Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 47

Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 47 I I I I i I 1 I I I 4 I « # « € « LÍKBRENN SL A, HVAÐ ER ÞAÐ? Líkbrennsluofnar í Fossvogskirkju. eftir Ásbjörn Björnsson BRÁTT verða 45 ár liðin frá því að fyrsta líkbrennslan fór fram hér á landi, en nánar til tekið var það 31. júlí 1948 sem jarðneskum leif- um dr. Gunnlaugs Claessens var eytt í nýuppsettum ofni bálstof- unnar í Fossvogskapellu. Dr. Gunnlagur Claessen hafði lengi verið í fararbroddi þeirra mætu manna, sem hvað ákafast börðust fyrir því að innleiða þann sið að brenna lík látinna manna í stað þess að jarða, eins og lengst af hefir tíðkast. Strax á þriðja ára- tug aldarinnar birtust skeleggar greinar í dagblöðum bæjarins, þar sem dr. Gunnlaugur lýsti fögrum orðum kostum brennslunnar fram yfir hina hefðbundnu jarðsetningu. Hann var einn af aðal forgöngu- mönnum um stofnun Bálfarafé- lagsins, sem hafði það að mark- miði að einfalda útfarir og lækka útfararkostnað m.a. með því að ijölga líkbrennslum og helst að þær verði allsráðandi. Bálfarafélagið var stofnað 6. febrúar 1934 og fékk fljótlega til liðs við sig marga helstu frammá- menn þjóðfélagsins á þeim tíma, þ. á m. borgarstjórann Knud Zim- sen. Þegar útfararkapellan í Foss- vogi var byggð og tekin í gagnið 1948 hafði Bálfarafélaginu tekist að safna fé til kaupa á 2 lík- brennsluofnum og afhenti þá skuldlausa til notkunar. Hafa þeir síðan þjónað öllu landinu. Fljótlega eftir þetta tók að dofna yfir starfi Bálfarafélagsins, enda sumir helstu forvígismennirnir fallnir frá. Árið 1964 var samþykkt að leggja félagið niður. Á þeim tæplega 45 árum, sem liðin eru síðan fýrsta líkbrennslan fór fram hefir hlutfallsleg aukning líkbrennslu hér á landi verið næsta lítil og var t.d. að meðaltali 1990- 1993 rúm 7% í hlutfalli við hefð- bundna jarðsetningu. Þegar litið er til baka til upp- hafs líkbrennslu hér á landi og gerður samanburður milli ára kem- ur í ljós að nokkur stígandi er í þessu þó langt sé í land að jafnast á við nágrannaþjóðimar. Við sam- anburð milli landa sést að mjög er misjafnt hve langt er komið þróun þessara mála. Ef litið er til nágranna vorra á Norðurlöndum lítur málið svona út: Danmörk árið 1991 64,4% Svíðþjóð árið 1991 62,7% Hvað varðar Noreg og Finnland þá eru þeir enn langt á eftir Dan- mörku og Svíðþjóð en engu að síð- ur _fer brennsla þar ört vaxandi. í Bretlandi hófst líkbrennsla fyr- ir rúmum 100 árum og urðu forvíg- ismenn þessara mála þar að beij- ast við mikla fordóma, fyrst í stað. Lengi var þróunin mjög hæg í Bretlandi og var reyndar fyrstu hálfu öldina eða svo. Það verður þó mikil uppsveifla í líkbrennslu þar upp úr heimsstyijöldinni síð- ari. Frá þeim tíma hefir verið nokk- uð jöfn og örugg aukning lík- brennslu í hlutfalli við venjulega greft'mn. Nú er svo komið að í (stór)borgum sem London kjósa 90-95% brennslu, en til sveita eru mun færri sem velja brennslu. Á landsvísu em rúmlega 70% fylgj- andi brennslu. Alls eru 225 lík- brennslustofnanir starfandi í Bret- landi og þar af 22 í London. í löndum þar sem katólsk trú er í miklum meirihluta hefir lík- brennsla ekki átt miklu fylgi að fagna fram á síðustu ár. Þetta skýrir hið lága líkbrennsluhlutfall í Frakklandi, þar sem aðeins 7,2% látinna vom brenndir 1991 og á Spáni 1,5%. Breyting hefir orðið á þessu eft- ir að páfi lýsti yfir samþykki við brennslu. Sannleikurinn er sá, að bálfarir em mjög gamall útfarar- siður. Þær tíðkuðust í fornöld hjá Rómveijum og Grikkjum þar sem heldri menn vom brenndir, en þrælar og flækingar jarðsettir. Útfararhættir réðust nokkuð af trúarbrögðum. í Kína vom lík jarð- sett að boði Konfúsíusar, en Búddatrúarmenn á Indlandi og í Japan brenndu líkin. Hefir þessi venja haldist þar. í fmmkristni voru lík í Rómaveldi ýmist brennd eða jarðsett. í nörðanverðri Evrópu tíðkuðust bálfarir mjög í fomöld, en vom bannaðar af Karlamagnúsi keisara árið 785 f. Kr. og vom menn ekki á eitt sáttir hvað honum gekk til. Vegna þessa banns lágu bálfarir niðri í margar aldir og voru ekki aðrir brenndir en píslar- vottar og galdramenn. Um miðja 19. öld fer að komast vemleg breyting á málið en menn vildu ógjarnan brenna lík á bál- kesti, eins og tíðkast hafði fyrr á öldum. Vemlegur skriður komst á lík- brennslu er Þjóðveiji, Fr. Siemens, bjó til fyrsta nýtísku líkbrennslu- ofninn árið 1873. Þá skapast skil- yrði til brennshi í bálstofu (cremat- orium). Fyrsta bálstofan var reist í Mílanó 1876, fyrir gjöf frá sviss- neskum manni, Keller að nafni. Hann andaðist um það leyti, sem bálstofan var fullgerð og var brenndur þar fyrstur manna. í Bretlandi tók fyrsta bálstofan til starfa árið 1885 og fór fljótt þeim fljótt fjölgandi þrátt fyrir all mikla andstöðu yfirvalda og fordóma margra. Upp úr síðustu aldamótum fór að koma nokkur hreyfing á þessi mál hér á landi. Steingrímur Matt- íasson héraðslæknir ritaði um mál- ið í Skírni 1905 og Guðmundur Björnsson landlæknir í sama tíma- rit 1913. Sveinn Björnsson sendi- herra og forseti flutti tillögu um líkbrennslu á Alþingi 1915 sem varð til þess að lög voru sett og eru þau enn að mestu í gildi. Framtíð bálfara á íslandi Eins og fram kom hér á undan hefir þróun líkbrennslu hér á landi verið afar hægfara, eins og raunar víðast annars staðar framan af. Menn hafa oft velt fyrir sér hvort eitthvað mætti gera til að flýta fyrir þróuninni, þar sem al- mennari brennsla væri af ýmsum ástæðum æskileg, t.d. með tilliti til þess að mikið landrými sparast með líkbrennslu. Ekki hefir verið hafður uppi neinn áróður fyrir aukinni brennslu í langan tíma, eða allt frá þeim Ásbjörn Björnsson Þegar litið er til baka til upphafs líkbrennslu hér á landi og gerður samanburður milli ára kemur í ljós að nokkur stígandi er í þessu þó langt sé í land að jafn- ast á við nágrannaþjóð- irnar tíma er upphafsmenn Bálfarafé- lagsins hvöttu menn til aukinnar líkbrennslu. í starfí mínu hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur undanfarin 9 ár hefi ég oft orðið þess var að margir sýna líkbrennslu áhuga, en skortir kjark til að ganga skrefið til fulls, þ.e. að ákveða að líkami þeirra verði brenndur, þegar þar að kem- ur. Nokkur dæmi hefi ég um fólk, þá gjarnan hjón, sem hafa velt þessu fyrir sér og til að velkjast ekki í vafa, þá gjarnan haft sam- band við stofnunina til að fá upp- lýsingar. Oftast verður niðurstaðan sú, eftir að viðkomandi aðilar hafa komið á staðinn og kynnt sér að- stæður og fengið sínar skýringar, að þeir taka ákvörðun um að líkam- ar þeirra skuli brenndir að lokinni jarðvist. Enda þótt það dugi í flestum tilfellum að láta sína nánustu vita um þennan vilja sinn er því ekki að neita að upp hafa komið atvik, þar sem einhver nánustu ættingja hefir haft uppi mótmæli þegar stundin er upp runnin og jafnvel komið í veg fyrir líkbrennslu, vegna þess að hinn sami var á móti þessari framkvæmd. Til að fyrirbyggja slíkan ágreining er öruggast að undirrita viljayfirlýs- ingu þess efnis að undirritaður óski eftir líkbrennslu, þegar þar að kemur. Sérstök eyðublöð fyrir slíka beiðni hafa lengi verið fáanlegt á skrifstofu Kirkjugarðanna og verða framvegis, auk þess sem þau fást hjá kirkjuverði Fossvogs- kirkju. Ég leyfí mér að hvetja fólk til þess að ganga þannig frá málum til að útiloka allan vafa um óskir sínar. Eins og allir vita er dauðinn það eina, sem óhjákvæmilegt er fyrr eða síðar, en flestir koma sér hjá Duftgarður við Fossvogskirkju því að ræða um hann, jafnvel við sína nánustu. Þess vegna er það nú svo að þegar stundin er runnin upp, þá er oft lítið vitað um óskir hins látna. Þetta skeður gjarnan, þó um fjörgamalt fólk sé að ræða og til- högun í sambandi við útförina verður þá mál nánustu vanda- manna. Af þessari óvissu skapast oft vandamál, sem hægt hefði verið að komast hjá ef hinn látni hefði látið vita hveijar óskir hans voru. Alls ekki er einhlítt að eftirlif- andi vandamenn hafi allir sömu skoðun á því hvernig staði skuli að málum og geta því orðið árekstrar í sambandi við undirbún- ing, allt frá því hvaða prest og kirkju skal velja til hugsanlegrar erfidrykkju og allt þar á milli. Því færri óvissuþættir sem eru því betra fyrir alla og þar er spurn- ingin um brennslu eða hefðbundna greftrun ekki undanskilin, enda oft mikill vafí á því hver vilji hins látna var. Þar sem umræða um málefni líkbrennslu er og hefir lengi verið í lágmarki er vanþekk- ing fólks á þessum málum mikil. Það er t.d. algengt að spurt sé hvort lík sé tekið úr kistu eftir athöfn í kirkju og brennt án kist- unnar. Þvi er til að svara að kistunni er að lokinni athöfn í kirkju ekið í líkhús Fossvogskirkju, þar sem hún er geymd þar til brennsla fer fram, oftast næsta dag eða þar næsta. Brennsla fer þannig fram í stórum dráttum: í Fossvogskirkju eru 2 ofnar af TABO-gerð, sem kyntir eru með rafmagni. Oftast er brennsla fram- kvæmd í upphafi vinnudags, en kvöldið áður stillir brennslumaður ofninn þannig að hann kveiki á sér síðla nætur við 600 gráður á Celc- íus. Kistan, sem geymd hefir verið í líkhúsi Fossvogskirkju frá því að kirkjulegri athöfn lauk með til- heyrandi moldun, er nú rennt á þar til gerðum sleða inn í ofninn. Fljótlega eykst hitastigið í allt að 1.000 gráður og starfsmaðurinn fylgist með hitastigi og gangi brennslunnar í gegnum lítinn glugga á framhlið ofnsins. Þegar brennslu er lokið, en hún tekur að jafnaði Wi klst., er slökkt á ofnin- um og hann látinn kólna. Því næst er askan fjarlægð í sérstakri skúffu og sett í svokallað duftker, sem oftast er úr þunnum málmi. Duftkerið er síðan innsiglað og merkt með nafni hins látna, fæð- ingardegi og dánardægri og hlaupandi númeri fyrir legstaða- skrá. Áhersla er lögð á að fyllsta hreinlætis og snyrtimennsku sé gætt. Nokkuð er misjafnt með framhaldið, þ.e. hvenær jarðsetn- ing fer fram og hvemig. I flestum tilfellum eru duftkerin jarðsett í sérstakan reit sunnan Fossvogs- kirkju, sem í daglegu tali kallast duftreitur eða duftgarður. Hitt er líka leyfilegt og ekki óalgengt að duftkeri sé komið fyrir í venjuleg- um grafreit hjá látnum ættingjum eða ásvtinum, ef vandamenn óska þess. Það fer eftir óskum eftirlif- andi ættingja hvenær jarðsetning duftkers fer fram og hvort þeir óska eftir því að vera viðstaddir. Sumir óska eftir því að prestur sé viðstaddur og flytji bæn, en al- gengt er að starfsmenn sjái alfarið um jarðsetningu og frágang. Þess má geta að sl. tvö ár hefir verið unnið að gagngerum breyt- ingum á duftgarðinum og má full- yrða að loknum þeim framkvæmd- um verði hann hinn fegursti reitur með fallegum gróðri, hellulögðum gangstígum og smekklegri lýsingu. Nálægð Kristsstyttu Thorvaldsens, sem stendur á milli garðsins og Fossvogskirkju, svo og aðrar fram- kvæmdir við kirkjuna, gera þennan stað sérlega aðlaðandi, ef mér leyf- ist að nota það orð um kirkjugarð. Það er von mín að þetta fallega umhverfi stuðli að því að fólk fari að íhuga meira þann möguleika að feta í fótspor nágranna okkar á Norðurlöndum og V-Evrópu og kjósi líkbrennslu í stað hefðbund- innar greftrunar. Ýmislegt bendir til þess að var- anleg aukning sé að verða á lík- brennslu hér á landi og vonandi verður framhald á þeirri þróun. Grein þessi er fyrst og fremst skrifuð fólki til fróðleiks og til að hvetja til umhugsunar um þessi mál. Þeim sem vilja fræðast frekar er bent á að hafa samband við okkur sem að þessum málum störfum. Höfundur er forsljóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. -f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.