Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 13 Úrvalssveitir til KwaZulu Að lokum varð þó Buthelezi að viðurkenna að hann hefði tapað baráttunni. Innst inni vissi hann að KwaZulu hlyti að líða undir lok með hinni nýju Suður-Afríku. Og þrátt fyrir hvatningarorð hans til Zúlumanna um að ekki yrði hikað við að halda til orrustu vissi hann að sá bardagi yrði háður við hinn þrautþjálfaða og vel vopnum búna her Suður-Afríku. Þrátt fyrir að Zúlumenn séu frægasta stríðsþjóð Afríku yrði sá leikur ójafn. Eftir að neyðarástandi var lýst yfir í Natal og KwaZulu í byijun mánaðarins sendi ríkisstjórnin þangað hersveitir undir forystu Deon Ferreira, sem valtaði yfir sveitir Kúbumanna og skæruliða- hreyfíngarinnar MPLA í Angólu árið 1987. Það sem réð þó líklega úrslitum að lokum var að Buthelezi gerði sér, þegar upp var staðið, grein fyrir því að meirihluti hinna átta milljón Zúlumanna Suður-Afríku studdi ekki við bakið á honum. Talið er að ANC njóti um helm- ingi meira fylgis en Inkatha í KwaZulu-Natal og hefur ef eitt- hvað er dregið úr vinsældum But- helezi. Hann ætlar þó ekki að gef- ast upp og hefur hafið kosninga- baráttu af fullum krafti. Fæstir búast þó við að sú barátta muni skila miklum árangri utan Kwa- Zulu-Natal, eftir það sem á undan er gengið. Hann hefur á fundum undan- farna daga lýst því yfir að hann hyggist ekki taka þátt í allsheijar samsteypustjórn jafnvel þótt að Inkatha-flokkur hans fái nægilega mörg atkvæði til þess. Buthelezi hefur gagnrýnt forystumenn ANC fyrir að hafa lifað í lystisemdum á tímum aðskilnaðarstefnunnar og sagt þá samseka ráðamönnum hvíta minnihlutans. en Grikkir. Þeir eru „sjúki maður- inn“ í sambandinu, búa við mikla verðbólgu og ævintýralegar þjóðarskuldir. Kinkel en ekki Pangalos Það eina, sem áunnist hefur undir formennsku Grikkja, er samningurinn um aðild Austurrík- is, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ESB en það er þó ekki Grikkj- um að þakka eða Pangalos, heldur Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands. Það var hann, sem neyddi Spánveija til að láta af kröfum sínum gagnvart Norð- mönnum með því að hóta að bijóta spænska utanríkisráðherrann „á bak aftur“ og það var hann, sem samdi „málamiðlunina" í deilunni um atkvæðavægið, sem Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bret- lands, neyddist til að samþykkja. Nú hafa Grikkir hótað að eyði- leggja allt þetta. Pangalos bað nýlega gríska þingið að taka til athugunar að beita neitunarvaldi gegn aðild nýrra ríkja nema ESB samþykkti að hefja viðræður um aðild Möltu á næsta ári. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að allur undirbúningur undir leið- togafund ESB-ríkjanna á Korfú í júní er gjörsamlega í molum. Gríska utanríkisráðuneytið hafði ekki áttað sig á, að allt hótelpláss á eynni er upppantað fyrir ferða- menn. Sendinefndir ríkjanna eru í vandræðum með að finna sér einhvern samastað og það mun taka blaðamenn, þessa „fyrirlit- legu blekbullara" eins og þeir heita hjá Pangalos, klukkutíma að koma sér á fundarstaðinn. VOLVO 850 STATION Volvo 850 hefur fengiö frábæra dóma um allan heim og er marg- verðlaunaður. Sama gildir um Volvo 850 station sem fæst nú í mörgum spennandi útfærslum. Volvo 850 er með ABS hemla- kerfi, spólvörn, SlPS-hliðarárekstrar- vörn, Volvo hljómflutningstækjum, innbyggðum barnastól í aftursæti, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt mörgu fleiru. T5 útfærslan er 225 hestöfl sem fást úr 5 strokka, 20 ventla, 2,0 lítra vél með beinni innspýtingu, TURBO og millikæli (intercooler). GLT útfærslan er búin 5 strokka, 20 ventla, 2,5 lítra vél með beinni innspýtingu sem gefur 170 hestöfl. GLE og Gl- útfærslurnar eru síðan fáanlegar með 143 hestafla, 5 strokka, 20 ventla, 2,0 lítra vél með beinni innspýtingu. Sætin í Volvo 850 hafa fengið mikið lof enda hönnuð af sérfræðingum í beinabyggingu líkamans. Þess vegna stígur þú óþreytt(ur) úr Volvo eftir langt ferðalag um ísland. Volvo 850 er einnig fáanlegur 7 manna. Volvo hefur um áratugaskeið verið fremstur bílaframleiðenda hvað öryggi varðar. Með Volvo 850 hefur verið stigið skrefi lengra. Sem dæmi um öryggisbúnað er krumpsvæði að framan og aftan, SlPS-hliðarárekstrarvörn, innbyggður barnastóll í aftursæti, bílbeltastrekkjarar á frambeltum, sjálfvirk hæðarstilling bílbelta, 3-punkta belti fyrir alla 5 farþega bílsins og margt fleira. Volvo 850 er ekki fjórhjóladrifinn heldur framhjóladrifinn með spólvörn. Spólvörnin gerir það að verkum að framhjólin ná alltaf hámarksgripi sem gerir Volvo 850 einstaklega hæfan í vetrarakstri. Volvo 850 station kostar frá: 2.548.000 kr. stgr. á götuna VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST! J BRINVBORG FAXAFENI 8 • SÍMI91- 68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.