Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 48 Frá Bernardo Bertolucci leikstjóra Síðasta keisarans kemur nú spánný og mikilfengleg stórmynd sem einnig gerist í hinu mikla austri. Búddamunkar fara til Bandaríkjanna og finna smástrák sem þeir telja Búdda endurborinn. Guttinn fer með þeim til Hlmalæjafjallanna og verður vitni að stórbrotnum atburðum. AÐALHLUTV.: KEANU REEVES, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 5 og 9. LÍF MITT Vanrækt vor HVAR ER BOBBY FISCHER? „Tilfinningasöm og fyndin til skiptis, mörg atriðin bráðgóð og vel leikin... Tæknin er óvenjuleg og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl. 5 og 9. L / TL / B Ú DDA Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð innan 14 ára. Frelsið er blátt Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Þrír litir: Blátt - Trois Couleurs: Bleu Leikstjóri Krysztof Ki- eslowski. Handrit Genevieve Dufour. Tón- list Zbig-niew Preisner. K vikmy ndatöku s<j óri Slawomir Idziak. Aðal- leikendur Juliette Binoc- he, Benoit Régent, Hé- léne Vincent, Florence Pernel, Emmanuelle Riva. Frönsk. MKL 1993. Þrátt fyrir allt það ófrelsi sem Pólveijar máttu þola í hartnær fjóra áratugi að lokinni síðari heimsstyijöldinni hafa þeir jafnan átt afburða kvik- myndaleikstjórum á að skipa. Mitt í öllum þreng- ingunum voru þeir Andrzej Wajda, Alexander Ford, Roman Polanski, Jerzy Skolimoskvi og fleiri snjallir menn óbangnir við að gagnrýna þjóðfélags- ástandið og berjast fyrir mannréttindum landa sinna undir oki kommúnis- mans. Það kemur ekki á óvart að nýjasta viðfangs- efni samlanda þessara heiðursmanna og eins mik- ilvægasta leikstjóra Evr- ópu í dag, Krysztofs Ki- eslowskis, er einmitt til- einkað frelsinu og einingu Evrópu — sem var eitt aðalþemað í síðustu mynd hans, Tvöfalt líf Veróniku. Þrír litir: Blátt er fyrsta myndin af þríleik sem dregur nafn sitt af fánalit- unum frönsku. Þar sem sá blái stendur fyrir frelsi, en í samhenginu hér er gott að hafa hugfast að hann hefur löngum táknað ein- manaleikann líka. Hefst er hin liðlega þrítuga Julie (Juliette Binoche) lendir í bílslysi ásamt manni sín- um, sem er frægt tónskáld, og ungri dóttur og stendur ein eftir. Þessi hræðilega lífsreynsla verður Julie óbærileg í fyrstu, hún fer í felur, reynir að drekkja eigin sjálfi í einangrun sem jafnframt færir henni ný- fenginn frið og frelsi. Síð- an gerast þeir hlutir sem fá, hana til að endurmeta lífsviðhorfin. Það er ekki allt sem sýnist, tilvísanir og táknin mörg og ekki alltaf auð- velt að ráða í hvað undir býr í þessari margslungnu kvikmynd. Tekist er á við viðkvæmari hliðar mann- lífsins, sorg og gleði, ör- vinglun, hræðsiuna við framtíðina, afturbatann. Áhorfandinn minntur eft- irminnilega á hvað frelsið er dýrt og dásamlegt. Þrír litir: Blátt er ólgusjór yfir- þyrmandi tilfinninga, framvindan samt sem áður aðgengileg og trúverðug þó að höfundarnir krefjist Frönsku leikkonunni Juliette Binoche veitist ekki erfitt að bera uppi myndina Þrír litir: Blátt þó að hlutverkið sé óvenju fyrirferðarmikið og krefjandi. af áhorfandanum að hann velti fyrir sér hvað búi undir raunamæddu yfir- borðinu, hver semji tónlist- ina, í víðtækri merkingu. Kieslowski er gæddur magnaðri frásagnargáfu og vel heima í öllum galdrafræðum kvimynda- listarinnar. Tekst aðdáun- arlega að blanda saman tónlist og leikhljóðum í takt við atburðarásina. Gerir oft langa sögu stutta með skorinorðu myndmáli, nýtur góðs af löndum sín- um, kvikmyndatökustjór- anum Idziak, sem leikur sér að ljósi, skugga og lit- um, og tónskáldinu Preisn- er, sem setur eftirminni- lega mark sitt á myndina. Listræn og fagleg sam- vinna þessara þriggja manna er eftirminnileg. Frásögnin byggist hér í meiri mæli á notkun tón- listar en við eigum að venj- ast, hún grípur oft skemmtilega frammí og þá hellast gjarnan blátón- arnir yfir mann. Aðalhlutverk Julie er drottnandi og kröfuhart og er í frábærum höndum Binoche (Damage). Það koma einnig margar auka- persónur við sögu í hinum svipríku mannlífsmyndum sem dregnar eru upp og þær flestar vel túlkaðar, einkum gleðikonan og móðirin, sem mér sýndist vera í höndum engrar ann- arrar en Emmanuelle Riva (Hiroshima mon Amour). Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar trega- fullri en engu að síður einni bestu mynd ársins. BLÁR IN THE NAME OF THE FATHER Newton fjölskyldan er að fara í hundana! Hver man ekki eflir einni vinsælustu fjölskyldumynd seinni ára, Beethoven. Nú er framhaldið komið og fjölskyldan hefur stækkað. Beethoven er frábær grínmynd sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Aðalhlutverk Charles Grodin, Bonnie Hunt. Sýnd kl. 3, 5 og 7.15 f GlJtL.NA IJÓNIÐ | BcAtn Qiýndin a kvikniyn- dahútíftinniíFcnpyjuin. Julieltc Binm'hp In'sta húkkonan Frá ahendingu styrksins. ■ NÝLEGA bauð Kiwan- isklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði til sín Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarð- ar. Vegna Árs fjölskyldunnar hefur klúbburinn ákveðið að styrkja nokkrar fjölskyldur sem eru illar staddar fjár- hagslega vegna atvinnuleys- is, veikinda og þess háttar. Styrkurinn er í formi matar- úttektar og var óskað eftir samstarfi við Mæðrastyrks- nefnd sem best er til þess fallin að velja fjölskyldur sem verst eru staddar. Álls munu tuttugu og tvær fjölskyldur fá sem svarar 10 þúsund króna matarúttekt hver. For- seti Hraunborgar, Hallberg Guðmundsson, afhenti styrk þennan formanni Mæðra- styrksnefndar Guðrúnu Svövu Guðmundsdóttur. Ný mynd frá Krzysztof Kieslowski (Tvöfalt líf Veróniku) með Juliette Binoche og var hún valin besta leikkonan á hátíðinni í Feneyjum og hlaut einnig frönsku Cesar verðlaunin. Tónsmiðinn Zbigniew Preisner þekkjum við úr Veróniku. Sýnd kl. 7, 9 og 11 / NAFN/ FÖÐURINS +*++ A.l. MBL ★★★★ HM. PRESSAN ♦ **•* Ö.M. TÍMlNN FRÁ HÖFUNDUM GHOST LÍ/MITT sérhvert andartaJ<ií vilíSót er eiííft... ■ BILALEIKUR Skandia fór fram dagana 16.-19. mars og fólst hann í því að bifreið af gerðinni Toyota Corolla árg. 93 var til sýnis í Kringlunni skemmd eftir árekstur og var þátttakend- um ætlað að meta hversu dýrt það væri að gera við bifreiðina eftir áreksturinn. í verðlaun voru 100.000 kr. og síðan voru 50 reykskynj- arar í aukaverðlaun. Samtals tóku rúmlega 12 þúsund manns þátt í leiknum og þátt-. takendum voru boðnir sex valmöguleikar á réttu svari. Rétt svar var 350-400 þús- und kr. en lauslega áætlað kostar það 385 þúsund kr. að gera við bifreiðina. Vinn- ingshafinn var dreginn úr réttum svörum og var sú heppna Helga Kristinsdótt- ir til heimilis í Laxakvísl 6, Reykjavík. Hún sést hér taka við vinningsfjárhæðinni úr hendi Elvars Guðjónssonar markaðsstjóra Vátrygginga- félgasins Skandia hf. TROIS COULEURS BLEll Ó.H.T. RAS2 ★★★ Ó.H.T. RÁS 2 STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.