Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 ATVINNUAUGl YSINGAR Helgarvinna Óskum eftir heiðarlegu og dugmiklu ungu fólki til helgarvinnu. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um umsækjendur berist Morgunblaðinu merkt: „Kolaportið 1994“ fyrir 30. apríl nk. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Selfoss Félagsmálastofnun Selfoss Félagsráðgjafi óskast til afleysinga í u.þ.b. 8 mánuði. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 98-21408. Félagsmálastjórinn á Selfossi, Ólöf Thorarensen. A KOPAVOGSBÆR Leikskólaráðgjafi Kópavogskaupstaður auglýsir 75% stöðu leikskólaráðgjafa. Starfið felst einkum í fag- legri ráðgjöf við starfsfólk leikskóla og skóla- dagheimila. Skilyrði er að viðkomandi hafi fósturmenntun ásamt viðbótarnámi og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 5. maí. Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi í síma 45700. Fóstrustöður við leikskóla Lausar eru stöður fóstra við eftirfarandi leik- skóla: Leikskólann Álfaheiði v/Álfaheiði, sími 64520. Leikskólann Smárahvamm v/Lækjarsmára, sími 45700. Leikskólann Grænatún v/Grænatún, sími 46580. Upplýsingar gefa leikskólastjórar viðkomandi leikskóla og leikskólafulltrúi í síma 45700. Umsóknum um öll ofangreind störf skal skil- að á eyðublöðum sem liggja frammi í Fann- borg 4. Starfsmannastjóri. Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Afurðastöðinni Búðardal hf. Starfssvið framkvæmdastjóra: 1. Stefnumótun, skipulagning og dagleg framkvæmdastjórn. 2. Yfirumsjón og stjórnun slátrunar, fram- leiðslu og markaðssetningar. 3. Gerð rekstrar- og greiðsluáætlana og dagleg fjármálastýring. 4. Efla tengsl við framleiðendur og núver- andi viðskiptavini, afla nýrra og greina þarfir þeirra um vöruframboð og þjón- ustu. Við leitum að manni með reynslu af stjórnun og fyrirtækjarekstri. Reynsla af stjórnun úr samskonar/svipuðum rekstri ásamt þekk- ingu á landbúnaði æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 127“ fyrir 1. maí nk. Hagvai neurhf .... Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Kennsla Verzlunarskóli Islands óskar að ráða kennara til þess að kenna eftirtaldar námsgreinar næsta vetur: Stærðfræði (á stærðfræðibraut) Lögfræði (V2 staða) Skriflegum umsóknum skal skila til skóla- stjóra fyrir lok aprílmánaðar. Verzlunarskóli íslands. DEO-lnternational Ldt er finnskt efnafyrirtæki sem hefur verið starf- andi síðan 1988 og framleiðir hágæða DEOSAN hreinlætis- og þvottaefni fyrir iðnað, veit- ingastaði, fyrirtæki, heimili, og til eigin þarfa o.s.frv. Á nokkrum árum höfum við náð að skapa þjóðarframleiðslu og sölusamtök í Finnlandi. Nú, þegar verkefni okkar aukast, einnig til hinna norrænu landanna, leitum við að sjálf- stæðum fyrirtækjaeigendum, með eða án reynslu á íslandi, til að vinna með okkur. Hið nýja fyrirtæki fær; - fullkomna vél og (hráefni) vörur fyrir fram- leiðsluna, - framleiðslulista fyrir u.þ.b. 25 st. DEOSAN framleiðsluvörur, - hráefnislager, - kennslu, aðstoð og áframhaldandi not af DEO-lnternational Ltd’sframleiðsluþróun. Uppiýsingar gefur: Yvonne Peltola, sími/fax: 90358-54470088. Vinnumiðlun skóla- fólks í Hafnarfirði Vinnumiðlun skólafólks í Hafnarfirði hefur opnað skrifstofu í húsnæði félagsmiðsstöð- varinnar Vitans á Strandgötu 1. Vinnumiðlun- in er ætluð skólafólki 16 ára og eldra. Skrifstofan er opin kl. 10.00-12.00 og 13.00- 16.00. Sími skrifstofunnar er 650700. Skólafólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst. Fyrirtæki sem vantar starfsfólk eru hvött til að hafa samband við Vinnumiðlunina. Garðyrkjustjóri Sumarstörf Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsfólk, ekki yngra en 16 ára í eftirtal- in störf: 1. Starfsfólk í sláttuflokk 2. Starfsfólk í garðyrkjuflokk 3. Starfsfólk í viðhaldsflokk Umsóknareyðblöð liggja frammi hjá Vinnu- miðlun skólafólks, Strandgötu 1. Umsóknarfrestur er til 6. maí. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 650700. Vinnuskóli Hafnarfjarðar Innritun unglinga í Vinnuskóla Hafnarfjarðar' fer fram dagana 2.-6. maí í félagsmiðstöð- inni Vitanum. Vinnumiðlun skólafólks, Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði, Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. KCHAPORTIÐ MARKAÐSTORG ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Á Landakotsspítala starfar fjölmennur hópur samhents starfsliðs. Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn, hafðu samband við hjúkrunar- stjóra á: Augnlækningadeild 1B, Sigurborgu Sigurjónsdóttur, s. 604380. Augnskurðdeild, Sveinbjörgu Gunnarsdóttur, s. 604300/452. Hjúkrunardeild 1A, Bryndísi Gestsdóttur, s. 604312. Hjúkrunardeild Hafnarbúðum, Guðbjörgu Jónu Hermannsdóttur, s. 604300/472. Handlækningadeild og gjörgæslu 2B, Hjördísi Jóhannsdóttur, s. 604325. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 604311. Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður við RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS sem veittar eru til 1-3 ára a) Ein staða sérfræðings við Eðlisfræðistofu. b) Tvær stöður sérfræðinga við Efnafræði- stofu. Æskilegt er að annar sérfræðingur- inn geti starfað á sviði Ijósefnafræði, en hinn á sviði lífefnafræði. c) Ein staða sérfræðings við Jarðfræðistofu. Sérfræðingnum er ætlað að starfa að athugun á rannsóknaviðbúnaði vegna eld- virkni. d) Ein staða sérfræðings við Reiknifræði- stofu. Sérfræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviði tölvunarfræði. e) Tvær stöður sérfræðinga við Stærðfræði- stofu. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. september nk. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsókna- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun- vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn- unar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfs- skyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rann- sóknum, skulu hafa borist framkvæmda- stjóra Raunvísindastofnunar Háskólans, Dunhaga 3-107 Reykjavík, fyrir 1. júní 1994. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði um- sækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál. Raunvísindastofnun Háskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.