Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 15 Operukvöld hjá Söng- skólanum annað kvöld NEMENDUR óperudeildar Söngskólans í Reykjavík kynna og syngja atriði úr óperum í Listaklúbbi Leikhúskjallarans undir sljórn Garðars Cortes og Iwonu Jagia. Iwona annast jafnframt undirleik á píanó. Óperukvöldið hefst með atriðum úr Töfraflautu Mozarts. Þar er Harpa Harðardóttir í hlutverki Pamínu og ólafur Kjartan Sigurð- arson í hlutverki Papageno og þær Hrafnhildur Sigurðardóttir, Krist- jana Stefánsdóttir, Nanna María Cortes og Eyrún Jónasdóttir í hlut- verkum fylgdarsveinanna. Úr Brúðkaupi Figarós eftir Mozart verður sungin dúett, tríó og fínale annars þáttar. Þar skipta þær Arndís Halla Ásgeirsdóttir og Alda Ingibergsdóttir með sér hlut- verki Súsönnu, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir og Kristjörg Kari Sól- mundsdóttir hlutverki greifafrúar- innar, Eyrún Jónasdóttir er Marc- ellina, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Rein A.H. Korshamn eru greif- ar, Örn Arnarson Basilio, Kristján Helgason Figaró og Bjarni Thor Kristinsson Bartolo. Þá eru þijú einsöngsatriði: Harpa Harðardóttir syngur aríu Marinku úr Seldu brúðinni eftir Smetana, Bjarni Thor Kristinsson aríu Basilios úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini og Ólafur Kjartan Sigurðarson söng Mefisto- feles um flóna eftir Mussorgsky. Eftri hlér er kvennakór úr Évg- eni Onegin- eftir Tsjæjkovskíj. Þá tekur við dúett úr Lakmé eftir Delibes. Það er Guðrún Mar- ía Finnbogadóttir í hlutverki Lakmé og Sigríður Aðalsteinsdótt- ir Milliku. Síðan syngja og leika þær Kristjana Stefánsdóttir og Berglind Jónsdóttir dúett Hans og Grétu úr samnefndri óperu eftir Humperdinck. Guðrún María Finnbogadóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson syngja dúettinn Porgy og Bess úr samnefndri óperu eftir Gershwin og Alda Ingibergsdóttir syngur aríu Gildu úr Rigoletto eftir Verdi. Tónleikunum lýkur á atriðum úr Carmen eftir Bizet. Þar fer Sigríður Aðalsteinsdóttir með hlutverk Carmen, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir syngur bæði Frasquitu og Michaelu og Þóra Björnsdóttir Mercedes. Allir flytjendur taka svo undir í Havaneru Carmenar í lok- in, en einnig taka þær Aðalheiður Magnúsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir þátt í samsöngsatriðum. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin hefst um kl. 20.30. Aðalfundur Reykjjavíkurdeildar Rauða kross Islands verður haldinn miðvikudaginn 10. maí 1994, kl. 20.30, í „Múlabæ", Ármúla 34. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn sýni félagsskírteini 1993 við innganginn. : Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ Qkuskóli Islands Námskelö tll auklnna ökuróttlnda (meirapróf) hefst 16. ma! nk. Á sama tíma hefst rútunámskelð og fylglr þvi ókeypis skyndlhjálparnámskeió. Innrltun stendur yflr. ökuskóli íslands hf., Geymlö auglýslnguna. Dugguvogt 2, sími 683841. Volkswagen Vento GL. Aukabúnaður ó mynd: Álfelgur og vindskeiS. Glæsileiki í sinni tærustu mynd! Volkswagen Vento GL Glæsileiki og fegurð einkenna Volkswagen Vento yst sem innst. Þokkafullt útlit, kraftur, mikið rými og hagstætt verð sameinast í þessum gæsilega bíl. ÓD IHl HMHglfHl HEKLA Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00 Volkswagen Oruggur á alla vegu! Staðalbúnaður í Volkswagen Vento GL: • Öflug 1.8 lítra vél • Rammgert öryggisbúr • Aflstýri • Veltistýri • Samlæsingar á hurðum • Mjög vönduð „velour"-innrétting° Fjölstilling á öku- mannssæti • Rafstýrðir speglar • Stillanlegir höfuðpúðar á aftur- sætum • Samlitir stuðarar og speglar • Niðurfellanlegt aftursæti (60/40) • 14 tommu felgur • 550 lítra farangursiými. kr. 6 götuna é HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.