Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 18
18. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 MARAÞON Ljósmyndamaraþon Stúdentaráós Háskóla ís- lands var haldiö laugardaginn 2ó. mars sl. Þetta var í annað sinn sem maraþonið er haldið og stefnir í að það verði árlegur við- burður, enda hefur tekist einstaklega vel upp í bæði skiptin sem maraþonið hefur farið fram. í fyrra tóku rétt ríflega eitt hundrað nug- myndaríkir háskólastúdentar þátt í maraþoni sem endaði með sigri Pers Mats Henje. í ár voru 1 63 þátttakendur skráðir til keppni, sem er langmesti fjöldi sem tekið hefur þátt í keppni af þessu tagi hérlendis. Það kemur ef til vill af því að þátttaka var ókeypis en styrktaraðil- ar keppninnar voru Morgunblaðið, Hans Pet- ersen, Félagsstofnun Stúdenta og Búnaðar- bankinn. Keppnin í ár var ekki eingöngu opin stúdentum, heldur öllum landsmönnum til sjávar og sveita. Keppnin fór þannig fram að að morgni laugardags fengu keppendur filmu í hendurn- ar ásamt verkefnum. Filmunni átti að skila átek- inni tólf tímum síðar. Eins og gengur og gerist í maraþoni komust ekki allir í mark, ríflega eitt hundrað manns skiluðu inn filmum. Hugmyndaauðgi keppenda réð mestu um úrslitin, en eins og sjá má af myndunum létu þátttakendur hugann reika víða og fundu snjallar lausnir á verkefnum, sem mörg hver voru býsna snúin. Alls komu 60 keppendur til álita er sigurvegaranna var leitað og því 'var keppnin jöfn og spennandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.