Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994 Grunur um íkveikju í húsnæði Bahá’í-samfélagsins Eldur logaði á fjórum stöðum HÚSNÆÐI Bahá’í-samf élags- ins í Reykjavík skemmdist í eldi í fyrrinótt. Eldur logaði á fjór- um stöðum í húsinu og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Rannsóknarlög- regla rikisins rannsakar elds- upptök. Slökkviliðið var kallað að Álfa- bakka 12 um kl. 2.40 um nóttina, þá tilkynnti leigubílstjóri að en hann sæi mikinn reyk leggja frá húsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var greinilegt að töluverð- ur eldur logaði á 2. hæð hússins, þar sem Bahá’í-samfélagið er til húsa. Skömmu síðar braust eldur út um tvo glugga, en tveir reyk- kafarar voru sendir inn í húsið og tókst þeim fljótlega að ná tök- um á eldinum, með aðstoð félaga sinna úti fyrir. Miklar skemmdir Skemmdir urðu miklar á sam- komusal safnaðarins, en sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðs- ins logaði á fjórum stöðum í saln- um, sem bendir sterklega til íkveikju. Einhverjar reykskemmd- ir urðu á 3. hæð hússins, en önn- ur fyrirtæki í húsinu sluppu nokk- uð vel, þó í gær hafi ekki vérið lokið við að kanna hugsanlegar reykskemmdir. Slökkvistarfi lauk endanlega kl. 4.40, en vakt var höfð við húsið til kl. 8.30 í gær- morgun. Morgun blaðið/J úlíus Barist við eldinn SLÖKKVILIÐIÐ sendi reykkafara inn í húsnæði Bahá’í-samfé- lagsins og tókst þeim fljótlega að ná tökum á eldinum. Sýningarsalurinn Galleri Profil í Árósum Stór sýning á verkum Svavars Guðnasonar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. I LOK MAI er ráðgert að opna í Árósum stóra sýningu á verkum Svav- ars Guðnasonar í Galleri Profil. Alls verða um sextíu verk á sýning- unni og verða þau flest til sölu. Listamaðurinn Ejler Bille hefur tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og skrifar formála að sýningar- skránni. Nýlega var sýnd í danska sjónvarpinu mynd um Svavar. Að sögn Lars Fog Poulsens hjá Galleri Profil hefur undirbúningur að sýningunni staðið í mörg ár, því það hefur verið seinlegt verk að safna myndunum saman. Verkin koma úr einkaeign víða að. Verkin sextíu eru af ýmsu tagi, níu málverk og fimm- tíu páppírsverk, teikningar, tréristur og vatnslitamyndir. Verðið er frá tuttugu þúsund íslenskum krónum fyrir tréristur og upp í um eina millj- ón fyrir dýrustu málverkin. Flest verkin verða til sölu, en nokkur eru þó aðeins til sýnis. Lars Fog Poulsen sagði að sýningin væri ein sú falleg- asta sem galleríið hefði staðið að. Keppikefli gallerísins hefði verið að safna myndunum saman og geta sýnt þær og af því væri hann mjög stoltur. Ejler Biile er þekktur myndlista- maður í Danmörku og sýndi á sínum tíma með Cobra-hópnum, líkt og Svavar og var góður vinur hans. I þætti um Svavar, sem nýlega var sýndur í danska sjónvarpinu sagði hann frá Svavari og kynnum þeirra, auk þess sem Ásta kona Svavars kemur fram í þættinum og Svavar sjálfur segir frá verkum sínum og vinnu. í þættinum var einnig rætt við Robert Dahlmann-Olsen arkitekt, sem nú er látinn, en hann átti eitt mesta safn af verkum Svavars hér og stóð að síðustu sýningu á verkum Svavars fyrir nokkrum árum í Kaup- mannahöfn. Bille er einnig í góðum tengslum við Galleri Profil og hefur reynst mjög innan handar við að ná til eigenda mynda eftir Svavar og safna verkunum saman. Einnig skrif- ar hann formála að sýningarskránni. Galleríið hefur sérhæft sig í mynd- Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af lengri biðlistum eftir bæklunaraðgerðum Kannað hvort fækka megi á biðlistum með sérstöku átaki í HEILBRIGÐIS- og trygginga- ráðuneytinu eru til skoðunar hugmyndir um sérstakt átak í því að fækka á biðlistum eftir bæklunaraðgerðum. Biðlistarnir hafa verið að lengjast síðustu misserin þrátt fyrir að aðgerðum hafí fjölgað. Guðmundur Arni Stefánsson heilbrigðisráðherra segir að fjölgun bæklunarað- gerða geti í mörgum tilvikum dregið úr kostnaði. Sjúklingar á biðlistum þurfi í mörgum tilvik- um á mikilli aðhlynningu að halda sem þýði aukakostnað fyr- ir heilbrigðiskerfið. Nú bíður á fjórða hundrað manns eftir því að komast í bæklunarað- gerð. Biðtíminn getur í einstaka tilfellum farið upp í tvö ár. Biðlist- inn hefur heldur verið að lengjast síðustu misserin. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að aðgerðum hafi fjölgað. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að farið er að gera bækl- unaraðgerðir á fleira fólki en áður. Svæfmgalækningum hefur fleygt fram þannig að ekki þykir lengur tiltökumál að gera bæklunarað- gerðir á fullorðnu fólki. Guðmundur Árni sagði að í heil- brigðisráðuneytinu væri verið að skoða hugmyndir um sérstakt átak til að fækka á biðlistum eftir bækl- unaraðgerðum. Hann sagði að hugsanlega mætti með því móti spara á öðrum sviðum heilbrigði- skerfisins því að sjúklingar á biðlist- um þyrftu í mörgum tilvikum að liggja inni á sjúkrahúsum á meðan beðið væri eftir aðgerð. Guðmundur Ámi sagði ýmsar leiðir komi til greina í þessu sam- bandi. Það kæmi til greina að gera bæklunaraðgerðir í auknum mæli á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Einnig kæmi til greina að auka tímabundið bæklunaraðgerðir á Landakotsspítala, en annars er fyr- irhugað að leggja þá deild niður. Sérfræðingar í bæklunarsjúkdóm- um, sem starfað hafa á Landakots- spítala, hafa þegar hafið störf á Landspítala. í Svíþjóð var gert sérstakt átak í því að fækka á biðlistum eftir bæklunaraðgerðum fyrir fáum árum. Guðmundur Árni sagði að þetta átak hefði skilað betri árangri en menn hefðu þorað að vona. Ráðaneytið horfi því m.a. til reynslu Svía í þessu efni. um færeyskra og norskra málara, auk þess sem áhuginn hefur beinst að íslenskri list. Á þeirra vegum var meðal annars fyrir nokkru stór sýn- ing á verkum Þorvalds Skúlasonar. Lýðveldisafmælið íslenska er að nokkru leyti hvati að sýningunni nú og í haust verður önnur sýningi á verkum íslenskra listamanna í gall- eríinu. Sú sýning mun spanna verk eldri og yngri listamanna og verður haldin í sambandi við íslenska viku í Árósum, en hún hefur meðal ann- ars verið skipulögð af Norræna hús- inu í Reykjavík. -----♦ » ♦----- Mj ólkuriðnaður Rannsókn- ir fluttar til Borgamess Borgarnesi. ÁKVEÐIÐ hefur verið að starf- semi Rannsóknarstofu mjólkur- iðnaðarins verði flutt frá Reykja- vík til Borgarness síðsumars. Starfseminni fylgja sjö til átta heilsársstörf. Að sögn Indriða Albertssonar mjólkurbússtjóra Mjólkursamlags Borgfirðinga í Borgarnesi — MSB — hefur verið ákveðið að starfsemi rannsóknarstofunnar flytjist til Borgarness. Aðspurður sagði Indriði að þessi flutningur myndi styrkja atvinnumöguleika fólks í Borgarnesi og nágrannabyggðum. Þama væri um sjálfstætt fyrirtæki að ræða sem leigði um 300 fermetra húsnæði af MSB en önnur tengsl yrðu ekki á milli þessara fyrirtækja að hans mati. Að sögn Sævars Magnússonar framkvæmdastjóra Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins er reiknað með að starfsemin flytjist til Borgamess í ágústbytjun. Starfsemi stofunnar fælist aðallega í prófunum og mæl- ingum á ákveðnum gæðaþáttum í hrámjólk. Aðspurður kvaðst Sævar telja að hluti starfsfólksins myndi halda áfram að starfa hjá stofunni og myndi þá væntanlega aka á milli Reykjavíkur og Borgarness til og frá vinnu. Taldi hann frekar ólíklegt að starfsfólk myndi flytjast búferlum til Borgarness. TKÞ. Kór Langholtskirkju flytur H-moll messuna í Barbican Centre Tvennir tónleikar haldnir fyrir Englandsferð í júní KÓR Langholtskirkju heldur tvenna tónleika í Reykjavík á næstunni og eru þeir liður í lokaundirbúningi kórsins fyrir tveggja vikna tón- leikaferð um England í júní næstkomandi, en þar mun kórinn m.a. flytja H-moll messuna eftir J.S. Bach í Barbican Centre í London. Fyrri tónleikarnir verða í Langholtskirkju laugardaginn 30. april og verður þar flutt úrval af íslenskri kórtónlist sem kórinn mun syngja í Englandi, og auk þess verða flutt nokkur lög úr vinsælum söngleikjum. Einsöngvari verður Ólöf Kolbrún Harðardóttir og píanóleikari Bjarni Jónatansson. Síðari tónleikarnir verða laugardag- inn 14. maí í Hallgrímskirkju þar sem kórinn, einsöngvarar og Kamm- ersveit Langholtskirkju munu flytja H-moll messuna eftir J.S. Bach. í fyrri hluta tónleikaferðarinnar um England mun kór Langholts- kirkju halda sjö tónleika þar sem flutt verða nær eingöngu gömul og ný íslensk tónlist. Tónleikarnir verða allir í mjög stórum og jafn- framt þekktum tónleikasölum og kirkjum, þar á meðal í dómkirkjun- um í Wells, Chichester og Worcest- er. Þá mun kórinn einnig koma fram á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Bourn- emouth, í Exeter og tónleikar með léttu ívafi verða í Fairfield Halls í Croydon, rétt sunnan London. Tek- ur salurinn þar um 2.000 manns í sæti og er hann mjög eftirsóttur af innlendum sem erlendum tónlist- armönnum. Lokatónleikar ferðarinnar verða síðan í Barbican Centre þar sem Jón Stefánsson mun stjórna Ensku kammersveitinni, Kór Langholts- kirkju og einsöngvurum í H-moll messunni eftir J.S. Bach. Þrír ís- lenskir einsöngvarar munu taka þátt í flutningnum, þær Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Signý Sæn- mundsdóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir. Auk þeirra syngja bresku söngvararnir Michael Gold- thorpe, tenór, og Michael George, bassi, en sá fyrrnefndi hefur sungið á mörgum tónleikum með kór Lang- holtskirkju á undanförnum árum. Einsöngvarar með kórnum við flutning H-moll messunnar í Hall- grímskirkju verða þeir sömu og í Barbican, nema hvað Kristinn Sig- mundsson syngur bassaaríur í stað Michael George. Kór Langholtskirkju hefur aldrei áður tekist á hendur svo stóit verk- Wells dómkirkjan í Somerset þar sem kór Langholtskirkju flytur íslenska efnisskrá í sumar. efni sem tónleikaferðina um Eng- land, og hefur undirbúningur fyrir ferðina nú staðið í þijú ár. Kórinn samdi í maí 1992 við umboðsskrif- stofuna World Wide Artists í Lond- on um að skipuleggja tónleikaferð- ina, og í samvinnu við stjórn kórs- ins vinnur umboðsskrifstofan þessa dagaaa að markvissu kynningar- starfi fyrir alla tónleikana. Fer sú kynning fram í útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum og í bæklingum sem gefnir hafa verið út og dreift hefur verið til tónlistaráhugafólks. Þess má geta að þegar er uppselt á tón- leikana sem haldnir verða í Exeter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.