Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Minning Bergmundur Stígsson frá Homi Fæddur 1. nóvember 1915 Dáinn 14. apríl 1994 Bergmundur Stígsson frá Horni - byggingameistari á Akranesi - lést hinn 14. apríl sl. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju á morgun. Bergmundur var fæddur að Homi í Sléttuhreppi 1. nóvem- ber 1915. Foreldrar hans voru hjónin Stígur Haraldsson frá Homi og Jóna E. Jóhannesdóttir frá Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi en fædd að Dynjanda í sömu sveit. Bergmundur ólst upp í stórum og glaðværum systkinahópi og átti góðar endurminningar um æsku sína. Böm þeirra hjóna á Horni vom tíu. Fimm drengir og fimm stúlkur. Af þeim komust 9 til full- orðins ára. Mikill hagleikur, góð greind og einstök góðvild ein- kenndi þennan stóra systkinahóp. Umhverfið á Homi var stórbrot- ið og margir möguleikar til verð- mætaöflunar úr skauti náttúmnn- ar en það var ekki heiglum hent. Það þúrfti bæði kjark og útsjónar- semi að beijast við óblíð náttúm- öflin, hvort sem var á sjó eða landi. Ströndin hafnlaus en stutt á gjöful fiskimið. Enn utar vom fengsæl hákarlamið sem vom mjög eftir- sótt fyrr á áram. Hombjargið var fullt af fugli og eggjum á vorin. Þangað var þó ekki auðvelt að sækja björgina og reyndist mörg- um torsótt. Bömin á Homi lærðu fljótt sögumar af því þegar þessi eða hinn hrapaði í bjarginu. Það vom víti til vamaðar. Það er því ekki að undra þótt æskustöðvamar yrðu Bergmundi eftirminnilegar og hugurinn leitaði oft þangað. Langafí Bergmundar í föðurætt - Stígur Stígsson - flutti að Homi 1854. Hann var fæddur að Sútara- búðum í Grannavík 1832. Hann gerðist umsvifamikill útvegsbóndi og bátasmiður á Homi. Hann varð víðkunnur af hagleik sínum og dugnaði. Þórleifur Bjamason rit- höfundur segir ítarlega frá honum í Homstrendingabók. Honum bregður einnig fyrir í skáldsögum Þórleifs. Stígur Stígsson þótti ein- stakur hagleiksmaður og fór orð- stír hans víða. Hann smíðaði tugi skipa og lagfærði önnur, sem þóttu fara illa í sjó. Hann var jafnvígur á tré og jám. Gerði marga smá- hluti sem til vom á bæjum þar vestra. Væri spurt hver hefði smíð- að þetta var svarið hið sama: „Hver heldur þú að smíðað hafi svona nema Stígur á Horni“. Þórleifur segir ennfremur: „Var Stígur jafn- an fús á að hjálpa þeim, sem til hans leituðu og vildi hveijum sem best reynast." Þá segir: „Hvers- dagslega var Stígur jafnan ljúfur í viðmóti en þó ekki orðmargur. Hann hafði glöggt auga fyrir öllu broslegu í tiltækjum og tali manna og glotti þá á laun.“ Mér fínnst lýsing þessi alveg eins geta átt við Bergmund og að margir bestu eig- inleikar Stígs á Horni hafi komið fram hjá honum. Bergmundur fór í Héraðsskól- ann á Núpi haustið 1937 og dvaldi þar við nám í tvo vetur. Síðan var hann við nám í bændaskólanum á Hvanneyri veturna 1941-1943. Hann var ágætur námsmaður og lauk námi í skólum þessum með miklum sóma. Hann minntist oft á kennara sína á Hvanneyri og skólabræður sína þar sem hann mat mikils. Hann sótti nemenda- mót sem haldið var á Hvanneyri á sl. vori í tilefni 50 ára útskriftar, vom það miklir dýrðardagar í lífi hans, enda trygglyndur og vinfast- ur. Hans Jörgensen frá Akranesi var kennari á Hvanneyri þessa tvo vetur. Hann kenndi m.a. handa- vinnu en smíðanámi hafði hann lokið á undan Kennaraskólanum. Hann flytur síðan á Akranes og 1944 gerðist Bergmundur nemandi hjá honum í trésmíði og lýkur sveinsprófi og námi í Iðnskóla Akraness 1948. Var þetta eini nemandi Hans í trésmíði og var hann jafnan mjög stoltur af hon- um. Þetta vom tildrög þess að Berg- mundur settist að á Akranesi og átti þar heimili til dauðadags eða í 50 ár. Eftir það varð trésmíði og byggingarstarfsemi atvinna hans. Hann þótti strax afburða góður smiður - vandvirkur og samvisku- samur - svo orð fór af. Eftir tilskil- inn tíma varð Bergmundur bygg- ingameistari og sá um byggingu íjölda íbúðarhúsa og margra stór- bygginga í áratugi m.a. starfs- mannabústað sjúkrahússins og safnaðarheimilið Vinaminni. Þótti hveiju því verki vel borgið sem Bergmundur tók að sér. Bergmundur kvæntist 1. janúar 1948 Jónu Björgu Guðmundsdótt- ur hjúkmnarkonu, bónda í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík Jónssonar og konu hans Guðríðar R. Jónsdóttur. Jóna er öndvegis- kona sem starfaði í áratugi á veg- um bæjarins sem hjúkrunarkona. Fyrst hjá Sjúkrasamlagi Akraness og síðar í bamaskólanum. Börn þeirra em tvö: Bergþóra kennari búsett á ísafirði gift Guðmundi Ágústssyni húsasmíðameistara og Þórir læknir á Akranesi kvæntur Guðríði Guðmundsdóttur hjúkran- arfræðingi. Barnabörnin era fjög- ur. Um skeið starfaði Bergmundur nokkuð að félagsmálum iðnaðar- manna. Hann var lengi dómkvadd- ur af bæjarfógetanum á Akranesi ásamt öðrum manni til að gera matsgerðir ef ágreiningur reis um tilteknar framkvæmdir eða skemmdir sem urðu á eignum sem meta þurfti til verðs. Allir treystu Bergmundi til að finna sanngjarna niðurstöðu og undu ágreinings- menn furðu vel úrskurði hans. Hann hefur lengi starfað í Gideon- félaginu og þótti vænt um starf- semi þess, enda einlægur trúmað- ur. Hinsvegar var Bergmundur ákaflega hlédrægur og forðaðist að vera í sviðsljósinu og lét eins lítið fara fyrir sér og nokkur mað- ur gat gert. Bergmundur varð fljótlega eftir- sóttur sem byggingameistari. Hann þótti vandvirkur, úrræða- góður og duglegur við að koma byggingunum áfram. Hann valdi sér úrvalslið. Slæpingshátt og þó einkum ónytjumælgi við störf þoldi hann illa og urðu slíkir starfsmenn ekki mosavaxnir í liði hans. Bygg- ingarkostnaðurinn reyndist oft lægri en áætlað var. Hann hugsaði um hveija framkvæmd sem hann ætti hana sjálfur og sýndi alla þá hagsýni sem unnt var. Hann átti það til að fylgjast með húsum þeim sem hann byggði og líta eftir því hvort einhveijir gallar eins og spmngur eða sig kæmu í ljós. Sam- viskusemin var einstök og aldrei fannst honum nógu vel vandað til undirbúnings og nákvæmni við framvæmdina. Þá kunni hann því betur að húsum hans væri sómi sýndur í viðhaldi, þótt ekki nefndi hann það við nokkum mann. Slík var háttvísi hans. Sá sem einu sinni fékk Bergmund til að byggja hús leitaði til hans öðra sinni þyrfti hann á því að halda. Og ekki að- eins það heldur og börnin hans og aðrir vandamenn. Verkin lofuðu meistara sinn. Allt þetta þekkti ég af eigin raun. Þegar ég kom til Akraness fyrir 40 ámm leitaði ég fljótlega eftir byggingameistara, ásamt vini mínum sem flutti hingað um svipað leyti og þurfti einnig á húsnæði að halda. Bergmundur lét tilleiðast eftir all langa umhugsun enda var hann hlaðinn verkum langt fram í tímann sem ljúka varð fyrst. Húsið steypti hann upp sumarið 1955 og var það fokhelt þegar kom fram á haustið. Þetta var erfitt verk því fram eftir öllu sumri kom varla þurr dagur og varð hið vaska lið hans að vera í sjóstökkum flesta daga. Þá svall honum móður í bijósti. En allt fór vel. Þá sá ég strax hvílíkur snillingur Berg- mundur var. Síðan hef ég metið hann og virt umfram flesta aðra sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og átt_ vináttu hans og hjálpsemi vísa. Á næsta ári réði ég Berg- mund til að byggja starfsmannabú- stað Sjúkrahúss Akraness sem er mikil bygging upp á þijár hæðir. Það verk var unnið bæði fljótt og vel eins og allt annað sem Berg- mundur tók sér fyrir hendur. Bergmundur var góður félagi og virtur af öllum. Ekki mátti hann vamm sitt vita í neinu. Að eðlis- fari var hann fámáll en sá þó flest- um betur það broslega í fari manna og glotti þá út undan sér. Stundum gat hann sett fram stutta þraut- hugsaða setningu, sem lauk um- ræðunni. Hann tók undir með sr. Hallgrími sem sagði: „Oft má á máli þekkja, manninn hver helst hann er.“ Bergmundur þurfti ekki lengi að hlusta á ókunnugan mann svo hann vissi ekki nákvæmlega hvað í honum bjó. Þetta reyndist honum vel. Væra oflátungar að belgja sig út í návist hans eða einhveijir með vanhugsaðar aðfinnslur eða merki- legheit hlustaði Bergmundur stein- þegjandi stundarkorn en setti síðan fram stutta þrauthugsaða setn- ingu. Um leið datt botninn úr öllu bullinu og hrokinn hvarf. Hann hafði andúð á skmmi og hverskon- ar yfirborðsmennsku og spjátrung- ar áttu ekkert erinci til hans. Hann var áhugamaður um framfarir þjóðarinnar til betra og fegurra lífs. Bruðl og sýndarmennska var honum þyrnir í augum. Hann dáð- ist að ungum mönnum sem áttu sér djörf og vel undirbúin framtíð- aráform og taldi ekki eftir sér að leggja þeim lið. Mikill mannkostamaður hefur kvatt eftir farsælt ævistarf. Vinir og nágrannar þakka Bergmundi góðvildina og ljúfmannleg sam- skipti. Þeir kveðja hann með virð- ingu og söknuði og munu jafnan minnast hans er þeir heyra góðs manns getið. Við hjónin sendum fjölskyldunni allri samúðarkveðjur og þökkum dýrmæta vináttu í ára- tugi. Daníel Ágústínusson. Fallinn er í valinn Bergmundur Stígsson trésmíðameistari á Akra- nesi, einn virtasti og duglegasti iðnaðarmaður bæjarins. 011 verk sem hann tók að sér vann hann á þann veg að ekki varð á betra kosið. Bergmundur Stígsson var fædd- ur og alinn upp að Horni í Hornvík í Sléttuhreppi. Hann var sonur hjónanna Stígs Bærings Vagns Haraldssonar og Jónu Jóhannes- dóttur sem þar bjuggu. Þeim varð tíu bama auðið og var Bergmund- ur næstelstur. Á ýmsu hefur geng- ið í svo stórum bamahópi. Fjömgt hefur þar verið og skemmtilegt. Bergmundur minntist bernsku sinnar með gleði. Mjög ung þurftu börnin að taka til hendi því að marga munna þurfti að metta en mér er tjáð að aldrei hafi verið matarþurrð þar á bæ. Oft hefur þar þurft áræði, kjark og harð- fylgni við að afla lífsviðurværis því að veðráttan á Hornströndum hef- ur jafnan verið óblíð á stundum. En stutt var á fiskimiðin og fugla- og eggjataka á vorin gaf björg í bú. Þegar Bergmundur var orðinn fulltíða maður hélt hann til náms við Bændaskólann á Hvanneyri og brautskráðist þaðan sem búfræð- ingur 1943. Árið eftir var hann þar í vinnumennsku en fluttist svo til Akraness 1945 og hefur átt þar heima síðan. Fljótlega eftir komuna til Akra- ness hóf hann nám í húsasmíði hjá Hans Jörgenssyni byggingameist- ara og kennara og síðar skóla- stjóra. Eftir að hann hafði lokið námi fór hann brátt að vinna sjálf- stætt. Hann var byggingameistari að ijölda húsa sem hér vom reist. Það var sérstakt lán að fá Berg- Guðmunda Þ. Þórar- insdóttir — Minning Fædd 23.9 1929 Dáin 17. 4 1994 Móðursystir mín, Guðmunda Þór- arinsdóttir, varð bráðkvödd að morgni 17. apríl sl., aðeins 64 ára að aldri. Þó að hún hafi átt við nokkra vanheilsu að stríða á síðari hluta ævinnar kom andlátsfregn hennar engu að síður á óvart. Reyndar hafði hún sjálf nefnt marg- sinnis að enginn réði sínum nætur- stað, að fólk færi þegar kallið kæmi, og að þessu leyti virtist hún undir þetta búin þó að aðrir væm það ekki. Hún hafði óskað þess að fá að deyja í svefni þegar þar að kæmi. Segja má að það hafi næstum því gengið eftir því að hún var varla komin á kreik á sólbjörtum sunnu- dagsmorgni þegar hún hneig niður örend. Þannig lauk hennar lífs- göngu. Engin þjáning, engin kvöl; alveg eins og hún vildi hafa það - en við hefðum samt viljað fá að hafa hana miklu lengur hjá okkur. Við fráfall Daddýjar, eins og hún var alltaf kölluð, leita margar minn- ingar á hugann en aðeins er hægt að impra á fáeinum brotum hér. Við sem þekktum hana munum hana líka hvert á sinn hátt. Persónu hennar er ekki auðvelt að lýsa með orðum. Fólk þurfti að þekkja hana vel til þess að átta sig á henni, hugsunum hennar og tilsvömm. Hún var fljótari en flestir að mynda sér skoðanir á mönnum og málefn- um og lýsa þeim í fáum orðum - og þar með var málið útrætt. Sum- um fannst hún taka stundum djúpt í árinni og eiga það jafnvel til að vera fordómagjörn - en við hin sem þekktum hana betur vissum að hún var þá e.t.v. að skemmta bæði sjálfri sér og öðmm. Hún var slíkrar gerð- ar að hún lét allt flakka. Maður lærði því fljótt að taka hana mátu- lega alvarlega. Daddý var dóttir hjónanna Guð- rúnar Georgsdóttur og Þórarins Vilhjálmssonar en þau eru nú bæði látin. Hún fæddist á Hellissandi en ólst upp í Reykjavík og átti þar heima alla tíð. Hún var elst sjö systkina og eru fjögur þeirra enn á lífi. Daddý hélt lengi heimili! með föður sínum í Hlíðargerði 16 en eftir að hann gerðist vistmaður á Hrafnistu árið 1974 fluttist hún að Meistaravöllum 29 og átti þar heima, svo að segja, til æviloka. Daddý giftist aldrei en eignaðist tvo syni, Jón, trésmið, f. 1948, kvæntan Rósu Þorsteinsdóttur og eiga þau ijögur böm, og Hilmar, einnig trésmið, f. 1961, kvæntan Elínborgu S. Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Þeir em báðir Þórarins- synir. Daddý var afar stolt af son- unum og Ijölskyldum þeirra og mátti líka vera það því að þetta er mikið prýðisfólk. Þær systur, móðir mín og Daddý, vora báðar einstæðar og höfðu því oft félagsskap hvor af annarri eftir að fjölskylda mín fluttist til Reykja- víkur. Eg mun ætíð minnist þess þegar þær leigðu sumarbústað sam- an í Munaðarnesi nokkur sumur í röð og gerðu mig að sérlegum bíl- stjóra sínum þangað. Hvað þær hlökkuðu alltaf mikið til fararinnar! Við Hilmar, sonur Daddýjar, höfð- um stundum á orði að þær hefðu verið búnar að pakka öllu niður í töskur hálfum mánuði fyrir brott- för. Og þó að hvomg þeirra væri í vinnu sökum heilsuleysis töluðu þær alltaf um að þær væm að fara í „frí“. Þær áttu auðvitað við að það væri gott að losna úr viðjum vanans og tilbreytingarleysisins í Reykjavík og njóta frelsisins í „sveitinni". Það var gaman að umgangast systurnar á meðan þær biðu eftir því að komast í sumarbústaðinn. Tilhlökkunin var slík að maður gat ekki annað en hrifíst með. Konan mín og bömin fóm svo með í þess- ar ferðir og við gistum yfirleitt hjá þeim í tvær nætur. Ýmislegt var gert til dundurs: Ekið um í nágrenn- inu, farið í stuttar gönguferðir, spil- að á kvöldin, hlegið og gantast - og margt fleira sem fylgir sumarbú- staðarlífi. Maður gladdist alltaf í hjarta sínu yfír því hvað þessi dvöl hressti systurnar mikið. Og núna þegar önnur þeirra er fallin frá verða þessar minningar enn kærari en áður. Vart er hægt að segja um Daddýju að hún hafi notið sín til fullnustu hin síðustu ár vegna van- heilsu sinnar. Við sem þekktum hana vel skynjuðum betur en aðrir hvernig henni leið. Hún gat virst hijúf á yfirborðinu en undir niðri bærðist viðkvæmt og hlýtt hjarta. Dagarnir voru oft langir því að hún bjó ein og hafði ekki jafn mikið fyrir stafni og þeir sem höfðu heilsu til að starfa á meðal fólks. En það komu, sem betur fór, góðir dagar á milli og þegar eitthvað sérstakt stóð til og heilsan var sæmileg blómstraði Daddý og var manna kátust. Hún átti auðvelt með að hrffa aðra með sér á siíkum stund- um. En nú er þessi góða frænka mín fallin í valinn. Við fáum ekki lengur að heyra smitandi hláturinn hennar og hin mörgu sérkennilegu og skemmtilegu tilsvör - eða að njóta dvalar í sumarbústað með henni. Eftir lifa einungis bjartar minning- ar. Við þökkum góðum Guði fyrir allt það sem hún var okkur, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra votta ég dýpstu samúð mína. Eðvarð Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.