Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
Frá húsnæðisnefnd Reykjavíkur
Almennar kaupleiguíbúðir
Höfum til ráðstöfunar nokkrar almennar kaupleiguíbúðir á eftirtöldum stöðum:
Veghús 31 Tveggja, þriggja og þriggja til fjögurra herbergja íbúðir
Ásholt 38-42 Tveggja herbergja íbúðir
Klappastígur 1A Tveggja herbergja íbúðir
Vakin er athygli á nýsamþykktum lögum um rýmkuð lánskjör við kaup á al-
mennum kaupleiguíbúðum.
Nánari upplýsingar á skrifstofu húsnæðisnefndar á Suðurlandsbraut 30, sími
681240.
Auglýsing
frá félagsmálaráóuneytinu
Félagsmálaráðuneytið hefur að ósk hlutaðeigandi sveitarstjórna heimilað að almennar sveit-
arstjórnarkosningar fari fram 11. júní 1994 í þeim sveitarfélögum sem hér eru greind:
Saurbæjarhreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur, Broddaneshreppur, Bæjarhreppur í
Strandasýslu, Staðarhreppur í Vestur-Húnavatnssýslu, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-
Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þorkelshólshreppur, Skagahreppur, Skarðs-
hreppur í Skagafjarðarsýslu, Hálshreppur og Ljósavatnshreppur.
í öðrum sveitarfélögum en ofantöldum skulu kosningar til sveitarstjórna fara fram
28. maí 1994.
Dagsetningar vegna sveitarstjórnarkosninga 11. júní 1994
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófstfyrsta virkan dag eftir 16. apríl, þ.e......18. apríl
Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða færri
berist oddvita yfirkjörstjórnar bréflega eigi síðar en.........................30. apríl.
Sveitarstjórnarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal tilkynna yfirkjörstjórn
þá ákvörðun sína eigi síðar en...................................................7. maí.
Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi.......................................14. maí.
Framlengdurframboðsfrestur, efaðeinskemurframeinn listi, rennurút...............16. maí.
Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en...........................................18. maí
og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma.
Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags.
Kærufresturtilsveitarstjórnarvegnakjörskrárrennurút kl. 12 á hádegi.............28. maí.
Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið
úrskurðaðir gildir og merktir.
Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörská eigi síðar en...............31. maí.
Sveitarstjórn úrskurðar kærur eigi síðar en......................................4. júní.
Oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar undirritar kjörskrá.
Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðar,
um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir.
Sveitarstjórn skal senda oddvita yfirkjörstjórnar eintak af kjörskrá þegar kjör-
skráin hefur verið endanlega undirrituð.
Kjörstjórn tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og sveitarstjórn sem mál getur
varðað, um breytingar á kjörská strax og dómur er genginn.
Yfirkjörstjórn auglýsir hvenær kjörfundur hefst.
Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag.
Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrir-
vara á undan kosningum.
Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi.
Yfirkjörstjórn setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni,
þegar kosning er óbundin.
Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö
daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.
Yfirkjörstjórn eyðir innsigluðum atkvæðaseðlum að kærufresti loknum eða
að fullnaðarúrskurði uppkveðnum hafi kosning verið kærð þegar kosning er
óbundin, sbr. nr. 19.
Kjörstjórn skal gefa út kjörbréf til aðalfulltrúa í sveitarstjórn og varamanna þeirra
og senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninganna.
Félagsmálaráðuneytið, 22. apríl 1994.
A • •
ATOK GOÐS
OGILLS
_________Leikiist_____________
Súsanna Svavarsdóttir
Brúðuleikhúsið 10 fingur.
Englaspil.
Höfundur handrits og brúðu-
gerð og leikmynd: Helga Arn-
alds.
Leikstjóri: Ása Hlín Svavars-
dóttir.
Einmana, lítil stúlka, hún Vera,
leikur sér í þvottahúsi ömmu
sinnar. Hún er dálítið ósátt við
hlutskipti sitt, en nær að hefja sig
yfir ergelsi augnabliksins með
miklu hugmyndaflugi. Upp úr
þvottabala ömmunnar, galdrar
hún heilu ævintýrin og það er al-
veg sama hvað kemur upp úr
balanum, Vera er alveg örugg í
sinni veröld. Hún hefur jú Guð.
Daginn sem sýningin á sér stað,
er eins gott að halda sér í Guð,
því gólftuskan er í sínu versta
skapi og upp úr balanum kemur
ófleygur engill, hann Gabríel og
svo enginn annar en sjálfur Lúsí-
fer. Það væri ofsögum sagt að
mannkærleikurinn væri að drepa
hann, þegar hann birtist.
Vera er hins vegar ekkert að
nudda honum upp úr því hvað
hann er leiðinlegur. Hún er svo
einmana að hún vill alveg vera
vinur hans. Lúsífer verður alveg
klumsa og samþykkir meira að
segja að hjálpa Gabríel að brölta
upp xegnbogann, til að komast til
Guðs og fá hann til að kenna
englinum að fljúga.
Og nú upphefjast hatrömm
átök góðs og ills. Gólftuskunni,
Gremju Grámyglu, lýst ekki á
blikuna. Hún bíður átekta bak við
hveija bugðu á regnboganum og
reynir að bregða fæti fyrir góð-
mennskuæðið, sem hefur runnið
á Lúsífer. Hún reynir líka að gera
regnbogann að hættuslóð með því
að pissa á hann - og rosalega
kemst hún nærri því að ná fram
illsku hans.
Sagan í þessu verki er skemmti-
lega samsett og átök góðs og ills
mjög augljós. Einnig eru brúðum-
ar fallegar og vel unnar. Hins
vegar verð ég að segja að ég varð
fyrir dálitlum vonbrigðum með
sýninguna, sérstaklega fyrri hlut-
ann. Þar var reynt að koma að
of mörgum hlutum og því varð
sá partur dálítið slitróttur. Þegar
svo kom að hléi, þar sem börnin
á sýningunni fóru fram að syngja
til að heilla regnbogadrottning-
una, fannst mér ekki hafa náðst
að byggja upp þá spennu og eftir-
væntingu sem til þarf til að börn-
in syngi af lífí og sál; markmiðið
virtist ekki ljóst. Seinni hlutinn
var öllu betri, bæði hvað varðar
hraða og snerpu í sýningunni og
hvað varðar að ná sambandi við
áhorfendur.
Það má vel vera að ég hafí
verið með of miklar væntingar til
Helgu, sem er tiltölulega nýkomin
heim eftir brúðuleikhúsnám á
Spáni. Ég vænti þess að hún hefði
eitthvað nýtt fram að færa en
finnst svo ekki vera. Sýning henn-
ar ber of mikinn keim af því sem
við höfum þegar hér. Af brúðu-
gerðinni mátti sjá að Helga kann
sitt fag og er vonandi að hún út-
færi sýningar sínar á sjálfstæðari
hátt í framtíðinni og gæði þær
þeim hraða og snerpu sem til
þarf til að halda vel athygli yngstu
áhorfendanna.
Saga daganna hlýt-
ur viðurkenningu
bókasafnsfræðinga
NEFND um val á fræðibók ársins 1993 fyrir fullorðna mælir með
að bókin Saga daganna eftir Árna Björnsson sem Mál og menning
gaf út hljóti viðurkenningu Félags bókasafnsfræðinga fyrir frum-
samda íslenska fræðibók fyrir fullorðna útg. 1993.
í fréttatilkynningu segir;
„Nefndin skoðaði íslenskar
fræðibækur ársins 1993 með hlið-
sjón af þeim viðmiðunarreglum
sem hún hefur sett sér. Allmargar
bækur komu til álita og varð áður-
nefnd bók fyrir valinu. Úrslitaáhrif
við val hafði ótvírætt handbókar-
gildi bókarinnar, að efnismeðferð
er skipuleg, texti er þægilegur af-
lestrar en jafnframt er bókin fræði-
leg, aðgengi upplýsinga er eins og
best verður á kosið og bókin búin
yfírgripsmiklum heimildaskrám.
Höfundur bókarinnar er Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur.
Ekki eru sögð nógu nákvæm deili
á honum í bókinni, sem æskilegt
væri, sérstaklega með komandi
kynslóðir í huga, en hann er löngu
þjóðkunnur fyrir ritstörf sín og
fræðistörf.
Bókin er alls 829 síður í hand-
hægu broti. Frágangur hennar er
góður, hún er prentuð með skýru
letri og vandað er til pappírs og
bókbands. Fjölbreytt myndefni er
í bókinni sem fellur vel að texta
hennar.
I dómnefndaráliti segir: „Nota-
gildi bókarinnar er mjög mikið,
sérstaklega þar sem hún er ítarleg-
asta sambærilega bókin á íslensku
og í formála er bent á bækur á
íslensku um skyld efni. í formála
segir að bókinni sé ætlað „að vera
aðgengileg handbók ... en standast
eigi að síður fræðilegar kröfur“.
Bókin stendur vissulega undir
þessum fyrirheitum þar sem fag-
mennska og vandvirkni eru í fyrir-
rúmi.“