Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 29 mund Stígsson til að standa fyrir byggingum og annarri smíðavinnu því að svo dyggilega og af slíkri trúmennsku var að öllu staðið að betur varð ekki gert. Áratugum saman vann með honum Kristinn Þorbjömsson, ágætur maður, sem nú er látinn. Var enginn svikinn af handaverkum þeirra. Sá sem þessar línur skrifar á Bergmundi Stígssyni mikið að þakka. Það var sjálfsagður hlutur að kalla til Bergmundar ef ein- hvers konar smíðavinnu þurfti að framkvæma - hvort sem um stórt eða smátt verk var að ræða. Alltaf var hann boðinn og búinn til að leysa úr vandanum. Konan mín sagði ávallt að engan vildi hún frekar hafa í kringum sig en Berg- mund ef eitthvað þurfti að laga heima við. Ef þannig stóð á hjá honum vegna anna þegar verk þurfti að vinna heima að hann gat ekki komist til okkar fyrr en nokkr- um vikum seinna var verkið gjam- an látið bíða. Já, þau vora traust og góð handaverkin hans Berg- mundar. Bergmundur Stígsson kvæntist á nýársdag 1948 Jónu Björgu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræð- ingi frá Múla í Reykjavík. Hjóna- band þeirra var afar farsælt og gott. Þau eignuðust tvö böm, Bergþóm, sem er kennari að mennt en vinnur nú við skrifstofu- störf á Isafírði, og Þóri, sem er háls-, nef- og eymalæknir hér á Akranesi. Bamabörnin em fímm. Sameiginlegt áhugamál þeirra Bergmundar og Jónu var garður- inn umhverfís húsið þeirra við Vesturgötuna. í honum undu þau sér vel við að rækta blóm og tré. Eitt árið var garðurinn þeirra val- inn fegursti garður bæjarins. Bergmundur var mikill trúmað- ur og sótti kirkju sína reglulega. Og síðustu árin naut hann þess að taka þátt í bamaguðsþjónustum með barnabömum sínum. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Bergmundi fyrir allt sem hann var okkur. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og bama- bömum vottum við dýpstu samúð. Hörður Pálsson. Ingibjörg Guðmunds- dóttír — Minning Fædd 5. október 1911 Dáin 14. apríl 1994 Kveðja frá Háskóla íslands Háskóli er ekki stofnun þar sem fólk einvörðungu lærir, rannsakar og kennir, heldur sérstakt umhverfi þar sem miklu máli skiptir að dýpka skilning á því hvað er gott og auð- ugt líf. Byggingar skólans hafa ekki síður gildi en það sem fram fer í kennslustofum eða á rann- sóknastofum. Ytri búnaður og um- gengnisvenjur em hluti af námi og þjálfun. Þegar gengið er um húsakynni Háskóla íslands blasa víða við lista- verk á veggjum, verk ýmissa fremstu listamanna íslendinga á þeim tíma sem kenndur er við lýð- veldið. Þessi verk em hluti af þeirri menntun sem námsfólk við háskól- ann aflar sér. Þau em merkilegur hluti af íslenskri menningu. Þegar að er gáð kemur í ljós að þessi verk eru langflest gefín af hjónunum Ingibjörgu Guðmunds- dóttur og Sverri Sigurðssyni. Þessi verk era ekki valin af handahófi heldur af næmi fólks sem ann því sem er fagurt. Listasafn Háskóla íslands er að langmestu leyti þau verk sem Ingibjörg og Sverrir hafa gefið skólanum. Þar fer mest fyrir fjölda afbragðsmynda eftir Þorvald Skúlason, hinn fágaða listamann. En þau hjón hafa einnig gefið ágæt verk eftir aðra þá listamenn sem látið hafa að sér kveða á síðustu áratugum. Ingjibjörg og Sverrir hafa með starfi sínu lagt áherslu á að lista- verk eigi ekki að geyma þar sem fáir eða engir sjá þau. Allt þeirra starf hefur miðað að því að gera verkin sýnileg. Listaverk eiga að vera til gleði og uppörvunar í dag- legu starfí og raunar er það svo að gott listaverk skapar hátíð í hversdeginum. Listaverkagjafír Ingibjargar og Sverris verða ekki metnar til fjár. Enginn fær metið gildi slíkra verka fyrir nemendur og starfsfólk há- skólans. Þau gera umhverfið feg- urra og venja okkur við að vera daglega með góða list fyrir augun- um. Gjafír þeirra bera vitni göfugu hugarfari hins sannmenntaða fólks. Við fráfall Ingibjargar Guð- mundsdóttur minnist Háskóli ís- lands hennar með virðingu og þökk fyrir hennar hlut í hinni miklu lista- verkagjöf, og sendir Sverri, Ás- laugu og öðmm ástvinum hennar einlægar samúðarkveðjur. Haraldur Ólafsson, formaður stjórnar Listasafns Háskóla íslands. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. Toyota Landcruiser turbo diesel, árg. '91. ek. 57 þús. km., gullsans. V. 3.700.000,-. Bílasala Garðars í .///////z/;/'. /-Vý* Nóatúni 2 • 105 Reykjavík Sími619615 Vantar nýlega bfla á staðinn og skrá. Mikil sala. MMC L-300, 4x4 Minibus, árg. '89, ek. 97 þús. km., tvílita/blár. V. 1.300.000,-. M.Bens 280 SE, árg. '85, ek. 150 þús. km., ABS, litað gler, velúr, sjálfsk. V. 1.800.000,-. Nissan Sunny SLX, árg. '91, ek. 27 þús. km. grænsans. V. 850.000,-. Toyota Corolla XL, árg. '91, ek. 60 þús. km. gullsans. V. 700.000,-. Nissan Sunny SLX, árg. '91, 4ra d., ek. 55 þús. km., hvítur. V. 850.000,-. Suzuki GSX 750 RR, árg. '89. Vill skipti á bn. V. 850.000,-. Vantar hjól á staðinn, mikil sala. MMC Colt GL, árg. '91, ek. 84 þús. km. silfurgr. Tilboð 510.000,- stgr. I Toyota Carina E 2000 Classic, árg. '93, ek. 17 þús. km., flöskugræn. V. 1.800.000,-. Volvo 240 GL station, árg. '87, blár, ek. 91 þús., beinsk. Toyota Touring GLi, , árg. '92, ek. 50 þús. V. 1.350.000,-. Daihatsu Ferosa EL 2, árg. '90, ek. 89 þús. km., tvílita/grár. V. 900.000,-. Skeljungur býður þér að sjá þáttinn í sjónvarpinu kl. 21:30 í kvöld Annar þáttur af fimm um íslenska skóga og skógrækt er á dagskrá j Ríkissjónvarpinu í kvöld í boði Skeljungs hf. í þessum þætti er fjallað um Hallormsstaðarskóg. Pættirnir eru unnir í samvinnu við Skógrækt ríkisins, sem leggur áherslu á að sem flestir landsmenn bætist í hóp þeirra sem vilja sinna skógrækt. Skeljungur hf. leggur Skögrækt ríkisins lið með árlegu framlagi. Þegar þú verslar á bensínstöðvum Skeljungs leggur þú þitt af mörkum til skógræktar á íslandi. Saman getum við lyft grettistaki undir faglegri forystu Skógræktar ríkisins og í samvinnu við alla sem eiga þá hugsjón að klæða landið skógi. Skeljungur leggur rœkt við land og þjóð 5S3S8 Skógrækt með Skeljungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.