örmum,
þá hlýnaði okkur um hjartaræturn-
ar og fleiri minningar geymast,
þótt við hittumst ekki oft síðustu
árin töluðum við oft saman símleið-
is og nýlega sagðir þú: „En hvað
það er niargt sem.við eigumsameig-
inlégt, ‘bæði trúmál'og duiræn efni.“
Þegar ég var eitthvað döpur hugs-
aði ég að nú langaði mig til að
hringja til Möttu, sem mér fannst
alltaf vera hálfgerð móðir mín frá
því Aðalheiður, systir hennar, móð-
ir mín, lést 1981. Þú varst alltaf
svo sterk og hress. Þegar ég kvaddi
þig daginn áður en þú fórst yfir
landamæri lífs og dauða faðmaðir
þú mig og við báðum hvor annarri
guðs blessunar og að við myndum
hittast aftur. Eg segi líka núna; guð
blessi þig þar sem þú ert nú hjá
ættingjum sem farnir eru yfir í
annan heim. Þakka þér fyrir alla
hlýjuna og bænirnar sem þú sendir
mér og mínum.
Margt er það og margt er það
sem mmningarnar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Sigrún Bruun.
Brynjólfur Magnús-
son — Minning
Fæddur 13. ágúst 1920
Dáinn 25. mars 1994
Brynjólfur Magnússon, Bústaða-
vegi 85, Reykjavík, lést á Borgar-
spítalanum þann 25. mars síðastlið-
inn eftir stutta. sjúkdómslegu.
Ég minnist Binna, eins og hann
var alltaf kallaður, og konu hans
Jónu Sigurðardóttur er ég kom á
heimili þeirra til þess að vinna við
heimilishjálp og var ég hjá þeim
um tveggja ára skeið, tvisvar í viku
fjóra tíma í senn, en var hætt hjá
þeim fyrir nokkru. Alltaf kom ég
samt til þeirra og reyndi að rétta
þeim hjálparhönd ef með þurfti. Þau
hjónin tóku mér mjög vel frá fyrstu
kynnum og hélst sú vinátta alla tíð
síðan.
Jóna mín, það er sárt að sjá á
eftir ástvini, en maður getur alltaf
huggað sig við að það er algóður
Guð sem tekur við og gætir allra
sem héðan hverfa og koma í ný
heimkynni.
Ég vona bara að Binna líði vel
og sé nú laus við allar kvalir og
þjáningar sem hann hafði hér á
jörð síðustu dagana sem hann lifði.
Þau hjónin eignuðust einn son
er Sigurður heitir og vinnur hann
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Hann var alltaf líka mjög indæll
við mig. Binni var ekki að tala mik-
ið um veikindi sín, en það var á
síðasta ári að hann fann til í fæti
og svo síðar var hann farinn að
finna til innvortis og fór þá að leita
læknis.
Binni var alltaf mjög umhyggju-
samur við konu sína, en hún er
búin að vera af og til mikið bundin
við rúmið síðustu fimm til sex árin.
Og alltaf var Binni tilbúinn að sinna
henni er hún kallaði. Einu stundirn-
ar sem hann vék frá henni voru
þegar ég kom um hádegið. Þá fór
hann í bæinn. Ekki má gleyma
Sigga bróður hans. Hann fór oft
með honum í bæinn og á Vesturgöt-
una þar sem þeir fengu sér kaffi
og spjölluðu saman. Hann var betri
en enginn síðustu vikuna sem Binni
lifði, vakti bæði heima hjá honum
og líka á spítalanum, og vil ég
þakka honum alla umhyggjuna.
Jóna mín, það er erfitt að geta
ekki fylgt manni sínum síðasta spöl-
inn, en þú geymir minningarnar í
brjósti þínu.
Ég bið góðan Guð að styrkja þig
og þína fjölskyldu og öll hans systk-
ini og aðra ástvini og sendi mínar
innilegustu samúðarkveðjur til ykk-
ar allra.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Jóhannsdóttir.
Emelía Davíðs-
dóttir — Minning
Fædd 3. apríl 1900
Dáin 13. mars 1994
Húmar að mitt hinsta kveld,
horfi ég fram á veginn,
gröfin móti gapir köid,
gref ég á minn vonarskjöld,
rúnir þær sem ráðast hinu megin.
(Bólu Hjálmar.)
Það hlýtur að vera gott þegar
maður er búinn að skila sínu dags-
verki og vel það að fá að sofna frá
amstri þessa heims og vakna á
æðri sólarströndum, þar sem rún-
imar ráðast ein af annarri og horfn-
ir ástvinir bíða með opinn faðm.
Ég er viss um að þannig hefur
burtför Emelíu tengdamóður minn-
ar borið að. Enda var hún búin að
skila sínu og aldurinn orðinn hár.
Hún var þó svo lánsöm að halda
heilsu sinni og sjálfstæði fram und-
ir það síðasta, er hún varð að bíða
lægri hlut fyrir elli kerlingu og fara
á hjúkrunarheimlið Sel á Akureyri.
Og þá var ekki eftir neinu að bíða.
Hún tók að búa sig til hinstu ferðar
og sem betur fer þurfti hún ekki
að bíða lengi eftir kallinu.
Emilía átti alla tíð fallegt heim-
ili. Hún hafði yndi af að sauma út
og bar heimili hennar þess merki
alla tíð. Eins átti hún auðvelt með
að setja saman vísur, en flíkaði því
ekki mikið, enda átti hún ættir að
rekja til Bólu Hjálmars og fleiri
góðra skálda. Hennar ættir ætla
ég ekki að rekja hér, enda er þetta
bara lítil kveðja fra mér til hennar,
með þökk fyrir góð kynni.
Emelía var jarðsungin í kyrrþey
frá Fossvogskapellu 21. mars síð-
astliðinn.
Emilía mín,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Bóthildur Halldórsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
RAFNS JÓNSSONAR.
Sigrún Rafnsdóttir,
Sveinbjörn Rafnsson, Helga Guðmundsdóttir,
Vilhjálmur Rafnsson, Álfheiður Steinþórsdóttir,
María Gisladóttir