Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994
23
„Rósirnar okkar eru mikiu fremri
þeim sem boðnar eru í nágrannalöndunum,
að ég tali ekki um Holland, þar er stór
munur á. Ef til vill gerir ívið hærra verð á
markaðnum hér að menn geta leyft
sér að framleiða betri vöru.“
eigi mjög stóran þátt í aukinni
framleiðslu og þar með lækkuðu
vöruverði hér innanlands. Um leið
og vörurnar lækka stækkar mark-
aðurinn. Það þarf að vera verulegt
rými fyrir innflutning á þeim teg-
undum sem auka fjölbreytni. Ef
eingöngu er byggt á því sem rækt-
að er hér á landi verður fólk leitt
á fábreytninni. Markaðurinn er
mjög smár og mun skreppa saman
ef úrvalið er ekki nógu áhugavert.
Nýjar tegundir og síaukin fjöl-
breytni trúi ég að stuðli að aukinni
sölu. Styrinn hefur staðið um hvað
sé gott úrval og hvað ekki.“
íslenskar rósir
Gervilýsing í gróðurhúsum hefur
gert að verkum að blóm eru nú
ræktuð og skorin upp allan ársins
hring hér á landi. Bjami segir að
íslensk blóm standi þeim útlendu
fyllilega á sporði hvað gæði varðar
og í sumum tegundum séu þau ís-
lensku betri. „Rósirnar okkar eru
miklu fremri þeim sem boðnar eru
í nágrannalöndunum, að ég tali
ekki um Holland, þar er stór munur
á. Ef til vill gerir ívið hærra verð
á markaðnum hér að menn geta
leyft sér að framleiða betri vöru.“
Bjarni hefur trú á því að í fram-
tíðinni opnist möguleikar á að flytja
út íslenskrar garðyrkjuframleiðslu.
Hann hefur ekki síst trú á fram-
leiðslu lífrænna garðávaxta sem
ræktaðir eru í ómenguðum jarðvegi
og andrúmslofti. „Ef við getum
fengið þann stimpil að landið sé
hreint og ómengað mun það opna
stór og mikil tækifæri. En það verð-
ur að vera ákveðinn innflutningur
til að viðhalda faginu og veita að-
hald. Við verðum að hafa samneyti
við aðra markaði." Þeir í Blómavali
hafa þreifað fyrir sér með útflutn-
ing á afskornum blómum frá ís-
landi, einkum rósum. Þessar þreif-
ingar hafa ekki skilað neinum bita-
stæðum árangri til þessa.
Kaupmannasamtökin
Kaupmannasamtök íslands (KÍ)
eru hagsmunasamtök smásölu-
kaupmanna og eru að verða hálfrar
aldar gömul. Undanfarið hafa þau
Ársveltan
1993
var um
400
milljónir kr.
Pottaplöntur
og tilheyrandi
-— Afskorin blóm
og skreytingar
—Matvara/
heilsuvörur
Annað:
Gjafavara, garðplöntur o.fl.
deilt við bankana um debetkort.
Deilunni lyktaði með samningum
um lægri þóknun bankanna af
kortaviðskiptum. En baráttumálin
hafa verið margvísleg í gegnum
árin. Til dæmis nefnir Bjarni barátt-
una fyrir frjálsri álagningu og fyrir
því að leyft væri að selja mjólk í
matvöruverslunum. Hann telur að
innan fárra ára hefjist umræða um
breytt fyrirkomulag áfengissölu.
„Það þarf ekki ríkisstarfsmenn til
að rétta bjór eða brennivín yfir
búðarborð. Kaupmenn eru alveg
færir um það. Ég held að tímar
ríkisverslana séu brátt taldir.‘‘
Bjarni segir mjög skiptar skoðanir
innan Kaupmannasamtakanna um
hvaða fyrirkomulag sé best á áfeng-
issölu. Ýmsir vilji fá að selja, að
minnsta kosti bjór og borðvín, í
matvöruverslunum. „Ég held að það
þurfi að stíga mjög varlega til jarð-
ar í þessu efni. Ég tel að það væri
skynsamlegt byrjunarskref að leyfa
einstaklingum að setja upp áfengis-
verslanir undir eftirliti."
Frjáls afgreiðslutími
Afgreiðslutími matvöruverslana
og nú síðast byggingavöruverslana
er sífellt að lengjast. Kemur þetta
ekki niður á vöruverði? „Margir
matvörukaupmenn hafa breytt af-
greiðslutíma sínum án þess að því
fylgdi veruleg kostnaðarhækkun,"
segir Bjarni. „Með lengri af-
greiðslutíma hafa viðskiptin dreifst
og þar með vinnuálagið og manna-
haldið. í mörgum tilvikum taka
menn upp vaktaskiptingu og borga
laun fyrir svipaðan vinnustunda-
, fjölda og áður, þrátt fýrir lengingu
afgreiðslutímans. Ég er talsmaður
þess að frelsi í afgreiðslutíma sé
eins mikið og mögulegt er. Menn
eiga að ráða því sjálfir hvenær þeir
hafa opið.“
Til dæmis nefnir Bjarni að
Blómaval er opið 360 daga á ári.
Aðeins er lokað á nýársdag, föstu-
daginn langa, páskadag, hvíta-
sunnudag og jóladag.
Vaktavinna í verslun
Þrátt fyrir mikla lengingu af-
greiðslutíma hefur atvinnuleysi
aukist jafnt og þétt í stétt verslun-
arfólks. Hver er skýringin á því?
„Það hefur verið mjög dtjúgur
samdráttur í verslun og .miklar
breytingar undanfarin ár. Einingar
hafa stækkað og eru reknar með
færra fólki. Lengri afgreiðslutími
kemur samt ekki fram í því að fólk
taki á sig lengri vinnutíma. Vakta-
vinna er almennt að ryðja sér til
rúms. Hér í Blómavali höfum við
til dæmis verið með vaktakerfi í
yfir 20 ár og verslunin er opin um
90 stundir á viku þannig að hér eru
unnar rúmlega tvær vinnuvikur á
hverri viku.“
Endalaus verkefni
Hvað tekur við að lokinni banka-
kortadeilu?
„Það eru endalaus verkefni. Við
munum ábyggilega fylgjast vel með
vaxtamálum og ýmsum þjónustu-
gjöldum sem fjármálastofnanir eru
að kynna nú,“ segir Bjarni. Hann
minnist á menntunarmál verslunar-
fólks, sem eru að komast í brenni-
depil. í síðustu kjarasamningum var
samþykkt að leggja aukna áherslu
á starfsmenntun. og er framfylgd
þess einna lengst komin í verslun
að sögn Bjarna. Haldin verða stutt
námskeið fyrir afgreiðslufólk. En
má búast við að aftur verði til lær-
lingar í afgreiðslustörfum, líkt og
tíðkaðist fyrr á árum?
„Já, þetta er vísir að því. Aukið
atvinnuleysi veldur því að meira af
vel menntuðu fólki sækir um þessi
störf. Núna fáum við jafnvel um-
sóknir um afgreiðslustörf frá há-
skólamenntuðum viðskiptafræðing-
um. Þetta mun stuðla að auknum
áhuga afgreiðslufólks á starfs-
menntun."
Pullhoiníega frjáls!
M eð Freeway 450 frá simqnsen
Lótastö1! \iasa5aisám\ og
bWaswróty'w '\s\enska
\a'ts\maV,et\\ti (VMT
S\etV.u<,\éttu< 05
m\ög meb\æt\\egut
Uatgw þægWeojw étgjttWétet
HotsV,böt\ttut\ og
WapöosV. gæba \tam\e\ös\a
VéjtwWuþét V,os\ma
Síöumúla 37 - 108 Reykjavík
S. 91-687570 - Fax.91-687447
Laugardagar og sunnudagar eru:
á Jarlinum, Sprengisandi
Þá gerir fjölskyldan sér glaðan dag og börnin fá
barnaboxin vinsælu með Ofurjarlinum og félögum
hans, með hamborgara, frönskum og kók,
:
á aðeins 195 krónur.
Fleira en eitt barn má fylgja hverjum matargesti.
Þeir eldri eiga margra kosta völ:
Mest seldu steikur á íslandi
eða
ítalskur salatbar, hollur, ljúffengur og ódýr
eða
eitthvað annað gómsætt af matseðlinum
- af nógu er að taka
Fögnum sumri með kynningu á
Swíit GiSi
um helgina
Sýnum 1994 árgerðina af Suzuki Swift og Suzuki Vitara.
Opið laugardag frá kl. 10-16, sunuudag frá kl. 13-16.
■
SUZUKI BILAR HF
SKÉIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00
nýjnm Suzuki
Bílasýning