Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Drengjakórinn kominn heim ALLIR fengu rós að gjöf þegar þeir komu til landsins eftir sigurferðina til Florida. Drengjakór Laugarneskirkju sigraði á alþjóðlegu kóramóti Heim með þrjú gnll DRENGJAKÓR Laugarneskirkju kom heim frá Bandaríkjum síðasta vetrardag eftir mikla sigurför á .drengjakóramót í Tampa í Florida. Kórinn sigraði í drengja- kórakeppninni og í keppni kór- verka frá 20. öld, en auk þess sigr- uðu tveir félagar í kórnum, þeir Ólafur Friðrik Magnusson og Hrafn Davíðsson, í keppni í tví- söng. Það voru stoitir og ánægðir for- eldrar sem tóku á móti drengjakóm- um. Drengimir voru sömuleiðis ánægðir eftir velheppnaða ferð, en það var ekki laust við að sumir væru orðnir dálítið þreyttir eftir erfitt ferðalag. Sjálf keppnin stóð yfir í viku, en auk þess söng kórinn við messur og á tónleikum. í 20. aldar tónlistinni og drengja- kórakeppninni söng drengjakórinn m.a. „Til þín drottinn“ eftir Þorkel Sigurbjömsson, „Kondu nú að kveð- ast á“ í útsetningu Jóns Þórarinsson- ar, Laudate Pueri Dominum eftir Felix Mendelssohn og Herr, du si- ehst eftir J.S Bach. Hrafn og Ólafur Friðrik sungu j tvísöngskeppninni lögin Maria, Mater Gratiae eftir Gabriel Faure og Maiglockchem und die Blumelein eftir Felix Mend- elssohn. í keppninni vom kórar frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er í annað sinn sem drengjakór Laugames- kirkju keppir á mótinu. Fyrir tveimur ámm, þegar keppnin var síðast hald- in, vann kórinn ekki til verðlauna. Enginn þarf því að velkjast í vafa um þær framfarir sem kórinn hefur tekið á síðustu ámm. Gunnar Ingimundarson, formaður kórsins og einn af fararstjóram í ferðinni, sagði að ferðinni hefði í alla staði verið mjög velheppnuð. Drengimir hefðu staðið sig frábær- lega og verið sér og þjóð sinni til mikils sóma. Hann sagði að dagskrá ferðarinnar hefði verið nokkuð ströng. Flesta dagana hefði kórinn þurft að vera mættur til að syngja klukkan 9:30 á morgpianna. Dreng- imir hefðu þó einnig gefið sér tíma til að slappa af og njóta lífsins í fram- andi landi. Ólafur Friðrik og Hrafn þökkuðu Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegarar ÞEIR Hrafn Davíðsson 9 ára og Ólafur Friðrik Magnusson 11 ára sigruðu í tvísöngskeppni á kóramótinu. þennan góða árangur kórsins og þeirra tveggja miklum æfingum og góðum kórstjómenda. Þeir sögðu að kórinn æfi oftast nær tvisvar í viku, en fyrir ferðina hefði verið æft oft- ar. Þeir viðurkenndu að allt þetta mikla kórstarf hefði komið niður á námi en skólinn og kennararnir hefðu hjálpað þeim að samræma nám og söng. Þeir sögðu að ferðin hefði ver- ið mjög skemmtileg og sögðust vera ákveðnir í því að halda áfram að syngja. Það er mál manna að stjómand- inn, Ronald Vilhjálmur Tumer, hafi unnið frábært starf með kórinn. Hann kom ekki heim með kómum í gær. Hann mun næstu daga dveljast vestan hafs á námskeiði hjá hinum virta breska kórstjómanda sir David Willcocks. Drengjakór Laugarneskirkju var stofnaður í október 1990. Stofnfélag- ar voru 15 en nú em kórfélagar 32 víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu, auk deildar fyrir unga drengi. Ron- ald Vilhjálmur Turner hefur frá upp- hafi verið stjómandi kórsins. Kórinn, sem er eini drengjakór landsins, hef- ur haldið fjölda tónleika hér á landi. Hann hefur tekið á móti drengjakór- um frá Svíþjóð, Danmörku og Banda- ríkjunum og haldið með þeim sameig- inlega tónleika. Dagbók Háskóla íslands Nánari upplýsingar um samkomur á vegum Háskóla íslands má fá í síma 694371. Upplýsingar um nám- skeið Endurmenntunarstofnunar má fá í síma 694923. Mánudaginn 25. aprO Kl. 8.30-12 í Norræna húsinu. Nám- skeiðið er á vegum Endurmenntun- arstofnunar. Efni: Hönnun og að- lögun á umhverfi fyrir fatlaða. Leiðbeinandi: Margaret A. Christ- ensen kennari við háskólann í Minne- sota. Kl. 13-16 í Norræna húsinu. Námskeiðið er á vegum Endur- •menntunarstofnunar. Efni: Kynn- ing á „EASE“ tölvuforritinu til notkunar við heimilisathugun, námskeið ætlað iðjuþjálfum. Leið- beinandi: Margret A. Christensen kennari við háskólann í Minnesota. Þriðjudagpnn 26. apríl Kl. 15-19 í Tæknigarði. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunarstofn- unar. Efni: Forysta og stjórnun. Leiðbeinandi: Þórður S. Óskarsson vinnusálfræðingur hjá KPMG Sinnu hf. Miðvikudaginn 27. apríl Kl. 8.30-12.30 í Tæknigarði. Nám- skeiðið er á vegum Endurmenntun- arstofnunar. Efni: Hönnun jarð- skauta. Leiðbeinendur: Jón H. Hall- dórsson og Gunnar Ámundason, verkfræðingar hjá Verkfræðistofn- uninni Rafhönnun hf. Kl. 8.30-12.30 í Tæknigarði. Nám- skeiðið er á vegum Endurmenntun- arstofnunar. Efni: Dreift tölvuum- hverfi. Umsjón: Ebba Þóra Hvann- berg tölvunarfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans. Fimmtudagur 28. apríl Kl. 8.30-12.30 í Tæknigarði. Nám- skeiðið er á vegum Endurmenntun- arstofnunar. Efni: Starfsmanna- stjórnun í hugbúnaðarfyrirtækj- um. Leiðbeinandi: Þórður S. Óskars- son vinnusálfræðingur hjá KPMG Sinnu hf. Kl. 9-16 í Tæknigarði. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunarstofn- unar. Efni: Fötlun og samfélag II: Þjópusta við fullorðna fatlaða. Umsjón: Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu. Kl. 12.15-13 í stofu 6 í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofa í hjúkrun- arfræði. Efni: Verkir og verkja- meðferð skurðsjúklinga: Vænt- ingar, viðhorf og upplifun. Fyrir- lesarar: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir Skærar stjömur á skáMiimninum HEIMSMEISTARAR í skák á undanförnum 30 árum hafa allir verið yngri en fyrirrennarar þeirra: Míkhaíl Botvinník var 49 ára þegar hann vann titilinn 1961, Tígran Petrosjan 33 ára þegar hann vann hann 1963, Borís Spasskíj 32 ára þegar hann vann 1969, Bobby Fischer 29 ára 1972, Anatolíj Karpov 24 ára 1975 og Garríj Kasparov 22 ára 1985. I f Vladímír Kramník Nú eru sex af tíu stigahæstu skákmönnum heims 25 ára eða yngri og þrír úr þeim hópi - Vlad- ímír Kramník, Gata Kamskíj og Vishwanat- han Anand — hafa tryggt sér rétt til þátt- töku í fjórð- ungsúrslitum í heimsmeist- arakeppni Al- þjóðaskáksam- bandsins, FIDE, og sams konar heims- meistara- keppni hinna nýju samtaka atvinnuskák- manna, sem Garríj Ka- sparov og Nig- el Short hafa komið á fót - PCA. Líklega er Anand kunn- astur þessara þriggja meist- ara. Hann er 24 ára Indveiji frá Madras og skipar þriðja sætið á lista FIDE yfir tíu öflugustu skákmenn heims. Gata Kamskíj er 19 ára og flúði frá Rússlandi 1989. Stjama hans hefur hækkað ört, þótt hann þyki of tæknilegur í taflmennsku sinni. Hann ferðast jafnan með föður sínum, Rúst- am, og þeir hafa víða valdið deilum. Þegar Kamskíj hafnaði í neðsta sæti á móti sakaði hann Kasparov um að hafa komið fyrir eitri í drykk hans og faðir Tíu stigahæstu á llsta FIDE* "S7 GarryKasparov Rússland 2.800 30 Anatoly Karpov Rússland 2.740 42 Vishwan. Anand Indland 2.715 24 Vass. Ivanchuk Úkraína 2.715 24 Vlad. Kramnik Rússland 2.710 18 Alexei Shirov Lettland 2.705 21 Gata Kamsky Bandaríkin 2.695 19 Valeri Salov Rússland 2.685 29 Evgeny Bareev Rússland 2.685 27 Boris Gelfand Hv,-Rússl. 2.685 25 * Gany Kasparov hefur varið tekinn af lista FIDE hans lét þau orð falla að sonur sinn mundi „mala Kasparov mélinu smærra“. Sá yngsti sterkastur Yngstur og ef til vill sterkast- ur þessara þriggja stórmeistara er Kramník, sem er 18 ára og hefur náð skjótum frama. Fyrir tveimur árum könnuðust fáir við hann, en nú telja skákfræð- ingar hann manna líklegastan til þess að vinna heimsmeistara- titilinn af Karpov. Sumir aðdáendur Kramn- íks telja hann síðasta af- kvæmi „sovétskólans" í skák, en hann er ekki dæmigerður fulltrúi hans - keðjureykir til dæmis og drekkur mikið áfengi. Hann hefur orðið fyr- ir litlum áhrifum frá marx- isma-lenínisma og hefur sagt að hann tefli til þess að græða peninga. Möguleikar þessara ungu meistara hafa aukizt vegna tilkomu skáksambands Ka- sparovs og Shorts, PCA. Nýlega tryggði PCA sér fjár- hagslegan stuðning tölvufyr- irtækisins Intel, enda koma tölvur að sífellt meiri notum í skákíþróttinni. klínískur sérfræðingur í hjúkmn og Herdís Sveinsdóttir dósent. Kl. 15-19 í Tæknigárði. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunarstofn- unar. Efni: Gerð viðskiptaáætlana. Leiðbeinendur: Þorvaldur Finn- bjömsson MBA og Gestur Bárðarson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Tækniþróunar hf. Kl. 16-19 í Tæknigarði. Námskeiðið er á vegum Endurmenntunarstofn- unar. Efni: Breytingar á sviði hjú- skapar- og barnalaga. Umsjón: Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu og Ingólfur Hjartarson hrl. Kl. 17.15 í stofu 422_ í Árnagarði. Fyrirlestur á vegum íslenska mál- fræðifélagsins. Efni: Afturbeyging- ar í máli íslenskra barna. Fyrirles- ari: Dr. Sigríður Siguijónsdóttir. Kl. 17.15 í stofu 157 í VR-II Hjarð- arhaga 2-6. Málstofa í rafmagns- verkfræði. Efni: Aðferðir sem byggja á „Temporal logic“ við greiningu á Prootokolum innan tölvukerfa. Fyrirlesari: Dr. Ásgeir Eiríksson verkfræðingur hjá Silicon Graphics. Kl. 20 í stofu' 201 í Odda. Félag áhugafólks um mannfræðL Efni: Mannfræði og túrismi á íslandi. Fyrirlesari: Magnús Einarsson. Kl. 20.30 í húsi Lyfjafræði lyfsala í Haga við Hofsvallagötu. Málstofa í lyfjafræði. Efni: Lyfjanotkun aldr- aðra. Fyrirlesari: Matthildur Val- fells. Föstudagur 29. apríl Kl. 12.15-13. Stofa G6 að Grensás- veg 12. Föstudagsfyrirlestrar Líf- fræðistofnunar. Efni: Víbríóbakt- eríur í fiskum. Fyrirlesari: Eva Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.