Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNIINIGAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Amþrúður Jóhanns- dóttir ljósmóðir Fædd 30. mars 1938 Dáin 15. apríl 1994 Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til þín, þakklæti fyrir að hafa átt þig fyrir eina af minum bestu vinkonum og allt sem þú hef- ur gefið mér. Það er svo stutt síðan við hitt- umst fyrst, þó eru það 37 ár. Það var á fæðingardeild Landspítalans, þar sem þú varst að læra ljós- mæðrafræði. Ég tók strax eftir . þér, annað var ekki hægt. Þú varst "“%vo sérstök. Allt sem þú gerðir var svo vandvirknislega unnið, allt svo vel gert. Svona varst þú alltaf, allt lék í höndunum þér. Við vorum báðar ungar þá, svo skildu leiðir um sinn. Að loknu ljósmæðranámi fórst þú norður í sveitina þína til starfa. Þú varst fædd á Eiði á Langanesi og uppalin í stórum systkinahópi. Tólf voruð þið talsins og ertu þú þriðja barn foreldra þinna sem kveður. Að eignast tólf heilbrigð böm er mikið ríkidæmi. Það hefur því eflaust oft verið erfitt og nóg að starfa og mér er minisstætt er þú sagðir ihér það, hversu vel pabbi ~Tpinn undirbjó ykkur systkinin þegar von var á nýju lífi í fjöiskyldunni, það þyrfti að taka tillit til bamshaf- andi móður. Af þægindum nútím- ans skilur maður ekki hvemig þetta var hægt og hvernig allt gat geng- ið svona vel. Auðvitað er það vegna þess að þínir samhentu foreldrar elskuðu og virtu hvort annað. Þannig var þetta og af þessu ástríki lærðuð þið bömin og urðuð það sem þið eruð, fyrirmyndarfólk. Ég á eftir að sjá bæinn þinn Eiði, Heiðarfjallið og fallega vatnið fyrir framan sem rennur út í sjó fullt af silungi sem þið nýttuð ykkur til matar. Það var mikið lán fyrir Jón, bróð- ur minn, er hann var að vinna sum- arið 1961 norður á Heiðarfjalli, að hann kynntist þér. Svo komuð þið saman suður um haustið. Það var 13. mars 1964 að þið genguð í hjónaband. Það var síðan mikil hamingja þegar þið eignuðust drengina ykkar, Guðmund Emil og Örn, fædda 1964 og 1966. Lífið gekk sinn gang og þið byggðuð ykkur fallegt heimili. Síð- an fórst þú aftur að vinna við þitt fag á fæðingardeild Landspítalans. En sökum heilsubrests varst þú ekki lengu þar, enda þótt þú hafir hvergi átt betur heima, lofuð og elskuð af öllum. Síðustu ár lágu leiðir okkar aftur saman í starfi, nú í heimaþjónustu í Hafnarfírði. Þar varst þú, eins og alltaf, sú sem gerðir svo vel við alla og af þeim sökum varst þú virt og dáð. Þú hugsaðir ekki síður vel um sjúka og aldraða í heimahúsum en sængurkonumar og börnin á fæðingardeildinni. Þú varst svo góð að lesa fyrir þá sem gátu það ekki og veitti það þér eflaust líka mikla ánægju. Nú er margs að sakna, það verð- ur skrít.ið að koma í litla fallega sumarhúsið ykkar við Þingvalla- vatn, þar sem þú og Jón bróðir voruð búin að búa svo vel í haginn að unun var að koma og sitja og horfa á eitt fegursta landslag hér á landi. Elsku Adda, mín stærsta stund með þér var þó er þú tókst á móti yngsta barninu mínu. Við vorum bara tvær einar og allt gekk svo vel. Því gleymi ég aldrei og fæ seint fullþakkað. I síðustu viku sagðir þú við mig að nú færu blómin að springja út í vorið og sumarið og þá myndi þér batna. Þú varst engum lík. Gafst okkur sem hjá þér vorum svo mik- inn_ styrk. Ég trúi því að þér sé batnað og að þú sért komin frísk til Dísu syst- ur þinnar sem öllum var svo kær og að þið getið umvafíð drenginn ykkar. Haf þú þökk fyrir allt og allt. Elsku bróðir, Emil, Öm og aðrir aðstandendur. Minning um góða konu og móður lifír. Samúðarkveðj- ur. Guðrún Emilsdóttir. Alltaf emm við jafnóviðbúin og söknuðurinn jafnsár, þegar hinn miklu sláttumaður er að grisja vina- og ættmennnahópinn. Sárast er þó að sjá á bak góðum og nánum vin- um, sem hverfa af þessum heimi langt um aldur fram. Þannig var því farið með elskulega og hugljúfa vinkonu, Arnþrúði Jóhannsdóttur, sem hverfur okkur sjónum mitt í önn dagsins, þegar svo margt er enn til að lifa og fórna sér fyrir. Adda var hún kölluð af vinum sínum og ættmönnum. Allt frá því að undirrituð kynntist Öddu, báðar þá ungar mæður í sömu raðhúsa- lengjunni uppi á Öldum í Hafnar- fírði, hefur hún átt því lífsláni að fagna að mega telja hana meðal vina sinna. Sú vinátta rofnaði aldr- ei. Á hana brá ekki neinum skugga. Sambandið rofnaði ekki, þótt dálítið vík yrði á milli vina, eftir að við vorum báðar fluttar af Öldutúninu, hún í Fagrahvamm 6, syðst í Hafn- arfirði, og undirrituð á Sævang 31, þar einna vestast. Það voru drengirnir okkar, jafn- aldrar, Örn og Þorgeir, báðir fædd- ir 1966, sem drógu okkur saman og treystu vináttuböndin, sem rofn- uðu aldrei en treystust æ því meir, sem við kynntumst betur. Og vin- átta drengjanna okkar hefur haldist órofa frá fyrstu tíð, alla skólagöng- una hér heima og einnig erlendis. Báðir eru þeir nú staddir vestan- hafs og hafa gott samband sín á milli og heimsækja hvor annan, eft- ir því sem þeir hafa tök á. Fyrir mig sem unga móður var gott að búa í návist Öddu. Hún var Ijósmóðir að mennt og þótti mjög góð á því sviði, enda átti hún líka ákaflega ástúðlegt og hlýtt viðmót, ekki aðeins gagnvart sængurkon- um, heldur öllum, sem hún um- gekkst. Eftir að hún lét af ljósmóð- urstörfum, lá það fyrir henni að starfa fyrir aldraða sem þurfti að hlúa að og hlynna í heimahúsum. Þarna gaf hún mikið af sjálfri sér, ein og henni var lagið. Sjálfri fannst henni þetta mjög gefandi starf og hún standa í mikilli þakkarskuld við gamla fólkið sem veitti henni ómælt í andlegum verðmætum. Síðustu misserin gekk Adda ekki heil til skógar og var oft þjáð og þungt haldin af þeim bráða sjúk- dómi sem að lokum lagði hana að velli. Allt til síðasta dags hélt hún ró sinni og ljúfa viðmóti og hélt áfram að vera vinum sínum gleði- gjafí. Blessuð sé minning Arnþrúð- ar Jóhannsdóttur. Innilegustu samúðarkveðjur senda undirrituð og fjölskylda henn- ar eftirlifandi eiginmanni hennar, Jóni Emilssyni, sonum þeirra, Emil og Emi, og öðrum ættingjum og vinum. Ebba Lárusdóttir. Á mánudaginn, 25. apríl, fer fram útför Arnþrúðar Jóhannsdótt- ur. Arnþrúður, eða Adda, eins og hún var venjulega kölluð, var fædd að Eiði á Langanesi, dóttir hjónanna Jóhanns Gunnlaugssonar og Berg- laugar Sigurðardóttir. Hún var fjórða barn þeirra hjóna, en alls voru börnin 12. Það hefur verið mikið þrekvirki að fæða og klæða svo stóran hóp barna, og oft tóku þau hjónin við öðrum börnum í lengri eða skemmri tíma. Vinnudagurinn hefur því oft verið langur, en bömin lærðu líka fljótt að létta undir við heimilisstörf- in þegar þau höfðu aldur til. Það hefur verið þeim góður skóli. Og þegar þau urðu eldri, var farið í oAt’o clrnlo Árin 1955-1956 er Adda í Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði og 1958 lýkur hún námi í Ljósmæðra- skólanum í Reykjavík. Adda var síðan í nokkur ár ljós- t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUÐBJARTSSON járnsmiður, áðurtil heimilis að Hringbraut 105, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 12. apríl sl. á elli- heimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjartur Pálsson, Nita Pálsson, Inga Valdís Pálsdóttir, Jakobína ingibergsdóttir, Ásta Brynja Ingibergsdóttir, Kolbrún Ingibergsdóttir, Helena Pálsson, Kristína Pálsson og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ARNÞRÚÐUR JÓHANNSDÓTTIR Ijósmóðir, Fagrahvammi 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 25. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Jón Emilsson, Guðmundur Emil Jónsson, ÖrnJónsson, Michelle Jónsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegr- ar móður okkar, SVÖVU BETTY FREDERIKSEN. Fyrir hönd vandamanna, börn hinnar látnu. + Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, HREFNUPÉTURSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Hjarðarhaga 13, Reykjavík. Bolli Kjartansson, Ásgeir Bollason, Kjartan Bollason. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA Þ. ÞÓRARINSDÓTTIR, áður Meistaravöllum 29, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.30. Jón Þórarinsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Hilmar Þórarinsson, Elinborg Salóme Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir og mágkona, ÁGÚSTA GUÐLAUGSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Frakkastfg 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. aprfl kl. 15.00. Sveinn Bergsson, Randi Bergsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Þorbergur Guðlaugsson, Ólöf Guðmundsdóttir. móðir í Þórshafnarumdæmi og fleiri hreppum fyrir austan og síðar á fæðingardeild Landspítalans. 13. mars 1964 giftist hún Jóni Emilssyni rafvirkja í Hafnarfírði og hófu þau búskap í Fagrahvammi 6 í Hafnarfírði, þar sem þau höfðu byggt sér vandað einbýlishús. Jón og Adda eignuðust tyo syni, Guð- mund Emil 1964 og Örn 1966, og eru þeir báðir lærðir vélvirkjar. Emil býr hér í Hafnarfírði, en Orn fór til Noregs í framhaldsnám og svo til Bandaríkjanna, og lauk þar prófí í viðskiptafræðum og er nú giftur þar og búsettur. Fljótlega eftir að drengirnir voru kómnir á legg, fór Adda aftur að vinna úti, fyrst á hjúkrunarheimil- inu Sólvangi og síðar við félagslega heimilisþjónustu hjá Hafnarfjarð- arbæ. Þetta er í fáum orðum lífshlaup Öddu mágkonu minnar, sem við minnumst nú með söknuði. Hún var elskuð og virt af öllum sem kynnt- ust henni, því frá henni stafaði svo mikil hlýja og góðvild. Ég heyrði hana aldrei tala illa um nokkurn mann, heldur horfði hún á það sem var jákvætt og mannbætandi. í heimaþjónustunni þurfti hún að áðstoða bæði sjúka og aldraða og þá komu þessir góðu eðliskostir hennar sér vel. Það má segja að flestir þeir sem hún gekk til hafí orðið persónulegir vinir hennar sem þökkuðu henni fyrir hveija heim- sókn og biðu þess með óþreyju að hún kæmi sem fyrst aftur. Adda var mjög dugleg og vand- virk kona og sérstaklega ósérhlífín. Hún var mikill náttúruunnandi, og naut þess að fara í gönguferðir og skoða sig um. Það var henni því kærkomið, þegar þau hjónin keyptu sumarbústað við Þingvallavatn. Þangað var farið um hveija helgi þegar gott var veður og þar undi hún sér vel. En fyrst og síðast var það heimil- ið og fjölskyldan sem hún lifði fyr- ir. Það var sama hvort það var inni eða úti í garðinum, allsstaðar var sama snyrtimennskan og myndar- skapurinn. Ádda var einstaklega vönduð og kjarkmikil kona sem ógjarnan vildi gefast upp þó á móti blési. Það sýndi hún best í erfiðum veikindum síðustu mánuðina. Hún tók öllu með jafnaðargeði, og þeirri rósemi sem þeim er gefin sem trúaðir eru. Við þökkum henni samfylgdina og sendum móður hennar og systk- inum, eiginmanni og sonum og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Emilsson. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhuga þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi. Og gæfa var það öllum sem fengu að kynn- ast þér. (L.S.) Á morgun mánudaginn 25. apríl kveðjum við kvenfélagskonur Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar hinstu kveðju kæra vinkonu og fé- laga, Arnþrúði Jóhannsdóttur. Adda, eins og hún var jafnan nefnd, laut í lægra haldi í baráttu við illvígan sjúkdóm þann er að lok- um sigraði hana langt um aldur fram. Adda skilur eftir skarð innan félagsins þar sem hún var jafnan boðin og búin að leggja lið á sinn hógværa hátt. Margar ánægju- stundir áttum við sman hvort held- ur var í starfi fyrir félagið á nám- skeiðum eða við önnur tækifæri. Á sinn hlýja hátt hlúði Adda að öllu og öllum sem hún umgekkst og ávann sér virðingu og traust innan sem utan félagsins. Það eru ljúfar minningar um sterka persónu sem Adda var er lifa og þroska þá er kynntust henni. Við sendum eiginmanni og son- um þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með virðingu og þökk. F.h. Kvenfélags Alþýðuflokksfé- lags Hafnarfjarðar. Sigrún J. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.