Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 2
2 FRETT1R/INNLEIMT__________ ____MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994___ Félagsdómur segir verkfallsboðun flugvirkja ólögmæta en yfírvinnubann löglegt EFNI Talsmaður flugvirkja segir að hann hafi verið blekktur Leggjum áherslu á að ræða við flugvirkja segir talsmaður Flugleiða FÉLAGSDÓMUR kvað í gær- morgun upp þann úrskurð að boðað sex daga verkfall Flug- virkjafélags íslands hjá Flugleið- um, sem koma átti til fram- kvæmda kl. 5 í fyrramálið, sé ólögmætt. Flugvirkjar voru sýknaðir af þeirri kröfu Flug- leiða að yfírvinnubann sem hófst 15. apríl síðastliðinn verði dæmt ólögmætt og jafnframt voru þeir sýknaðir af kröfu um greiðslu sektar, en hins vegar var þeim gert að greiða stefnanda 90 þús- und krónur í málskostnað. Hálf- dán Hermannsson formaður Flugvirkjafélags íslands sagði í samtali við Morgunblaðið þegar niðurstaða félagsdóms lá fyrir að hún væri skrípaleikur og leysti ekki deilu flugvirkja og Flugleiða. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagðist fagna niðurstöðunni og jafn- framt vonaðist hann til að strax yrði haldið áfram viðræðum við flugvirlga um að ná fram samn- ingi um hagræðingu. Kjarasamningur Flugvirlqafé- lags íslands og Flugleiða rann út í árslok 1992 og í dómi Félagsdóms kemur fram að í samkomulagi sem gert var milli deiluaðila 28. júlí 1993 sé að hluta til ótvírætt um kjaraatriði að ræða. Að öðru leyti fjalli samkomulagið um samstarfs- fyrirætlanir aðila varðandi afkasta- hvetjandi launakerfí, iífeyrissjóðs- mál og erlend verkefni, en öll þessi atriði tengist kjarahagsmunum í víðtækum skilningi. Telur Félags- dómur að svo verði að líta á að framangreint samkomulag sé bæði að efni og formi gildur kjarasamn- ingur sem feli í sér framlengingu á síðast gildandi heildarkjarasamn- ingi málsaðila. Sá annmarki sé á samkomulaginu að þar sé hvorki getið um gildistíma né uppsagnar- frest, en líta verði svo á að sam- komulagið sem fól í sér framleng- ingu heildarkjarasamnings gildi í eitt ár, eða til 28. júlí næstkomandi og sæti þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Samkvæmt þessu sé kjara- samningur nú í gildi milli málsaðila og óheimilt sé að knýja fram breyt- ingar á honum með verkfalli meðan svo standa sakir. Leysir ekki deiluna Hálfdán Hermannsson sagði nið- urstöðu Félagsdóms kannski koma sér á óvart og kannski ekki. „Þetta er eftir því sem mér skilst eðlilegur gangur á þessum vettvangi að laun- þeginn á engan rétt þó svo að við höfum aila punktana. Ég hefði jafn- vel búist við að þetta yrði okkur í vil þar sem mér sýnist við hafa alla þessa punkta sem þarf til að vinna málið, en eins og allir vita þá hefur Morgunblaðið/Kristinn Dómsorð staðfest HRAFNHILDUR Stefánsdóttir lögfræðingur Vinnuveitendasambands íslands og Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur Flugvirkjafélags íslands staðfesta niðurstöðu Félagsdóms í dómabók hjá Eggerti Óskars- syni sem kvað upp dóminn. Hlýtt á dómsuppkvaðningu HÁLFDÁN Hermannsson, formaður Flugvirkjafélags íslands, og Theodór Brynjólfsson, varaformaður félagsins, hlýða á dómsorð Félagsdóms. Á myndinni hægra megin kynnir Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSI, Einari Sigurðssyni, blaðafulltrúa Flugleiða, efnisatriði dómsins. Félagsdómur yfírleitt dæmt laun- þegunum í óhag. Þetta er því hálf- gerður skrípaieikur," sagði Hálf- dán. Hann sagði að það hefði verið sinn skilningur í viðræðum við við- semjanda sinn hjá Flugleiðum að samkomulagið frá í fyrrasumar væri ekki kjarasamningsígildi. „Hann hefur kannski vitað betur þar sem hann er lögfæðingur og samkvæmt því hefur hann logið að okkur. Kannski ekki beint logið, það er kannski full djúpt tekið í árinni, en í það minnsta hefur hann vitað hvað hann var að gera og þetta leysir ekki deiluna,“ sagði Hálfdán. Einar Sigurðsson sagði að það væri mjög ánægjulegt að búið væri að skera úr um það að boðað verk- fall flugvirkja væri ólögmætt. „Það stendur eftir að við þurfum að ná sátt á vinnustaðnum og það verður lögð áhersla á að ræða við Flug- virkjafélagið og leita leiða til að ná fram samningi um hagræðingu. Að því hefur alltaf verið stefnt og um það gerðu þessir aðilar samkomulag í fyrra og ég geri ráð fyrir að sú vinna sem var byrjuð haldi áfram strax að þessu loknu,“ sagði Einar. Spurt og svarað um borgarmálefni í TILEFNI borgarstjórnarkosninga, sem fram fara í lok maímán- aðar, mun Morgunblaðið gefa lesendum sínum kost á að beina fyrirspurnum til borgarstjórans í Reykjavík, Arna Sigfússonar, um hvaðeina í málefnum borgarinnar, sem þeir hafa áhuga á að spyrjast fyrir um. Hefur borgarsljóri fyrir sitt leyti sam- þykkt að svara þessum fyrirspurnum. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt í síma 691100 á milli kl. 11 og 12 árdegis frá mánudegi til föstudags og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann og verða svörin birt nokkrum dögum síðar. Einnig má senda spuming- ar í bréfí til Morgunblaðsins. Nauðsynlegt er að nafn og heim- ilisfang fyrirspyrjanda komi fram. Útlán lífeyrissjóðanna á síðasta ári Sjóðfélagalánin stóðu í stað milli ára LÍFEYRISSJÓÐIRNIR lánuðu sjóðfélögum sínum tæplega 4,5 millj- arða króna á síðasta ári og lækkaði upphæð veittra lána fært til sama verðlags um 1% frá árinu áður og lánum fækkaði um 2,5% að fjölda til. Þetta kemur fram í lánakönnun sem Samband al- mennra lífeyrissjóða hefur gert, en 74 sjóðir tóku þátt í könnuninni. Ennfremur kemur fram að hjá 24 sjóðum em vextir af sjóðfélaga- lánum 6%, 17 taka meðalvexti bankanna sem nú eru 8,6% og tveir til viðbótar taka meðalvexti að frá- dregnu 1 prósentustigi. Ellefu sjóð- ir til viðbótar era með hærri en 6% vexti og 10 sjóðir opinberra starfsmanna og bankamanna era með vexti lægri en 6%. Hæstu vextimir eru 10% hjá Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra og lægstu vext- imir era hjá Eftirlaunasjóði starfs- manna Landsbanka og Seðla- banka, 4,90%. Algengt er að vext- ir undir 6% séu annaðhvort 5% eða 5,50%. Nokkrir sjóðir era einnig með 7% og 7,5%, 8% og 9,5%. Fram kemur að meðaltalsláns- fjárhæð í fyrra nam 927 þúsund krónum samanborið við 901 þús- und árið áður. Tveir stærstu lífeyr- issjóðimir, Lífeyrisjóður verslunar- manna og Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, lána tæplega helm- ing útlána, eða 49%. Hlutfall lífeyr- issjóðslána af ráðstöfunarfé lífeyr- issjóðanna hefur á síðustu árum numið á bilinu 11 til 14%, var til dæmis í fyrra um 13%. Samsvar- andi hlutfall á árinu 1984 var 62% og er ástæða lækkunarinnar þær breytingar sem gerðar voru á hús- næðislánakerfínu árið 1986. ► 1-52 Hættum viA að leggj- ast undir hnífinn? ►Framfarir í skurðlækningum hafa verið miklar og hraðar síð- ustu árin og sér enn ekki fyrir endann á þeirri þróun./lO Kúvending Buthelezis ►Fyrstu fijálsu þingkosningar í Suður-Afríku./12 Dömur dingla ekki höndum ►Meistarinn í mannasiðum, frú Andrea Oddsteinsdóttir, segir að mæla megi siðfágun fólks af tali þess og klæðaburði, látbragði og viðmóti, raddblæ og rithætti./16 Maraþon ► Verðlaunamyndir úr Ljósmyndamaraþon Stúdentaráðs Háskóla íslands./18 Blóm og bankakort ►Bjarni Finnsson, kaupmaður í Blómavali og fonnaður Kaup- mannasamtaka íslands segir frá fyrirtæki sínu og ýmsu er lýtur að kaupmennsku og verslun í dag./22 ► l-32 Það er að koma vor ►Jón ísberg sýslumaður Hún- vetninga er að láta af störfum eft- ir langan og gifturíkan embættis- feril./l Mér líður best í þögn- inni ►Guðmundur Emilsson segir frá erilssömu lífí sínu sem hljómsveit- arstjóri, tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins og akademískurtónlistar- maður./8 Ég var alltaf hrædd við byssur ►Sigríður Sveinbjörnsdóttir hjúkraði ofsóttu andspymufólki á Bispebjergspítala í Kaupmanna- höfn á stríðsárunum./lO Dagarnir lengjast ►Ungir ballettnemendur færa okkur sumarið með dansi./16 Meðalvegur ►í tilefni af komu Georgs Carey, erkibiskups af Kantaraborg til ís- lands./20 BILAR ► 1-4 Bifreiðakostnaður 1994. ►Það kostar á bilinu 350-825 þúsund á ári að reka og eiga bíl /3 Reynsluakstur ►Volvo 850 T5 er með kraft- mestu bílum á markaðnum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk í fréttum 18b Ijeiðari 26 Myndasögur 22b Helgispjall 26 Brids 221) Reykjavikurbréf 26 Stjömuspá 22b Minningar 28 Skák 22b Útvarp/sjónvarp 48 Bf6/dans 23b Gárur 51 Bréf til blaðsins 28b Mannlífsstr. 6b Velvakandi 28b Kvikmyndir 14b Samsafnið 30b Dægurtónlist 15b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.