Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 32

Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Minning Baldur Jónsson fv, yfirlæknir Fæddur 8. júlí 1923 Dáinn 18. april 1994 Á morgun verður til moldar bor- inn vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Baldur Jónsson, fyrrverandi yfírlæknir við bama- deild FSA. Það er erfitt að ímynda sér síð- degin á Akureyri án Baldurs, sem iéttur og kvikur í hreyfíngum fór sína daglega gönguför, brosandi og heilsandi á báða bóga vinum og kunningjum. Baldur hugðist láta af störfum fyrir aldurs sakir um sl. áramót. Hann átti um tíma erfítt með að sætta sig við að þurfa að láta af lækningum, jafnfrískur og honum fannst hann vera. Hann náði þó á endanum góðum sáttum við þessa staðreynd og oft bar á góma okkar i milli hvemig hann hygðist veija tíma sínum þegar erli hversdagsins lyki. Svo mörg vora áhugamál hans, að ekki var annað sýnna en sólar- hringinn þyrfti að lengja um svo sem þriðjung til þess að hann gæti sinnt öllu því sem hugur hans stóð til. Það var síðan fjórum dögum áður en áramót gengu í garð að Baldur kom til mín og tjáði mér að hann væri með sjúkdóm sem þyrfti nánari rannsóknar við en væri sennilega ólæknandi. Þrátt fyrir dökkt útlit einkenndi æðra- leysi orð hans og athafnir. Hann lauk sínum starfsferli svo sem áætl- að var og gekkst síðan undir þær rannsóknir sem nauðsynlegar þóttu. Dómur læknisfræðinnar var upp kveðinn. Granur hans reyndist réttur. Stríðið var hafíð. Það varð stutt stríð háð af reisn og karl- mennsku og hann féll með sæmd. Baldur Jónsson var Akureyringur í húð og hár. Hann ’var fjórða bam, af átta, hjónanna Jóns Kristjáns- sonar af Arndísarstaðaætt úr Bárðardal, síðar verslunarmanns á Akureyri og Laufeyjar Jónsdóttur frá Melrakkasléttu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og lokaprófí frá Læknadeild Há- skóla íslands 1952. Að lokinni til- skilinni námsdvöl á Landspítala var hann aðstoðarlæknir héraðslæknis í Keflavík um fjögurra mánaða skeið, en að fengnu almennu lækn- ingaleyfí fluttist Baldur til Þórs- hafnar á Langanesi þar sem hann starfaði til haustsins 1957. Á Þórs- höfn batt Baldur vináttu við marga sem entist ævilangt. Haustið 1957 hélt Baldur til Svíþjóðar til náms í bamalækningum. Hann leitaði víða fanga í námi sínu, en dvaldi þó lengst við bamadeild á sjúkrahúsinu í Vástervik. 1961 hlaut Baldur við- urkenningu á íslandi sem sérfræð- ingur í bamalækningum og flutti þá þegar heim til Akureyrar. Þar og hvergi annars staðar skyldi Blómastofa Fridfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m starfsvettvangur hans vera. Baldur mun hafa verið sjötti íslenski lækn- irinn sem hlaut barnalæknisviður- kenningu og sá fyrsti með þá menntun sem settist að utan höfuð- borgarsvæðisins. Við heimkomuna gerðist Baldur deildarlæknir við lyf- lækningadeild FSA og fékk til um- ráða sjö rúm fyrir veik börn. Tólf áram síðar vora rúmin orðin tíu. í janúar 1974 var barnadeild stofnuð með formlegum hætti við sjúkra- húsið og Baldur ráðinn yfirlæknir hennar. Samtímis sinnti Baldur heimilislækningum í rúmlega tvo áratugi og var um tíma læknir Vist- heimilisins Sólborgar. Baldur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Axelsdóttir. Þau slitu samvistir og Sigríður lést 1990. Baldur og Sigríður eignuðust sex böm. Elst er Málfríður, mat- vælafræðingur í Reykjavík. Síðan koma Jón, smiður í Reykjavík, Laufey röntgentæknir á Akureyri, Axel verkamaður í Reykjavík, Ingi- björg bankamær í Njarðvíkum og Baldur yngri, sem býr nú í Reykja- vík. Síðari kona Baldurs er Ólöf Am- grímsdóttir, og lifír hún mann sinn. Olöf og Baldur eignuðust soninn Amgrím, sen nemur ensku við Háskóla íslands. Áður en Baldur kvæntist Sigríði eignaðist hann soninn Örn, sem lengi var búsettur hér á Akureyri, en nú fluttur til Reykjavíkur. Baldur Jónsson naut þannig mik- ils barnaláns, sem hann kunni vel að meta. Hann átti orðið 16 afa- börn og sex langafaböm þegar hann lést. Baldur var um margt sérstæður maður. Hann var fljóthuga mjög. Hugsaði hratt, talaði hratt, las hratt, gekk hratt og skrifaði hratt. Hann átti auðvelt með að sökkva sér ofan í viðfangsefnin, gleymdi þá gjaman stund og stað og hugs- aði upphátt. Á slíkum stundum hrukku oftlega upp úr Baldri setn- ingar, sem í hita augnabliksins virt- ust í fullkomlega úr samhengi við það sem var að gerast, en urðu sumar fleygar síðar. En Baldur var líka „humanisti" í þess orðs bestu merkingu, sem unni fræðum, sumpart fræðanna vegna. Hann var mikill smekkmað- ur á íslenskt mál og var latínugráni af gamla skólanum, sem enn kunni sína latnesku málfræði. Ósjaldan gaf latínukunnátta okkar yngri læknanna honum tækifæri til að henda að okkur góðlátlegt grín. Sagði hann þá gjarnan, að hið eina sem við kynnum í latínu væri að setja punkt á heppilegan stað í skammstöfun svo við yrðum okkur ekki til skammar í beygingarfræð- inni. Baldur unni náttúranni og var áhugasamur fuglaskoðari. Þær era ófáar ferðimar, sem hann átti með Eyjafjarðará á vorin þegar mófugl- ar voru teknir til við hreiðurgerð og á hveiju ári sást hann af og til sitja tímunum saman grafkyrr á sama steini að telja fugla, hvernig sem viðraði. Hann var snjall ljós- myndari á yngri áram, átti góðar myndavélar og tók mikið af fugla- og náttúralífsmyndum. Baldur fór til laxveiða á hveiju sumri, enda þótt veiðimennska væri honum ekki í bijóst borin. Sögur hans úr veiði- ferðum fjölluðu enda oftar en hitt um hversu marga fugla hann hefði séð, eða hvernig gróðurfar hefði breyst. Hitt skipti hann minna máli hvort fískur kom á öngulinn eða ekki. Baldur var og bókelskur mað- ur og átti gott safn bóka. Aðeins einum manni öðram hef ég kynnst sem var jafn hraðlæs og Baldur og um leið minnugur á aðalatriði les- efnisins. Skipti þar engu hvort um var að ræða fag- eða fagurbók- menntir. Það var með eindæmum hvað maðurinn komst yfir að lesa. Framar öðra var Baldur þó góður læknir. Haijn var fljótur að átta sig á aðalatriðum hveiju sinni, greindi sjúkdóma yfírleitt fyrst af einkenn- um þeirra og með skoðun, og rann- sóknaráætlanir hans vora mark- vissar. Baldur lét félagsmál ekki mikið til sín taka af fyrra bragði. Ekki fór hjá því að honum yrði trúað fyrir veigamiklum störfum. Hann gengdi formennsku í stjóm Heilsu- vemdarstöðvar Akureyrar um ára- bil og byggði þá m.a. upp ungbarna- vemdina, sem flestir telja sjálfgefna í dag. Hann var formaður læknar- áðs FSA um fjögurra ára skeið og sat í ýmsum nefndum á vegum læknaráðs. Kynni okkar Baldurs era orðin löng. Þau hófust eiginlega þegar í bemsku minni. Nokkur kunnings- skapur og samgangur var á milli foreldra hans og móðurfólks míns. Leiðir skildu um tíma, en sl. tuttugu ár höfum við aftur átt samleið við barnadeild FSA. Sú leið hefur stundum verið hál, stundum grýtt, brött og erfíð, en oftar bein og greið og ætíð notalega hlý. Á þessari leið komu mannkostir Baldurs vel í ljós og hæfileiki hans að vinna með öðram. Stjórntæki hans vora nán- ast ætíð bros og ljúfmennska. Trú Baldurs á framtíð barna- deildar við FSA var byggð á bjarg- fastri vissu um nauðsyn hennar. Þessi deild var Baldri hjartans mál og hann vildi veg hennar sem mest- an. Svo lengi sem ég man hefur hann barist fyrir bættum húsakosti deildarinnar, en of lengi fyrir dauf- um eyrum. Oft var hann leiður þeg- ar bið varð á undirtektum og hafði þá jafnan á orði að þessi deild mætti sín lítils hefðu ekki komið til konur í Kvenfélaginu Hlíf. Starf þeirra við uppbyggingu tækjabún- aðar á deildinni er ómetanlegt og það starf þeirra kunni yfirlæknirinn vel að meta. Þegar nú loksins hillir undir var- anlegar úrbætur í húsnæði bama- deildarinnar veit ég að hann gladd- ist innilega að sjá loks afrakstur erfíðis síns, þótt enn væri hann ekki nema á teikniborðinu. Þegar ég lít yfír farinn veg er mér þó efst í huga einlæg, djúp og drengileg vinátta Baldurs, sem við hjón þökkum af alhug. Eiginkonu Baldurs og fjölskyldu hans allri vottum við samúð okkar í sorg þeirra. Héðan er genginn góður drengur. Magnús Stefánsson og Sigriður Jónsdóttir. Baldur Jónsson fæddist á Akur- eyri 8. júní 1923, var fjórði í röð- inni af átta systkinum, sonur hjón- anna Jóns Kristjánssonar verslun- armanns og Laufeyjar Jónsdóttur frá Grasgeira á Sléttu. Hann varð stúdent 1944 og lauk kandidats- prófí í læknisfræði 1952. Viður- kenndur sérfræðingur í barnalækn- ingum varð hann 1960. Hann var námskandidat á Landspítalanum 1952-1953, héraðslæknir á Þórs- höfn 1953-1957 og við sérfræðin- ám í Svíþjóð 1957-1961, lengstum í Vástervik. Sérfræðingur var hann við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri 1961-1973 og yfirlæknir við barnadeildina þar 1974 til ársloka 1993, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jafnframt var hann starfandi heimilislæknir að hluta til 1961-1985. Baldur giftist Sigríði Axelsdóttur hjúkrunarfræðingi 1949. Þau skildu. Böm þeirra era sex, Málfríð- ur, Jón, Laufey, Axel, Ingibjörg og Baldur. Árið 1973 giftist hann Ól- öfu Amgrímsdóttur og eignuðust þau einn son, Arngrím, háskóla- nema í ensku. Fyrir hjónaband átti Baldur einn son, Öm, deildarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Móðir hans er Sigurbjörg Stefánsdóttir. Baldur hafði veg og vanda af stofnun barnadeildar við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, var frum- kvöðull hennar og hvatamaður. Hann var orðinn vel að sér í sinni sérgrein þegar hann kom að sjúkra- húsinu hér og fylgdist frá upphafi starfsferils síns grannt með þróun og framvindu hennar með faglestri bóka og tímarita og með námsferð- um utanlands eins og honum þótti nauðsyn til. Baldur var góður náms- maður, ,var, n?eniur,og óypnjij puijn- ugur á það sem hann las, hafði skarpan skilning á læknisfræðileg- um vandamálum og var glöggur í sjúkdómsgreiningum sínum. Hann var verklundaður maður, léttur til starfa og samviskusamur. Það var Baldri mjög til baga, að deildinni var jafnan þröngt skorinn stakkur í húsnæði og þó að húsrými hennar stækkaði og tvöfaldaðist árið 1976 hrökk það skammt til. En skömmu áður en Baldur hætti störfum barst sjúkrahúsinu tilkynning frá stjórn- völdum um að deildin yrði stækkuð veralega með nýbyggingu á næstu áram. Baldur mátti reyna það að „fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“. Deildin efldist þó smám saman að starfskröftum. Árið 1973 bættist aðstoðarlæknir í starfslið deildar- innar og 1975 réðst þangað sér- fræðingur í barnalækningum í hlutastarf og enn kom þangað ann- ar sérfræðingur í sömu grein í hlutastarf. Þannig óx deildin í starf- semi jafnt og þétt undir stjóm Bald- urs og styrktist. Enda þótt Baldur fengist ekki við rannsóknarstörf eða vísindi um ævina má óhætt fullyrða að hann var mjög hæfur bamalæknir, skól- aður af áratuga langri klínískri reynslu og stöðugum faglestri. Ekki er efamál að hann vann bæ sínum og byggð mjög til bóta og létti áhyggjum af foreldram hér út af bömum þeirra, svo að bamafólk settist frekar að á Akureyri en ella. Hann var þarfur maður í sínu starfí og hjálpaði mörgum börnum og unglingum í veikindum þeirra til heilsu á ný. Hann gerði samfélagi sínu gagn. Baldur var yfírleitt heilsugóður um ævina. Foreldrar hans entust vel, móðir hans varð 78 ára, faðir hans 95 ára gamall. En samskonar endingu var ekki að fagna hjá Baldri. Við starfslok hans fannst hjá honum við ómskoðun hnefastórt æxli við lifur. Skurðaðgerð leiddi í ljós krabbamein, sem ekki var skurðtækt. Var það þungur dómur, sem hann sætti þar þá er brostin var öll von um líf. Þó sá enginn honum bregða og hélt hann æðru- leysi sínu og hugarrósemi, meðan hann var með ráði og rænu. Góður maður og þokkasæll er genginn, sem saknað er af þeim, er höfðu af honum kynni. Eiginkonu hans og öðram er vottuð hluttekning og djúp samúð í þeirra þunga harmi. Blessuð sé minning Baldurs Jóns- sonar. Ólafur Sigurðsson. Baldur Jónsson barnalæknir á Akureyri lést mánudaginn 18. aprfl af völdum krabbameins í kviðarholi og verður útför hans gerð á morgun frá Akureyrarkirkju. Baldur var borinn og bamfæddur Akureyringur, fæddur 8. júní 1923, sonur hjónanna Jóns Kristjánssonar verslunarmanns og Laufeyjar Jóns- dóttur. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1944 og lauk læknanámi frá Háskóla Islands 1952. Næstu árin stundaði Baldur ýmis almenn læknisstörf, var meðal annars um fjögurra ára skeið hér- aðslæknir í Þórshafnarhéraði. í lok árs 1957 tók hann sig upp með fjöl- skyldu sína og fór í framhaldsnám til Svfþjóðar. Lagði hann fyrir sig barnalækningar og hlaut viður- kenningu sem sérfræðingur í þeirri grein í október 1960. Baldur flutti heim síðla árs 1961 og settist að á Akureyri. Hann var þar heimilis- læknir til margra ára en jafnframt sérfræðingur við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Árið 1974 varð hann yfirlæknir barnadeildar FSA en lét af því starfí vegna aldurs um síðastliðin áramót. Baldur tók þátt í ýmsum stjóm- unarstörfum á FSA, öðram en snertu bamadeildina, var m.a. for- maður Læknaráðs FSA um skeið. Læknisstörfín stundaði Baldur af kostgæfni og samviskusemi. Hann fylgdist vel með í faginu með lestri tímarita og bóka og gerði sér far um að viðhalda menntun sinni og auka með tíðum námsferðum á sjúkrastofnanir erlendis og þátttöku í læknaráðstefnum. Á menntaskólaáranum sátum við Baldur saman í nokkra vetur og á öðra ári okkar í háskólanum deild- um við saman herbergi á Gamla Garði. Baldur var mjög ástundunar- samur í námi sínu bæði í mennta- skóla og háskóla. Hann var ljúfur og lipur í allri umgengni og sam- skiptum, glaðsinna og greiðvikinn, tryggur í vinsemd sinni. Margar góðar og skemmtilegar minningar era frá þessum samvist- aráram. Eitt og annað var í gamni gert og ótal skondin atvik rifjast upp á þessari skilnaðarstundu og geymast í sinni. Baldur stofnaði til heimilis nokk- uð snemma miðað við það sem tíðk- aðist á þeim tímum. Hann kvæntist Sigríði Oddnýju Axelsdóttur hjúkr- unarkonu árið 1949 og átti með henni sex börn. Þau slitu samvistir. Sigríður lést 1990. Baldur kvæntist Ólöfu Stefaníu Amgrímsdóttur hjúkranarkonu 1970 og átti með henni einn son. Fyrir hjónaband eignaðist Baldur son með Sigur- björgu Stefánsdóttur. Aðdragandi fráfalls Baldurs var skammur. Hann leit inn til mín í byijun janúar. Var þá að koma beint að norðan til innlagnar á handlækningadeild Landspítalans. Hafði kennt sér smávegis lasleika fyrir áramótin. Við aðgerð kom í ljós að meinsemdin var komin á það stig að engri lækningu varð við komið. Hann átti þó allgóða daga eftir á heimaslóðum og brá sér í stutta skemmtireisu til sólarlanda. En svo fór að syrta í álinn tveimur til þremur vikum fyrir andlátið. Baldri eru þökkuð kynnin og samfylgdin í þessu lífí. Veit ég að þar er mælt fyrir hönd allra bekkj- arsystkina. Ölöfu og börnum hans öllum, svo og öðrum ættmennum, er vottuð innileg samúð. Víkingur Heiðar Arnórsson. Collega minn Baldur Jónsson bamalæknir er fallinn í valinn. Genginn er góður drengur. Hvílík sorg. Lífsstarfinu lauk hann fyrir þremur mánuðum og ætlaði sér þónokkra ró og grúsk á ævikvöld- inu. Það varð ekki svo. Strax í starfslok sótti Hel að honum með miklu offorsi. Hann dó mjög hratt. Ýmislegt í fari hans minnti á hraða, hreyfingar með taktföstum séreinkennum, hraður talandi og hröð hugsun. Baldur var bráðskarp- ur. Hann var fljótur að komast að réttum niðurstöðum og því mjög glúrinn og farsæll læknir. Hann átti stundum erfitt með að hemja þann miðagrúa, sem var í sloppvas- anum eða á skrifborðinu. Honum tókst að skila afardijúgu verki árin eftir að hann lauk sérfræðinámi sínu. Hann var sflesandi og hélt kunnáttunni vel við. Baldur var mikill öðlingur, afar kurteis og mjög ljúfur í samstarfí. Veitti hann mér oft þögula áminn- ingu í gassaskap mínum með elsku- legu viðmóti sínu. Sérhver óx í ná- vist hans. Hann var hjálpsamur og vildi öllum gott. Skapgerð hans var auk þess kímin og stutt í grínið þannig að öllum leið vel í návist hans. Stundum dró hann að taka af skarið, ef honum fannst hann þurfa að gera á hlut viðeigandi. Honum var eðlislæg háttvísi. Samstarf okkar Baldurs var hnökralaust í tæp 25 ár og var þar að mestu honum að þakka. Alltaf var allt pjálfsagt, sem ég bað hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.